Morgunblaðið - 11.02.1956, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.02.1956, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 11. febr. ’56 SYSTURNAR ÞRJÁR EFTIR ÍRA LEVIN - Fyrsti kluti: DOROTHY F ramhaldssagan 16 „Ég veit að þú ert vonsvikin, Dcrrie. En þú mátt til með að hugsa eitthvað um framtíðina." Kann létti umslagið yfir borðið til hennar. Hendur hennar lágu saman- „prenntar á borðinu og þær hreyfðu sig ekki, til þess að taka við þvi. Þá lagði hann það á borðið, milli þeirra, hvítan ferhyrning, ; em bungaði örlítið út undan inni haldinu. „Ég er reiðubúinn til þess að ‘cáða mig i einhverja næturvinnu nú þegar og segja skilið við nám Jð að fullu og öllu, þegar þessu kennslumisseri líkur. En hið eina sem ég bið þig að gera, er að gleypa þessar pillur". Iíún sat hreyfingarlaus sem fyrr með spenntar greipar og starði eins og dáleidd á hvita umslagið, sem lá á borðinu fyrir framan hana. Hann talaði með köldum mynd ugleika — „Ef þú neitar að gera jietta, Dorrie, þá ertu þrjózk, ó- raunsæ og ósanngjörn, — ósann- gjarnari við sjálfa þig en mig“. Jazzplatan var leikin til enda, tónlistin hljóðnaði og þögn ríkti ■ i stofunni. Þau sátu með umslagið á milli un. á. a. g. hálfa klukkustund, gekk hann inn í simaklefann og hrmgdi í símanúmer stúdenta- garðsins. Hann bað stúlkuna við skipti- borðið að gefa sér samband við í herbergi Dorothy. Hún svaraði loks, þegar sím- inn var búinn að hringja nokkr- um sinnum: — „Hallo“ < „Hallo, Dorrie". Hún svaraði engu. 1 „Dorrie, ertu búinn að gera það?“ Þögn.......Já“. „Hvenær?" „Núna fyrir , nokkrum mínút- um.“ Frá hinum enda stofunnar barst lágt strokhljóð, þegar tafl- manni var ýtt eftir skákborði og ödd gamals manns, sem sagði: ..Skák“. Hendur hennar aðskildust lítið eitt og hann sá, að lófarnir glöns uðu af svita. Hendur hans voru líka þvalar rf svita. Loks sleit hún augun frá um- slaginu og leit á hann. „Vertu nú góð og skynsöm, íitlá stúlkan mín“. Hún tók umslagið, ýtti því nið- ur í veskið sitt, sem lá á bekkn- um við hlið hennar og saí svo hreyfingarlaus og starði á hend- ur sínar, sem lágu fram á borðið. H'ann teygði sig þvért yfir borðið og snerti hönd stúlkunn- ar, strauk hana og þrýsti hana. Með hinni hendinni ýtti hann kaffinu sínu, sem hann var enn ekki farinn að smakka á, yfir til hennar. Hann virti hana fyrir sér, þeg.i andi, á meðan hún lyfti bollan- um og drakk kaffið, svo tók hann pening upp úr vasa sínum og lét hann detta niður í rifu plötusal- ans og studdi á einn takkann, án þess að hirða nokkuð um það ávaða plata yrði fyrir valinu. Þau gengu þögul eftir blautum steinhellum gangstéttarinnar og hinar leyndu hugsanir þeirra aðskildu þau, enda þótt þau héld ust í hendur af gömlum vana. Það var hætt að rigna, en loftið var mettað af raka, sem settist •ains og örsmáar, glitrandi perlur á föt og andlit manns og lukti um geislahring götuljósanna eins og grá, blaktandi móða Beint framan við stúdenta- garðinn, hinum megin götunnar, kysstust þau að skilnaði. Varir hennar voru kaldar og saman- bitnar, en þegar hann gerði til- raun til að aðskilja þær. hristi hún höfuðið. Hann hélt henni nokkrar mín- útur í faðminum og hvíslaði sann færandi fortölum í eyra hennar, en svo buðu þau hvort öðru góða nótt og skildu. Hann horfði á eftir henni, þeg- ar hún gekk yfir götuna og inn í fordyri hússins, þaðan sem gult Ijós flæddi út í myrkrið. Ifann gekk inn í knæpu. þar í nágrenninu og drakk tvö glös af jli. Þegar hann þafði setið þar. í J Hann dró andann djúpt að sér: „Hlustar stúlkan við skiptiborðið nokkurn tima á símtöl manna?“ | „Nei, sú sem var hérna næst á undan henni, var rekin af því að....