Morgunblaðið - 23.09.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.09.1955, Blaðsíða 9
Föstudagur 23. sept. 1955 MORGVNBLAÐIÐ I Borgor sig oð tnko 20 ór í þjálfun til að skrifa Ég kom austan að. Úr rigningarsudda í Mýrdal, yfir rennisléttan Sólheimasand, þar sem ,,Jökulsá spinnur úr jök- ultoga band“, þeysti ég á vél- knúnum fáki. Hér mátti spretta úr spori svo hvein í körmum og ryi.mökkurinn fléttaðist aftur úr. Fram undan blöstu við sól- gylltir'núpar Eyjafjalla og drif- hv.ct klæði jökulsins yfir. Fram til sjávar lyftust freyðandi brim- tungur upp yfir malarkambinn. En upp til hlíðar opnaðist, eftir þvi sem áfram miðaði. dalskorn- ingur og tignarlegur Skógafoss lýsti í sólskininu eins og hann sjálfur væri uppspretta birtunn- ar. Svo ók ég inn í æfintýraheim Eyjafjalla. Hér í klettum og hellum var stærsta huldufólksbyggð á ís- landi. Ofan úr hrikalegum und- irfellum jökulsins komu óvættir eins og Gilitrutt og önnur tröll. Hér heyrði mannfólkið í kotun- um ógnarlegar drunur og skruðn inga ofan úr hlíðunum, -þegar skriðurnac runnu af stað. Á ein- um stað stendur risastór klettur á grundinni. Er sagt, að hann hafi brotnað úr þverhnýptri egg fjallsins og mulið undir sig heil- an bóndabæ. Og fram á seinni ár hefur tæpast verið vært á sumum bæjum í sveitinni vegna draugagangs. En klukknahljóm- ur frá Eyvindarhólakirkju veitti vernd gegn öllum óvættum. Þannig hafa Eyjafjöll verið ævintýraland þjóðsagnanna. Núp arnir gnæfa hátt við himin. í sólarljósinu eru þeir bjartir og léttir. Þar skiptast á allir litir. En þar sem skuggi fellur á, virð ast klettarnir ógn drungalegir og þungir. Þeir hvíla eins og farg yfir byggðinni. Undir þessum núpum, sem eru svo undarlega fjarrænir veruleikanum stillti al- þýðan strengi þjóðsögunnar og orkti margan fagran og hrikaleg- an brag. Og jafnvel á þessari öld tækni og véladyns, þegar glaumurinn dregur svo margan manninn suð- ur á malbikið, hýsir þessi sveit á suðurströnd landsins, einn okk- ar mestu andans manna. Að Holti undir Eyjafjöllum hefur sr. Sigurður Einarsson eignazt „griðastað á bak við heiminn", orðið á ný ungur og hamingjusamur maður Hér hef- ( ur skáldsandinn frjóvgazt og hin fegurstu ljóð orðið til. Hér hef- ur skáldið glætt trú sína á lífið. j Til skáldsins og prestsins í Holti var ferðinni heitið. Prest- j setrið er steinhús með tveimur burstum. Það stendur um 300 m fyrir sunnan veginn. Hjá því er auðkenni, minnismerki með stein krossi efst, reist þar sem kirkja stóð áður í Holti. En sóknarkirkja er nú að Ásólfsskála nokkru norðar. Ég barði að dyrum og bar erindið upp við skáldið. Mig lang- aði til að rabba svolítið við hann í tilefni þess, að hann hlaut fyrir skemmstu 1, verðlaun fyrir Skál- holtskviðu sína. Þegar ég hafði setzt inn í vist- lega stofu og sat yfir ilmandi kaffi, sem frú Hanna kom með, bar ég upp fyrstu spurninguna. Það var spurning, sem ég og fleiri hafa sennilega oft íhugað, er þeir hafa hlýtt á ræður og upplestra sr. Sigurðar Einarssonar í út- varpi. Það var samvizkuspurning, áhugamál og forvitnismál ungra skálda: — Hvernig hefur yður tekizt að ná valdi yfir þeim furðu mikila orðaforða, sem fram kem- ur í ræðum yðar og ritum? — Það skal ég segja yður, svar- ar séra Sigurður og brosir við. — Slíkt hefur