Morgunblaðið - 24.11.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.11.1955, Blaðsíða 14
30 MORGVNBLAÐtÐ Fimmtudagur 24. nóv. 1955 Stejnunn MagnúsdótthjSveJnnkinsson'ArniJónssontrésmiðurfrá Efri-Gegnisholum attrœo ÁTTRÆÐ er í dag Steinunn Magnúsdóttir, fyrrum húsfreyja að Efri-Gegnishólum í Gaulverja bæjarhreppi. Mér er það mjög til efs að ég gjaldi Steinunni gott, að sjálfs hennar dómi, með því að minna hér á þessi merku tímamót í ævi hennar, hvað mér bæri nú henni allt gott að gjalda, ekki sízt á þeim vegamótum, er hún í dag stendur á. En svo fer hér sem oft áður undir slíkum kringumstæðum, að hér er það ekki afmælisbarnið sem að mín- um dómi á að ráða því hvort vinir og velunnarar láta vera eða ekki, að beina huganum ör- litla stund til þeirra liðnu stunda er viðkomandi á að baki. Ekkert veít ég betur en það að saga Steinunnar er ekki önn- ur en saga þúsunda alþýðu- kvenna, sem ólust upp á tímum allsleysis í íslenzku þjóðlífi, tím- um, sem við unga kynslóðin horfum til sem löngu liðinna æv- intýra, vantrúandi á að geti hafa skeð í sumum atriðum. En fyrir það er saga hennar ekki ómerkari, og ég minni á, að þeim sem við allsnægtir líð- andi stundar nú búa í landi voru, er einkar þarflegt að reyna að •^kilja samhengi þeirrar aðbúðar sr Steinunn og jafnaldrar hennar bjuggu við í æsku, og þess sem við nú búum við. Mætti þá ef til vill ske að einhver sæi, að bví aðeins höfum við öðlazt trúna á land vort og getu til að hag- nýta gæði þess að forfeðurnir plægðu akurinn, unnu hörðum höndum og skiluðu miklu dags- verki eftir mikið starf, samfara bví sem þeir undu glaðir við sitt, heimtuðu ekki meira sér til handa en þeir sáu að vinnan ein og skylduræknin gat fært þeim. Það er þessa sem minnzt skal og virt, þegar gripið er niður í sögu þeirra er nú eru komnir yfir miðjan aldur og horfa með undrun til þess vanþakklætis og kröfuhörku er alltof víða gerir nú vart við sig. Steinunn er Árnesingur í húð Og hár, fædd í Stekkkoti í þeirri blómlegu og kostamiklu sveit Biskupstungum. Foreldrar henn- ar voru þau Guðrún Jónsdóttir Og Magnús Guðmundsson frá Helludal í þeirri sveit. Fimm ára gömul fluttist Steinunn að Hellu- dal og ólst þar upp og tók þar síðar við búi er hún giftist Tóm- asi Guðmundssyni frá Gígar- hólskoti í Biskupstungum. —¦ Bjuggu þau þar í fjölda mörg ár, sn fluttust síðan að Álfsstöðum á SkeiSum og bjuggu þar í 2 ár, en settu síðan bú sitt að Efri- Gegnishólum hér í Gaulverja- bæjarhreppi, og bjuggu þar til ársins 1949, er Tómas var þrot- inn að heilsu og Steinunn stóð sin uppi, vanmegnug þess að halda búskapnum áfram, þegar hann sem stutt hafði hana í starfi og gleði gat ekki lengur fötum fylgt. Andaðist Tómas maður hennar skömmu síðar. Um Tómas heitinn mun það eitt lengst of sagt, að hann var góðmenni ein- stakt sem öllum vildi gott gera, en engum illt. Maður sem ekki æðraðist þótt á móti blési, en bar ráð sín jafnan saman við álit konu sinnar sem einatt var hið skapandi afl heimilisins. Þau eignuðust 4 börn, tvo drengi og tvær stúlkur. Eru þrjú þeirra á lífi, Guðmundur búsett- ur í Grindavík, Anna, starfandi í Hafnarfirði og