Morgunblaðið - 11.02.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.02.1956, Blaðsíða 6
6 MORGUN BLAÐIÐ Laugardagur 11. febr. ’56 Sjöiugur i dag: Pétur Pálsson frá Hafnardal PÉTUR PÁLSSON frá Hafnar- dal við ísafjarðardjúp á sjötugs- afmæli í dag. Þessi heiðursmaður er fæddur að Prestsbakka í Hrútafirði 11. febrúar árið 1886, sonur hinna merku hjóna Arn- dísar Pétursdóttur Eggerz og séra Páls Ólafssonar síðar pró- fasts í Vatnsfirði. Pétur Pálsson fluttist með for- eldrum sínum í Vatnsfjörð og ólzt þar upp í stórum og mann- vænlegum systkinahóp. Hann byrjaði ungur búskap á Bjarnar- stöðum í Reykjarfjarðarhreppi, en fluttist þaðan í Hafnardal á Langadalsströnd. Bjó hann þar lengi og er síoan kenndur við þann bæ. Fyrir um það bil 10 árum brá Pétur búi í Hafnardal og gerðist bústjóri á kúabúi ísafjarðarkaup staðar að Kirkjubóli í Skutuls- firði. Farnaðist honum sá starfi vel enda reyndur og farsæll bóndi. Síðustu árin hefur Pétur búið á smábýlinu Brautarholti og hef- ur jafnframt stundað vinnu hjá togarafélaginu ísfirðingi. Pétur Pálsson er fjórgiftur. Hefur hann mist þrjár konur sínar. En með þeim hefur hann átt stóran hóp myndarlegra barna. Með núlif- andi konu sinni, Sigríði Jónsdótt- ur, hefur hann átt eina dóttur, eem nú er uppkomin. Pétur Pálsson er þéttur á velli og þéttur í lund, traustur maður, góðgjarn og glað'->ndur. Heimili hans hefur allta! verið hlýtt og aðlaðandi. Það he 'ur þess vegna oft verið gestkvæmt hjá honum, hvar sem hann hefur búið. Þessi Jjúfi og elskulegi maður laðar alls staðar að sér fólk og er hrók- ur alls fagnaðar á vinafundum. Á FERD UM BÁÍJ Þrátt fyrir margvíslegt mótlæti heldur hann ennþá lífsgleði sinni og kýmnigáfu. Það er ánægjulegt að vera sam- vistum við Pétur Pálsson. Hann er alltaf einlægur og sannur. Öll yfirborðsmennska er honum fjarri skapi. .Sigríður Jónsdótir er mesta myndarkona. Hefur hún búið manni sínum og börnum hans hlýtt og gott heimili. En hinn stóri barnahópur er nú dreifður. Aðeins yngsta dóttirin er heima. Mörgum vinum Péturs og Sigríðar frá Hafnardal verður í dag hugsað til hins sjötuga af- mælisbarns. Mikill fjöldi fólks, ungra og gamalla, hefur átt gleði stundir með honum, bæði í Hafn- ardal og í Skutulsfirði, á hest- baki og á mannamótum. Lifðu vel og lengi, gamli vinur og félagi. Norður-ísfirðingur. Áfengisneyzlan minnkaði á s.l. ári en söluupphæðin jóksf vegna hækkaðs verðs á áfengi BL A Ð I N U hefur borizt skýrsla áfengisvarnaráðunautar um áfengisneyzluna 1950—1955 og áfengissöluna 1945 og 1955. Fer hún hér á eftir: A. Sterkir drykkir B. Heit vín cg borðvín A + B Ar Lí ír. á íhúa Lítr. á íbúa Lítr. á íbi 1951 1.304 0.099 1.403 1952 1.245 . 0.089 1.334 1953 1.353 0.096 1.449 1954 1.449 0.107 1.556 1955 1.332 0.117 1.449 Áfengisverzlunin segir neyzl- una 1.469 litra af 100% vínanda á hvert mannsbarn 1955, en Hag- stofan fær út 1.449, af þvi að hún miðar við mannfjölda neyzluárs- ins. — Áfengisneyzlan hefur því minnkað frá 1954 til 1955 um 107 gr. af hreinum vinanda á hvert mannsbarn í landinu. Alls nam áfengissalan til neyzlu 228.721 spírituálítrum 1955 (240.067 lítr. 1954), þar af 210.318 lítr. af sterkum drykkj- um (223.509 lítr. 1954), 13.970 lítr. af heitvínum (12.581 lítr. 1954) og 4.424 lítr. af borðvín- um (3.977 lítr. 1954). Sala áfengis til neyzlu alls nam kr. 89.268.887.00 árið 1955 (kr. 84.197.529.00 1954). Um miðjan maí 1955 varð allveruleg hækkun á söluverði áfengis. Áfengissala 1954 1955 kr. kr. Reykjavík ........... 