Morgunblaðið - 24.11.1955, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 24. nóv. 1955
MORGllftBLAÐlÐ
21
Mntennur hlufi
réffar effir 01. J
Ólafur Jóhannesson:
Stjórnarfarsréttur.
Almennur hluti.
Hlaðbúð, 1955.
ÖFANGREINT rit eftir pró-
fessor Ólaf Jóhannesson er
nýkomið út. Það er mikið rit
að vöxtum, 363 bls. að megin-
máli, í stóru broti, en auk þess
Bkrár ýmiss konar, sem taka um
20 bls.
Ritið fjallar um almenn við-
fangsefni stjórnarfarsréttar. —
Stjórnarfarsréttur, sem stundum
Er nefndur stjórnarframkvæmd-
arréttur eða stjórnsýsluréttur,
er sú grein lögfræði, er reifar og
ræðir réttarreglur um stjórn-
Býslu og stjórnframkvæmd. Gildi
þeirrar greinar hefir mjög vaxið
á síðari árum eftir því, sem af-
gkipti allsherjarvalds af málefn-
um borgara og þjóðfélags í heild
hafa aukizt. Þessi veigamikla
grein hefir þó ekki verið gaum-
gæfð og grandskoðuð fræðilega
á borð við ýmsar aðrar greinar
iögfræði, svo sem margar grein-
ar einstaklingsréttarins. Fræði-
akur stjórnarfarsréttarins er enn
lítt plægður, þótt mikið hafi að
vísu verið rætt og ritað um
þessa fræðigrein síðustu áratug-
ina. Er athyglisvert, að flest þau
rit, sem próf. Ólafur hefir notað
að heimildarritum, eru frá tveim-
ur síðustu áratugunum. Bernska
þessarar fræðigreinar er raunar
bæði veikleiki hennar og styrk-
leiki, eftir því hvernig það mál
er virt.
Rit próf. Ólafs hefur á grein-
argerð um efni stjórnarfarsrétt-
ar og stöðu þeirrar greinar í
fræðikerfi lögfræði. Þá er greint
frá réttarheimildum á vettvangi
stjórnarfarsréttar, og síðan eru
rædd hugtökin stjórnaraðild og
stjórnarframkvæmd. Er þessi
þáttur ritsins aðfararþáttur og
óhjákvæmilegur hornsteinn að
ritinu. í II. þætti er veitt yfirlit
yfir stjórnarkerfi hins íslenzka
ríkis. Skiptist sá þáttur í tvennt,
landstjórn og sveitarstjórn. í
kaflanum um landstjórn er gerð
grein fyrir lögkjörum forseta ís-
lands og helztu stjórnsýslustörf-
um hans, en síðan koma greinar-
gerðir um ríkisstjórn og stjóm-
arráð og önnur stjómvöld, sem
skipuð eru fyrir landið allt. Þá
er kafli um sérstakar ríkisstofn-
anir, menningarstofnanir, banka
og trygingarstofnun ríkisins, en
loks þáttur um staðbundin iægra
sett ríkisstjórnvöld. Þátturinn
um sveitarstjórn er einnig bálk-
aður í ýmsar deildir, svo sem
stjórn sveitarfélaga, kosningar
til sveitarstjórna og verkefni,
starfshætti og valdsvið sveitar-
stjorna, Nátengdur þessum þætti
ritsins er næsti þáttur, III. þátt-
ur, sem ræðir um starfslið við
Próf. Ólafur Jóhannesson.
stjórnsýslu, ríkisstarfsmenn og
starfsmenn sveitarfélaga, starfs-
mannahugtakið, embættis- eða
starfsgengi, skipun, réttindi
starfsmanna og skyldur, lausn og
í AMERÍKU
Nonnabækurnar þarf ekki að auglýsa.
Þær hafa lesið sig sjálfar inn í hug og
hjai'ta íslenzkrar æsku. I öllum sínurn
einfaldleik og innileik eru þær enn í
dag sama eftirlæti ungra iesenda sem
þær voru fyrir rúmum aldarfjórðungi,
þegar þær byi juðu að koma út á ís-
lenzku. — Nonni í Ameríku hefur ekki
áður birzt á íslenzku og er þýdd af
Freysteini Gunnarssyni, skólastjóra.
