Morgunblaðið - 12.01.1956, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.01.1956, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 12. jan. 1956 MORGUNBLAÐIÐ 9 Heimsókn á stærsta heimili landsins Á Grund stundar vistfólkið netjahnýtingu og tóvinnu ásamt öðrum dægrastyttingum — JÁ, fjölskyldan er stór, því! auðvitað er þetta eins og ein stór' fjölskylda, 352 i heimili, 249 kon- ur og 103 karlmenn. En nú er líka fullskipað og mörgum verð- ur að synja, því miður, sagði forstjóri elliheimilisins Grundar, Gísli Sigurbjörnsson, þegar frétta maður Mbl. hitti hann að máli á þrettándanum, í skrífstofu hans ó Grund. Síminn hringdi stöðugt og ýmsu þurfti að sínna. | — Já, það heíur nóg að hugsa Um í dag, blesað gasnla fólkið okkar, það er sem sé jólatrés- j skemmtun í kvöld, í hátíðasaln-1 um, og svo á barna-barnaskemmt unin eftir að vera. Við skulum annars bregða okkur niður í eld- j hús til frk Rósant, og líta svo lítið á undirbúningirin og svona matseldina yfirleitt. LITLU FÖTTARNIR, SEM TAKA 50 LÍTRA í eldhúsinu hittum við frk. Guðnýju Rósant. Hún hefur Starfað sem yfirmatseija á Grund síðan 1934. Hún hafði í ýmsu að snúast. Hún var að undirbúa mið- dagsmatinn, ásamt þvi, sem hún hafði auga með undirbúningi jólafagnaðarins. Fjörutiu rjóma- tertur var búið að skxeyta, en ég býst við að við þurfvm að bæta nokkrum v:ð, sagði fröken Rós- ant. Þetta eru suðupottarnir okkar, sagði hún og benti á stór gím- öld, sem taka yfir 150 lítra af vökva. Þeir eru sízt of stórir, en hérna höfum við litlu pottana, þeir taka ekki nema 30—50 lítra. I einum stærri pottanna kraum- aði og sauð hafragrauturinn, allt af verður hann að vera með, og mörgu eldra fólki fmnst hann alveg ómissandi, og svo eru líka margir sjúklingaxma, sem borða líti® annað. 5 KG AF KAFFI f LÖGNINA — Það fer mikið í hverja mál- tíð hér, 120 kg af kjöti, einn poki af kartöflum. Við förum með um 350 lítra af mjólk daglega. — En kaffi? — Það þýðir ekki að ætla minna kaffi upp á vikuna en 60 kíló. Það fara um það bil 5 kg. í hverja lögun Göro’u konunum Það vildi ég auðvitað. Tvær stúlkur stóðu þar við að smyrja brauð. Því var síðan raðar í lausar hillur í stórum skáp. Þessar stúlkur smyrja brauð allan daginn, það er mikið verk. En hvað er í þessum skúffum? — Þar eru brauðkassar vist- fólksins, sem smurt er í eftir sér- stökum óskum, það hafa ekki allir sama smekk. Einnig það, verður að taka til athugunar. VINNUKENNSLAN Eftir að hafa fy’gzt með frk. Rósant um öll herbergi, er á einn eða annan hátt eru tengd matseldinni, var vinnukennslu- stofan, sem einnig er bókasafr og lesstofa, skoðuð. Þar kennii ungfr. Ingibjörg Hannesdóttii föndur og ýmislega aðra frí- stundavinnu. 60 konur taka þáti í þessari vinnu, en í þetta skipti voru þær 15 Sú elzta 92 ára Þar var ýmislegt að skoða Fall egir hnýttir sófapúðar, gimbaðii borðar, heklaðar hyrnur, prjón- Ies, útprjónað af mikilli list, perlusaumur og handunnin leik- föng gerð úr flóka. Þar ríkti gleði og glaumur og vinnan var stund- uð af kappi og áhuga. Á hverju vori er hald’n sölusýning á mun- um þeim sem vistfólkið eenr að vetrinum og selzt þá venjulega hver hlutur. NETJAHNÝTING OG TÓVINNA Þá var haldið til karlmann- anna í netjahnýtingarstofuna. Þar stóðu þrír sterklegir, gamlir menn við netjahnýtingu. Þar mátti líta hröð handtök og snögg, er hertu að möskvahnútnum, sennilega ekki í fyrsta skipti, er þeir tóku á þessari iðju. Einn þeirra raulaði fyrir munni sér rímnalag. Þarna var sérstaklega ánægjulegt að koma, og ekki spillti það hinu heimilislega and- rúmslofti í þessari litlu vinnu- stofu, að „á palli“ sátu karl og kona að tóvinnu. Höfðu þau mó- rautt ullarreyfi milli sínu og tóku ofan af. KIRKJA OG