Morgunblaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUN BLAÐIÐ Fímmtudagur 1. des. 1955 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vlgoa. Lesbók: Arni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innaniands. í lausasölu 1 króna eintakið. ÚR DAGLEGA LÍFINU Þá voru dyrnur opnuður í DAG, hinn 1. desember, minn- ast íslendingar fullveldisviður- kenningarinnar frá 1918. — Þá gerðu tvær þjóðir Norðurlanda reikninga sína upp. Danir viður- kenndu fullveldi íslands og jafn- framt var samið um það, að ís- lendingar gætu framkvæmt full- kominn skilnað við Danmörku að 25 árum liðnum. Hinn 1. desember 1918 voru dymar þannig opnaðar til algerrar frelsistöku íslendinga að aldarfjórðungi liðnum. — Þann dag var því náð merki- legasta áfanga íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu. Þess vegna mun hann um allar aldir verða merkur minningadagur. Þegar fullveldisviðurkenning- unni var fagnað hér í Reykjavík 1. desember 1918 flutti Sigui'ður Eggerz, sem gegndi þá störfum forsætisráðherra vegna utanfar- ar Jóns Magnússonar, ræðu, þar sem hann skyggndist í senn aft- ur til liðinnar baráttu og fram móti nýjum tíma. Hann komst þá m.a. að orði á þessa leið: „Íslendíngar! Hans hátign kon- ungurinn staðfesti sambandslög- in í gær og í dag ganga þau í gildi. Þessi dagur er mikill dag- ur í sögu þjóðar vorrar. Hann er runninn af baráttu, sem háð hef- ur verið í þessu landi allt að því heila öld. Baráttan hefur þroskað okkur um leið og hún hefur fært okkur að markinu. Saga hennar verður ekki sögð í dag. Hún lifir í hjörtum þjóðarinnar. Þar lifir einnig minning þeirra, sem með mestri trúmennsku hafa vakað yfir málum vorum. Einu nafni hefur sagan lyft yfir öll önnur á sínum breiðu vængjum, nafni Jóns Sigurðsson- ar. í dag eru tímamót. í dag byrj- ar ný saga, saga hins viður- kennda íslenzka ríkis. — Fyrstu drættina í þeirri sögu skapar sú kynslóð, sem nú lifir. Það eru ekki aðeins stjórnmálamennirnir, sem skapa hina nýju sögu. Það eru allir. Bóndinn, sem ræktar jörð sína, daglaunamaðurinn, sem veltir steinum úr götunni, og sjómaðurinn, sem situr við árar- keipinn. Allir, sem inna lífsstarf sitt af hendi með alúð og sam- vizkusemi, auka veg hins íslenzka ríkis. Og í gær hefur konungur- inn gefið út úrskurð um þjóðfána íslands. Hlýr hugur hinnar ís- lenzku þjóðar andar móti kon- ungi vorum. Fáninn er tákn full- veldis vors. Hann er ímynd þeirra hugsjóna, sem þjóð vor á fegurstar. Vér biðjum alföður að styrkja oss til þess að lyfta hon- um til frægðar og frama. Gifta lands vors og konungs fylgi fána vorum“. Móti nýjum degi Þannig fagnaði íslenzka þjóðin fullveldisviðurkenningunni 1. desember 1918. Fólkið tók undir þá heitstrengingu, sem fólst í hinum fögru orðum Sigurðar Eggerz. íslendingar hafa síðan sannað það, að sjálfstæðið reisti þeim ekki hurðarás um öxl. Það varð þvert á móti aflvaki endur- reisnar og uppbyggingar. Þjóðin fann nú betur til krafta sinna en nokkru sinni fyrr. Hún gekk von- glöð og bjartsýn móti hinum nýja degi, sem upp var runninn. Við höfum vafalaust stigið mörg víxlspor á þeim 37 árum, sem liðin eru frá fullveldis- viðurkenningunni. En þeirri meginstaðreynd verður þó ekki haggað, að þessi litla þjóð hefur unnið stórkostlegt afrek við uppbyggingu lands síns. Það er nú betra og veitir fólki sínu betri afkomuskil- yrði en nokkru sinni. , Einnig á sviði menningarmála hafa stór