ÞRETTÁN SPOR
Þórleifur Bjarnason varð þjóðkunnur
rithöí'undur af _„Hornstrendingabók“,
en hér kveður hann sér hljóðs sem
smásagnahöfundur. Sögur hans eru
svipríkar og sterkar eins og umhveríið,
þar sem þær eru staðsettar, og sögu-
fólkið ber ytri og innri einkenni íslenzku
þjóðarinnar fyrr og nú, þjóðar, sem iifir
og starfar í iandi harðrar lífsbaráttu
og minnisstæðra örlaga, en ógleyman-
legrar fegurðar.
Jólabœkur
/•
Isafoldar
frávikning. Geyma þessir tveir
þættir, sem grípa yfir nærfellt
130 bls., geysimikinn fróðleik, og
eru þeir mjög mikilvægir. í IV.
þætti er rætt um stjórnarat-
hafnir, flokkun og ágalla á
stjórnarathöfnum og hvort ann-
marki, svo sem valdþurrð, van-
hæfi, ólögmætur aðdragandi að
stjórnarathöfn, viljaágallar og
valdníðsla, formgallar og ýmsir
efniságallar, orki til ógildis á
stjórnarathöfn og með hvei-jum
skilmálum. í V. þætti er greinar-
gerð um afturköllun stjórnarat-
hafna og breytingu á þeim, en
, í VI. þætti er fjallað um ráð
stjórnvalda til að knýja menn
til að sinna boði eða banni, er
felst í ákvörðun stjórnvalda. í
jVH. þætti eru reifaðar ráðstaf-
! anir til réttaröryggis á vettvangi
Istjórnsýslu, og er þar rætt um
málskot til æðra stjórnvalds,
heimild borgara til að leita dóms-
úrlausnar um lögmæti stjórnar-
athafna og kosti dómstóla til að
meta það mál og loks reglur, er
varða eftirlit með sveitarstjórn-
um. Lokaþáttur ritsins, VIII.
þáttur, víkur að fébótaábyrgð
ríkis- og sveitarfélaga vegna að-
gerða starfsmanna þeirra. í þeim
þætti er rækileg greinargerð um
íslenzka dóma, er varða þetta
efni, en auk þess er þar veiga-
mikil greinargerð höf. um skoð-
anir hans á þessu máli.
Á eftir meginmáli ritsins eru
skrár um gildandi lögreglusam-
þykktir í kaupstöðum og sýslum,
skrá um samþykktir um stjórn
bæjarmálefna og skrá um heil-
brigðissamþykktir. Veita þessar
skrár ritinu aukið gildi, ekki
sízt fyrir þá, sem sinna stjórn-
sýslu. Þá er einnig mikið hag-
ræði að því, að höf. hefir tekið
með skrá um hæstaréttardóma
og helztu lagaákvæði, sem vitn-
að er í, og auk þess er rækileg
efr.isatriðaskrá í ritinu og heim-
ildarskrá. Er hér að sumu leyti
um nýbreytni að ræða í íslenzk-
um lögfræðiritum, og er hún til
fyrirmyndar.
Um efni það, sem rit þetta
varðar, hefur lítið verið ritað
áður á íslenzku, og má segja, að
rit þetta sé að mestu leyti braut-
ryðjandaverk. Einstakar ritgerð-
ir hafa þó verið birtar um af-
mörkuð efni stjórnsýsluréttar, og
er þar einkum að geta hinnar
vönduðu og merku ritgerðar
Gizurar hæstaréttardómara Berg
steinssonar um fébótaábyrgð rík-
isins í Afmælisriti Einars Arn-
órssonar, 1940, auk nokkurra rit-
gerða eftir höf. þessa rits, sem
að ofan greinir. Er raunar ekki
að kynja, þótt mönnum hafi
hrosið hugur við að rita um
stjórnsýslumálefni hér á landi,
því að löggjöf um þau er mjög
í brotum, ýmsar meiri háttar úr-
lausnir stjórnvalda eru ekki birt-
ar almenningi og eru naumast
tiltækar fræðimönnum, enda
skortir hér mjög á festu og vissu
í stjórnframkvæmd. Er því rík
ástæða til að fagna því, að próf.
Ólafur Jóhannesson, sem kynnt
hefur sér þetta efni náið
og kennt hefur það að
undanförnu í lagadeild, skuli
nú hafa brotizt í að birta
bók um efni þetta. Rit próf.
