Morgunblaðið - 23.09.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.09.1955, Blaðsíða 16
Veðuróflif í áw A-kaldi. Úrkomulaust að mestu. roguttfritafri 216. tbl. — Föstudagur 23. september 1955 Sr. Sigurður í Holti Sjá grein á blaðsiðu 9. Kennarar telja að fjöldi nemenda falli á landsprófi í vor vegna hálfs- mánaðar frestunar skólanna < Vilja lengja skúlatímann SAMEIGINLEGUR fundur kennara við Austurbæjar- og Vestur- bæjargagnfræðaskólana í Reykjavík hefur gert ályktun, þar sem skorað er á yfirstjórn fræðslumálanna að endurskoða þá ákvörðun að framhaldsskólar í Reykjavík skuli hefja starfsemi sína á þessu ári hálfum mánuði síðar en venjulegt er. Reynslan hafi sýnt að örðugt sé að gera námsefni til lands- prófs fullnægjandi skil. Er því viðbúið að fjöldi nemenda verði að kaupa sér aukakennslu, senni- lega strax frá byrjun október eða falla að öðrum kosti. -FÁÍR VBE) LANDBÚNAÖ Færa kennararnir síðan rök fyrir þessari ályktun. Eru þau m. a. þau að aðeins sárafáir nem- endur framhaldsskóla í Reykja- vík vinni landbúnaðarstörf. Þeim mætti veita sérstaka undanþágu. Þá sé kennslutími íslenzku gagn- fræðaskólanna styttri en í flest- tim löndum, sem sambærileg séu um alþýðufræðslu. ÁLAG OF MIKIÐ Sökum hins skamma árlega kennslutíma skólanna hafi lækn- ar talið álag á nemendurna of mikið. Hvað þá ef stytta á skóla- tímann enn, segja kennararnir. VILJA BYRJA STRAX Hálfsmánaðar skerðing á starfi skólanna geti því valdið mörg- um nemendum árstöf á náms- brautinni eða miklum útgjöldum. Segja því kennararnir að einsætt sé að hefja kennslu að minnsta kosti í þessum deildum á venju- legum tíma. Óperan „Töframaðurinn frumsýnd í kvöld 44 IGÆRKVÖLDI var aðal- æfing á óperunni „Töfra- maðurinn" eftir W. A. Moz- art í Leikhúsi Heimdallar. — Var töluvert af fólki á æfing- unni og vakti flutningur óper- unnar óblandna hrifningu þeirra sem sáu og heyrðu. f gær var fyrsti söludagur og seldust miðar upp á ör- skömmum tíma á frumsýning- una í kvöld. Næsta sýning verður á sunnudag og verða miðar seldir í dag. Tónleikaferðir á vegrnn Ríkisútvarpsins I dag verður haldið í ferð um Ausfurland EINS og kunnugt er og áður hefur verið getið í blöðum og út- varpi, efnir Ríkisútvarpið til þriggja tónleikaferða um Vestur- Austur- og Norðurland á þessu hausti. Dagana 13.—19. september fluttu þeir dr. Páll ísólfsson, Björn Ólafsson og Guðmundur Jóns- son kirkjutónlist í bæjum á Vesturlandi, 8 tónleika á 7 stöðum. GÓÐAR VIÐTÖKUR Hlutu þeir hvarvetna fádæma góðar viðtökur, og að loknum tónleikum á öllum stöðunum voru ræður haldnar í kirkjunum, þar sem útvarpsstjóra og Ríkis- útvarpinu var þakkað fyrir ný- breytni þessa í menningarlífi þjóðarinnar, og listamönnunum sjálfum þeirra framlag. Ræðumenn voru þessir: Ágúst Pétursson, oddviti, Patreksfirði; Jónas Magnússon, sparisjóðshald- ari, Patreksfirði; síra Jón Kr. fs- feld, Bíldudal; Ólafur Ólafsson, skólastjóri, Þingeyri; síra Stefán Eggertsson, Þingeyri; Sveinn Gunnlaugsson, skólastjóri, Flat- eyri; síra Þorbergur