Morgunblaðið - 01.12.1955, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.12.1955, Qupperneq 1
lé síður 41 árgaBfmv 275. —- Fimmtudagur 1. desember 1955 ^rentiwii** **rgunblaðsÍB» Kínversk bókagjöf HERRA Chu Tu-nan, prófessor,^ sem er fararstjóri iistamannanna frá „Þjóðlegu kínversku óper- unni“ í Peking, sem dvalizt hafa í Reybjavík undaníarna daga og sýnt í Þjóðleikhúsinu, — afhenti Faure heimtar kosn- ingar innan 30 daga Þrír Sjálfsfæðismefin gerðu áliS sitt á þeí*a IFYRIRSPURNATÍMA á Alþingi í gær skýrði Ólafur Thors forsætisráðherra frá því, að ekkert frekar hefði gerzt í stjórnarskrármálinu síðan þeir Bjarni Benediktsson, Gunnar Thoroddsen og Jóhann Hafstein lögðu þann 18. nóv. 1952 fram í stjórnarskrárnefndinni tillögur urn efni nýrrar stjórnarskrár. Þeir þremenningarnir fóru fram á það að meðnefndar- menn þeirra, .,em voru Óiafur Jóhannesson, Kari Kristjáns- son, Gylfi Þ. Gíslason og Einar Olgeirsson kynntu sér til- lögurnar, léti álit í ljós á þeim og kæmu með breytingar- tillögur, ef þeir gætu ekki fallizt á tillögurnar óbreyttar. Þó að þrjú ár séu liðin hafa meðnefndarmennimir ekki látið neitt álit í ijós á tillögum þremenninganna, svo að allt situr við það sama í þessu. Ólafur Jóhannesson prófessor hefur sagt af sér starfi í nefnðinni. En Karl Kristjánsson hefur komið með tillögu um að kjósa til sérstaks stjórn- lagaþings og sé stjórnmálaflokkunum óheimilt að hafa afskipti af framboðum til þingsins. Þ. e. a. s. tillaga Karls gengur út á það að þjóðmálafélögia í landinu megi ekkert láta sig varða stjórnarskrá ríkisins. Bjarna Benediktssyni, mennta- málaráðherra, í dag að gjöf handa Landsbókasafninu „klass- iskar“ bókmenntir á kínversku, samtals 120 bindi. Menntamálaráðherra þakkaði gjöfina og komu hinna kínversku gesta til íslands. Myndin sýnir er ráðherra tók við gjöfuinni. Lengst til hægri er Finnur Sigmundsson landsbóka- vörður. Ljósm. Mbl. Ól. K. M. eilífs þakklœtis LUNDÚNUM, 30. nóv. — í dag átti Churchill 81 árs afmæli. — Gjafir og heillaóskir bárust hon- um hvaðanæfa úr heiminum — og það í svo stórum stíl, að póst- og símastöðin í Lundúnum varð að gera sérstakar ráðstafanir. Meðal annars afhenti sendi- herra Bandaríkjanna Churchill gullmedalíu og fylgdi með bréf Eisenhowers, þar sem segir að þetta sé vottur eilífs þakklætis sem Bandaríkjamenn og aðrar enskumælandi þjóðir standi í við Churchill. Ferill hans sem stjórn- málamanns talinn á enda París 30. nóv. Frá Reuter-NTB. FRANSKA STJÓRNIN sat á mjög löngum fundi í dag. Að honum loknum var samþykkt að mælast til þess við Coty forseta að hann leysi upp þing og láti fara fram nýjar kosningar. — Stjórn sem felld er getur farið fram á slíkt við Frakklandsforseta og verða þá kosningarnar að hafa farið fram innan 30 daga. Það kemur mörgum á óvart að stjórn Fauer skyldi taka þessa ákvörðun. Ekki sízt vegna þess að stjórnin féll einmitt á tillögu um að kosningar færu fram í landinu í febrúarmánuði. Stjórn- málamenn í París telja hins veg- ar, að Coty, sem er ekki hrifinn af kosningum með stuttum und- irbúningi, muni beita sér fyrir því að kosningarnar fari ekki fram fyrr en í janúarmánuði. Það þykir og athyglisvert, að 5 af