Morgunblaðið - 12.01.1956, Side 1

Morgunblaðið - 12.01.1956, Side 1
16 sáður 43. árgangnr 9. tbl. — Fimmtudagur 12. janúar 1956 Prentsmiðja Morgunblaðsins Djarfur flófti tveggja tjölskyldna MEÐ SJÖ BÖRN YFIR JARÐSPRENGJUS VÆÐl Vín 11. jan. TVEIM ungverskum fjölskyldum, sem flýðu á mánudaginn á dirfskufullan hátt frá Ungverjalandi til Austurrikis, hefur nú verið veitt landvistarleyfi sem pólitískum flóttamönnum. Vlnar- blaðið Arbeiter-Zeitung skýrir frá þessu í dag — og lætur það íylgja, að flóttamennirnir hafi sýnt ótrúlegt þrek og þor, er þeir brutust yfir gaddavírsgirðingar og jarðsprengjusvæðin, sem Ung- verjar hafa girt land sitt með. 6k yfir JARÐSPRENGJUSVÆBIÐ Flóttamennirnir voru 13 alls —- þar af 7 börn. Sagðist fólkið lengi hafa verið í vafa um hvaða úígönguleið það hefði átt að reyna, en að lokum talið heppi- legast að fara götuslóða, sem lá I gegn um skógarþykkni við landamærin. Bóndi, sem nýlega hafði gert tilraun til þess að flýja á dráttarvél sinni á þessum sama stað, hafði ekið yfir jarð- sprengjusvæðið og sprengt all- margar sprengjur — og rofið gaddavírsgirðinguna. Var það von fólksins, að landamæravörð- unum hefði ekJci unnizt tími til þess að koma nýjum jarðsprengj um fyrir og gera við girðinguna. GÁFU BÖRNUNUM SVFFNMEÐAL Var flóttinn síðan vel undir- búinn — og yngstu börnunum gefið svefnmeðal, til þess að grát- ur þeirra vekti engar grunsemd- ír landamæravarðanna. Að næt- urlagl komust þau svo yfir landa- mærin, og voru svo heppin að komast hjá öllum jarðsprengj- um — en girðinguna höfðu landa mæraverðirnir lagfært. í birt- ingu næsta morgun komu þau að austurískum sveitabæ — og var veittur þar bezti beini, en síðan afhent lögreglunni. NýfS veðurat' huQunartæki WASHINGTON, 10. janúar — Bandaríski sjóherinn er nú að gera tilraunir með eitt sérstæð- asta veðurathugunartæki, sem framleitt hefur verið. Það vegur aðeins sex pund, og er hæglega hægt að halda á því í annarri hondi. Þó að tækið sé lítið fyrir- ferðar mun það ef til vill gegna mikilvægu hlutverki í veðurat- hugunum í framtíðinni. Er það smíðað í því augnamiði, að það verði haft um borð í skipum og & að mæla loftþrýsting við yfkv borðið, hita, rakastig, vindhraða og stefnu. En það er ekki allt búið, því að tæki þetta mun rita sjélft allar rannsóknir sínar, þó lítið sé. Ríkisstjórnin stendur dkveðin nm sjálisákvnrðaða friðanarlinn NICOSIA, 11. jan. — f dag dró til mikilla tíðinda hér í dag, er æstur múgur hóf bardaga á göt- um borgarinnar. Áttust hér við menn af grískum uppruna ann- ars vegar — en hins vegar menn af tyrknesku bergi brotnir. Aðal vopnin voru grjót og bar- efli — og fór svo, að lögreglan varð að skerast í leikinn. Beitti hún óspart táragasi og tókst að lokum að tvístra múgnum. Óeirð- um þessum olli fregn sú, að tyrkneskur lögregluþjónn, sem gætti laga eg reglna í tyrkneska borgarhlutanum, hafi verið drep- inn. Er óttast að átök þessi hafi óheillavænlegar afleiðingar á árangurinn af viðræðum þeirra Macariosar erkibiskups og lands- stjórans brezka, Sir John Hard- ings. j Engin vopn til ísrnel nð sinni Washington 11. jan. Á blaðamannafundi í dag skýrði Dulles utanríkisráðherra frá því, að Eden og Eisenhower mundu ræða vandamálin við botn ktið- jarðarhafs, er þeir ræðast við í Washington hinn 30. jan. n.k. Lét Dulles þess getið, að Banda- rikin hefðu ekki breytt um stefnu í máli þessu, og að þau væru fús að taka á sig ábyrgð á landamær- um ísraels og Arabaríkjanna ásamt öðrum þjóðum, ef viðkom- andi ríki fengjust til þess að gera með sér samninga þar að lútandi. Hann kvað