76.891.088.00 81.571.015.00 Seyðisfjörður ........ 1.899.429.00 2.099.694.00 Siglufjörður ......... 5.022.422.00 5.598.178.00 Akureyri ............... 384.590.00 84.197.529.00 89.268.887.00 Útsölunni á Akureyri var lokað 9. janúar 1954. Selt var til veitingahúsa í Rvík frá aðalskrifstofu árið 1955 fyrir kr. 6.121.781.00. Skylt er þó að geta þess, að mikill hluti af áfengiskaupum veitingahúsa fer ekki sérstaklega gegnum bækur, fyrirtækisins, þar sem um kaup gegn staðgreiðslu er að ræða úr vínbúðunum sjálfum. Salan til veitingahúsanna nemur því raun- verulega allmiklu hærri upp- hæð en greint er frá hér að ofan. Heimild: Hagstofa íslands og Áfengisverzlun ríkisins. FYRIR nokkrum vikum var ég f staddur í Miðríkjum Banda- ríkjanna á grasigrónum sand- hólum í strjálbýlli sveit þar sem sjá mátti stórar nautahjarðir, er ganga sjálfala allt árið. — Þar teljast nautabú stór, er hafa 40 þús. gripi, en lítil, sem hafa 5 þús. gripi. Ekki sjást þar margir kúrekar. Á búi með 5 þús. naut- gripum þykir einn smali nægja, en bændur fara þar á luxusbíl- t um um alla haga, vegi og veg- leysur. Þarna er ekkert nema sandur og þvi ekki að óttast stór grýti, skurði eða jarðsig, sem j valdi bílum farartálma. Þennan dag hafði Beggs pró- fessor við háskólann í Nebraska spurt mig, hvort mér væri sama þótt gerð yrði nokkur breyting á ferðaáætlun minni, og að við gerðum lykkju á leið okkar og skryppum til þorpsins Mullen í Sandhólasveit, og hvort ég vildi segja nokkrum menntaskóla- krökkum þar eitthvað um ísland. 0—ý—o Þessi lykkja sem lögð var á leið mma með ferðinni til Mullen var að vegalengd næstum ná- kvæmlega eins löng og frá Látr- um á vestanverðu Snæfellsnesi að Eystra Horni, eða um ísland endilangt (rúml. 500 km.) Lagt var af stað klukkan 8 að morgni, snæddur hádegisverður á leið- inni og komið til Mullen um tvö- leytið, eða eftir sex tíma ferð. Mér var jafnskjótt og komið var í þorpið ekið upp í hátíðasal menntaskóalns og þar biðu mín á annað hundrað unglingar. Þessir unglingar höfðu nokkr- um dögum áður safnað saman í ritgerð, öllum þeim upplýsingum, sem hægt var að afla í þessu litla og einangraða þorpi um ísland. Ritgerðin var þrjár vélritaðar síður og hafði hún verið fjölrit- uð, svo að allir krakkarnir gætu lesið hana áður en ég kæmi. Ég átti ekki að koma að tómum kof- anum. Menntskælingarnir iðuðu í skinninu þegar ég kom og biðu þess með óþreyju að geta lagt fyrir mig spurningar um ísland. Fyrsta spurningin var á þessa leið: Er það rétt að Halldór Kiljan Laxness sé kommúnisti og hversvegna er hann það? Seytján ára unglingur spurði mig, við mikla kátínu skólafélaga sinna, hvort satt væri að íslenzkar stúlkur væru fallegar og svo spurði hann hver væri lögaldur á íslandi. Hann virtist vera í giftingarhugleiðingum, sá litli. Þessir unglingar voru á allan hátt eins og stallbræður þeirra á íslandi, frjálslegir í fasi, gáska- fullir og þekktu til smala- mennsku. Ef ekki hefði verið hin framandi tunga hefði þessi sam- kunda getað hafa átt sér stað í íslenzkum unglingaskóla. * Þetta gerðist í Miðrikjum Bandaríkj anna. Nokkrum dögum síðar sat ég við borð með tveim ágætum amerískum prófessorum og