Morgunblaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADIB Fimmtudagur 1. des, 1953 i ANNA KRISTÍN EFTIR LALLI KNUTSEN Pramhaldssagan 14 Meira að segja útlit hennar breytt ist: Litarhátturinn varð blóm- legri, augnaráðið heitt og átríðu- fullt. — Líklega eru ekki öll hjóna- bönd eins, sagði ég að síðustu. — Hættu alveg að hugsa unr þetta, elskan mín, sagði Anna Kristín innilega, vertu hérna hjá mér, ég þarfnast þín. — Alltaf spurði ég. Hún svaraði mér lágri röddu: — Það er kannske ljótt af mér að segja það, en ég held að ég myndi berjast um þig við til- vonantii eiginmann þinn. Ég myndi ekki þola að hann tæki þig frá mér. Svo vænt þykir mér um þig. Við hlupum hlæjandi út og stig um á bak hestunum. Við riðum niður að sjónum og meðfram hon um um stund. Sterk þanglyktin úr fjörunni, sjávarloftið og hirm svali, bjarti hausthiminn gerði okkur glatt í geði. Við snérum í áttina til veiðisvæðisins og riðum greitt. Hryssan, sem Anna Knstín reið, var óróleg. Stígurinn var mjór og ég gætti þess að vera alltaf á eftir, því að hesturinn minn var mesta gæðablóð og eng- inn fjörgapi. Öðru hvoru sá ég systur mína beygja sig í söðlinum vegna trjágreina, sem slúttu fram yfir stiginn. Á höfðinu hafði hún stóran, svartan hatt, fjaður- skreyttan. Allt í einu rakst ein greinin af afli í hattinn hennar og reif hann af henni. Anna Kristín snarstanzaði. Ég reið nú fram hjá trénu og náði hattinum með svipunni minni. í sama bili kvað við byssuskot og kúla þaut í gegnum hattinn á svipuskaft- inu. Við hlutum að vera komnar inn á veiðisvæðið. Ég tók eftir að hryssa Önnu Kristínar skalf. — Gættu að hryssunni, hrópaði ég, hún hlýtur .að fælast. Anna Krístin fór nú að klappa henni, en þá kom hjört- ur hlaupandi innan úr skóginum og þaut eldsnöggt fram hjá okkur. Ég sá að Anna Kristín gat ekki haldið hryssunni lengur í skefjun. Ég kastaði mér af hestinum og náði að grípa af öllu afli í tauma hennar, en Anna Kristín æpti: — Slepptu, hún drepur þig. Þá birtist á sjónarsviðinu ung- ur maður. Hann kom hlaupandi innan úr skóginúm með rjúkandi byssu í hendinni, sem hann kast- aði frá sér, stökk að hryssunni, greip heljartaki í beizlið og tókst eftir litla stund að spekja hana. Svo sagði hann: — Ég hefi vonandi ekki hitt neinn áðan? — Anna Kristín hló: Ekki mér vitan lega. Hann horfði hugfanginn á hana. Hún setti upp hattinn og strútsfjaðrirnar vörpuðu mjúk- um skugga á fagurt andlitið og glampandi augun. Ég sleppti beizlinu og gekk að mínum hesti. Hvorugt þeirra sá mig lengur. Hann virtist eins og bergnuminn í og leit ekki af henni. Þetta var hár og grannur maður, með brúnt, hrokkið hár, toginleitur með næstum kvenlega fríða and- litsdrætti. Hann hafði brúnt yfir- skegg. Mér leist strax vel á hann. ( Betur en nokkurn annan mann, sem ég hafði séð. — Þér gerðuð okkur hræddar, sagði Anna Kristín. Til að bæta fýrir það verðið þér að fylgja okkur heim. Þér eruð áreiðanlega Jörgen Randulf. — Og þér hljótið- að vera húsfreyjan á Mæri, sagði i hann hægt. Svo gekk hann að , j hesti sínum sem hann hafði skil i ið eftir í skógarjaðrinum. Ég reið í ein af stað heimleiðis. í fyrsta «Úipti á ævinni var ég afbrýðis- söm. 10. kafli. I Haustið leið við glaury og gleði á Mæri. ívar bauð stöðugt heim gestum. Gestirnir voru Gynter, gömlu liðsforingjarnir, Jörgen j Randulf og nokkrir aðrir nágrann < ar. Allir þessir menn kunnu vel ! að meta drykkju og spil. j Allir nema Randulf. Það var auðvelt