Kristjáns- son, Bolungarvík; síra Jóhannes Pálmason, Suðureyri við Súg- andafjörð; og Jónas Tómasson, tónskáld, ísafirði. — Óskuðu menn allir eftir að framhald yrði á þessari starfsemi, og að fólk úti á landsbyggðinni mætti eiga vísar heimsóknir góðra lista- manna nokkuð reglulega í fram- tíðinni. TIL AUSTURLANDS I DAG í dag (föstudag), leggur svo annar hópur listamanna af stað, og nú til Austurlands í tónleika- og upplestraferð. — Þorsteinn Hannesson, óperusöngvari, syng- ur lög eftir austfirzk og erlend tónskáld, Guðmundur Jónsson, píanóleikari, leikur verk eftir Debussy og Chopin, og Andrés Björnsson, cand. mag., les ljóð eftir íslenzk skáld. Þorsteinn er fslendingum löngu kunnur, sem einn af fremstu söngvurum þjóðarinnar. Hann söng hlutverk Canios í óperunni „I Pagliacci“ í Þjóðleikhúsinu á s.l. vetri og hlaut mjög góða dóma gagnrýnenda fyrir bæði söng og leik. Þorsteinn hefur einkum starfað erlendis undan- farin ár, og lengst af við Covent Garden óperuna í Englandi, en er nú ráðinn söngkennari við Tón- listarskólann í Reykjavík í vet- ur. — Guðmundur Jónsson er í hópi hinna yngri píanóleikara hér- lendis og þykir afburða snjall í list sinni. Hann hefur um skeið verið kennari í píanóleik við Tónlistarskólann. Auk þess sem Guðmundur leikur einleik á píanó, mun hann einnig annast undirleik við söng Þorsteins. Andrés Björnsson, cand. mag., er tvímælalaust í hópi vinsæl- ustu upplesara, sem fram koma í útvarpi, enda er vandvirkni hans og skilningur á viðfangs- efnum frábær. píanóhljémleikum JULIUS KATCHEN hélt píanótónleika í gærkvöldi fyrir styrktarféiaga Tónlist- arfélagsins. Hvert sæti var skipað í húsinu. Var lista- manninum tekið fádæma vel og varð hann að gefa 2 auka- lög. Tónleikarnir verða endur- teknir í kvöld. Var rúma átta klst. Sil KEFLAVÍKÚRFLUGVELLI, 22. sept. — Flugvél frá Pan Ameri- can-flugfélaginu setti í dag nýtt hraðamet á flugleiðinni Kefla- vík—New York. Vélin fór frá Keflavík um sjö leytið í morgun og var komin á áfangastað 8 klst. og 9 mínútum síðar. Áður var skemmst flug á þessari leið 9 klst. og 45 mín. ] Flugvélin, sem er af gerðinni DC-7, flaug að jafnaði 520 km á klukkustund. Níu efsfu mennlmir GAUTABORG, 22. sept. — í dag lauk skákmóti því, sem staðið hefir yfir hér í borg undanfarnar vikur. Leiddu þar saman liesta sína 21 heims þekktir skáksnillingar, sem kepptu um það, hverjir níu þeirra kæmust í svo kallað kandidatamót, sem háð verð- ur á sumri komanda í Hol- landi. Þar verður úr því skor- ið hver skora eigi heimsmeist- arann, Botvinnik, á hólm. Níu efstu mennirnir á hinu nýafstaðna móti, urðu sem hér segir: Bronstein 15 vinninga, Keres 13(4, Panno 13, Petro- sjan 1214, Szabo og Geller 12, Pilnik, Spasskij og Filip 11. í síðustu umferð vann Petro sjan Donner og Pachman vann Fuderer. Aðrar skákir urðu jafntefli. — Freysteinn. 