Morgunblaðið - 23.09.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.09.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐID Föstudagur 23. sept. 1955 Læknirinn og ástin hans EFTIR JAMES HILTON Framhaldsssagan 35 Og hann gat ekki varist brosi, er hann minntist þess að Jessica hafði alltaf haft þann vana, ef hún sá eitthvað sjálf, að ætlast þá til þess, að aðrir sæju það undir eins við fyrstu bendingu. Þetta var eitt af því, sem hann hafði orðið að láta sér lynda, en hann hafði ávallt virt hana mik- ils og fólk grunaði ekki, hversu mikið áfall það var fyrir hann þegar.....En nú var liðinn svo langur tími, næstum þrír mánuð- ir, síðan allt þetta gerðist. Spurningar — svör — „Jæja, læknir. Viljið þér nú ekki gera svo vel og segja okkur .... Ég ber það undir yður, til úrskurðar, dr. Newcome .... En áreiðan- lega, læknir .... Þér verðið sann arlega að gera grein fyrir .... Iteynið ekki að telja oss trú um nein ósannindi, Newcome. ...“ „Ég lýg engu, vinir mínir. Ég get ekkert gert að því, þótt sann- leikurinn hljómi e. t. v. ósenni- lega. Kannske er sannleikurinn alltaf undarlegur. Fólk segir, að Gerald, drengurinn minn, segi aldrei satt — en hann gerir það, stundum, oft. En það er bara fólkið sem trúir honum ekki. Það er sannleikur, ef menn trúa því — lýgi, ef menn trúa því ekki. ., Hvernig fellur yður þessi skil- greining?" Verðirnir tveir risu á fætur (þeir höfðu ekki farið úr fötun- um um nóttina) þegar þeir sáu Davíð standa við gluggann og George bauð honum góðan dag. „Góðan daginn, George. Þér þurfið ekkert að hafa fyrir mér. Það er mjög skammt liðið á morg uninn ennþá og mér líður í alla staði prýðilega". „Hvað langar yður helzt í, iæknir? Kaffi? Te?“ „Það gildir einu. Við skulum t. d. segja te“. Síðan var teið framreitt og Davíð drakk tvo bolla. Mat borð- aði hann engann, en sat hinsveg- ar um kyrrt, stundarkorn og reýkti pípu sina. Hann var, ekki beinlínis kvíða- fullur, heldur mikið fremur æst- ur í skapi, líkt og á löngu liðn- um námsdögum, þegar hann átti að bregða hníf sínum í fyrsta skipti á mannlegt hold. Um dagmálabil kom ókunnug- ur maður inn í stofufangelsi lækn isins og batt hendur hans með leðuról. Á leiðinni til aftökustaðarins urðu Sir Millman og presturinn á vegi þeirra og Davíð bauð þeim brosandi góðan dag. Hinum megin við malarborna fangelsisgarðinn stóð lítil bygg- ing, sem Davíð hafði aldrei veitt neina athygli og það var fyrst núna, sem honum varð það full- komlega ljóst, til hvers hún var notuð. En leiðin þangað var ekki lengi gengin í þéttum rigningarsuddan- um og hrollköldu morgunlofti. Að gefnu merki hins ókunna manns, steig litli læknirinn upp á lágan pall og staðnæmdist þar. undir háum viðargálga. Því næst var hvítri hettu steypt yfir höfuð hans, en einmitt í sömu andrá heyrði hann George hósta, einhverstaðar nálægt sér og sagði (það voru hans síðustu orð), með röddu, sem var mjög ógreinileg vegna hettunnar: „Er yður ekkert farið að batna kvefið, George?" Hann fann þegar lykkjunni var smeygt yfir höfuðið og niður á hálsinn og allt í einu mundi hann eftir Leni og litla, sársauka- fulla brosinu hennar. „í Midchester, var hún líka á þessari stundu....Komdu með mér, farðu með mér .. Ég veit ekki hvert .... En við berum og varðveitum ástina í hjörtum okk- ar .... Við erum ekki ein... Vogarstöngin hreyfðist og líkami litla læknisins féll niður í gryfjuna. Síðar, hinn sama dag var líkið sótt og flutt til greftrunar, innan takmarka fangelsisins og vébanda þess. j EFTIRMÁLI Ég var staddur í Calderbury fyrir nokkrum vikum og er ég gekk framhjá horninu á Shaw- gate, þá sá ég að verkamenn voru að rífa gamla húsið til grunna. Einn innanhússvegurinn blasti við sjónum vegfarenda og á hon- um hékk einhverskonar mynd, sem enginn virtist hirða hið minnsta um. Á meðan ég stóð þarna við og litaðist um, gekk einn verkamað- urinn að veggnum og tók mynd- ina niður. Seinna sá ég svo, að hún var afhent einhverjum manni í hin- um litla hóp, sem á atvinnuleysis dögum og sérstaklega á stað eins og Calderbury, safnast jafnan saman, þar sem eitthvað er verið að gera. j Þetta var ungur maður, e. t. v. á þrítugs aldri, grannvaxinn og engan veginn kraftalegur útlits, aðlaðandi í sjón, en þó með ein- hvern ákafan meinlætasvip í hverjum andlitsdrætti. Og hann virtist jafnvel vera ómannblend- inn og feiminn, ef dæma mátti eftir því, hvernig hann tók við myndinni, vafði hana innan í dag blað, sem hann hélt á og reyndi að komast í burtu, óséður og án þess að vekja á sér athygli. 