Morgunblaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐ19 Fimmtudagur 1. des. 195§’ l 4 ■ I dag er 335. dagur ársins. I. desember. Árdegisflæði kl. 6,06. Síðdegisflæði kl. 18,31. Slysavarðstofa Reykjavíkur f Heilsuverndarstöðinni er opin all- »h sélarhringinn. Læknavörður L. R. (fyrir vitjanir), er á sama stað kl. 18 til kl. 8. — Sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur apðteki, sími 1760. — Ennfremur eru Holts-apótek og Apótek Aust- orbæjar opin daglega til kl. 8, ;*iema laugardaga til kl. 4. Holts- epótek er opið á sunnudögum milli Id. 1 og 4, Hafnarfjörður- og Keflavíkur npótek eru opin alla virka daga frá kl. £—19, laugardaga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13,00 %il 16,00. — RMR — Föstud. 2. 12. 20. — HRS — Mt. — Hth. I. O. O. F. 5 = 1371218% = E. T. 2. 9. I • Bmðkaup • Gefin verða .saman í hjónahand I dag af séra Jóni Auðuns ungfrú Hrefna Björnsdóttir og Kjartan Guðjónsson. Heimili heirra verður að Engihlíð 10. iS. 1. laugardag voru gefin sam- an í hjónahand ungfrú Valgerður Gaðmundsdóttir og Óskar Vatns- dal, símritari. Heimili ungu hjón- anna verður að Fjólugötu 8, Akur eyri. — • Hjónaefni • !S. 1. laugardag opinberuðu trú- Iofun sína un-gfrú Kristín Guð- bjartsdóttir frá Stokkseyri og Baldur Waage, iðnnemi, Skipa- sundi 35. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Sigríður Svavarsdótt- ir frá iSauðárki'óki og Birgir Þórðarson, Skólahraut 22, Akra- • Afmæli • 80 ára er í dag frú Jónína Þor- valdsdóttir, Hringhraut 34. 70 ára er í dag Jóhann Hjalta- son, vélstjóri, Vetrarbraut 9, S'iglu firði, — ' • Skipafréttir • Eimskipafélag í-!;md- h.f.: 'Brúarfoss er í Reykjavík. Detti- ifoss fór frá Kaupmannahöfn 29. f. m. til Leningrad, Kotka og Hels- ingfors. Fjallfoss -fer frá Hafnar- firði í kvöld til Rotterdam. Goða- foss fór frá New York 29. f. m. til Reykjavikur. Guiifoss fór frá Reykjavík 29. f. m. til Leith og Kuupmannalhafnar. — Lagarfoss kom til Ventspils 29. f.m. — Fer þúðan til Gdynia. Reykjafoss fór frá Vestmannaeyjum 27. f. m. til Rotterdam, Eshjerg og Hamborg- ar. Selifoss fer væntanlega frá Reykjavík um hádegi í dag til tsa- fjarðar, Siglufjarðar, Akureyi-ar og Húsavíkur. Tröllafoss er í Nev York. Tungufoss fór frá Vestm,- ejjum 22. f. m. til New York, — Baldur er í Reykjavík. Skipaútgerð ríkiöns: iHekla kom til Akureyrar síðdeg is í gær á vesturleið. Esja fór frá Reykjavík í gærkveldi vestur um land í hringferð. Herðuhreið er í Reykjavík. Skjaldbreið er á Húna- flóa á leið til Akureyrar. Þyrill var væntanlegur til Fredirekstað Dagb í Noregi í gærkveldi. SkaftfeMing ur á að fa.ra frá Reykjavík á morgun til Vestmannaeyja. Skipadeild S. í. S.: Hvassafell fór í nótt fi'á Norð- firði áleíðis til Finnlands. Arnar- fell fer í dag frá Akureyri til Reyðarfjarðar. Jökulfell fer í dag frá Ventspils til Rauma. Dísarfell fór 29. f.m. frá Rotterdam áleiðis til Reykjavikur. Litlafell fór í gær frá Faxaflóa til Ausurlandshafna. Helgafell fer væntanlega í dag frá Gandia áleiðis til Reykjavík- ur. — • Flugferðir • Flngfélag íslands h.f.: iMillilandaflug: Sóifaxi er vænt anlegur til Reykjavíkur kl. 18,15 í kvöld frá Hamborg, Kaupmanna höfn og Osló. — Innanlandsflug: í dag er ráðgert að fljúga til Ak- ureyrar, Egilsstaða, Kópaskers og Vestmannaeyja. — Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólmavíkur, Isa fjarðar,, Kirkjubæjarklausturs og Vestmannaeyja. Loftleiðii' h.f.: Hekla ei' væntanleg til Reykja- vikur kl. 7 árdegis í dag, frá New York. Flugvélin íer áleiðis til Gautahorgar, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 8. * Blöð og tímarit • Náttúrufræðingurinn, 