flokksbræðrum Faur- es sem með honum sátu í stjórn, voru á móti tillögunni um að Coty rifi þing og léti kjósa í skyndingu. Nokkrir fyrrverandi áhrifa- menn í frönskum stjórnmálum, m. a. Mendes-France, sendu í dag út tilkynningu og létu í ljós andúð sína á ákvörðun ríkis- stjórnarinnar. Kváðu þeir hana gerða til þess að reyna að hindra að það kosningafyrirkomulag, sem fólkið vill helzt, komizt í framkvæmd. ★ FAURE í HÆTTU Ráðherrarnir fimm sem snerust gegn Faure á stjórn- arfundinum hafa ákveðið að hittast sér á morgun. Er nú talið að Faure lendi í svo miklum illdeilum í sínum eig- in flokki, að talið er að ferill hans sem stjórnmálamaður sé í hættu. Forsætisráðherra greindi frá öllum gangi stjórnlagamálsins sem svar við fyrirspurnum frá Gils Guðmundssyri þingmanni Þjóðvarnar. En þættir þessa máls eru í stuttu máli sem hér segir: MILLIÞIN G ANEFNDIN Þann 22. maí 1942 gerði Al- þingi þingsályktunartillögu um að kjósa fimm manna milliþinga- nefnd til að gera tillögur um breytingar á stjórnskipunarlög- unum. f nefndina voru kjörnir: Jónas Jónsson, Gísli Sveinsson, Her- mann Jónasson, Bjarni Bene- diktsson og Stefán Jóh. Stefáns- son. Þann 8. sept. 1942 var sam- þykkt önnur þingsályktunartil- laga um að fjölga nefndarmönn- um, svo að í henni ættu sæti tveir fulltrúar frá hverjum flokki. Samkvæmt þessu var bætt í nefndina Einari Olgeirs- syni, Áka Jakobssyni og Haratdi Guðmundssyni. Þessi nefnd skilaði áliti 7. apríl 1943 og frumvarpi til stjórn skipunarlaga, er lagt var fyrir Alþingi árið 1944. Kostnaður af störfum hennar varð 115 þús. kr. RÁÐG.TAFANEFNDIN Þann 3. marz 1945 samþykkti Alþingi enn þingsályktunartil- lögu um að skipa skyldi 12 manna nefnd til að framkvæma gagngera endurskoðun á stjórn- skipunarlögunum. — Átti hver stjórnmálaflokkur að tilnefna þrjá menn. í þessa nefnd völdust: Auður Auðuns, Sigurður Eggerz, Jóhann G. Möller, Elísabet Eiríksdóttir, Stefán Ögmundsson, Sigurður Thorlacius, Guðrún Björnsdóttir, Frarnhald á bls. 2. Jólamánuðurinn er genginn í garð. 23 dagar ern til jóla. Skyldum við fá jólasnjó? — Ljósm. Vig. Geislavirkt reínvatn r* Tokio — frá Reuter. _ ÍAPANSKIR vísindamenn segja að stöðugt sé rigningarvatn, er j J til jarðar fellur í Japan, geislavirkt af völdum atomsprengju- tilraunarinnar, sem gerð var í Rússlandi. Einn vísindamannanna sem Starfar við háskólann í Yokohama segir, að tilraunirnar hafi byrjað 4. eða 5. nóvember — en ástæða er til að ætla að Rússar bafi framkvæmt fjöldamargar tilraunir eftir þann tíma. Veðurstofan í Fukuoka til- kynnir að regn sem féil á sunnudaginn hafi innihaldið - 20.000 einingar pr. lítra á mínútu er regnið var athugað með rannsóknartæki. Heil- í brigðismálaráðuneytið hefur tilkynnt, að fólki stafi hætta af andrúmslofti, sem reynist hafa meira en 100 einingar á mínútu þegar teljaranum er beint að því. EINNIG í ÞÝZKALANDI Hins geislavirka regns hef- ur og orðið vart við rannsókn- arstöð í Heidelberg í Þýzka- landi. íbúum í þeim héruðum Jap- ans, þar sem hættan hefur reynzt mest, hefur verið ráð- lagt að leggja sér ekki regn- vatn til munns vegna þess að það er lífshættulegt. Jólasnjór

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.