Morgunblaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 1. dcs. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 1 Ragnat Jómson: átvarpsins lögtf niðnr ÞEGAR tímaritið fór í prent- vélina,, hafði það verið gert heyrum kunnugt, að Sinfóníu- hljómsveitin, er tvö síðustu árin var kennd við Ríkisútvarpið, hefði verið lögð niour. Útvarps- stjórinn, Vilhjálmur Þ. Gíslason, sagði hljóðfæraleikurum sveitar- innar flestum upp störfum frá i. okt. s.l., en dró svo úr störfum annarra, að þeir annast ekki lengur annan tónlistarflutning í utvarpið en hina vikulegu tón- leika útvarpshl j ómsveitarinnar. Öll starfsemi Sinfóníuhljómsveit- arinnar hefur legið niðri frá 1. okt. og engar tilraunir gerðar til að halda henni saman, enda eru hljóðfæraleikararnir orðnir dreifðir við önnur störf út um allar þorpagrundir. Þessi enda- lok Sinfóníuhljómsveitarinnar eru meiri sorgartíðindi en svo, að eftirmæli hennar verði rituð meðan prentvélin bíður. En ekki verður hjá því komizt að geta nú þegar nokkurra staðreynda, eins fyrir því þótt vænta megi að síðar verði nánar vikið að ýms- um atriðum þessa máls hér í rit- inu. Það er vitað, að það var út- Varpsstjórinn, Vilhjálmur Þ. Gíslason, sem ákvað upp á ein- dæmi að hljómsveitin hætti störf- um. Menntamálaráðherra og tón- listarstjóri útvarpsins voru ekki spurðir um álit sitt á þeirri djörfu ákvörðun. Þvert á móti hafði menntamálaráðherra þeg- ar á s.l. vori gert ráðstafanir til að búa sveitinni varanlegan starfsgrundvöll og skipað nefnd til að starfa að því máli. Út- varpsstjóri átti meðal annarra sæti í nefndinni. Þó lét hann í lengstu lög undan dragast að leita samþykkis útvarpsráðs á þeirri lausn málsins, er ráðherra sjálf- ur benti á eftir tillögum nefnd- arinnar, og kiknaði loks með öllu á framkvæmdum, eftir að sam- þykki ráðsins var fengið. Útvarpsstjóri hefur engar skýr- ingar gefið á þessu athæfi sínu, fyrr en 22. nóv. s.l., er hann ritar í Morgunblaðið greinar- gerð, sem að vísu forðast gaum- gæfilega kjarna málsins, en bregður þó allskýru ljósi á raun- verulegan menningaráhuga höf- undarins. Væri full ástæða til þess að birta alla greinina til viðvörunar, en þess er ekki kost- ur að sinni. Uppistaða hennar er ekki annað en lævísleg blekk- ingartilraun, sem þessi virðulegi embættismaður ber fram í þvi skyni einu að freista að koma af sér þvi ódæði, að hafa vísvitandi orðið banamaður þessarar merku stofnunar, sem tónlistarmenn hafa byggt upp á aldarfjórðungi með sameinuðu átaki undir for- ystu tveggja úr hópi mætustu menntamanna þjóðarinnar, ar. Páls ísólfssonar og Bjöi'ns Ólafs- sonar. Má hér glöggt marka manngildismun þeirra sem upp hyggja og hins sém. niður rífur. Þó kastar fyrst tólfunum, þeg- ar þessi óvenjulegi menningar- frömuður tekur aff mála fjand- ann á vegginn, vara við hve dýrt sé að halda uppi menningu og hve fáir fái notið hennar. Ber hann fram þessu til stuðnings allt sem áður hefur veriff sagt af mestri þröngsýni og kotungshætti um þessi efni. Mun það án efa vera einsdæmi í víðri verökl, að einn útvarpsstjóri gangi fram fyrir skjöldu og íýsi yfir berum orðum, að útvarpi beri engin skylda til að halda uppi menn- ingu. En Vilhjálmur Þ. Gíslason segir orðrétt: „Útvarpinu hefur aldrei borið nein skylda til þess að reka sinfóníuhljómsveit.