Morgunblaðið - 11.02.1956, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.02.1956, Blaðsíða 16
Veðurúflif í dðg: S-gola, skýjað, úrkomulaust að mestu. Sums staðar þoka. 35. tbl. — Laugardagur 11. febrúar 1956 i wwp ^ai Kvennasíða á blaSsíðo 11. ikki talið útilokoð að Hólmaborg sé á floti Skipsmenn allir í jölskyldumenn LE I T flugbáts strandgaezlurmar á vlðáttumiklu svæði í gærdag, að hinum týnda báti Hólmaborg frá Eskifirði, bar ckki árangur í gærdag. t/ÍÐTÆK LEIT 1 Flugvélin lagði upp héðan frá Reykjavík um klukkan 7,30 í gær morgun. Leitaði hún á svæði norður og norðaustur af Norð- fii’ði. Var leitað langt til hafs, og mun svæðið, sem flugvélin fór yfir, hafa verið nokkru stærra en alit ísland. Á hafinu milli ís- lands og Færeyja voru brezkar flugvélar einnig að leita. Loks er þess að geta, að togararnir Aust- íirðingur og Goðanes hafa farið yfir nokkurt svæði til þess að skyggnast um eftir bátnum. á sjó eítir verkfallið AKRANESI, 10. febr. — í dag kom heldur en ekki skriða á, eftir að verkfallið leystist. Fóru allir bátarnir 20 að tölu í róður. | Seint í.kvöld voru 10 bátar komn ir að. Voru þeir með 5—10 lestir af fiski. — Oddur. Happdrætti heimilanna Myndin hér að ofan er af einum hinna 10 vinninga í Happdrætti heimilanna. Fjöldi maxi,.., nefur þeg* ar skoðað sýningu hapndrættisins í Morgunblaðshúsinu, Aðaistræti 6, og Ijúka aliir upp ei tum munni um, að happdrættismunirnir séu sérstaklega eigulegir. Það er daglega leikið fyrir sýningar- gesti á hinn stórglæsilega Grundig útvarpsgrammó ón. — Skoðið þessa sýningu, — hún er fylliiega þess verð. SUÐIIR VIÐ FÆREYJAR Er það ágizkun manna, að | Hólmaborg hafi orðið fyrir áfalli, j vélin bilað, og skipið hrakið langt | liorður af siglingaleiðum og skips tnenn ekki getað látið frá sér heyra, því að talstöðin hafi bilað. Er líklegt talið, að Hólmaborg hafi verið komin nærri Færeyj- um, þegar henni hlekktist á. Enn eru menn ekki úrkula von- ar um að báturinn kunni að vera ofansjávar, en í gærkvöidi voru j (iðnir 10 sólarhringar frá því að Hólmaborg lét úr höfn í Nes- l.aupstað. SKIPVERJAR Mennirnir fjórir, sem eru á í kipinu í þessari ferð, eru allir fjölskyldumenn, Þrír eru frá Eskifirði: Jens Jensen skipstjóri, onur hans Vilhelm og Sigurður Jónasson; fjórði maðurinn er Herbert Þórðarson frá Neskaup- etað. TVÖ VARÐSKIP f gærkvöldi fór leitarflugvélin, sem er Katalínuflugbátur, til Ak- j ureyrar, og hafði hún þá verið etanzlaust á flugi í nær 12 klst. ; Tvö skip landhelgisgæzlunnar j hefja leit í dag. í gærkvöldi munu j togararnir tveir, sem áður var getið, hafa haidið áleiðis til hafn- ar. í dag mun leitinni verða hald- íö áfram djúpt úti, á svæði allt að 100 mílur undan landi. Vondoð oimælisril HINN 17. jan. s.l. varð fjölmenn- asta stéttarfélag opinberra starfs- raanna hér á landi 30 ára. Er hér um að ræða samtök bæjarstarfs- manna Reykjavíkur. Félagið hefur nú látið frá sér fara vandað og glæsilegt afmælis rit. Flytur ritið söguágrip Starfs- mannafélagsins, ennfremur ávörp frá Gunnari Thoroddsen, borgarstjóra, og Ólafi Björnssyni, form. B.S.R.B., svo og allmargar í'reinar í tilefni afmælisins, af- mælisljóð og minningargreinar um látna forystumenn. Ritstjórar afmælisblaðsins eru