Morgunblaðið - 12.01.1956, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.01.1956, Qupperneq 14
14 MORGVNBLAÐIB Fimmtudagur 12. jan. 1956 ANNA KRISTÍN EFTIR LALLI KNUTSEN Framhaldssagan 46 hörku sem til slíks þarf. Hún sér ekki fótum sínum forráð og allt mundi strax komast upp Hann hló aftur. — Þínar siðgæðishug- myndir eru undarlegar. Það er eins og þér finnist systir þín hafa rétt til að drepa ívar, bara ef það kemst ekki upp um hana. Hann faðmaði mig að sér og hélt áfram. — Á ég að segja þér hváð Ebbe sagði við mig þegar við skildum síðast í Þrándheimi. Hann sagði: — Nú máttu gæta þín. Konan, sem þú ætlar að gift- ast hefir dýpri sál en nokkur önnur, sem ég hefi kynnst. Við stóðum lengi við borðstokk inn og horfðum á kveldroðann, eem gyllti hauður og haf. Ég hugsaði um orð Ebbe. Þau voru fögur kveðja frá manní, sem hafði verið sannur vinur minn. 27. kafli. Árin, sem ég dvaldi í Þrándar , nesi liðu hægt og tilbreytinga- | lítið. Einu ári eftir að við fluttum þangað ól ég andvana barn og lá lengi veik. Eftir það hefir mér ekki auðnast að verða barnshaf- andi. Strax og norður kom virtist Ove gjörbreytast. Óstýrilæti hans og unggæðisháttur hvarf og hann varð alvarlega hugsandi prestur, sem reyndi að standa vel í stöðu . sinni. _ I Við heyrðum lítið frá Mæri. í þau fáu skipti, sem báturinn okk- 1 ar flutti fisk suður þangað skrif- uðum við og fengum stundum svar. Aldrei þó frá Önnu Kristínu heldur ívari. Bréfin færðu okkur sjaldan annað en lýsingu á fjár- hagsvandræðum ívars, en samt j glöddumst við í hvert sinn er þau ' komu. Þau færðu okkur fullvissu um að ennþá hefði Anna Kristín ekkí komið fram fyrirætlun sinni. í hjúskap okkar Ove skiptust á skin og skúrir. Á löngum vetrar- kvöldum sátum við oft og töluð- um saman meðan stormurinn æddi úti fyrir og snjónum hlóð niður. Aldrei vorum við nær hvort öðru en á slíkum stundum. Á sumrin var eins og við fjar- lægðumst hvort annað; þó undar- legt kunni að virðast. Áhyggjurn- ar og ömurleikinn sameinaði okk- ur, en birtunnar og gleðinnar nut um við sitt í hvoru lagi. Eftir að ég hafði náð mér eftir | barnsburðinn fór ég að ferðast með Ove um sóknina. Á þeim ferðum kynntist ég Löppunum fyrst. Þeir lifðu við ömurleg kjör og voru hálfvilltir og fjandsam- legir okkur. Eitt vetrarkveld tal- aði ég um þetta við Ove og bætti við: — Þú kvartar um að þeir iðki galdur og hjáguðadýrkun, en mér finnst það hreint ekkert und- arlegt. Það er varla hægt að segja að þetta séu menn. Þeir lifa og hugsa eins og skepnur. — Þú hefir ekki kynnst nema því lélegasta af þjóðinni. Eðli Lappanna er það að vera stöðugt að ferðast. Flvtj- ast stað úr stað, en eignast aldrei varanlegt heimili. Þeir, sem þetta iðka, búa inni í skóginum og á auðnunum. Hjá þeim ríkir gömul, sérkennileg menning og þeir eru stórríkir. — Hvers vegna ferðu ekki til þeirra og boðar þeim trú? — Það mundi ekki bera neinn árangur. Þeir eiga sína góðu og illu anda, þá sömu og for- feður þeirra trúðu á. Þeir vi'ja fá að hafa þá í friði. — J?itt mark- mið ætti að vera að afnema hjá- guðadýrkun. — Þá þyrfti ég fyrst og freróst að að vera maður ’fil öð vinna bug á hjáguðadýrkun eigin konu minnar, sagði hann mildri röddu. — Minni? Hvaða hjáguð hefi ég? — Systur þína, sagði hann stillilega. Hún er þér meira virði en guð almáttugur. Það leið heilt ár þangað til ég viðurkenndi að hann hefði rétt fyrir sér. Ove eignaðist bæði vini og óvini meðal Lappanna. Fleiri óvini þó. Þeir tóku að forðast hann, þegar hann reyndi að út- rýma trú þeirra á galdra. Þeir hættu að sækja kirkjuna og sýndu okkur Ove óvild sína á ýmsan hátt. Þetta átti auðvitað ekki við um alla. Sumir gerðust vel kristnir menn. Vinnukonan okkar hét Pagitta. Hana hafði Ove kristnað, en faðir hennar Nilas gamli, var þekktur galdramaður í héraðinu. Hann barði dóttur sína og rak hana að heiman, þegar hann komst að raun um hugarfar hennar. Þálók um við hana að okkur. Eftir þaó hataði hann okkur. Samt sem áð- ur kom hann dag nokkurn, rétt fyrir hina árlegu skipsferð til Þrándheims og Mæris, og bað um að lofa sér að fljóta með. Ove varð glaður við og veitti honum þegar bón hans. Þegar hann kom aftur var hann