Guðrún búsett á Stokkseyri. Son sinn Magnús misstu þau í sjóslysi í Grindavík íyrir allmörgum árum, og mátti ségja að þar félli mikið manns- efni um aldur fram. Auk þess að koma upp sínum eigin börnum, 61u þau að miklu leyti upp tvo drengi, þá Óskar Bjarnason, arki- tekt, starfandi í Reykjavík, og Harald íshólm, en hann fórst í heimsstyrjöldinni síðari sem há- seti á flutningaskipi. Fleiri ung- lingar voru og oft langdvölum á heimili Steinunnar, enda skorti þau aldrei viljann til þess að rétta hjálparhönd hverjum sem þiggja vildi. I Um Steinunni Magnúsdóttur mætti margt segja, um kjör hennar í æsku og ráð hennar eftir að hún sjálf tókst á hend- ur forstöðu heimilis. Fátt eitt mun ég þó nefna og gerir þar 1 sitt að meiri helgi hvílir að mín- um dómi yfir viðkynningu minni við hana að þar sé margt kyrrt látið liggja. því Steinunn er um margt nokkuð sérstæð kona og ' á, ef ég inætti orða það svo, í mörgu heim út af fyrir sig. Steinunn er skapmikil og skap- hörð, engin hálfvelgja kemst að i í hennar huga og jafnan er hún ! annað hvort með eða á móti. Ekki fóru heldur hennar skoð- anir um búskap og búháttu sam- ! an við álit annarra á þeim mál- um, enda óskaði hún aldrei, með- an hún bjó búi sínu, eftir því að troða skoðunum sínum upp á aðra, en ætlaðist jafnframt til að aðrir létu sig um ráð síns eigin bús, hvað flestir virtu og mátu að verðleikum hörku henn- ar og harðfylgi við að sigrast á | vandamálum síns daglega lífs. j Mjög er nú með réttu oft talað um hina miklu ræktun sunn- lenzkra bænda og þá öru þróun er orðið hefur hin síðari ár í þeim efnum, þar sem óræktar- móum hefur verið breytt í græn- ar og sléttar flatir, og þess er jafnan getið sem og rétt er, að því aðeins er þetta raunveruleiki að stórvirkar vinnuvélar hafa komið til. Hins er sjaldnar minnzt, sem gamla fólkið áorkaði í ræktun og túnasléttun með ristuspaðann sinn og skófluna eina að vopni gegn þýfi og órækt. Það er þó merkilegt starf, merkilegra en svo að því beri að gleyma jafnt og annað auðveldara hefur kom- ið til. Steinunn Magnúsdóttir er ein í þeim hópi, er sannkallað afrek hefur unnið í þessum efn- um. Þótt undarlegt kunni að þykja um húsfreyju, er það engu að síður staðreynd að hún með þeirri stöðu sinni, einatt sinnti að verulegu leyti störfum utan bæjar, og ekki munu það fá kvöld, er hún í búskapartíð sinni í Efri-Gegnishólum tók spaðann sinn á kvöldin, er aðrir gengu til náða og risti grassvörðinn af hinu hrjóstuga landi og bjó það undir nýjan gróður á sléttri flöt. Þannig sléttaði hún allt sitt tún í Efri-Gegnishólum og færði mikið út að auki. Fyrir þetta hefur Steinunn greipt minnis- merki sitt, — á þeim stað er hún svo lengi stjórnaði, — betur og varanlegar en hún með nokkru öðru móti hefði getað gert. Og fyrir þetta mun minning hennar lifa í huga allra þeirra er hana þekkja, og einhvers meta fram- tak og vilja til sjálfsbjargar. Ég sagði í upphafi að þessum fátæklegu orðum mínum til vin- konu minnar Steinunnar Magn- úsdóttur í tilefni áttræðisafmælis hennar, að ég mætti henni allt gott sýna. Ég vildi aðeins í end- irinn staðfesta þessi orð mín með því að