1 En mannfjöldinn leit til hans, hægt og forvitnislega og einhver í hópnum kallaði: „Leyfið okkur að líta á hana, herra minn“. Þegar ungi maðurinn varð þess vís, að öll athygli viðstaddra beindist að honum, þá lá við að hann tæki til fótanna. Hann hrað aði sér þvert yfir götuna og gan- aði beint á mig, þar sem ég stóð uppi á gangstéttinni, hinum meg- in götunnar. Myndin féll í götuna, svo að small í og ég muldraði einhver afsökunarorð, þótt sökin væri raunverulega öll hans megin. „Þetta gerði ekkert til“, svar- aði hann, eins og ekkert hefði í skorist — „glerið var þegar brot- ið á myndinni". Með liðlegum hreyfingum, sem mér féllu vel í geð, fór hann að sópa glerbrotunum niður í ræsið, svo að þau yrðu ekki hættuleg þeim, sem um götuna færu. Ég reyndi að hjálpa honum að tína saman glerbrotin og á með- an við vorum báðir að fást við þau, sagði ég: „Ég veit ekki hvaða gersemi það er, sem þér hafið náð þarna í, en ég geri fastlega ráð fvrir því, að þér vitið, hver bjó áður fyrr í þessu húsi, sem nú er verið að rífa niður“. „O, já“, svaraði hann. „Það var litli læknirinn. Þekktuð þér hann?“ „Já, talsvert vel Mér líkaði ágætlega við hann. Hann lækn- aði brjóstþyngsii, sem þjáðu mig mjög mikið í æsku“. Hann hló. „Það er vissulega næg ástæða til þess að yður líkaði vel við hann. Ég er alls ekki viss um, að mín ástæða sé jafn gild. Það var nefnilega hann, sem kom mér inn í þennan heim“. Við gengum samhliða nokkra stund og þögðum, en svo sagði hann allt í einu: „Þér munið ef- Iaust eftir málinu“. „Eigið þér við — við Calder- bury-málið?“ TOFRAPOKIIMN 7. Abam án minnar hjálpar, og ég vissi, að þú myndir gæta hans vel, en hér beið mín starfið og fjölskyldan“. I „En þú Abam, hversvegna flýðir þú líka?“ „Jú, mér var farið að leiðast að vera svo langt í burtu“. j En nú vildi trúboðinn vita meira. „Hversvegna hafið þið ekki ormskinnspokana um hálsinn?“ i Abam svaraði: „Hjá þér fórum við að skilja, að töfragrip- irnir geta ekki verndað okkur. Það varst þú, sem læknaðir mig, en ekki töfragripurinn. Það er Guð sem frelsar okkur, og nú trúum við pabbi á hann. Ég hefi lært að lesa og hefi allt af verið að lesa Matteusar-guðspjall, en maurarnir eru búnir að éta það upp fyrir mér, svo mig langar til að fá annað. Allir í okkar þorpi vilja nú meðtaka fagnaðarerindið. Þú sást líka, hvernig þeir tóku á móti þér, undir eins og þeir vissu, að þú varst trúboðinn minn“. Og Nze bætti við: j „Töfralæknirinn sagði, að líf mitt væri sameinað lífi Abams. Nú hefir Abam fundið hið sanna líf í Jesú, og ég hefi einn- ig hlotið þá náð, að koma til Drottins, því ég vil einnig lifa“. Abam stekkur inn í kofa sinn og kemur óðara aftur. „Hér“, segir hann, „eru töfrapokarnir okkar, þú mátt hafa þá til minnis, því þeir eru gagnslausir“. I | Sæðið hafði fallið í góða jörð og borið ávöxt þannig, að veiði drengurinn, sem hafði læknazt, hafði unnið alla þorps- búa sína fyrir Guð. j Daginn eftir var réttarhald í konumálinu, og lofaði höfð- inginn að skila konunni aftur, því að allir þorpsbúar voru á móti honum. Abam og Nze sögðu við trúboðann: „Nú viljum við þakka þér fyrir allt, sem þú gerðir fyrir, okkur“. í Síðan sneri trúboðinn glaður heim aftur með félögum’ sínum, og glaður var sá, sem hafði fengið konu sína aftur. j SÖGULOK PIAMOKEMIMSLA Ragnar Bjömsson, Sími 3293 O. ^ohnóon (s? ^JJaaler Lf Fjármáiatíðindi 3. hefti 1955 er komið út. Fylgizt með fajóðarbúskapnum og gerizt áskrifendur að FJÁRMÁLATÍÐINDUM Fjögur hefti á ári. Aðeins 25 kr. árangurian HagfræðicLeild Landsbankans Bókaverzlun ísafoldar TILKYNNING Rýmingarsölunni lýkur um helgina. Allar vörur seldar á hálfvirði. Notið tækifærið. Hannyrðabúðin Laugavegi 20 B ■ UJUU.UHk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.