orðmargur um öll þau undur og stórmerki, sem hann hafði séð á ferðalaginu. Næst þegar skipið lá ferðhúið kom Nilas enn og gekk nú beina leið á skipsfjöl án þess að biðja sér fars. Skipstjórinn vísaði hon- um f land, en karl brást reiður við og Ove varð að bera sáttar- orð í milli og koma því til leiðar að Nilas fékk að fara. En svo var svipur karlsins illilegur þegar hann leit á okkur af skipsfjöl að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Þetta var fimmta haustið, sem ég dvaldi í Þrándar- nesi, og hið síðasta. Kveld nokkurt, mánuði eftir að skipið fór suður, sat ég ein heima með Pagittu. Ove var á ferðalagi í embættiserindum, en ég bjóst við honum heim um kveldið. Stormur var á og fór vaxandi er á daginn leið. Eftir að ég hafði borðað kveldmatinn tók ég eftir því að reyknum sló niður í skor- steininum hvað eftir annað og mig sveið í augun. Jafnframt hvessti stöðugt. Mér varð órótt. Það hlaut að vera komið ofsarok á sjóinn og þeir höfðu farið á fimmæringnum. Ég var ekki vön því að óttast um Ove, þó að hann væri fjarverandi, en nú setti að mér þvílíkan kvíða og hræðslu að ég gat ekki haldið kyrru fyrir. Um miðnættið læddist Pagitta inn til mín og spurði mig hvort ég ætlaði ekki að fara að hátta. Ég neitaði því. Ég var svo eyrðar laus og um svefn var ekki að ræða. Minningarnar frá samveru- stundum okkar Ove flugu gegn- um hug minn. Ég fann að ég átti góðan eiginmann, sem hafði tekið mig að sér og hjálpað mér, þegar mér var þess mest þörf. Aldrei hafði hann auðsýnt mér annað en ást og góðvild. En hvað hafði hann fengið hjá mér í staðinn? Steina fyrir brauð. Pagitta stóð við dyrnar, lítil og vesældarleg og mændi á mig. Stormurinn ham aðist á þekjunni. — Guð hjálpi þeim, sem eru á sjó í nótt, sagði hún í hálfum hijóðum. — Já, guð hjálpi þeim, svaraði ég og bað þess í huganum að Ove kæmi heill á húfi heim til mín. — Aumingja presturinn, muldraði Pagitta. Ég þoldi ekki að heyra hugsan- ir mínar látnar þannig i ljós og sagði hranalega: — Eftir hverju ertu að bíða þarna? Farðu og náðu í ávaxtavín í könnu handa mér. Svo skaltu hátta. En ég hafði ekki lvst á víninu þegar til kom. Eldurinn kuln- aði og dó. Mér varð hrollkalt. en angistin varnaði mér hvíldar og svefns. Undir morgun kom Pagitta enn. Hún settist á gólfið við fætur mér og greip dauðahaldi í mig. — Ég er svo hrædd, hvíslaði hún. Það eru illir andar á sveimi í nótt. — Farðu út Ég vil vera ein, sagði ég ofsalega. Hún svaraði ekki, en reis upp og hlustaði. — Heyrirðu eitthvað? spurði ég áköf. Ekkert svar. En í sama bili heyrði ég fótatak margra manna úti fvrir. Það var eins og úr mér drægi allan mátt. Ég vissi þegar hvað gerzt hafði og ég sat þögul og beið þess, sem koma vildi. Tungumálin Laus staða Gjaldkera- og bókarastaða á opinberri skrifstofu, er laus til umsóknar. Laun samkv. VIII. fl launalaga rík- isins. Umsókn ásamt meðmælum og upplýsingum um fyrri störf, sendíst blaðinu merkt: „Laus staða —82“, fyrir 20. þ. mán. Kardínálarnir héldu nú, að þetta væri teiknið, sem þeir voru að bíða eftir, og spurðu piltinn, hvort hann vildi verða páfi. Hann var nú í hálfgerðum bobba og vissi ógerla, hverju svara skyldi, en dúfurnar hvísluðu að honum, að hann skyldi taka boðinu, — og það gerði hann. Var hann síðan smurður og vígður. Og nú var það komið fram, sem froskarnir höfðu verið að skrafa um í mýrinni. En nú varð hann að standa upp og messa, en hafði enga hugmynd um, hvað hann ætti að segja. t En dúfurnar, sem sátu á öxlum hans, hjálpuðu honum , og hvísluðu að honum hverju orði. Sögulok. ironrite sjálfvirkar STRAUVÍLAR HEKLA Austurstræti 14 — Sími 1687. Kraff Tómat Salat Cream Sandwich French sósa Mayonnaise Spread Dressing Fyrirliggjandi birgðir munum vér selja án verðhækkunar enda þótt vitað sé, að allar slíkar vörur munu hækka á nœstunni. vegna hækkunar bátagjaldeyrisins. Magnús Th. S. Blöndahl h.f. Simar 2358 ög 3358 I Reykjavik, Laugavegi 166. odel óskast tvö kvöld í viku Gott kaup. Uppl. í skólanum í kvöld eftir kl. 7. Simi 1990. Plast jb vottaklemmur (þýzkar) í ýmsum litui með stálfjöður, nýkomnar Heildver;l. K. Lorange Sími 7398

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.