enga ákvörðun hafa enn verið tekna yiðvíkjandi beiðni ísraels um vopn frá Banda ríkjunum. Yrði málið tekið til nánari athugunar eftir að Ör- yggisráðið hefði rætt kæru Sýr- lands á hendur ísraels . Ætluðu að sprengja þinghúsið LONDON — Heyrst hefur, að Scotland Yard hafi komizt á snoðir um það, að skozkir þjóð- ernissinnar hafi ráðgert að sprengja neðri deild enska þing- hússins í loft upp hinn 25. janúar n. k. Þann dag munu Skotar minnast þjóðskálds síns, Roberts Burns. Blaðið , Sunday Dispatch“ skýrði frá þessu nýlega — og sagði frá því um leið, að allmarg- ir ungir slcozkir þjóðemissinnar hefðu dvalizt í London í hálfan mánuð, til þess að undirbúa verknaðinn. Kjarnorkuknúin flugvél NÚ á dögunum hélt aagblað eitt I Mexikó því fram, að Banda- ríkjamenn hefðu lokið smíði fyrstu kjarnorku knúnu flug- vélarinnar. Segir blaðið, að fljúg- andi virki af gerðinni B-36, sem fyrir skömmu hafi verið á reynzlu flugi yfir Texas og Ný;u Mexikó, hafi verið knúin kjarnorku — og hafi kjarnorkuofninum verið komið fyrir í nefi vélarinnar. Segir blaðið. að lögregluyfir- Samméla um ríkis- ábyrgð JÓHANN Þ. JÓSEFSSON mælti eindregið með því að frumvarpið um heimild til ríkisábyrgðar fyr- ir raforkusjóð vegna 200 milljón króna lántöku hans. Flutti hann framsögu um þetta fyrir iðnaðar- nefnd Efri deildar, sem öll var sammála um þetta, að því undan- skildu, að Hermann Jónasson hafði verið fjarverandi nefndar- fund. í ræðu sinni gerði Jóhann ýt- arlega grein fyrir því að nú hefði verið samið um það að raforku- sjóður taki 200 milljón króna bankalán til raforkufram- kvæmda. En í raforkulögunum skortir ákvæði um heimild til ríkis- ábyrgðar á láni þessu. Að vísu eru í heimildarlögum um ein- staka raforkuframkvæmdir ákvæði um ríkisábyrgð og lán til þeirra, en þar virðist átt við lán, sem rafmagnsveitumar sjálf- ar taka. Er því talið nauðsynlegt að heimila ríkisábyrgð á lánum, sem raforkusjóður tekur. Dylgjur stjómarandstæðinga eru eingöngu til að vekja upp iEBindi um mikilvægt máiefni OLAFUR THORS forsætisráðherra lýsti því yfir á Alþingi í að ríkisstjórnin hefði ekM látið sér til hugar koma að færa inn núverandi friðunarlínu, né heldur að semja um hana seofl frambúðarlausn. Kom fram af ræðu forsætisráðherra, að óþarfi ætti að vera sM gefa slíka yfirlýsingu. Öll þjóðin vissi, að núverandi ríkiastjÓMS hvikaði ekki. En yfirlýsingin var gefin sem svar við fyrirspwai frá kommúnistaþingmanni, sem hefur verið að reyna að efina tíi illinda um þetta mikilvæga mál með stöðugum dylgjum. Dulles til Indlands? WASHINGTON, 11. jan. — Það var tilkynnt hér í dag, að Dulles utanríkisráðherra mundi eftir fund Suður-Asíu bandalagsins í Karachi sennilega sækja Indland heim. Dulles sagði í þessu sam- bandi við blaðamenn, að ekki væri gott að segja nákvæmlega fyrir um slíka heimsókn, þar eð hún mundi ekki koma til greina nema með formlegu boði Ind- landsstjórnar. Sagði hann að Ind- Verjar hefðu lítillega á það minnst, en ekkert væri samt enn ákveðið. Matvælaframleiilslan aldrci jafn mikil WASHINGTON, 10. jan. — Sam- kvæmt skýrslu, sem landbúnað- arráðuneyti Bandaríkjanna hefur gefið út, hefur matvælafram- leiðslan í heiminum náð hámarki á s. 1. ári. Er þetta byggt á skýrslum úr öllum landbúnaðar- héruðum heims. Kommúnistaleiðtogar vilja verða skáldsagnahetjur BERLÍN, 10. jan. — Um þessar mundir halda a-þýzkir rithöfund- ar þing í A-Berlín. í ávarpi, sem menntamálaráðherra A-Þýzka- lands, Johannes R. Becher, flutti þinginu sagði hann, að höfuð- persónurnar í hinum nýju bók- menntum A-Þjóðverja ættu að vera „hinar