Morgunblaðið - 23.09.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.09.1955, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIB Föstudagur 23. sept. 1955 1 — Séra Sigurður í Hofti Framh. af bls. 9 ekki fengizt um það, þótt ég fari utan öðru hverju. Það skilur, að ég þarfnast þess og hef ég í þessu mætt fvllstu velvild. En það bezta sem ég á, er Hanna, konan mín. Hún er eini gagnrýnandinn, sem ég á að staðaldri kost á og reyndar sá bezti, sem ég hef átt. Hún hefur gert sér mikið far um, að mér yrði eitthvað úr þeim tómstund- um og næði, sem ég hef hér í Holti. • — Hvemig finnst yður það samrýmast í sálgerð yðar að vera samtímis prestur og skáld? — Já, þetta var nokkuð góð spurning. Sannleikurinn er sá, að það kemur fyrir, að skáldið og kennimaðurinn rekast á. Og þó að það kunni að þykja und- arlegt, þá hef ég leitazt við að haga því svo, að hvorugur vægi fyrir hinum. Ég held, að það sé hollt, að öðru hvoru verði smásprenging- ar og samvizkuárekstrar í sálar- lífinu. En stundum getur skáldið og guðfræðingurinn gert með sér vinsamlegt bandalag, t. d. er síð- asta efni mitt leikrit, er ég nefni: „Það verður heitt í sumar". Það fjallar um efni úr Nýja testa- mentinu, — Upprisuna. Ég hefði aldrei lagt í það verk, ef ég hefði ekki haft dálítið af guð fræðilegri þekkingu að styðjast við. Árið 1952 kom út eftir sr. Sig- urð ljóðabókin „Yndi unaðs- Stunda", og næsta ár 1953 'ljóðabókin „Nndir stjörnum og sól", en með þessum tveimur bókum hlýtur hann tvímæla- laust sess meðal stærstu ljóð- skálda okkar íslendinga. Árið 1954 gaf hann út leikritið „Fyrir kóngsins mekt" og verður það sýnt í Þjóðleikhúsinu í vetur. — Fjallar það um erfðahyllinguna í Kópavogi. — En viljið þér nú ekki segja mér eitthvað um Skálholtskvið- una, sem þér hlutuð verðlaun fyrir og hvernig hún varð til? — Já, hvernig á því stóð að ég tók þátt í þessari samkeppni. Ég hafði verið á samkomu uppi í Fljótshlíð á þjóðhátíðardaginn og við komum heim seint um kvöld. Þá var Morgunblaðið komið og ég renndi augunum yfir það og sá auglýsingu frá Skálholtsnefnd. Renndi aðeins augunum yfir hana. Það var ekkert með það. Hugmyndin greip mig og ég komst í stemn- ingu. Þarna um kvöldið setti ég Ijóðabálkinn niður fyrir mér, stikaði hann út og orkti þrjú fyrstu kvæðin. En daginn eftir las ég auglýsinguna betur og sá þá, að þar var gert ráð fyrir kantötu í 3—5 liðum. Þetta gerði mér bylt við, því að ég hafði um nóttina ætlað mér bálkinn allt öðru vísi. Vildi ég nú alveg leggja árar í bát. Og það verð ég að segja, að konunni minni á ég mest að þakka, að mér auðnaðist að ljúka Skálholts- kviðunni svo að hin vandláta dómnefnd taldi hana góða og jjílda^ Henni leizt vel á hugmynd- nokkrar þeirra minninga, sem hæst ber í sögu staðarins og gefa honum sitt einstæða sögulega og menningarlega gildi. Og í þriðja lagi, að benda fram á við til þess sem þjóðin : vonar, að verða muni örlög Skál- holts og samsvari þeim tilgangi, j sem Gissur biskup ísleifsson hafði í öndverðu með gjöf sinni. — Er þar þá kvæði um aftöku Jóns Arasonar? — Nei, mér fannst það ekki hlýða. Því að þar var það er- lent vald, aðvífandi óveður, sem saurgaði staðinn. Leiðinda atvik, sem aldrei hefði átt að koma j fyrir. — Og hvað hyggist þér næst taka yður fyrir hendur. Eru nokkur ný áform á prjónunum? — Það vil ég ekki segja að svo komnu, nema að ég á eftir að leggja síðustu hönd á leikritið „Það verður heitt í sumar". En í sambandi við það á ég einn óskadraum. — Og hver er hann? — Sá, að mér gefist kost- ur á að skjótast snöggvast út í Jórsalaheim. Ég nefndi áðan að heimsókn í Skálholt opnaði mér öll hlið og brúaði torfær- ur til að geta lokið við Skál- holtskviðu. Eins vildi ég kom- ast í þá stemningu, sem ég þarf nauðsynlega á staðnum, þar sem krossfesting og upp- risa gerðust fyrir nær 2000 árum. Þ. Th. HANNOVER, Þýzkalandi, 22. sept. — Það var