Morgunblaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflit í dag: Vaxandi SA-átt. Hvasst og rign- ing’ með kvöldinu. gjl dagar drn ^ul jola ðlæstfeg frammisfaðð Friðriks ÞRIÐJA einvigisskákin var tefld að Þórskaffi í fyrrakvöld. Pilnik hafði hvátt og lék e4 í fyrsta leik eins og hann er vanur. Friðrik svaraði með rússneska leiknum. Staðan var róleg framan af og sumir héldu að þessi skák ætlaði að verða, eins og flestar skákir Pilniks á haustmótinu, viðburða- lítil og dauð. En Friðrik var ekki á því. í 28. leik fórnaði hann peði, í 29. leik biskupi og í 30. ieik hrók. Pilnik, sem þáði bæði peðs- og biskupsfórnina, leist nú ekki lengur á blikuna og þáði ekki hróksfórnina, enda hefði það Oiðið bráður bani. UNDKAVERÐAJR HRAÐI Menn Friðriks komust í sókn- ina með undraverðum hraða og loks stóðu öll jám í hvíta kóngn- um. Þegar skákinni var frestað, eftir 41. leik hvíts, var skákin augljóslega unnin. í gær var svo skákinni iokið. Blindleikurinn var opnaður og Pilnik gafst upp. ÖRT VAXANDI SKÁKMAÐUR Þessi skák sýndi okkur, sem horfðum á hana, ekki einasta það, að Friðrik er mikill listamaður, heidur einnig hitt, sem er ekki síður mikilsvert, að hann er enn ört vaxandi. Ég hef að vísu ekki séð allar þær skákir, sem hann hefur teflt í útlöndum, en ég fullyrði, að hann hefur aldrei teflt eins góða skák beinlínis á þeirri forsendu, að sú kirkja sem stendur á fjalli fær eigi dulist. Hefði hann einhvern tíma teflt slíka skák hefði hún farið út um allan heim og líka komizt fyrir mín augu. „Kombinasjon“, eins og sú, sem hófst þarna í 28. leik og lauk í 42. leik með því að Pilnik gafst upp, er sjaldséð. En Friðrik er auk þess orðinn mikill bardagamaður. Það sýndi fyrsta og önnur einvígisskákin ótvírætt. Væntanlega verður einhvern tíma áður en langt um iíður ein- hver smuga í blaðinu, þar sem hægt verður að hola skákinni niður, svo lesendur þess geti séð með eigin augum það sem gerðist að Þórskaffi í fyrrakvöld. Næsta skák verður tefld á sunnudaginn að Þórskaffi og hefst kl. 1,30. Friðrik hefur þá hvítt. Konráð Árnason. GlæsIIeg liátíða- höld stúdenta 1. desember STÚDENTAR munu að venju halda fullveldisdaginn 1. des. hát'ðlegan með glæsilegri dag-< skrá. Hefjast hátfðahöldin með guðs- þjónusíu í kapellu Háskólans, en þar prédikar séra Sigurður Páls-< son. KI. 1,30 fekki 2,00 eins og áður hefir versð sagt) e. h. flytut Hallrlór Kiljan Laxness ræðu út i útvarpssal. Kl. 3.30 hefst samkoma í hátiða sal Háskólans. Björgvin Guð-: mundsson, form. stúdentaráðs, flytur ávarp, Sigurkarl Stefáns- son, menntaskólakennari flytur | ræðu, Ásgeir Beinteinsson leikur ! einleik á píanó og dr. Björn Sig- ! fússon flytur ræðu og Jón Sigur-< ij hjörnsson syngur einsöng. | Um kvöldið verður skemmtuU í hátsðasal Háskólans, en þar mun dr. Sigurður Þórarinsson flytja ríeðu. Veitingastúlkaii sýfldi snarræði %■ nefndar að hefiast ,1 Koournar þekkja bezt hvar skórinn kreppir MÆÐRASTYRKSNEFNDARKONUR eru nú önnum kafnar við að undirbúa jólasöfnun nefndarinnar til bágstaddra heimila, Ginstæðings mæðra með börn sín, og sjúkra. Ár frá ári hafa bæjar- búar látið af hendi rakna meira og meira fé til jólasöfnunarinnar og á jólaföstunni í fyrra söfnuðust í peningum 155 þús. kr., en auk þess var miklu af hvers konar varningi safnað. Folaldið-slysa fang SÖFNUNARLISTAR Upp úr helginni mun jólasöfn- unin hefjast. Mæðrastyrksnefnd- in mun senda í pósti til fyrir- tækja og stofnana söfnunarlista. — Slíkir listar verða og