Morgunblaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 1
16 sáður mnírW3*i!> 41 étguagwt 275. —- Fimmtudagur 1. desember 1955 ••rentMw'** «»rsrnnblaðsin« Kínversk bókagjöf Þrír SjálfsMssniiin gerSu fillösu raeðne ¦ r um siiiínafsira a s sprtrar' ú látið í iiósi álit sitt á JBERRA Chu Tu-nan, prófessor,1^ sem er fararstjóri Jistamannanna frá „Þjóðlegu kínversku óper- unni" í Peking, sem dvalizt hafa í Reykjavik undaníarna daga og sýnt í Þjóðleikhúsinu, — afhenti Bjarna Benediktssyni, mennta- málaráðherra, í da% að gjöf handa Landsbókasafninu „klass- iskar" bókmenntir á kínversku, samtals 120 bindi. Menntamálaráðherra þakkaði gjöfina og komu hinna kínversku gesta tii íslands. Myndin sýnir er ráðherra tók við gjöfuinni. Lengst til hægri er Finnur Sigmundsson landsbóka- vörður. Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Tákn eilífs þakklœtis LUNDÚNUM, 30. nóv. — í dag átti Churchill 81 árs afmæli. — Gja.fir og heillaóskir bárust hon- um hvaðanæfa úr heiminum >— og það í svo stórum stíl, að póst- og símastöðin í Lundúnum varð að gera sérstakar ráðstafanir. Meðal annars afhenti sendi- herra Bandaríkjanna Churchill gullmedalíu og fylgdi með bréf Faure heimtar kosn- ingar innan 30 daga Ferill hans sem stjárn- málamanns talinn á enda París 30. nóv. Frá Reuter-NTB. FRANSKA STJÓRNIN sat á mjög löngum fundi í dag. Að honum loknum var samþykkt að mælast til þess við Coty forseta að hann leysi upp þing og láti fara fram nýjar kosningar. — Stjórn sem felld er getur farið fram á slíkt við Frakklandsforseta og verða þá kosningarnar að hafa farið fram innan 30 daga. Það kemur mörgum á óvart gerða til þess að reyna að hindra að stjórn Fauer skyldi taka þessa að það kosningafyrirkomulag, ákvörðun. Ekki sízt vegna þess sem fólkið vill helzt, komizt í að stjórnin féll einmitt á tillögu i'ramkvæmd. IFYRÍRSPURNATÍMA á Alþingi í gær skýrði Ólafur Thors forsætisráðherra frá því, að ekkert frekar hefSi gerzt í stjórnarskrármáíinu síðan þeir Bjarni Benedikteson, Gunnar Thoroddsen og Jóhann Hafstein lögðu þann 18. nóv. 1952 fram í stjórnarskrárnefndinni tillögur uni efni nýrrar stjórnarskrár. Þeir þremenningarnir fóru fram á það að meðnefndar- menn þeirra, jem voru Ólafur Jóhannesson, Kari Kristjáns- son, Gylfi Þ. Gíslason og Einar Olgeirsson kynntu sér fcil- lögurnar, léti álit í Ijós á þeim og kæmu með breytingar- tillögur, ef þeir gætu ekki fallizt á tillögurnar óbreyttar. Þó að þrjú ár séu liðin hafa meðnefndarmennirnir ekki látið neitt álit í ljós á tillögum þremenninganna, svo að allt situr við það sama í þessu. Ólafur Jóhannesson prófessor hefur sagt af sér starfi i nefndinni. En Karl Kristjánssoa hefur komið með tillögu um að kjósa til sérstaks stjórn- lagaþings og sé stjórnmálaflokkunum óheimilt að hafa afskipti af framboðum til þingsins. Þ. e. a. s. tillaga Karls gengur út á það að þjóðmálafélögin í landinu megi ekkert láta sig varða stjórnarskrá ríkisins. um að kosningar færu fram í landinu í febrúarmánuði. Stjórn- málamenn í París telja hins veg- ar, að Coty, sem er ekki hrifinn af kosningum með stuttum und- irbúningi, muni beita sér fyrir því að kosningarnar fari ekki fram fyrr en í janúarmánuði. Það þykir og athyglisvert, að 