spor verið stigin til þess að treysta andlegt sjálf- stæði þjóðarinnar. Skyldan við fornan menningararf hefur ekki I verið vanrækt. Og íslendingar | hafa jafnframt tileinkað sér margt af því bezta úr heimsmenn ingunni. Þeir hafa ekki koðnað niður í þröngsýnni fortíðardýrk- un, enda þótt þeir hafi haldið áfram að byggja á þeim gamla og þjóðlega menningararfi, sem er undirstaða tilveru þeirra. ) Viðurkenning hinnar stóru veraldar Eitt mesta fagnaðarefni okkar í dag er viðurkenning hinnar stóru veraldar á pólitísku og menningarlegu sjálfstæði þjóðar okkar. Sú viðurkenning hefur ekki hvað sízt fengizt fyrir þátt- töku okkar í mörgum og víðtæk- um alþjóðlegum samtökum. Má vera að við gerum okkur ekki allir ljóst, hversu stórkostlega þýðingu hún hefur haft fyrir landið, ekki sízt eftir að lýðveld- ið var stofnað á hrikalegum um- brotatímum. í dag er verkefni hinnar ís- lenzku þjóðar fyrst og fremst tvíþætt: í fyrsta Iagi að halda áfram að treysta grundvöll sjálfstæðis okkar inn á við, efnahagslega og menningar- lega. f öðru lagi að treysta ör- yggi og sjálfstæði landsins út á við, viðhalda þeirri virðingu og viðurkenningu, sem ísland hefur hlotið sem frjálst og ó- háð ríki í hinni stóru veröld. Að þessu tvíþætta verkefni bér hverjum einasta íslendingi að starfa. Slæmt ástand VANDRÆÐAÁSTAND ríkir enn einu sinni í Austur-Þýzkalandi, sem kommúnistar stjórna. Kem- ur það fyrst og fremst til af því að uppskeran hefur brugðist, þriðja árið í röð. Bein orsök þess eru ofsóknir þær, sem austur-þýzkir bændur hafa orðið að sæta við þjóðnýtingarstefnu kommúnista. Hafa þeir verið þrautpýndir með sköttum og ýmsum öðrum ráðum verið beitt til að þvinga þá til að ganga í samyrkjubúin. Mikill hluti flótta mannanna, sem farið hafa vestur á bóginn eru bændur. Þar á ofan bætist það, að hin mesta óreiða er á öllum rekstri samyrkjubúanna. Jafnvel er til þess vitað, að þau hafa orðið að kaupa landbúnaðarafurðir, sem fengnar voru frá smábændunum. Allt þetta ásamt með kúgun á fleiri sviðum veldur því að flótta mannastraumurinn frá Austur- Þýzkalandi hefur aldrei vetrið svo ör, sem einmitt hú, og það þótt yfirvöld kommúnista beiti afarkostum til að hindra flótt- ann. ALMAR skriíar: Sören Kierkegaard ÚTVARPIÐ hefur að undanförnu haft þann hátt á, að fá snjalla fyrirlesara til þess að flytja eftir hádegi á sunnudögum erindi um mikilvæg efni. Sunnudaginn 13. þ. m. sagði próf. Sigurbjörn Ein- arsson frá mannvininum mikla, Albert Schweitzer, og sunnudag- inn 20. þ. m. flutti séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, fróðlegt og bráðskemmtilegt erindi um danska fagurfræðinginn og trúar- heimspekinginn Sören Kierke- gaard, sem uppi var á fyrri hluta aldarinnar sem leið. Var erindi séra Bjarna með ágætustu fyrir- lestrum, sem ég hef heyrt flutta í útvarpið um langt skeið, enda er honum flestum fremur sýnt um að gæða lífi og litbrigðum það efni, sem hann fjallar um. Þrjár góðtemplarastúkur 70 ára ÞETTA sama kvöld var minnzt í útvarpinu 70 ára afmælis góð- templarastúknanna Verðanda nr. 9 og Einingarinnar nr. 14 í Reykjavík og Morgunstjörnunn- ar nr. 11 í Hafnarfirði. í tilefni af afmælinu ræddi gamall og góð- áti/arpmu íuátu vllm L áí ur templari, Hendrik Ottóson við þrjá af forustumönnum góð- templarareglunnar, þá Þorstein J. Sigurðsson, Gísla Sigurgeirs- son og Fréymóð Jóhannesson — Bar margt fróðlegt á góma í þess- um viðræðum. Var