ekki komið af sjálfu sér, heldur vil ég segja hverjum, sem áhuga hefur á því, að það kostar mikla þjálfun. — Þetta byrjaði með bví. er ég var Óskadraumur minn að komast út í JórsaRaheim Samtal við sr. Sigurð Einarsson skáSd í SloEti Mynd þessa tók fréttamaður Mbl. af prestshjónun umum í líolti, sr. Sigurði og frú Hönnu, er hann kvaddi þau eftir samtalið. Á bak við er bærinn og hinn himingnæfandi Holtsnúpur. Hægra megin er minnismerkið um kirkjustað í Holti. Vinstra megin er farartæki þeirra, Fólksvagninn, sem frægur er orðinn úr ferðasögu skáldsins frá Þýzkaiandi og Hollandi. ungur drengur í barnaskóla í á skútu fyrir Austfjörðum, og Vestmannaeyjum. j þegar eg reri á vetrarvertíð í Þá sagði kennari minn, Bjarni Vestmannaeyjum. Þá orkti ég Jóhannsson, við mig: — Þú skalt langa bragi, sem eru nú glataðir leggja rækt við þitt tungutak, * og glevmdir. Þegar ég kom í því að þú hefur hæfileika til að skóla orkti ég svo mikið. verða mjög málsnjall maður. •— Var skólagangan ekki erfið Nú, — mér þótti þetta lof gott' fyrir yður? af munni rnanns, sem ég leit upp | — Jú, foreldrar mínir voru fá- til og virti og ákvað að gera ’ tækir og barnmörg. Ég komst því allt, sem ég gæti til að æfa mig ekki í skóla fyrr en ég gat að í orðsins list. * — En hvaða aðferðir notuðuð þér til þess? — Tvær bendingar gaf þessi kennari mér, sem hafa verið leið- arstjarna mína fram á þennan dag. í fyrsta lagi, að temja mér það bæði hversdagslega og við hátíð- leg tækifæri að kveða vel og fall- eða að orðum. En það hefur ver- ið talið einkenni Sunnlendings- ins, að hann kveði of lint að orð- um. Hitt ráðið var að lesa hverja bók með vandlegri gát á að nema orðin og hafa þau tiltæk í huga sér, þegar á þeim þurfti að halda. Þetta hef ég gert æ síðan og miklu leyti staðið undir kostn- aðinum sjálfur. Þess vegna var ég fremur gamall í skóla, Var 24 ára stúdent. Fyrst tók ég gagnfræða- próf í Flensborgarskóla, en komst síðan í Menntaskólann 1 Reykja- vík. Ég missti úr einn vetur. Það var vegna þess að síldan sveik. Kom til Reykjavíkur um haustið með einar 14 krónur og 20 aura í vasanum. Það var of lítið til að leggja upp í langan vetur. ★ — Hvaða þýðingu haldið þér, að skólavistin hafi haft fyrir þroska yðar sem skálds? — Það er erfitt að segja, hvern- ið allar aðstæður geta verkað á sálarlíf ungs manns. En þess verð ég að geta, að i Menntaskólanum menntir okkar. Ég get ekki ann- að en álitið, að' á þessum árum hafi skáldskapur og fagrar menntir verið miklu hjartfólgn- ara hugðarefni unglinganna, heldur <=m nú til 'dags. Vil ég þó ekki með því kasta neinni rýrð á hina uppvaxandi æsku í dag. * — Varð það yður ekki hvatn- ing, þegar þér fóruð í skóla, að læra erlend tungmál og gátuð kynnzt hinum fjölskrúðugu bók- menntum nágrannaþjóðanna? — Ég held, að það sé ókvæmi- legt fyrir hverja kynslóð að verða handgenginn og kynnast því, sem hæst ber í samtíma- bókmenntum nágrannaþjóðanna, fyrst og fremst í enskum bók- menntum og Norðurlandaþjóð- anna og einnig Bandaríkjanna. En kynni mín af erlendum bók- um höfðu þau áhrif á mig, að ég lagði algerlega árar í bát við að semja nokkuð sjálfur. Mér fannst vera til svo margir menn um og lausum blöðum niður ! miðstöð í húsi Steindórs sáluga Gunnarssonar, í Suðurgötu 8 og kveikti