25 stórar farþegavél- ar lenlu á einum sólarhring Óvenjumikil umferð um Keflavíkurvöll KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 22. sept. — Undanfarna þrjá sólarhringa hefir verið mjög mikil flugumferð um Kefla- víkurflugvöll, t. d. lentu 25 stórar farþegaflugvélar á vell-' inum síðastliðinn sólarhring,1 og ekki er ósennilegt að þær verði 20 á þessum sólarhring. Allt upp í átta vélar voru hér inni í einu. Var það laust fyrir miðnætti. Flugvélamar, sem komu s. 1. sólarhring, voru alls frá 12 flugfélögum í sex Iöndum. Þessi óvenju mikla umferð á rætur sínar að rekja til hvirfilvindanna, scm geisað hafa á austurströnd Banda- ríkjanna. —B. Þ. Ein frægasta höggmynd Nínu Sæmundsson, „Framkvæmdahugur" er í forsal Waldorf Astoria í New York. — Samtal á bls. 8. Bjarni Benediklsson á fundi Sjálfslæðismanna á Akureyri SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Ak- ureyri hafa boðað til almenns stjórnmálafundar í Samkomuhúsi bæjarins nú á sunnudaginn. Hefst fundurinn kl. 4 e.h. Bjarni Bene- diktsson menntamálaráðherra fer norður til Akureyrar og flytur ræðu á fundinum. Þá mun alþingismaður kaup- staðarins, Jónas G. Rafnar, einnig flytja ræðu. Menntamálaráðherra mun ræða stjórnmálaviðhorfið og nú- verandi stjómarsamstarf. t Sjálfstæðismenn á Akureyri og í nærsveitum eru hvattir til að fjölmenna til fundarins. , Tvær nýjar bækur M.F.A. Ópreitluð Ijóð Páls Óafssonar og 1 Dulrænar smásögur { IDAG koma út tvær góðar bækur á vegum Menningar- og fræðslusambands Alþýðu. Önnur þeirra nefnist Dulrænar smá- sögur. Skráð hefur Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi. Hin bókin er Ljóð eftir Pál Ólafsson. Báðar eru bækur þessar ágætur auki við íslenzka bókaútgáfu. Er allur frágangur þeirra og hinn smekk- legasti. | SANNAR SÖGUR ! seinni hlutinn handrit sem BrynJ Dulrænar smásögur teknar ólfur lét eftir sig. , ? eftir skilgóðum heimildum, nefn- ir Brynjólfur bók sína, en hann er mönnum að góðu kunnur sem þjóðsagnaþulur og rithöfundur. Guðni Jónsson skólastjóri bjó bókina undir prentun og ritar hann formála. GOÐUR FENGUR Ljóð Páls Ólafssonar valdi Páll Hermannsson fyrrv. alþing- ismaður. Ritar hann og formála að bókinni. Þar skýrir hann svo frá að ljóðin í bókinni séu áðut óprentuð, en hafi verið til með Þar segir hann m. a. um efnið: ýmsum mönnum, í bréfum og „Það eru frásagnir af ýmiss kon-1 öðrum plöggum. Mun því ljóða- ar dularfullum fyrirbrigðum, I vinum þykja mikill fengur a3 sem sögumenn hafa yfirleitt sjálf bókinni. Aðeins einu sinni hefur ir reynt og lifað með nokkrum hætti. Þær eru með öðrum orð- um nærri allar skráðar ef tir sjónar eða heyrnarvottum. Hér er því ekki um svonefnd- ar þjóðsögur að ræða, heldur sannar sögur eftir venjulegum skilningi þess orðs.“ Fyrri hluti bókarinnar eru dulrænar smásögur, sem út komu á Bessastöðum 1907 en ljóðum Páls verið áður safnað saman og þau prentuð í sérstöku ljóðasafni. Var það Jón Ólafsson, bróðir skáldsins sem gaf út ljó<5 hans í tveimur bindum, árin 1899 og 1900. Ljóðabréf Páls voru landsfræg og kveður Páll Hermannsson þau helztu námu sína, er hann leitaði eftir áður óprentuðum kvæðum Páls. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.