“ „Ágætt, en hlustaðu nú á mig. • Ég vildi ekki vera að segja. þér I frá því, fyrr en .... Þetta kann að verða dálítið kveljandi." j Hún þagði. Hann hélt áfram: | „Hermy sagði að þú myndir sennilega fá uppköst, eins og síð- ast. Og svo færðu e. t. v. brenn- andi sviða i hálsinn og kverkarn- ar og sárar þrautir í magann. En hvað svo sem skeður, þá skaltu ekki verða neitt hrædd. Það þýð- ir bara, að pillurnar séu að vinna sitt ætlunarverk. Og þú skalt umfram allt ekki kalla á neinn inn í herbergið til þín“. j Hann tók sér málhvíld og beið þess að hún segði eitthvað, en hún steinþagði. I „Mér þykir það leitt, að ég ! skyldi ekki segja þér þetta fyrr, . en sem sagt: Þú þarft ekkert að | óttast og svo verður þetta allt yfirstaðið, áður en þú sjálf veizt“. Þögn. „Ertu nokkuð reið við mig, Dorrie?“ „Nei“. „Sannaðu bara til, þetta fer allt vel að lokum.“ „Já, ég veit það. Fyrirgefðu mér, hvað ég var þrjózk.“ „Það gerði ekkert til, Dorrie. Þú þarft engan að biðja fyrir- gefningar á neinu.“ „Við hittumst svo á morgun.“ „Já.“ Eitt andartak þögðu þau bæði, en svo sagði hún: „Jæja, góða nótt“. „Góða nótt, Dorothy“, svaraði hann lágt og bætti svo við, í hálf- um hljóðum: „Vertu sæl“. 9. kafli. Þegar hann gekk inn í kennslu stofuna, snemma á föstudags- morguninn, fannst honum hann vera léttur eins og fjöður, áhyggjulaug og alsæll. Þetta var dásamlegur dagur. Sólargeislarnir flæddu inn í stcf- una, endurköstuðust frá stáistól- unum og glömpuðu á veggjurn og lofti. Hann settist í sætið sitt í öft- ustu röðinni og teygði fæturnar langt út á gólfið, krosslagði hand leggina á brjóstinu og virti fyrir sér samstúdenta sína, sem flykkt- ust inn i stofuna. Hinn fagri morgun hafði yljað þeim öllum og glatt þó og á morgun átti fyrsta knattleiks- keppni skólans að fara fram og svo yrði vorhátíðin haldin annað kvöld. Þess vegna var nú masað og hrópað, brosað og hlegið meðal stúdentanna. Þrjár stúlkur stóðu dálítið af- síðis og ræddust ákaft við í hálf- um hljóðum. Hann braut heilann Þrjár bergnumdar kóngsdætur Það var daginn eftir að herforingjarnir lögðu af stað. „Far þú heim aftur,“ sagði kóngur. „Dætur mínar eru svo hátt uppi, að þú nærð ekki til þeirra. Ég er líka búinn að láta svo mikið í ferðakostnað, að ég á ekki meiri peninga í dag. Þú verður heldur að koma einhvern annan dag.“ „Ef ég á að fara, þá ætla ég í dag“, sagði hermaðurinn. „Ferðapeninga þarf ég enga aðeins brennivín í flösku og nesti í tösku“, sagði hann, en myndarlegan nestispoka varð hann að fá, eins mikið af kjöti og fleski og hann gæti borið. Já, úr því að það væri ekki annað, skyldi hann fá það. Því næst lagði hann af stað, og þegar hann hafði gengið nokkrar mílur, gekk hann fram á höfuðsmanninn og flokks- íoringjann. j „Hvert ætlar þú?“ sagði höfuðsmaðurinn, þegar hann sá einkennisbúninginn. j „Ég ætla að vita hvort ég get ekki fundið konungsdæt- j urnar“, svaraði hermaðurinn. „Við eigum þá samleið“, sagði höfuðsmaðurinn, „því að við ætlum líka að reyna að finna þær, og þá geturðu orðið okkur samferða, því að ef við finnum þær ekki, finnur þú þær miklu síður, drengur minn.“ Þegar þeir höfðu gengið saman stundarkorn, beygði her- maðurinn út af þjóðveginum og inn á stíg. sem lá inn í skóginn. „Nei, hvert ætlarðu nú?“ sagði höfuðsmaðurinn, „það er bezt við förum alfaraveg.“ „Það er mjög sennilegt“, sagði hermaðurinn, „en leið mín liggur nú þangað.“ Hann gekk áfram eftir stígnum og þegar hinir sáu það, gengu þeir á eftir honum. Þeir gengu lengra og lengra inn í skóginn, yfir karga móa og upp þrönga afdali. Loks birti og þeir komust alveg út úr skóginum, en þá komu þeir að langri klö'pp, sem þeir urðu að ganga eftir. Uppi á klöpp- inni stóð bjarndýr á verði. Það reis upp á afturfótunum og , kom á móti þeim, eins og það ætlaði að éta þá, samkvæmiskjólaefni M. a. gull- og silfurofinu brocade MARKAÐURiNN Hafnarstræti 11 Mjög fjölbreytt úrval — Nýjar gerðir MARKAÐURINN Hafnarstræti 5 MARKAÐURINN Hafnarstræti 5 Lection er dásaml ?fip« an, sem til er. Fi iðaa fíngerð, mjuk og i maí yndislega. — Hrt osar prýðilega, er ó\ >nju drjúg. Ég nota a eins Lection sápuna, sera heldur hörundinu mgu mjúku og hraust egu. HEILDSÖLUBIRGÐIR: I. Brynjólfsson & Kvaran 11 VI fl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.