upplýst hér í dag að fyrstu þýzku stríðsfang- arnir, sem látnir verða lausir samkvæmt samkomulaginu, sem dr. Adenauer gerði við Bulganin marskáik í Moskvu myndu koma til Þýzkalands í næstu viku. Er um að ræða 500 manna hóp stríðs fanga. ^lBffiien eMki á vinnubrögðin. Svo ítft-hún sér fyrir því, þegar ""Viar kominn í sjálfheldu, að Srinfc í Skálholt og vorum Sreima þar um á staðnum j dag. Sú aðkoma varð mér hálf$ í hvoru til vonbrigða, því að <áilt er þar ömurlegt og í auðt%, Ert svo undarlega brá við, %8S eftir þetta varð mér allt greið^ra við samningu kvæða- Jjálksiík SJðTfhoÍtskviðan er 12 ljóð, sem jnyndS" innbyrðis allskíra heild. Ég stefeii henni að þremur aðal- miðtilíft í fyrsta lagi að skipa Skál- liolti stað í sjálfu hjálpræðis- áformi Guðs fyrir hina íslenzku I>j6ð- í öðru lagi að kveðja fram Sorprise seidi i frekar ve! \ HAFNARFIRÐI — Togarinn Surprise seldi 219 lestir af fiski í Þýzkalandi s. 1. miðvikudag fyr- ir 93.600 mörk. Er hann þriðji íslenzki togarinn, sem selur þar að þessu sinni. Þótt hann næði allmiklu betri sölu en hinir fyrstu, var það þó ekki meðal- sala miðað við sölurnar í fyrra. í gær átti togarinn Jón forseti að selja, — og í næstu viku selja 4 íslenzkir togarar í ÞýzkalandL Aðeins fjórir eða fimm rek- netjabátar héðan voru á sjó i fyrrinótt og öfluðu vel eða um 150 tunnur á bát. Flestir eða all- ir síldveiðibátamir fóru út í gær- dag. —G. E. - Minning Framh. af bls. t Ég er þess fullviss að foreldrar mínir sem horfnir eru inn á lönd eilífðarinnar munu gleðjast og vera mér þakklát fyrir að ég hefi reynt að sýna vott samúðar og þakklætis með því að skrifa minningargrein um.Friðfinn. Svo sterk voru vináttuböndin milli fjölskyldanna í Finnshúsi og Ólafshúsi á Blönduósi, að þar greri aldrei gras í götu, um það sáu stórar og litlar fætur. Gott er heilum vagni heim að aka Það tókst Friðfinni með ágætum. Sál hans hvarf héðan 16. sept. Friðarengill kom til hins aldur- hnigna manns,, lokaði augum hans í Guðsfriði og ró. Svo kveð ég þig, Friðfinnur, minn góði vinur með okkar ágætu Húnvetninga kveðjur. — Vertu blessaður og sæll. — Farþú í friði, friður guðs þig blessi hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt. Árni Ólafsson. Sjómannadagskabarettinn Forsala Aðgöngumiðasala að Siómannadagskaba rettinum er í Austurbæjarbíói frá kl. 2 —8 daglega — sími 1384. Tryggið yður miða í tíma. Forðist biðraðir. Sj ómannadagskabarettinn S j álf stæðishúsinu Töframaðurinn ÍBastien et Bastienne) Ópera í einum þætti eftir W. A. Mozart Forysta quintets: Björn Ólafsson Þýðandi: Karl ísfeld Söngstjórn: Fritz Weisshappel Leikstjóri: Einar Pálsson Frumsýning í kvöld klukkan 8,30 UPPSELT Önnur sýning n. k. sunnudag kl. 8,30 Aðgöngumiðasala í dag í Sjálfstæðishúsinu frá kl. 4. Sími 2339 INGOLFSCATt Gömlu dansarnir t Ingólficafé f kvöld klukkan 9 Jónas Fr. Guðmundsson stjórnar ABgöngumiöar eeldir frá kl. 8. Sími 2826. VETRARGARÐURINN DANSLEIKUB I Vetrargarðinum í kvðld kl. 9. Sljómsveit Baldurs Kristjánssonar Miðapantanir i sima 6710 eftir klukkan 8. V. G Gömlu dansarnir Söngvari Sig. Ólafsson Dansstjóri Árni Norðfjörð Aðgöngumiðasala frá kl. 8. m4****0m0m <— 0m0^0*if*»0*tHBKHKtRKD&*0*j0*i0m0UH0tjm0*0,*0*090*F*0B Í-*^SKTN^_J MARKÚS WttíiEADméé t^raffNcs GE= WHHJJKERS. BOO, THIS ) MARK TRAIL CHA«ACTER'S / GOT YOU GC2GLE-EYED, / AND THS OL'J GCATS ANOSNT ENOUGH TO BE 1) — Mér líkar það illa, að þessi vaíasami náungi, Markús hefur heillað þig og villt þér sýn. Hann er nógu gamall til að vera faðir þinn. 2) — Að þú skulir hegða þér svona, Kobbi. Markús er alls ekki hrifinn af mér. — Ég held aðþú skrökvir þessu eins og allar konur gera. 3) — Mér geðjast ekki að því, hvernig þú hegðar þér. — Jæja, það var skrítið. 4) — Nei, ég veit hvað er aö. Það var allt í lagi milli okkar, þangað til þessi karl kom í spilið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.