sendir starfsfólki fyrirtækjanna. Mæðra :;tyrksnefndarkonur kváðust vona að söfnunarlistunum yrði vel tek- ið og þeim skilað eins fljótt aftur og auðið er, að lokinni söfnun. FÖTIN Fatnaðargjöfum til Mæðra- styrksnefndarinnar verður nú veitt móttaka áð Norðurstíg 7, gamla Hama.rshúsinu, og þangað ber þeim að snúa sér sem ætla að fá fatnað frá Mæðrastyrks- nefndinni. í aðalskrifstofu nefndarinnar, Ingólfsstræti 9, ber öllum að snúa sér jólasöfnunina varðandi og þar verður veitt móttaka peninga- gjöfum og þangað ber fólki að snúa sér með hjálparbeiðnir. — Verður skrifstofan í Ingólfsstræti 9, opin daglega, eftir n.k. þriðju- dag frá kl. 2—-7, og síminn þar er 4349. ÞEKKJA BEZT HVAR SKÓRINN KREPPIR Reykvíkingar hafa sýnt kon- unum í Mæðrastyrksnefnd sívax- andi tiltrú með því að fá þeim til ráðstöfunar til bágstaddra heimila^ miklar fjárupphæðir, vörur og varning, enda mun óhætt að fullyrða, að konurnar þekkja betur en aðrir hvar hvers konar jólaglaðningur kemur sér bezt. Því munu Reykvíkjngar enn sem fyrr muna jólasöfnun Mæðra styrksnefndar nú er jólin nálgast óðum. ÞAÐ er kallað slysafang þegar hryssur kasta á vetrum og er sjaldgæft. Hér á myndinni er hryssa með folaldið sitt sem sá dagsins ljós einn svalan október- dag, en vetur gekk í garð tveim dögum áður. Hryssan er kölluð Litla Gletta, og er undan þeirri kunnu hlaupa-hryssu Glettu, sem á íslandsmet á 350 m. stökki. Þessar hryssur báðar á Sigurður Ólafsson í Lauganesi. Nokkrum dögum eftir að Litla Gletta kast- aði gerði áhlaupaveður þar sem hún var í hagagöngu í landi Hofs á Kjalarnesi. Eina nóttina gerði frost og mikla fannkomu. Næsta dag brá Sigurður við og fór upp að Hofi til að sækja Glettu og folaldið hennar. Þegar hann kom, var mjög af folaldinu dregið, það stóð í keng og hafði hlotið kal kringum munn og augu, og sést það á myndinni. í gær tók Ijós- myndari blaðsins þessa skemmti- legu mynd af Litlu Glettu með folaldið sitt í hesthúsi Sigurðar í Lauganesi. Sigurður skýrði frá því, að óljóst væri um „faðernið", en folaldið er fallegt. Litlu Glettu ætlaði Sigurður að temja nú í vetur, en það verður að bíða úr því sem komið er, sagði hann. Hestamennska hefur farið mjög í vöxt hér í Reykjavik á undan- förnum árum og fjöldi manns á nú reiðhesta. Á sunnudögum ma oft sjá hópa hestamanna á gæð- ingum sínum á leið út úr bæn- um. — Ljósrri. Mbl. Ól. K. M. íl iendir á Akur- SláturfélaeflÖ opnar búÖ i Vesturbænum SLÁTURFÉLAG Suðurlands opnar á morgun nýja og mjög glæsilega verzlun að Bræðraborgarstíg 43. Félagið taldi eftir vandlega íhugun ekki heppilegt að sinni að nota sjálfs- afgreiðslu-fyrirkomuJagið við kjötsöluna, vegna þess, að pökkun kjötvöru er enn óíullkomin hér á landi. Verzlunar- stjóri hinnar nýju verziunar er Guðjón Guðjónsson. eyrarflugvelli um næstu heigi ITM þessar mundir er að Ijúka gerð flugbrautarinnar nýju á ! Akureyri. Fram til þessa hefur aðeins verið fullgerður 1000 m. kafli brautarinnar, en nú hefur hún verið lengd um 400 m. Er nú hægt að lenda þar hinum stóru millilandaflugvélum okkar. Er fyrirhugað að lenda þar skymasterflugvél Flugfélags íslands, Gull- faxa, á sunnudaginn kemur. UNNIÐ VIÐ STÆKKUNINA f. SUMAR Svo sem kunnugt er, er allt isndirlag vallarins byggt þannig að sanddæla er notuð til þess að dæla sandi af Leirunum upp í brautina. Síðan er ekið malar- íagi yfir. Að þessum framkvæmd um hefur verið unnið í allt sum- ar. Viðbótin er byggð við norð- urenda brautarinnar og nær brautin nú allt