þar í stuttu máli rakin saga góðtemplara- reglunnar á landi hér og getið helztu afreka hennar á sviði bindindismála. — Kom þar margt merkilegt fram, enda verður ekki um það deilt, að Reglan vann hér mikið og gott starf um langt skeið og naut vinsældar og virðingar alls þorra manna. — Skipuðu sér þá undir merki Reglunnar margir af ágætustu forustumönnum þjóðarinnar, svo sem Björn Jónsson, ráðherra, Jón Ólafsson, ritstjóri, Indriði Ein- arsson og séra Ólafur Ólafsson, fríkirkjuprestur og margir fleiri. Var vegur Reglunnar þá hvað mestur og árangurinn af starfi hennar hinn giftusamlegasti, enda fór þá drykkjuskapur í ULí andi shrifar: Mikil bókaútgáfa FYRIR nokkrum dögum hitti ég á förnum vegi vin minn, sem er bókaormur hinn mesti. Bárust þá í tal þær bækur, sem komnar eru út nú í haust og eiga að koma út fyrir jól. Það hefur löngum verið sagt að íslendingar væru bókelskir. Því er heldur ekki hægt að neita, að miðað við höfðatölu — svo að ég bregði fyr- ir mig gernýttu orðasambandi — er mjög mikið gefið út af bókum hérlendis. gefendur ættu að taka þessa meinsemd til rækilegrar athug- unar og bæta úr þessu við fyrstu hentugleika. ,.U' Onuglyndur afgreiðslumaður NG stúlka, stödd á pósthús- inu“ skrifar: „Kæri Velvakandi! Það hefur ærið oft verið haft orð á því, að framkoma afgreiðslu fólks í verzlunum og á veitinga- stöðum sé stirðbusaleg, en fleiri eru undir þá sök seldir. Á dögun- um kom ég inn á bögglapóststof- una hérna í Reykjavík, og leið- indaatvik, sem þar kom fyrir', vakti athygli mína. Kona, sem stóð við hliðina á mér, sneri sér til roskins manns, er stóð innan við afgreiðsluborð- ið, og bað hann að leiðbeina sér með fylgibréf póstkröfusending- ar. Maðurinn var önugur, talaði mjög hratt og pataði með fingr- inum — sennilega til útskýring- ar — orðaflaumurinn var svo stríður, að ég hefði ekki getað skilið útskýringar hans. Bókaormurinn, vinur minn, hafði orð á því, að íslenzkri bóka- útgáfu almennt væri mjög ábóta- vant í einu tilliti. „Ég kaupi varia svo bók, að ekki sé eitthvað athugavert við hana — ég á ekki við efnislega og prentvillupúkann undanskil ég, því að mjög erfitt er að komast algjörlega fyrir hann. En skipti hafa orðið á blað- síðum, blaðsiður hafa fallið burt eða tylft af blöðum kemur tvisv- ar. Og svo mætti lengi telja. — en ekki að sama skapi vandvirknisleg EG kaupi talsvert af bókum og tók snemma upp þann sið að blaðfletta þeim til að ganga úr skugga um, að allt væri með felldu. Á að gizka 90% af þeim bókum, sem ég hef falað, hef ég orðið að skila aftur til að fá ein- tök, sem væru fyllilega í lagi — og hef ég jafnvel oi'ðið að fara tvær eða þrjár ferðir í þessu skyni“. Svo mörg eru þau orð. Bóka- vinir munu flestir vera sammála um, að í íslenzkri bókaútgáfu séu svo mikil brögð að óvandvirkni og slæmum frágangi, að bókaút- Kc Rólyndur viðskiptavinur — ONAN var mjög róleg og reyndi eftir beztu getu að út- fylla eyðublaðið samkvæmt fyr- irsögn hans. Hún hafði gleymt að skrifa dagsetninguna á fylgibréf- ið, óg því snaraði afgreiðslumað- urinn því til hennar aftur og hreytti út úr sér óvingjarnlega: „Hér vantar dagsetninguna“. — Kvaðst konan óvön að útfylla „svona kort“. Afgreiðslumaður- inn sneri sér að næsta viðskipta- vini en leit um öxl til konunnar með þeim orðum, að þetta ætti hún að kunna eftir að hafa sent póstkröfusendingar jafn oft og hún hefði gert. Konan virti mann