í öllu draslinu. — Hvernig var svo þessari Ijóðabók tekið? — Mjög misjafnlega að sjálf- sögðu og var hún dæmd eftir stjórnmálaviðhorfum, enda eðli- legt, þar sem hún átti að vera pólitísk áróðursbók. Morgun- blaðið var ekki hrifið af henni, en annað mál var með vinstri pressuna. Sjálfum varð mér fljótt ljóst, að „Hamar og sigð“ var stór- gölluð bók frá listrænu sjónar- miði. Ákvað ég nú að gefa ekki aftur út bók fyrr en ég befði náð tökum á „handverkinu", að setja saman ljóð. Ég hélt, að það myndi ekki taka nema 4 eða 5 ár, en þau urðu 22. Því að næsta Ijóðabók mín „Yndi unaðsstunda", kom út 1952. * Nú varð svolítið hlé á samtal- inu. — Hvar skyldi bókin „Hamar og sigð“ vera, sagði sr. Sigurður um leið og hann stóð upp. Hvarf hann um stund fram í skrifstofu sína og heyrðist að hann leitaði dyrum og dyngjum. Kom svo út aftur og sagði: — Ég finn hana ekki, skrudduna. En seinna tókst þó með mikilli leit að hafa upp á henni hálf rykfallinni. — Jæja, við fáum okkur meira kaffi, sagði, sr. Sigurður. — Hvernig líkar yður við blaða- mannsstarfið? — O, ekki sem afleitast. Það er margt sem maður upplifir. En stundum er nokkuð mikið að gera. — Ojá, ég var líka blaðamaður í mörg ár við fréttastofu útvarps ins. Ég var oft hálf þreyttur á þessum sífelldu striðsfréttum. Man, að ég ferðaðist um landið í fríi mínu með Hákoni Bjarna- syni. Hann var alltaf að streða við að komast í áfangastað fyrir kvöldfréttirnar kl. 8, en ég reyndi allt sem ég gat til að tefja fyrir svo að við misstum af fréttunum. Þá voru þeir að drepa hver aðra á Spáni. Annars er enginn vafi á því, og maður sér það e. t. v. betur eftir á, að blaðamennskan er mjög góð þjálfun fyrir þann mann, sem ætlar sér að verða rithöf- ur.dur. Ekkert starf er betur til í heimmum, sem gerðu þetta _ , , , þess fallið. Þar ér maður í tengsl margfalt betur en eg væri fær er vaninn orðinn svo ríkur, að i lenti ég í svonefndum 14-skálda þegar ég er að lesa skáldrit, hætt- bekk. í honum voru m. a. Hall- ir mér við að orðtaka þau. Vakna (jór Kiljan, Tómas Guðmundsson, ég oft upp við það, að ég er að orðtaka bók í stað þess að fylgj- ast með efninu. Það var í fyrstu erfitt að temja sér þetta og jafnaldrar mínir í Vestmannaeyjum hentu gaman að mér fyrir hinn skýra fram- burð, er ég var að byrja á hon- um. * — Og i hvaða uppsprettu sæk- ið þér þá helzt fagurt íslenzkt mál? — Ég er fæddur að Arngeirs- stöðum í Fljótshlíð. Móðir mín María Jónsdóttir, var dóttir bóndans þar. Faðir minn Einar Sigurðsson var úr Landeyjum. Þau bjuggu nokkur ár í Fljóts- hlíðinni og geri ég ráð fyrir, að hinar sögulegar minningar þeirr- ar sveitar hafi haft djúptæk áhrif á mig. íslendingasögurnar voru mjög í heiðri hafðar á heimili for- eldra minna og gerðist ég mjög handgenginn Njálu, þegar sem barn. Ég set mér það enn og tel mér skylt, að fara yfir íslendingasög- urnar, Heimskringlu og Biskupa sögurpar í frístundum mínum á hverjum tveimur árum. — Hvenær fóruð þér fyrst að yrkja ljóð? Sigurður ívarsson gamanljóða- skáld, próf. Richard Beck, Magn- ús Ásgeirsson, sr. Gunnar Árna- son, sr. Sigurjón Guðjónsson og Kristján Þorgeir Jakobsson, og auk þess margir fleiri, sem gátu orkt þótt ekki yrðu þeir síðar kunnir fyrir skáldskap Þeir, sem helzt höfðu einurð á að láta