þakka henni af heilum huga fyrir allt það góða sem hún hefur sýnt mér, systkinum mín- um og foreldrum. Margra ára nábýli staðfesta þann vitnisburð minn, að hún er í hópi þess ágæta fólks, er maður óskar að minnast til endaloka sem beztu vina sinna. Og þegar ég læt hug- ann reika aftur í tímann, þá minnist ég ekki sizt þess, að sem barn, áhyggjulaus og ærslafullur var gott að koma að Efri-Gegnis- hólum til Steinunnar. Þar var að mæta þeim skilftingi og því f relsi er bernskan ein metur og virðir. Ekki svo fleiri orð um það, Steinunn mín, en fyrir það allt og ótal margt fleira, sem við ekki nefnum hér, þakka ég þér af einlægni á þessari stund í lífi þínu. Bið ég svo þess eins, að sá sem mestan kraftinn hefur léð þér gegnum árin til orða og at- i hafna á mörgum sviðum, styrki llálúni — látinn „ÞAÐ svrtir að er sumir kveðja". Ósjálfrátt flugu mér í hug þessi orð skáldsins er mér á öldum Ijósvakans barst sú fregn að Sveinn í Hátúni væri látinn. Einum góðum og skemmtilegum manni er nú land vort fátækara. I Gleðin, hin sanna og fölskva-1 lausa gleði sem ávallt var í fylgd með Sveini kom öllum í gott skap. Ósjálfrátt var maður far- inn að brosa með og það var sannarlega dauður maður sem ekki komst í gott skap í námunda við Svein. Kynni mín af Sveini voru mörg og öll á einn veg. Ég minnist varla að hafa fyrir hitt annan eins dreng og áhuga-. mann í félagslífi eins og hann. j Við vorum saman á Eskifirði í karlakórnum ,,Glað" sem lengi starfaði þar Alltaf var Sveinn mættur á hverri æfingu á rétt- um tima, enda stundvísi í blóð borin. Og víst er að þar hefði orðið oft annar blær á ef Sveins hefði ekki notið við. í stúkunni Björk áttum við langa samleið. Þar held ég hafi kynnst honum bezt. Þar fann ég hann sem félága og vin, enda þau kynni sem myndast innan þeirra samtaka verða jafnan varanleg, svo föst- um tökum nær Reglan á þeim sem kynnast henni bezt. Sveinn var ágætur söngmaður. Þau eru ekki fá skiptin sem rödd hans hefir ómað í Eskifjarðarkirkju við hvers konar athafnir, og í söngfélógum var hann lengi, og hafði enda yndi af allri hljóm- list. Þá er einn þátturinn sem mér er minnisstæður og það er hve mikill og skemmtilegur leik- ari Svsinn var og þær eru ekki fáar stundírnar sem hann skemmti mönnum með sínum ágæta leik. í uppvexti mínum á Eskifirði voru sjónleikir oft sýndir. Var leikfélag heima sem starfaði lengi af krafti og eftir að það hætti tóku önnur félög við. Minnist ég lengi Sveins á sviðinu í gerfi Ketils í Skugga- Sveini ásamt svo fjólmörgum öðrum blutverkum. Allt var vel og ágætlega af hendi leyst, eins og annað það sem hann lagði hönd að. í vinahóp var Sveinn jafnan hrókur alls fagnaðar. Greiðugur með afbrigðum og vildi hvers manns vandræði leysa. Hann var hagleiksmaður og verkið lék í hendi hans. Ekki minnist ég þess að hafa séð Svein bregða skapi. Hins- vegar vakti það athygli mina hversu hann gat tekið öllum hlutum með jafnaðargerði. Æðra þekktist þar ekki. Tryggð hans við menn og málefni mun lengi í minnum höfð. Sveinn var á bezta starfsaldri er hann kvaddi þennan heim og þegar litið er til þess hve manns- ævin hefir lengzt á