norður á móts við Gróðrarstöðina. NÝTT LJÓSAKERFI Svo sem skýrt var frá hér í blaðinu nýlega er nú komin full- komin lýsing við brautina og geta flugvélar nú lent þar í myrkri, ef Veður leyfir. Með þessu er náð stórum áfanga í flugmálum Akureyringa og raun- ar stórum hluta Norðlendinga. Enn er þó allmikið verk þar óunnið, t. d. bygging flugvallar- húss. Er þess að vænta að það verk verði unnið svo fljótt sem kostur er. !FULLKOMIN VERZLUN MEÐ FRYSTIKLEFUM 1 Verzlun þessi stendur á horni ! Bræðraborgarstígs og Ásvalla- I götu. Er hún ein hin glæsilegasta j sinnar tegundar í bænum og búin ! öllum fullkomnustu áhöldum og tækjum. Á bak við verzlunina eru vinnuherbergi, frystiklefi og kæliklefi og rúmgott eldhús. I Um tíma hafði félagið í at- hugun að hafa sjálfsafgreiðslu | fyrirkomulag i verzluninni, en horfið var frá því að sinni. i Ástæðan til þess er, að sjálfs-! afgreiðsla byggist algerlega á innpökkuðum vörum, an pökk ! un kjötvöru er hér á iandi ennþá svo ófullkomin m. aJ af g.jaldeyrisástæðum að erfitt er að koma í veg fyrir, að hún þorni og versni í umbúðunum. ÞEIR SEM LÖGDU HÖND AÐ VERKI Verzlunarstjóri er Guðjón Guðjónsson, sem lengi hefur ver- i ið aðstoðar-verzlunarstjóri í. Miki! síld II! í GÆRKVÖLDI var slökkviliðie? kallað að Laugavegi 11, sem er i tölu stærri timburhúsa hér i bænum. Óttast var að allmikilí eldur væri kominn upp í kjallar* 1 anum því hann var fullur af reyk, i undir veitingastofunm Adlon. j En sem betur fór var ekki um verulegan eid að ræða og ekki meiri en það að snarhent stúlka sem vinnur í veitingastofunni, áttaði sig strax á eldsupptökun* um og eiginlega slökkti eldinn. Rafmótor fyrir kæliklefa hafðá brunnið yfir og er veitingastúlk- an kom niður í kjallarann tók hún mótorinn samstundis úr sanS bandi. Rétt á eftir kom slökkvi- liðið, en því hafði verið gert viðvart. í slíku húsi sem þessu má ákaf- lega lítið bera út af svo ekki verði mikið bál, ef einhver óhöpp verða við meðferð elds eða véla. Matardeildinni í Hafnarstræti. Skarphéðinn Jóhannsson' arki- tekt skipulagði og teiknaði inn- réttingar, en Ingibergur Arnórs- son húsasmíðameistari og Hús- gagnavinnustofan Björk smíðuðu þær. Guðmundur Jónsson sá um málningu og Rafneisti h. f. um raftæki og raflagnir. AKRANESI, 30. nóv. — Sex reknetjabátar komu í dag með 800—900 tunnur alls. Aflahæstir voru Ásmundur og Fram með sínar 250 tunnurnar hvor. Mest af síldinni var fryst. Mjög mikil vinna hefur verið hér undanfarna daga við síldina, og hefur verið unnið dag og nótt, þar eð mjög mikið hefur borizt að. — Oddur. Seldi fyrir 10$ 1 þús. mðrk HAFNARFIRÐI — Surprise seldl í Cuxhaven í Þýzkalandi í gæf, 232 lestir fyrir 106 þús. mörk. — Bjarni riddari er nýkominn fra Þýzkalandi, en aðrir togarar erií á saltfiskveiðum. Júlí kom í gær- morgun með á þriðja hundrað tonn. Hafnfirðingur og Hafbjörg hafa verið á síldveiðum undanfarið og aflað mjög vel, fengið hátt á fjórða hundrað tunnur í róðri, Reykjanesið hefir farið út nðkkf um sinnum með línu, en veiðí hefir verið treg. —G. E. Haflföi með góðan afla SIGLUFIRÐI, 30. nóv. — Bæjar- togarinn Hafliði kom í morgun með um 300 lestir af þorski og fer sá afli til frystihúsanna ,og | herzlu. Straumey lestaði hér í gæí, 3616 síldartunnur til Faxaflóa- hafna. M.s. Hvassafell lestaðl einnig í gær hér síld til útflutn- ings. Von er á m.s. Vatnajökli í kvöld með tunnuefni til Tunnu- <verksmiðju ríkisins. —Guðjón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.