5 af flokksbræðrum Faur- es sem með honum sátu í stjórn, voru á móti tillögunni um að Coty rifi þing og léti kjósa í skyndingu. Nokkrir fyrrverandi áhrifa- Eisenhowers, þar sem segir að menn í frönskum stjórnmálum, þetta sé vottur eilífs þakklætis m. a. Mendes-France, sendu í sem Bandaríkjamenn og aðrar dag út filkynningu og létu í ljós enskumælandi þjóðir standi í við andúð sína á ákvörðun ríkis- Churchill. j stjórnarinnar. Kváðu þeir hana Geislavirkt resnvafn Tokio — frá Reuter. JAPANSKIR vísindamenn segja að stöðugt sé rigningarvatn, er til jarðar fellur í Japan, geislavirkt af völdum atomsprengju- tilraunarinnar, sem gerð var í Rússlandi. Einn visindamannanna sem starfar við háskólann í Yokohama segir, að tilraunirnar hafi byrjað 4. eða 5. nóvember — en ástæða er til að ætla að Rússar hafi framkvæmt fjöldamargar tilraunir eftir þann tíma. FAURE I HÆTTU Ráðherrarnir fimm sem snerust gegn Faure á stjórn- arfundinum hafa ákveðið að hittast sér á morgun. Er nú talið að Faure lendi í svo miklum illdeilum í sínum eig- in flokki, að talið er að ferill hans sem stjórnmálamaður sé í hættu. Forsætisráðherra greindi frá öllum gangi stjórnlagamálsins sem svar við fyrirspurnum frá Gils Guðmundssyri þingmanni Þjóðvarnar. En þættir þessa máls eru í stuttu máli sem hér segir: MILLIÞINGANEFNDIN Þann 22. maí 1942 gerði Al- þingi þingsályktunartillögu um að kjósa fimm manna milliþinga- nefnd til að gera tillögur um breytingar á stjórnskipunarlög- unum. í nefndina voru kjörnir: Jónas Jónsson, Gísli Sveinsson, Her- mann Jónasson, Bjarni Bene- diktsson og Stefán Jóh. Stefáns- son. Þann 8. sept. 1942 var sam- þykkt ónnur þingsályktunartil- laga um að fjölga nefndarmönn- um, svo að í henni ættu sæti tveir fulltrúar frá hverjum flokki. Samkvæmt þessu var bætt í nefndina Einari Olgeirs- syni, Áka Jakobssyni og Haraldi Guðmundssyni. Þessi nefnd skilaði áliti 7. apríl 1943 og frumvarpi til stjórn skipunarlaga, er lagt var fyrir Alþingi árið 1944. Kostnaður a£ störfum hennar varð 115 þús. kr. RÁÐG.IAFANEFNDIN Þann 3. marz 1945 samþykkti Alþingi enn þingsályktunartil- lögu um að skipa skyldi 12 manna nefnd til að framkvæma gagngera endurskoðun á stjórn- skipunarlögunum. —• Átti hver stjórnmálaflokkur að tilnefna þrjá menn. í þessa nefnd völdust: Auður Auðuns, Sigurður Eggerz, Jóhann G. Möller, Elísabet Eiríksdóttir, Stefán Ögmundsson, Sigurður Thorlacius, Guðrún Björnsdóttir, Framhald á bls. 2. Veðurstofan í Fukuoka til- kynnir að regn sem féll á sunnudaginn hafi innihaldið 20.000 einingar pr. lítra á minútu er regnið var athugað með rannsóknartæki. Heil- brigðismálaráðuneytið hefur tilkynnt, að fólki stafi hætta af andrúmslofti, sem reynist hafa meira en 100 einingar á minútu þegar teljaranum er beint að því. + EINNIG I ÞYZKALANDI Hins geislavirka regns hef- ur og orðið vart við rannsókn- arstöð í Heidelberg í Þýzka- landi. fbúum í þeim héruðum Jap- ans, þar sem hættan hefur reynzt mest, hefur verið ráð- lagt að leggja sér ekki regn- vatn til munns vegna þess að það er lífshættulegt. Jólasnfór I Jólamánuðurinn er genginn í garð. 23 dagar ern til jóla. Skyldum við fá jólasnjó? — Ljósm. Vig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.