3. hefti, er kominn út, Er þetta hefti helg- að minningu Þorvalds Thorodd- sens próf. í tilefni af 100 ára af- Fimm mínútna krossgáta £ iSkýringar: Lárétt: — 1 pi'ika — 6 kraftur — ílát — 10 von — '12 varganna — 14 fangamark — 15 burt — 16 gafia — 18 látinn. íaiðrétt: — 2 karldýr — 3 burt — 4 kjáni — 5 falla saman — 7 fiskui'inn — 9 sunda — 11 vendi — 13 konunafn — 16 fangamark — 17 til. Lausn síðustu krossgátu: IArétt: — 1 hruma — 6 Una — 8 róg —- 10 rót — 12 ofgerði — 14 SU — 15 al — 16 ána — 18 auðunna. Lúðrétt: — 2 rugg — 3 UN — 4 rnarr — 5 frosta — 7 stilla — 9 ófu — 11 óða — 13 Ernu — 16 áð — 17 an. mæli hans 6. júní s.l. — Af efni ritsins má nefna: Vísindastarf Þorvaids Thoroddsens eftir Sig- urð Þórarinsson. — Sögnin um Stórasjó eftir Pálma Hannesson. „Þar var hærinn, sem nú er borg- in“ eftir Jóhannes Askelsson. — Þyngdarmælingar á íslandi eftir Trausta Einarsson. — Myndir úr jarðsögu íslands III. Eldgjá eftir Sigurð Þórarinsson. — Fróðiegar jöfcúírákír eftir Guðm. Kjartans- son. — Nákúðungslögin við Húna- flóa í ljósi nýrra aldursákvarðana eftir Sig. Þórarinsson. — Loð- mundarskriður eftir Tómas Tryggvason. — Jarðökjálftar á Islandi og nyrzta hluta Atlants- hafsins eftir Eystein Tryggvason. Dýpi Hvítárvatns eftir Jón Ey- þórsson. — Hvar eru takmork landgrunnsins? eftir Hermann Einarsson og Úr ritum Þoiwalds Thoröddsens. • Aætlunarferðir • Bifreiða»töð Ldauds á föstudag: Akureyri; Gaulverjahær; — 'Grindavík; Hveragerði; Keflavík; Vatnsleysuströnd—Vogar; Vík í Mýrdal; Mosfellssveit. Orð lífsins: Eða Utilsvirðir }>ú ríkdóm gæzku hans og umhu rðarlyndis og lang- lyndis, og veizt ekki, að gæzka Guðs leiðir }ng til iðrunar. (Róm. 2, 4.). Reynivallakirkja Áheit krónur 100,00. — St. G. Austfirðing'afélasrið efnir til skemmtifundar n. k. sunnudag í Þórskaffi. Verður þar félagsvist og fl. skemmtiatriði. Garðy rk j umemi Munið fundinn í Hótei Hvera- gerði kl. 2 e. h. á laugardag. Mánudagurinn verður bjartari og skemmtálegri, ef áfenaisdrykkja hefur ekki átt sér stuA helgina á undan. — Umdæmisstúka'a. Ustasafn Einars Jónssonar verður lokað frá 1. desember, um óákveðinn tíma, Raxar Siálfstæðiskvemia í Keflavík Bazar heldur Siálfstæðiskvenna- félaerið Sókn í Keflavvk, annað kvöld ki. 8 í Siálfstæðis'húsinu í Keflavík — Margt á<?ætra muna. Allui' ágóði rennur til góðgérða- starfsemi fyrir jólin. Skrifstofa Óðins 'Skrifstofa félacsins í Siálfstæð ishúsinu er onin á föstndawsfcvöld um frá 8 til 10. Sími 7H04. FéVijj-ð- ir tekur á mó+i ái-sviöJdum félao-s manna og stiórnin er þar til við- tais fyrir félagsmenn. Sólheimadrengurkm Afh. Mbl.: G S kr. 50,00; gamait áheit A G S kr. 50,00. Bazar Kvenfélag Kópavogs heldur haz- ar n.k. sunnudag, 4. des., og verð- ur hann í Barnaskólanum. Er haz- ar þessi haltíinn til ágóða fyrii' líknarsjóð Áslaugar Maack. Ekkjan í Skíðadal Afh. Mhl.: A G S kr. 50,00; J iM HafnarfiTðv 600,00; Axel 200,00 Stúdentablaðið 1. desember er komið út, fjölbreytt að efni. 'Hefst það á grein eftir formann stúdentaráðs; þá er grein eftir Tómas Guftmundsson um Halldór KiJjan Laxness, sem nefnist Horft jtffi æskuára; þá eru nokkrir kafl- ar úr verkum Kiljans; Einn kald ur dropi, grein eftir Jónas Áma- son; Stofnun visindasjóðs, eftir Björn Sigurðsson dr. med.; Sagt frá orðabók Háskólans eftir Jak- ob Benediktsson; Við eigum skyldu að rækja, eftir Svein Skorra H'öskuldsson stud. mag.; Knýjum á, eftir Árna Björnsson stud. mag.; Vanrækt Vísindi eftir Þór Vilhjálmsson stud. jur.; Tsj lenzk stúdentasamtök, eftir Sig« urð Guðmundsson, stud. med.; —• „Væri minn brandur búinn með stál“, eftir Skarphéðinn Péturs- son stud. theoi. — Margar myndir prýða ritið. Gangið í Almenna Bóka- félagið. tj tvarp • Fimmtudagur 1. desember: Fastir liðir eins og venjulegaj 11,00 Hátíð háskólastúdenta: — Messa í kapellu Háskólans (Prest ur: Séra Sigurður Pálsson í Hraungerði. Organleikari: Jón Is- leifsson) 14,00 Hátíð háskólastúd- enta: 1) Ræða (Halldór Kiljan Laxness skáld). 