svaraði spurningum um ís- land. — Á borðinu var hnatt- líkan, en allt umhverfis voru hin furðulegustu tæki og ljós. En svo stóð á þessu að spurningunum og svörunum um ísland var sjón- varpað á sjónvarpsbylgju 'iáskól ans í Nebraska. Spurni’.garnar snerust einkum um lýðfrelsið á íslandi, Alþingi, söguritun og ís- lenzka menningu almennt, eins og gengur. Margir menn vestan hafs vita mikið um ísland. Ég minnist þess t. d., að eitt sinn á ferðalagi mínu bað ritstjóri stórblaðs nokkurs þess, að ég færi með íslenzk ljóð á íslenzku. Sjálfur er ritstjóri þessi ljóðskáld, og stjórnar blaði með tæplega hundrað þús. áskrif endur. Hann hafði fyrr þenna bjarta haustdag ekið að afloknu, dagsverki, um nálægan skóg til Minnismerki Lincolns í Washington .é þess að anda að sér haustloftinu og horfa á roðann í hinu fölnandi laufi trjánna. Við sátum á tali í skrifstofu hans, tveir saman, og ég reyndi að segja fram íslenzk kvæði. Hann kvaðst hafa heyrt að hljóm fallið í íslenzkum ljóðum væri heillandi. Daginn eftir sagði hann í blaði sínu á sinn ljóðræna hátt, „að kvæðin hefðu hljómað eins og bráðnandi snjór en vitan- lega skildi ég ekki eitt einasta orð". O’Connel ritstjóra í Lincoln var vel kunnugt um margt í ís- lenzkri sögu, og um þróun mála nér eftir stríð. o—★—o Er ég hafði verið á ferð í Bandaríkjunum í rúman mánuð og var kominn til vesturstrand- arinnar, var ég eitt sinn beðinn að sitja við háoorð á hátíðafundi Verzlunarráðs borgarinnar San Bernandino í S-Kaliforníu. Þarna voru saman komnir 600 menn. Ég þurfti ekkert annað að gera en sitja þarna við háborðið og brosa blíðu brosi. En forseti ráðs- ins gat um það í r' ? Ju, sem hann flutti á fundinur.r, hvernig á ferð- um minum í E-mdaríkjunum stæði og bat r.ienn minnast ís- lands. En svo stóð á ferðum mír.um um Bandaríkin, að ég var þar á vegum eða í boði utanríkisráðu- j neytisins i Washington. í við- leitni sinni íii þess að efla skiln- ing mi.h þióða hefir utanríkis- ráðuneyti Bandaríkjanna meðal annars yfir að ráða stofnun, sem falið hefir verið að greiða fyrir á sinn hátt, gagnkvæmum kynn- um milli þjóða. Hér verður að leggja áherzlu á að kynnin séu gagnkvæm. Mér hr'ði verið boð- ið að ferðast uai Bandrríl in og kynnast þar þv:' halztu, sem ég hafði hug á að sjá þar, on jufn- framt var til þess ætlast að ég gfpB þeim, sem á vegi minum yrðu, kost á að heyra eitthvað um ísland. Ég hefi hér að framan rp’ 1.1 með nokkrum dæmum, á Iv. e"n hátt ég reyndi að fullnægj. bei i kröfum, sem til mín voru gc ð-r um upplýsingar um ísland. En fyrir sjálfan mig reyndist hitt þó miklu meira, allt hið mikla ferðalag, til New York og Washington, til New Orleans og E1 Paso og yfir til Juarez í Mexico, til Los Angeles og San Francisco, til Salt Lake City og Denver, til Chicago, Detroit, Cleveland og Boston. Ég hafði á 10 vikum viðdvöl í samtals 27 borgum í Bandaríkjunum og kynntist hundruðum ágætra Bandaríkjamanna. En frá því verður enn sagt. P. Ól. Einhleypur, efnaður, reglu- samur maður óskar eftir Kvenmanni til heimilisverka, hálfan eða allan daginn. Kaup. — Her- berpi. — Fæði. — Nafn og heimilisfang sendist Mbl. fj’rir 29. febr., merkt: — „Framtíð — 487“. Ensku: n.odel ’50, til sýnis og sölu að Mánagötu 19, laugardag og sunnudag. Skifti á minni bíl koma til greina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.