að sjá að hann var ekki sterkur við drykkjuna. Þess vegna leitaði hann félagsskapar okkar systranna meir en hinir. Okkar, segi ég. Enn í dag er mér ekki sársaukalaust að verða að viðurkenna, að hann sá mig alls ekki. Frá því að hann sá stystir mína í fyrsta skipti var hann al- j gjörlega gagntekinn af henni og | hún af honum. Allt vildi hún ' gera honum til geðs, og hann dáð- ist að öllu í fari hennar. ' Ekkert af þessu fór fram hjá mér. Anna Kristín var ekki að- eins systir mín, hún var hluti af sál minni. Og nú varð hann, ó- kunnugur maðurinn, aðnjótandi ástar hennar, ástar, sem varð svo margfallt sterkari en þær tilfinn- ingar, sem hún hafði nokkurn tíma borið til mín. Ég sá það á bliki augna hennar, blómlegum roða í kinnunum og hreyfingum hennar þegar hann var nálægur. Nóvember kom. Brimið við ströndina óx, frostið herti. En inni i sölum Mæris bjó systir mín til veizlu dag hvern. Höfgur ilm- ur hitaðra kryddjurta fyllti loftið og Ijúffeng spönsk vín voru á borðum. Nú var Jörgen Randulf eini gesturinn. Erindi hans, í orði kveðnu, var við höfuðsmanninn, en um þess- ar mundir var höfuðsmaðurinn langdvölum að heiman, hann hafði nýlega verið kosinn í kon- ungsjarðanefndina svokölluðu og þeirri vegsemd fylgdu stöðug ferðalög. Og á meðan naut systir mín samvistanna við Randulf liðs foringja. Hann var ungur, glæsi- legur, blíðlyndur, ástúðlegur og augnaráð hans lofaði kannske meiru en hann var fær um að efna. En það sá hún ekki. Nær- vera hans var henni allt. Anna Kristín var hamingjusöm en ég hugsaði með sjálfri mér: Þetta fer aldrei vel. Framan af hélt ég að ég hefði ein vitneskju um samband Rand- úlfs og systur minnar, en svo komst ég að því að Sesselju var einnig kunnugt um það. Kært var nú orðið aftur með henni og systur minni og ég varð vör við að Anna Kristín fór í mörgu að ráðum Sesselju, mér óafvitandi. Auðvitað var ómögulegt að hinar stöðugu heimsóknir Jörg- ens Randulfs yrðu nokkurt leynd- armál, þegar á leið. Sum hjúin, sérstaklega þau, sem verið höfðu á bænum í tíð foreldra minna sögðu fátt er minnst var á léttúð systur minnar. En þó öllum hjú- unum væri vel við Önnu Kristínu því hún var þeim góð, þá nutu flest þess að tala um ástamál Grenivafningar 4laska gróðrastöðim Sími 82775. ^c/tiiPöndun umftam cilU Mjallhvátar- fæst / öllum búðum Snow Wh ite SnowWitesj^i^ 5 pund 10 pund 25 kg 50 kg 5 punda bréfpoki 10 punda bréfpoki Hveitið er framleitt aðeins úr bezta hveitikorni Biðjið ávallt um „Snow White" hveiti (Mjallhvítarhveiti) Wessanen tryggir yður vörugæðin ft^elvvtMLÍo -IV Kæliskáp * Nú er tækifærið! ¥ Síðasta sending fyrir jól ★ Verð kr. 7.290.00 Kaupið yður kæliskáp áður en jólaannirnar komast í algleyming. H EKLA Austurstræti 14 — Sími 1687 Aukin þægindi — Aukin híbýJaprýði S&cr+utlo þvottovélin Þýzka þvottavelin er með tímastilli. ★ Verð með 2000 watta elementi kr. 3.085.00. ★ Verð án elementa kr. 2,650.00 Kærkomnasta heimilisaðstcð húsmóðurinnar. I HEKLA I Austurstræti 14 — Sími 1687 Aukin þægindi — Aukin híbýlaprýði kaupféiagsstjórastarfiD við Kaupfél. Strandamanna, Norðurfirði, er laust til um- sóknar. — Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 31. desember n. k. til Krist- leift Jónslonar, Sambandi ísl. samvinnufélaga eða til formanns félagsins, Péturs Guðmundssonar, Ófeigsfirði, sem gefa allar nánari upplýsingar. Stjórn Kaupfélags Strandamanna Norðurfir.ði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.