á því bera, að fleira væri tii, sem sinnandi væri en skáldskapur, voru dr. Helgi P. Briem sendiherra og dr. Kristinn Guðmundsson utanríkisráðherra, en ég held að það sé alveg öruggt, að hann hafi aldrei fengið skáld- skaparslagsíðu.Einnig Barði Guð- mundsson þjóðskjalavörður og Sigurður Ólafsson verkfræðing- ur. Nú vil ég bæta því, við, að þeg ar ég kom í Menntaskólann árið 1918, var Davíð Stefánsson í 6. bekk og Guðmundur G. Hagalín i 5. bekk. Við litum allir upp til Davíðs. Vissum að hann bjó yfir stórkostlegum hæfileikum og þó enn meiri lífsreynslu. — Svo þarna hefur verið sam- an komið í skóla mikið skálda- val? — Já, ég get ekki betur séð, en að á þessum árum hafi verið samankomnir í lærdómsdeild nær allir þeir menn, sem enn í Strax þegar ég var strákur dag setja mestan svip á bók- um og því væri þýðingarlaust fyrir mig að reyna. ¥• — Jahá. — Hvernig gekk samt með fyvstu ljóðabókina? Eins og ég sagði áðan, orkti ég mikið í skóla. Eftir guðfræði- próf ferðaðist ég erlendis árin 1928 og 29 og þá fullmótaðist í mér sósíalistískt lífsviðhorf. Ég varð aldrei teoretiskur sósíalisti, kynnti mér þær kenningar ekki ofan í gruninn. Ég held, að ég hafi orðið það af tilfinningaástæð um. Afstaða mín í lífinu og upp- vextinum gerði það að verkum, að ég hallaðist að sósíalismanum sem réttmætisúrlausn þeirra, sem verr voru settir í lífinu. Og í þessu ástandi samdi ég og gaf út fyrstu ljóðabókina. Hana nefndi ég „Hamar og sigð“, og tók í hana eingöngu að heita má sósíalisk áróðurskvæði. Er bókin öll orkt á nokkrum mán uðum, þar sem ég dvaldi í sumar- bústað uppi á Brúarlandi í Mos- fellssveit. Það var haustið 1931. Ég var búinn að ganga frá handritinu að „Hamar og sigð“, og var svo mikið niðri fyrir um boðskapinn, sem bókin átti að flytja, að ein hvern veginn fannst mér réttast að gera hreint borð. Eyðilagði ég þá allt það, sem ég hafði ort fram að þeim tíma. -— Var það ekki örlagaþrung- inn atburður? — Nei, langt frá því,. Ég fór bara, einbeittur og ákveðinn með fullt fangið af stílabókum, komp- um við allt þjóðlífið. ¥ — Jæja, svo við höldum áfram þar sem frá var horfið, sagði sr. Sigurður, þá er það mín reynsla og skoðun, að það borgi sig að taka eins og 20 ár í þjálfun til þess að skrifa. Úr því eiga tafirn- ar í framkvæmd sjálfs verksins að verða mjög litlar, ef maður hefur eitthvað að segja. Nú hef ég nóg af cfnum, til að glíma við, og er víst, hvað sem hæfileikum mínum eða hæfileika leysi líður, að nú vinnst mér, ef ég hef næði og tóm. — Og næði, er það sem þér hafið fengið með því að setjast að hér i Holti? — Jú, hér þykir mér gott að vera. Að ýmsu leyti er ekki hægt að finna betra starfssvið sem prestur og engan veginn sem rit- höfundur. — Finnst yður þetta þó ekki vera of langt frá Reykjavík? — Finn ekki svo mikið til þess. Við getum brugðið okkur til Reykjavíkur á nýja Fólksvagn- inum okkar, bæði sumar og vet- urj til að fara á konserta og leiksýningar. Já, ég hef ágætt næði hér, eink- um á veturna. Meira að segja ber það við, að maður er svo heppinn, að vegir teppast og sím- inn slitnar. Það sæluástand varir þó tæplega nema 4—5 daga i einu. því að tæknin ýtir snjónum og tengir símaþráðinn. Fólkið hér í sveitinni hefur Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.