SAMKOMU- STAÐUR Næst var leiðin lögð í hátíða- sal heimilisins. Stór salur og munu annars staðar hér á landi ’ finnast fullkomnari tæki til lækninga en þar, og þá ekki hvað sízt þeim, er viðkoma Jömun- arlækningum. Þar er sérstök æf- ingadeild fyrir lamaða. Nú tök- um við sundlaugina í notkun, eftir eina viku, sagði forstjórinn. Hún er í vesturálmu byggingar- Þessa mynd tok ijosrnyndari Mbl., Olaíur K. Magnusson, ai þeim kuiuiingjunum Pétri t. v. og Guffmundi t. h. á þrettándanum, þegar þeir voru að hressa sig á kaffisopa i herbergi Guðmundar. þykir gott að eiga kaffisopa á brúsa í rúmshorninu sínu, reynd- ar körlunum líka. Við reynum að uppfylla þessar óskir eftir því sem hægt er „HEILDSALAN" í KJALLAR- ANUM EigbHega er þ.Tti. eins og heild sala hjá ol. :ur Hér er allur matur búin il, e vo sendum við hann upp á d lirnar Það eru alls 9 gangar að senda mat á, þar er ham skzmmtaður í litlum eldhúsum sem eru á hverj- um gangi. Eí vxljið þér ekki líta inn í brav ' ? bjartur er rúmar 250 manns. Á miðju gólfi stóð fagurlega skreytt jólatré, er náði upp í loft og allt var tilbúið fyrir hátíð kvölds- ins. Forstjórinn svipti til hliðar forhengi í enda salarins og blasti þá við fagurt altari. í þessum sal flytur heimilispresturinn, séra Sigurbjörn Á. Gíslason guðsþjón- ustur á hverjum sunnudegi. En einmg er hann notaður til há- tíðahalda. HEILSUGÆZLA Ekki er hægt að látá hjá liðá að skoða Heilsugæzludeildina. Óhætt mun að fullyrða, að ekki Gísli Sigurbjömsson forstjóri innar og er 5x8 m að innanmáli. Hún ætti að koma að góðu gagni, sérstaklega fyrir lömunar- ijúklinga. I Við eigum von á fimm þvzW um hjúkrunarkonum, 12. janúar, sagði forstjórinn, þar á meðal sérmenntaðri hjúkrunarkonu fyrir æfingadeildina og annarri sérmenntaðri fyrir rannsóknar- stöfuna. 100 MANNA STARFSLIÐ — Hvað er starfsfólkið margt? — Það er rúmlega 100. Lækn arnir eru 9, yfirlæknir Karl S Jónasson, Alfreð Gíslason sér um heilsugæzluna, Björgvin Finns sin um æfingadeildina og Garð ar Guðjónsson er fastráðinr læknir. Hjúkrunarkonurnar erv 15, flestar þýzkar. Yfirhjúkrun arkona er Jakobína Magnúsdótt ir. Margt starfsfólksins hefui starfað hér milli 10—20 ár. ELZTI VISMAÐURINN — í þessari húsvitjunarferð heilsaði ég upp á elzta vist- mann heimilisins, Guðmund Jóns, son, sem mörgum Reykvíkingum mun vera kunnur frá gamalli tíð, síðan hann var forstjóri Bað- hússins. Guðmundur er nú 99 ára, og á 100 ára afmæli 1. október n.k. Hann er ættaður frá Holts- múla í Staðarhreppi í Skagafirði. Hann er vel ern, en sjónin er far- in. — Hér er ég búinn að vera í 19 ár, sagði Guðmundur, og líður svo vel, að ég vildi hvergi annars staðar vera, fyrst ég á annað borð get ekki séð um mig sjálfur. Hjá Guðmundi var staddur kunningi hans, einnig vistmaður, Pétur Hafliðason, sem er gamall Reyk- víkingur. Nú orðinn 98 ára, og var beykir, meðan hann var og hét. Margir munu eflaust kann- ast við hann, eða að minnsta kosti heyrt um hinar ævintýralegu ferðir hans í Afríku fyrr á ár- um. Var hann hinn sprækasti, kvaðst lesa gleraugnalaust og hafa dvalizt á Grund í 2 ár. Ekki sagðist hann heldur vilja skipta um dvalarstað. Voru gömlu menn irnir hjartanlega sammála um, að á Grund væri gotVað vera, og allir hlýlegir og nærgætnir, er um þá sinntjU. MIKLAR BREYTINGAR SÍDAN 1934 —1 Hvt titést gerðust þér for- stjófi Grubdár? _ Árið ‘034. Þáð Wía' örðið miklar breytmgar á þeim tímá og margir hafa komið og farið. Á því tímabili hafa komið 2064 vistmenn og farið 988. Látizt hafa 850. — Hvenær var elliheimilið Grund stofnað? — Það var árið 1922. Þá var það til húsa við Kaplaskjól og vistmenn um 20. Þetta hús, sem starfsemin er nú í var byggt á árunum 1928—1930 og tekið í notkun það haust. Vistmenn voru 100 fyrsta árið. Árið 1945 var byggt starfsmannahús fyrir Grund að BJómvallagötu 12, og um leið aukinn vistmannafjöld- inn um 50 manns. 