2) 15,30 Samkoma í hátíðasal Háskólans: a) Ávarp (Björgvin Guðmundsson stud, ökon., formaður Stúdentaráðs). b)] Ræða (Sigurkail Stefánssbn menntaskólakennari). c) Einleik- iH' á píanó (Ásgeir Beinteinsson). ,d) Ræða (dr. Björn Sigfússon há- skólahókavörður). 19,10 Tónleik- ar: Stúdentalög (plötur). 20,30 — Dagskrá undirbúin af Stúdenta- félagi Reykjavíkur. 22,10 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrárlok. Almenna Bókafélagið Tjarnargötu 16, sími 8-27-07, Arinbjöm V. Ckosen #4; rafstöðvarstjóri - minning ARINBJÖRN Viggó Clausen, rafstöðvarstjóri við orkuver ísafjarðarkaupstaðar, lézt 6. júní árið 1954. Hinn 15. júnr var hann svo borrnn til grafar á ísafirði að viðstöddu fjölmenni. Enda þótt nokkuð sé um liðið vildi ég minnast þessa góða drengs og dugnaðarmanns nokkr- um orðum. Arinbjörn var fæddur að Selja- landi í Álftafirði 1. júli árið 1905 Var hann því tæplega fimmtugur að aldri er hann lézt. Þriggja árs gamall fluttist hann til ísaf jarðar. Foreldrar hans voru Jens Pétur Clausen, vélsmiður og Maria Ól- afsdóttir kona hans. Átta ára gamall missti Arin- björn móður sína. Ólst hann síð- an upp hjá þeim Marísi Gils- fjörð og Vigfúsínu Thorarensen kónu hans. Átti hann heimili á Ísafirðí fram til ársins 1944 er hann flutti til Siglufjarðar og gerðist þar vélstjóri. hjá Síldar- verksmiðjum ríkisins. — Dvaldi hann þar til ársins 1950 er hann tók við stöðvarstjórastarfinu við rafstöðina á Fossum. Gegndi hann því starfi til dauðadags af árvekni og dugnaði. Arinbjörn kvæntist árið 1932 Guðfinnu Ingibjörgu Guðjóns- dóttur frá Oddsflöt í Grunnavík. Áttu þau tvö börn, Stellu Eyrúnu og Jens Pétur. Auk þeirra átti Arinbjöm tvær dætur, Sigrúnu og Vigfúsínu. Arinbjörn Ciausen var hinn mesti hagleiksmaður. Hann gerð- ist ungur vélstjóri og starfaði að vélstjórn alla ævi. Fyrst á vél- skipum frá ísafirði og síðar í landi, eins og fyrr segir. Fórst honum vélgæzla með afbrigðum vel. Þótti jafnan hinn mesti feng- ur að því að fá hann á bát eða til gæzlu véla í landi. Svo víð- tæk og haldgóð var þekking hans á hvers konar véliim. Arinbjörti FERDIIMAND í hraðlyftunni bXPRES'S E LE VA TOit hafði beinlínis yndi af því að fást við vélar. Sýndi hann hina mestu ábyrgðartiifinningu gagn- vart starfi sínu. Kom það ekki kvað sízt fram í starfi hans á vél- bátunum, sem oft lentu í vondum veðrum og lágu þá stundum und- ir áföllum. Þá var mikils virði að hafa góðan og öruggan vélstjóra, sem gætti skyldu sinnar svo að af bar. Fjölskyldu sinni var Arinbjöm hlýr og góður. Eiga kona hans og börn margar dýrmætar og fagrar minningar um hann. í skoðunum var hann einarður og stefnufastur. Hann fylgdist vel með í opinberum málum og fór ekki dult með afstöðu sína tii þeirra. Það var mikið áfall fyrir frú Guðfinnu og börn þeirra hjóna er Arinbjörn féll frá á miðjum aldri. En það var huggun harrni gegn, að sú mynd sem hann skyldi eftir af lífsstarfi sínu var björt og fögur. Hann hafði gert skyldu sína og samferðamenn- irnir kvöddu hann með innilegri þökk og söknuði eftir trygga samfylgd. Vinir Arinbjarnar Clauseh votta konu hans og börnum ein- læga samúð í sorg þeirra. Me3 honum hvarf góður drengur og dugmikill íslendingur ýfir landa- mæri lifs og dauða. Vinur að vestan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.