Ólafs er geysiveigamikið, ritað
af miklum lærdómi og til þess
vandað á allan veg. íslenzkar
heimildir eru kannaðar rækilega,
og oft er seilzt til óbirtra úr-
lausna, sem fáir menn hafa vitað
um til þessa. Tekur þetta eink-
um til úrlausna stjórnvalda, en
stundurn einnig til úrlausna hér-
feikilega mikill fengur að því
aðsdóma. í greinargerðum um
stjórnkerfið rekur höf. yfirleitt'
sögu þjóðfélagsstofnana og ein-
stakra embætta og stai-fa, og er
að tengja með þeim hætti fortíð ■
og nútíð. Höf. hefur þurft aft
smíða ýmis nýyrði um hugtök
þessarar fræðigreinar, og hefur
lionum yfirleitt farizt það vanda-
verk vel úr hendi. þótt sum hug-
tökin kunni að vísu að vera um-
deilanleg. Er hugtakasmíð höi’.
hið þarfasta verk. Framsetning
höf. er mjög skýr, málfar vand-
að og laust við tyrfni og mál-
farslegar torfærur, ályktanir all-
ar hófsamar, en rannsóknir
traustar og rækilegar.
Rit þetta er fyrst og fremst
ætlað lögfræðistúdentum, en
fram til þessa hefur verið baga-
legur skortur á heppilegri
kennslubók í þessari fræðigrein,
sem er þjóðlegri í veru sinni en
ýmsar aðrar greinir lögfræði. Er
rit próf. Ólafs hið bezta fallið
til kennslu. Höf. hefir þó ekki
einskorðað sig við að semja
kennslubók, því að ritið er
einnig mikilvæg handbók fyrir
alla þá, sem fjalla um stjórn-
sýslu og stjórnframkvæmd i
landi hér. Tekur það jafnt til
þeirra, sem sýsla um stjórnfram-
kvæmd á vegum ríkisvalds og
hinna, er gegna störfum á veg-
um sveitafélaga. Er' ómetanlegt
fyrir stjórnsýslumenn að hafa
þetta veigamikla rit að bakhjarli
í störfum sínum.
Próf. Ólafur Jóhannesson er
nú einn afkastamesti höfundur
um lögfræði hér á landi. Þótt
hann sé ungur maður; hefir harin
þegar með ritum sínum skipað
sér i hóp þeirra manna, sem mest
hafa ritað um lögfræði hér
á landi. Með hinu nýja riti
sínu hefir hann brotið mikið
land og lítt numið undir ís-
lenzka lögfræði. Fyrir það land-
nám og landbrot á hann skilið
mikla þökk lögfræðinga og
stjórnsýslumanna.
Árrnann Snævarr.
Þokkir írá
Osló Turnforenirtg
Blaðimx hefir borizt eftirfar-
andi bréf frá Karl Ottersen,
fararstjóra fimleikaflokba
Oslo Turnforening, sem korou
bingað í smnar.
ÞEGAR við erum nú aftur komin
heim til Noregs, viljum við færa
öllum þeim, sem gerðu okknr
dvölina á íslandi ógleymanlega
og ferðina að þeirri beztu, sem
norskir fimleikamenn hafa farið,
alúðarfvllstu þakkir.
Við þökkum forsetanum, Ás-
geiri Ásgeirssvni, og konu hans
fyrir þann mikla heiður, er þau
sýndu okkur með bví að veita
okkur móttöku að Bessastöðum
og fyrir að þau voru viðstödd.
eina af sýningum okkar.
Við þökkum einnig að okkur
gafst tækifæri til þess að heim-
sækja Þingvelli og ýmsa aðra
sögufræga staði, og við þökkum
alla þá umhyggju og gestrisni,
sem okkur var sýnd.
Við fengum tækifæri til að
kynnast því, hvernig frændur
okkar i vestri lifa og starfa, og
getum borið það saman við okk-
ar eiginn hag. Við vonum að sýn-
ingar okkar hafi orðið íslenzku
fimleikafólki að einhverju gagrii,
þannig að við höfum getað goldið
; að litlu allt það, sem fyrir okkur
var gert.
Oslo Turnforening.
Karí Ottersen.
SAGA LANDHELGISM ÁLS ÍSLANDS OG
AUÐÆFI ÍSLENZKA HAFSVÆÐISINS
Fæst i fBestum bókabúðum bæjerins, Fess-
vogsbúðiimi og hefstu verstöðvum út um Eand