inn ekki svars, en henni sárnaði auðsjáanlega. Mér fannst framkoma manns- ins vítaverð. Var það ekki skylda hans að leiðbeina konunni, jafn- vel þótt hún hefði komið hundr- að sinnum með póstkröfusending ar“. MorkM, klœSir landinu þverrandi með ári hverju. En þegar Reglan knúði fram bannlögin sællrar minning- ar með tæpum meirihluta við þjóðaratkvæðagreiðslu, var sem sú heill er fylgt hafði starfi hennar, hyrfi með öllu. Rénuðu áhrif Reglunnar upp frá því með hverju árinu, sem leið og virðist hún ekki hafa borið barr sitt síð- an. Enda er það athyglisvert að lítt gætir þess nú, að Reglan eigi innan vébanda sinna forustu- menn á borð við þá sem hér að framan voru nefndir. Er vonandi að úr þessu rætist og að Reglan nái aftur gömlum vinsældum sínum og virðingu, svo að árang- urinn af starfi hennar megi á ný verða jákvæður til heilla landi og þjöð en það getur því aðeins orð- ið, að hún taki upp vinnubrögð, sem reist eru á heilbrigðum og öfgalausum sjónarmiðum, skiln- ingi á mannlegu eðli og raun- hæfri fórnfýsi, en loki ekki aug- unum fyrir mikilvægri reynslu annara þjóða í baráttunni gegn Bakkusi. Upplestur — Leikrit SKEMMTILEGUR var lestur Gils Guðmundssonar þetta sama kvöld, úr bréfum Ólafs Davíðs- sonar, þjóðsagnaritara. — Hefur þessi mikilhæfi maður snemma orðið áhugasamur um þjóðleg ! fræði og athyglisverð er hrein- skilni hans og þroskuð dóm- greind er hann ræðir hæfileika sína og framtíðarstörf. Leikritið „Frakkinn“ eftir rúss- neska skáldið Gogol, sem flutt var þetta kvöld, var skemmtileg ádeila og jafn tímabær nú eins og þegar leikritið var samið fyrir um hundrað árum. Var leikritið ágætlega flutt undir stjórn Lár- usar Pálssonar. Um daginn og veginn GÍSLI JÓNSSON, alþingismaður, ræddi mánudaginn 21. þ. m. um daginn og veginn. Var tilefni máls hans þau varnaðarorð, sem Vil- hjálmur Þór, bankastjóri, hafði flutt í útvarpið nokkru áður, er hann ræddi ástand og horfur í fjárhagsmálum þjóð- arinnar. — Hafði alþingis- maðurinn vissulega mikið til síns máls er hann sagði, að um þessi mál yrði að ræða af hófsemd og varúð, enda sýndi hann fram á það með fullum rökum að hagur þjóðarinnar væri þannig að ástæðulaust væri að ala á svart- sýni manna og ótta við það, sem framundan væri. Var mál Gísla í alla staði hið sköi'ulegasta. Listræn frásögn ÞRIÐJUDAGINN 22. þ. m. las Helgi Hjörvar ferðasögu Krist- ínar Jakobsdóttur, þar sem segir frá ferð hennar austan frá Garðs- auka og út á Akranes vorið 1892. Var Kristín þá fimmtán ára og var erindi hennar að leita sér lækninga við augnveiki, en eini augnlæknirinn, sem þá var á land inu, Björn Ólafsson, sat þá á Akranesi. Kristín er nú orðin öldruð kona og dvelst á Elliheim- ilinú í Hafnarfirði. — Þessi ferða- saga Kristínar er fyrir margra hluta sakir hin merkilegasta. Frá- sögnin er skýr og hispurslaus, af- bragðsvel samin og lýsir ágæt- lega hugarfari barnsins, sem ger- ir engar kröfur til annarra, en er innilega þakklát í hjarta sínu fyrir það, sem því er vel gert. Jafnframt lýsir frásögnin prýðis- vel aldarfari hér fyrir rúmum sextíu árum, kjörum vinnufólks þá og ríkjandi hugsunarhætti. — Gefur allt þetta tilefni til margs konar hugleiðinga þegar litið er á þau lífskjör, sem fólk á við að búa í landi hér á okkar tím- um. — ! „Þetta er ekki hægt“ GAMANÞÁTTURINN „Þetta er ekki hægt“, eftir Guðmund Sig- Frh. & bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.