seinustu tím- um með bættum aðstæðum. Er ekki að efa að hann átti eftir svo margt óleyst enn og því sökn- um við nú vinar í stað. Ég mun ekki hafa þessi fáu og fátæklegu orð lengri. Ég kveð vin minn Svein Sveinsson. Þakka fyrir góð og einlæg kynni sem lýsa langt fram á veg. Um leið óska ég honum góðrar heimferðar til þess lands sem hann var svjo öruggur með að biði sín handan við storma og strauma. Menn með kosti Sveins prýða hvert bæjarfélag. Árni Helgrason. þig í elli þinni, og vermi við arineld minninga um mörg liðin, erfið en þó um margt björt ævi- ár. Gunnar Sigurðsson Seljatungu. IJlfsstöðum ÉG SIT við skrifborðið og er að hugsa um löngu liðna daga. í huga mínum rek ég upp minning- ar frá æskuárum mínum, um lát- inn vin minn, Árna Jónsson, frá Úlfsstöðum, (Nýlendugötu 21, Reykjavík). Ég loka augunum svo ég sjái betur atburðina fyrir mér. Frá því ég er aðeins lítill drengur man ég svo vel eftir Árna Jóns- syni, þessum brosmilda unglingi, um fimm árum eldri en ég. Við ólumst upp nærri hvor öðrum, það var ekki meir en tuttugu mínútna gangur milli bæja og kunnugleíki frá því fyrst ég man all náin. Samt lékum við okkur ekki saman, sá stakkur er okkur var skorinn og við ólumst upp i var það þröngur að til leikja var ekki varið miklum tíma, annað sem þá var talið nauðsynlegra hlaut að sitja i fyrirrúmi. Hinar daglegu þarfir kröfðust allrar þeirrar orku er hver einstakur heimilis- maður átti, jafnvel barnið sem frá æsku var vanið á að láta sína takmörkuðu krafta í té i þarfir heimilisins, vandist snemtrn á að gjöra það með gleði, af því að það fann að einnig það hafði hlut- verki að gegna, sem hafði þýð- ingu fyrir daglega afkomu fjöl- skyldunnar. Árni Jónsson átti strax í æsku sérstakt aðdráttarafl fram yfir aðra, svo það var auðvelt og gaman að kynnast honum, jafnt fyrir unga sem eldri og ég sé hann fyrir mér fulltíða mann, jafn hóglátan og hugljúfan við alla. Skapgerð hans var alveg sér- staklega viðfeldin, aldrei virtist hann búa yfir neinni ofurkæti, heldur ekki yfir þjakandi dapur- leik. Kyrrlát rósemi virtist stilla öllu í hóf, hvað sem mætti. í huga mínum er hann eins og tær og lygn lækur, sem ávallt á hæfilega mikið vatnsmagn til þess að vera sí-streymandi hvern- ig sem viðrar, en aldrei í þeim óeðlilega öra vexti sem gjörir usla eða örðugleika. Nei, hann var alltaf í fullu jafnvægi. Og þó átti hann það til að vera mjög gaman- samur en að öllu í þess orðs beztu merkingu. Manni hlaut að líða vel í ná- vist hans, þann yl er frá honum lagði var ekki hægt að misskilja, allt hið ljúfmannlega i fari hans, sem þeir nutu er kynntust hon- um, var ckta, það var honum eiginlegt. Ég tryði því bezt að hann hafi borið hlýhug til allra er hann hafði kynni af, og ég er viss um að hins gagnkvæma hefir hann orðið var meðal samferðamanna sinna. Enda erfitt að skilja hvernig sá maður gæti bakað sér kala, er sífellt sýnir góðleik og hjálpsemi svo að afber og getur fyrir meðfædda hæfileika sína oft og tíðum leyst vanda annara manna og gjörir það fúslega og með sömu Ijúfmennsku hver sem í hlut á. Mér er vel kunnugt um það að eftir fermingaraldur hans