“ Ekki mun þó, sem betur fer, ástæða til að örvænta um endur- reisn hljómsveitarinnar. Mennta- málaráðherra hefur enn á ný, eftir uppgjöf útvarpsstiórans, beitt sér fyrir því að ieitað verði að nýjum starfsgrundvelli fyrir hljómsveitina, og er þaff von og trú allra vina hennar, að hún taki brátt til starfa að nýju, leyst undan dauðri hendi þéirra nei- kvæðu manna, er reikna menn- ingu til útgjalda, án þess að eiga nafn á því sem hún gefur í aðra hönd. Er ekki óviðeigandi að rifja upp í þessu sambandi orð Matt- híasar Jochumssonar, er um það var rætt að endurreisa hinn foina Hólaskóla. Þegar skáldið hafði reifað málið og bent á. ýmsa erfiðleika, bætti hann við: ,,Um peningamálin tala ég nú ekki, þau eru nú bara hégómi." R. J. Eins og grein þessi ber með sér, er hún skrifuff fyrii: tíma- ritið Helgafell, en þegar til kom var sá hluti ritsins er hún átti að birtast í, kominn of langt i prentun, svo unnt væri að birta hana þar. — R. J. B atnalakkskór á drengi og telpur, fyrirliggjandi. Gefjust-KðuKin Kirkjustræti — Reykjavtk Unglinga vantar til að bera blaðið til kaupenda við Lækjargötu Bræðraborgarstíg Skeggjagötu Miðtún Tómasarhaga Seltjarnarnes ÍF Söuur Herlæknisins 1 Sögur herlæknisins eftir finnska skálöið Zacharias Topelius eru taldar til sígildra bókmennta Norðurlanda. Matthías Jochumsson íslenzkaði sög- urnar — og varð fyrsta útgáfa þeirra feikna vinsæl. Sögur herlæknisins eru spennandi ættar- og öriagasaga. Minninganna Þegar Árni Thorsteinsson tónskáld fædd- ist fyrir 85 áruni, voru íbúar Reykjavíkur tvö þúsund. í ævisögu þessa heiðursmanns, segir frá æsku hans og uppvexti, mönnum og málefnum eins og hann sá þau um átta- tíu ára skeið, og bra.utryðjendastarfi hans og annarra í söng- og tónlistarmálum hér á landi. Uátleysi og góðlátleg kýmni ein- kenna frásögnina. Óska eftir 2 herbergjum og eldhúsi Búshjálp kemur til greina. Uppl. í sínia 8031í dag- og1 á morgn.m. Síh er-Cruss BAKNAVAGIM til sölu. — Uppiýsingar í síma 2070. Stórglæsileg nýtízku íbúðarhæð til sölu í nýju húsi í Laugarneshverfi. Hæðin er rúmlega 130 ferm. 5 herbergi, eldhús, bað, hol, forstofa, svalir. Sérinngangur. Uppl. gefur EINAR SIGURÐSSON, lögfræðiskrifstofa — fasteignasala. Ingóifsstræti 4 — sími 2332. TlLkYNNHNG Samkvæmt samningi vorum við Vinnuveitendasamband íslands, atvinnurekendur í Hafn- arfirði, Árnessýslu, Akranesi, Keflavík, Rangárvallasýslu, Mýrasýslu og á Akureyri, verður leigugjald fyrir vörubifreiðar frá og með deginum í dag og þar til öðru vísi verður ákveðið, sem hér segir: og helgid.v. Tímavinna: lagvimia: Eftirvinna: Nætur- Fyrir 2J/2 tonns bifreiðar 51.33 60.77 70.21 — 2V2 til 3 tonna hlassþunga 56.92 - 66.36 75 80 —■ 3 — 3 V2 62.48 71.92 81.36 — 3Vz — 4 68.06 77.50 86.94 — 4 — 4Vz — 73.62 83.06 92.50 Aðrir taxtar óbreyttir að þessu sinni. Vörubílastöðin Þróttur Reykjavík Vörubílstjórafél. Mjölnir Árnessýslu. ' Vörubílasttíð 'Keílavíkur K tflavík BílÉftóraflt - Reykjavík, 1. desember 1955. Vörubílstöð Hafnarfjarðar Hafnarfirði Bifreiðastöð Akraness •»- ■ Akranesi , , VöcuIaálstjóraféL Eylkir Rangárvallasýslu \ tírubílFt jórafél. Valur : Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.