sönnu hetjur og af-j reksmenn hins nýja lifs — leið- togar verkalýðsstéttanna, sem væru í ábyrgðarstöðum". Hvatti hann rithöfunda til dáða, og kvað þá eiga að skrifa skemmtilegar styrjaldarsögur, til þess að örfa þýzk ungmenni til að ganga í heri A-Þýzkalands. völdunum á þessum sióðum hafi verið tilkynnt um tilraunaflug þetta, til þess að allt væri til taks, ef eitthvað kæmi fyrir.1 Einnig segir, að settur hafi verið strangur vörður við flugvélaverk smiðju eina í Texas, og álítur það, að þar fari tilraunirnar fram. Yfirvöld verksmiðjunnar hafa ekki viljað staðfesta þessa' frétt. Fer hann fram? WASHINGTON, 11. jan. — Eisenhower forseti gekk undir nákvæma læknisrannsókn í dag. Eftir rannsóknina gáfu læknarn- ir út þá yfirlýsingu, að heilsa hans hefði farið dagbatnandi — og væri nú mjög góð. Svo sem kunnugt er skýrði forsetinn frá því s. 1 sunnudag, að brátt yrði ákveðið hvort hann gæfi kost á sér að öðru sinni til iörsetakjörs — og að heilsa hans mundi verða þyngst á metaskálunum í því sam handi. Eftir þessu að dæma auk- ast nú líkurnar fyrir framboði Eisenhowers. —Reuter. Ræða efua!ia«;s~ og kjarnorkumál BAGDAD, 11. jan. — í dag komu hér saman 30 sérfræðingar frá löndunum fimm, sem aðild eiga að Bagdad-bandalaginu svo- nefnda. Munu þeir ræða efna- hagsmál og friðsamlega notkun kjarnorkunnar í Mið-Asíu lönd- unum. — Efnahagsmálaráðherra íraks tók í dag til máls á ráð- stefnunni og sagði það vera sann- færingu sína að ráðstefnan muni stuðla að því að viðhalda friði og reglu í Mið-Asíu. Yfirlýsing forsætisráðherra ra» á þessa leið: „Hinn 7. janúar gaf ríkisstjóm íslands út svohijóðandi fréttatii- kynningu: — Eins og kunnugt er, hafa vandkvæði þau, er stafa af tönd- unarbanninu á íslenzkum fiski í Bretlandi, hvað eftir annað kom- ið til umræðu í Efnahagssam- vinnustofnuninni í París (OEEC). Umræður þessar urðu ti! þess, a3 stofnunin skipaði nefnd til þeos að kynna sér málið frá allum hliðum og freista þess að fitma lausn á því. í nefndinni hafa ný- lega komið fram tillögur mn lausn málsins og eru þær nú i athugun hjá ríkisstjórninni". Ólafur Thors hélt áfram á þessa leið: „Við þetta hef ég á þessu stigi málsins ekki öðru við að bæta en því, að ríkisstjórnin hefur ekki látið sér til hugar koma aS færa inn núverandi friðunarhnu né að semja urr hana sem fram- búðarlausn á friðunarráðstöfun- um íslendinga. Þetta er samhuga álit og ákvörðun allra núverandi ráð- herra“. 82 metra skíðastökk HALLSTABACKEN var vett- vangur úrtÖkumóts Svía í skiða- stökkkeppni fyiir vetrarleikana. Erik Styf sigraði á þessu úrtöku- móti, stökk 75 m og 73 m og hlaut 231,5 stig. Annar varð Bror Östmann er stökk 71,5 og 7ð m og hlaut 227,5 stig. Þessir tveir voru í sérflokki hvað getu snertx En það var ekki stókk úrtöku- mótsins sjálfs sem mesta athygli vakti, heldur atburður er skefS árdegis sama dag. Stökkmenn- irnir voru þá að búa sig undir stökkkeppnina. Skilyrði öll voru ákjósanleg. Og þá skeðí það óhapp, að einn keppendanna Holger Karlsson náði stökki sen* viðstaddir „sérfræðingar“ kalla „draumastökk“ — og sem kannski verður skráð, sem eitt mesta skíðastökk er nokkur Svii hefur náð. Ferð hans I aðrennslis- brautinni var góð, uppstökkið ágætt, svifið draumfallegt og stökklengdin — já, hún varð full- mikil bæði fyrir Holger og stökk- brautina: 82 metrar. Holger féll, sem vonlegt var, því hann vat kominn niður á jafnsléttu. Hana meiddist í hægra fæti, en ekki alvarlega, en þc svo að hann gat ekki tekið þátt í úrtökumótíriíi síðar um daginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.