1947 var byrj- að á viðbyggingunni norðan við húsið og henni lokið á því ári. Þá var vistmannatalan aftur auk- in og þá um 20 manns. 1949 var þvottahúsið byggt og 1950 var byrjað á viðbyggingunni við aust urendann. Henni var lokið í nóv- ember 1952, en strax árið eftir 1953, var byrjað á vesturálmunni og henni lokið 1954. Nú tel ég heimilið fullbyggt, að því undan- teknu að nú er í ráði að byggja áhaldahús fyrir heimilið, og þá verður hægt að rýma eina vinnu- stofuna og þá bætast 5 sjúkrarúm við. ELLIHEIMILIÐ AD HVERA- j GERDI Árið 1952, má segja að hafizt ara heimila er mikll og góð sam- vinna, og fara vistmenn héðafl úr Reykjavík þangað oft til sum- ardvalar, og skipzt þannig á. Fyrirhugað fyrirkomulag I Hveragerði er það, að komið verði þar upp nokkrum tveggja herbergja - husum- fyrir öldruð hjón, og afnotaréttur húsanna seldur á leigu. Ég álít, að i fram- tiðinni geti Hveragerði orðið sannkallaður „heilsulindarbær", en til þess að svo megi verða, þarf auðvitað vísindaiega rann- sókn í þágu læknavísindanna, á hveraleirnum og vatninu. Ef svo verður er staðurinn skiljanlega sá ákjósanlegasti sem hugsast getur fyrir eldra fólk að dvelj- ast á, þar sem það þarí venju- lega talsverðrar aðhlynningar og læknishjálpar. Nú sem stendur, er þó mest aðkallandi, að koma upp heimili fyrir andlega sjúkt eldra fólk. Og það er mál, sem þarf að vinda bráðan bug að, •k Þegar ég gekk í gegn um Grundargarðinn upplýstan frá ljósum jólatrésins, sem þar stóð, leit ég sem snöggvast til baka og mundi þá, er ég sá skraut- lýsta stafina Gleðilegt ár, yfir dyrum heimilisins, að ég hafði gleymt að óska þeim Guðmundi og Pétri gleðilegs árs, og nota I»e^sa iiij'iia io.v ijosmynaari Mbi. á þrettándanum, siðasta daginn sem jólatréff viff Elliheimilið Grund stóð uppi. Fjöldi barna var þar samankominn kring um hiff fagra jólatré, sem varpaff hefur ljósahafi um garffinn síffan á afffangadag. ný starfsemi á vegum Grundar. ég þess vegna tækifærið nú, og en þá var byggt elliheimilið í sendi þeim og öðru vistfólki Hveragerði, sem er eign Árnes- Grundar mínar beztu óskir um sýslu, en starfrækt af Grund. farsælt ár. Þar eru 30 vistmenn. Milli þess- I M. Th. Skáksnillmgamir eru frændinr Á SUNNUDAGSKVÓLDIÐ flutti kona Símonar Sveinbjörnssonar Gils Guðmundsson alþm. fróð- skipstjóra, Vesturgötu 34, hér í legan fyrirlestur um vestur-ís- bæ, en hún dó af barnsförum. lenzk m skáksnilling og þrefald- Átti hún þá telpu, sem var látin an skukmeistara Kanada. Hét, heita Sigríður eftir móður sinni, maður þessi Magnús Magnússon en Sigríður þessi er móðir og tók upp nafnið Smith ev vest- Friðriks Ólafssonar skákmeist- ur kom. í gær skýrði Guðlaugur Jóns- son skjalavörður við sakadómara embættið tíðindamanni Mbl. svo * frá aö Magnús þessi og Friðrik Ólafsson skáksnillingur, væru STOKKSEYRI, 9. jan. — Snjó- frændur, í öðrum og fimmta lið. j koma hefur verið hér á Stok: s- Forfaðir þeirra var Árni á Rauða- i eyri annað kastið síðan fyrir jox !n,el, og yar Magnús sonur hgns eg stundum talsyerð. Þó leysti láj5ir Magnúsar Ma^p.(issoB.ar j upp fyx ír arámotih, nema smá- Émith. Þórarinn föðurbróðir hmnir. SjðustM; daga hefur fennt Magnúsar Smith fluttist einmg allverulega og eru götur í þorp- vestúr um haf en sonur hans Jón! u þungfærar í iag. Aftur er .varð hói eítir og varð renni-1 snjóléttara strax og kemur út1 smið'tir héi' i Reyhjavík. Dóttirifyrir þorpið, t. d. á Selfossleið- hans hét Sigríður, er var fyrrilinni. —Magnús. ara. Siijéþ'jng!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.