og öll þau ár er við vorum ná- búar í sveitinni — allt fram að þrítugsaldri gekk hjálpsemi hans svo langt að hann notaði oft hvíldartíma sína til að geta ovðið öðrum að liði þegar á lá. En það var oft sem á lá, því hann var frábær hagleiksmaður. Og segja mátti að enginn mun- ur væri á hvort hann mótaði smíðisgripi sína úr tré eða málmi, í höndum snillingsins varð allt smíðisgripir. Þetta kom sér vel i sveitinni fyrir um sextíu árum, og það er ofur skiljanlegt að hann átti hlýhug margra á æskustöðv- um sínum, þeirra mörgu er nutu högu handanna hans og miklu greiðaseminnar. Og þá hefir það ef til vill ekk: verið hagleikur handanna, held- ur fyrst og fremst ljúfmennska - minnmg > og hið prúða dagfar, er knýttu vináttuböndin fastar en allt annað. Og í mínum huga verður hann ávallt hinn gagnmerki sæmdarmaður. Aldrei hafði Árni sest á skóla- bekk í hinum almenna skilningi, slík menntun var fátíð hjá fátæk- um alþýðudreng fyrir sextíu — sjötíu árum og þó — maður þurfti ekki að vera lengi samvistum við hann til þess að verða þess var að hann átti haldgóða og hagnýta þekkingu til sinnar f jölþættn iðn- ar, það var ein af, hans góðu vöggugjöfum. En umfram allt átti hann aðra miklu stærri og dýr- mætari vöggugjöf, honum veitt- ist náð til þess að skilja hvað felst í orðum postulans, ,,AUt megna ég fyrir hjálp hans er mig styrkan gjörir". f þessum styrkleika lifði hann mörg síð- ustu ár ævi sinnar. Árni Jónsson var hamingjuma9 ur, hann giftist árið 1902 Guð- björgu Sigurðardóttur frá Litlu- Hildisey, dugmikilli sæmdarkonu er lifir mann sinn. Ég spyr ekki neinn mann hvernig eiginkona Guðbjörg hafi verið, hina réttustu og beztu lýs- ingu á því fáum við með því a9 renna augunum yfir hið liðna. Þeim varð átta barna auðið, er öll ólust upp heima hjá foreldr- um sínum, tveir synir og sex dætur, hvert öðru mannvænJegra. Ekki er mér kunnugt tim aíl Guðbjörg hafi í öllum sínum bú- skap, yfir hálfa öld haft aðra húshjálp en þann kraft er Guíl lagði inn í hennar eigið líf. ÁreiS anlega hafa þó hennar börn eins og öll önnur, þurft umönnunar nákvæmra móðurhanda, sívak- andi umhyggju nótt og dag. Þetta var hennar köllunarstarf, það vissi hún og hlýddi því með skör ungskap. Ég blessa minningu Árna Jóns- sonar og bið eftirlifandi konu hans börnum, tengda- og barna- börnum allrar blessunar Guðs. Reykjavík, 18. nóvember 1955 Markús Sigurðsson frá Fagurhóli. Guðrún Péfursdóttir Fædd 18. maí 1874. Dáin 19. sept. 1955. Ég kveð þig, góða amma, í síðasta sinn, af söknuði er dapur hugur minnw Mér finnst sem sólin felist bak við ský, — nú finn ég bezt hve höndin þín var hlý. í þínum ranni átti ég öruggt , skjól, og allir dagar voru þá sem jóL Þú leiddir mig, og fræddir mig um» f lest, í forsjá þinni leið mér ætíð bezt. — Þú vildir alltaf vera veikum hlflt, á vegum drottins gekkstu allt þitt líf. Ég þakka, amma, það sem gafstu mér, ég þrái heitt að mega líkjast þér. Nú ertu komin heim — og horfin mér, en hjartans bænir mínar fylgja þér yfir djúpið, — inn á æðra svið, þar englar drottins standa þér við hlið. Róbert SnædaL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.