þeir Lárus Sigurbjörnsson og Alfreð Guðnxundsson, en í rit- nefnd ásamt þeim þau Kristín Þorláksdóttir, Helgi Hallgríms- son, Júlíus Björnsson, Haukur Syjólfsson og Guðmundur Karls- , ,on. Forsíðuteikningu gerði Hall- dór Pétursson, teiknari, og eru á henni mei’ki bæjarins (1914) og tillaga 1930 (öndvegissúlur og víkingaskip) og tillaga 1955 (önd vegissúlur og öldur). Ritið er í alla staði hið smekk- jegasta að frágangi og prýtt fjölda mynda. Ráðstafanir gerðar til að auka verðgæzluna INGÓLFUR GUÐMUNDSSON verðgæzlustjóri hefur skýrt Mbl. svo frá, að í sambandi við verðhækkanir af völdum hinna nýju innflutningsskatta muni verða aukið verðlagseftiriitið. Hefur verð- gæzlustjóri nú auglýst eftir nýjum starfsmönnum til verðgæzlu- starfa. ♦ ♦♦ í umræðum um þessi mál í blöðum og víðar gætir allmikils misskilnings um áhrifin af framleiðslusjóðsgjaldinu. Hækkun er mest á nokkrum vörutegundum, sem eru hinar innlendu tollvöru- tegundir (þ. e. sælgæti, gosdrykkir o. fl.) og á ávöxtum, bús- áhöldum og smíðatólum. Verðhækkunin er hins vegar miklu minni á öðrum vörum. ♦ ♦♦ Heildverzlanir, smásöluverzlanir og iðnfyrirtæki mega ekki hækka söluverð á innfluttum vörum, sem tollafgreiddar hafa verið fyrir gildistöku laganna. Verzlunarálagning má ekki leggjast á framleíðslusjóðsgjaldið frekar en söluskattsgjaldið. ♦ ♦♦ Þetta allt ber mönnum að hafa í huga. Er mikilvægt að almenn- ingur sjálfur láti sig ekki einu gilda á hvaða verði hann kaupir vörurnar, heldur skapi almenningsáiitið sitt eftirlit við hliðina á eftirliti ríkisins. Skýrslur verða smám saman gefnar um hverju verðhækkanir nema á einstökum vörutegundum. Kcr.st ég fraiR hjá? Allir ökumenn, sem aka um götur, þar sem umferðinnl er stjórnað með ljósum, spyrja sjálfa sig, er þeir nálgast umferðarljós: „Kemst ég fram hjá áður en ljósin skiptast?“ í höfuðborg Belgíu hefur nú verið sett upp umferðarljós, sem gefa ökumönnunum svar við þessu. Skömmu áður en Ijósin skiptast, kviknar á töflu, er fyrst 35 km. síðan 45 km., 55 km. — og svo kemur það gula. Þegar taflan sýnir 35 km., á það að þýða, að sé farartæki á 35 km. hraða á klukkustund — þá sleppur það fram hjá áður en umferðin er stöðvuð o. s. frv. Skólohefti Stefnis Memendum framhaldsskóla boðið að senda rilgerðir, Ijóð og smásögur TÍMARITIÐ Stefnir, sem hefur eins og kunnugt er, unnið sér miklar vinsældir ungs fólks, hefur ákveðið að helga hluta næsta heftis ungu fólki í framhaldsskólum landsins. Hefur það boðið nemendum að senda ýmiss konar ritsmíðar sínar til birtingar í næsta hefti og verða góð ritlaun greidd eftir samkomulagi. Það vakti mikla athygli s.l. haust, að ungur nemandi í Menntaskólanum, Ólafur Jónsson vann verðlaun í smásagnasam- keppni Stefnis, þótt eldri rithöf- undar væru einnig þátttakendur I keppninni. Voru lesendur sam- mála um að saga hans væri lista- vel samin. Þessi atburður gaf tilefni til að halda, að hin upprennandi kyn- slóð muni ekki afrækja þann ak- ur íslenzkrar ritlistar, sem hún erfir og vill tímaritið Stefnir stuðla að því að ungt fólk fái tækifæri til að koma ritsmíðum Góður afii í Keflavík ígær KEFLAVÍK, 10. febr. — Flotinn réri í dag og var aflinn ágætur. Það eru 36 bátar, sem róa héðan núna og var aflinn yfirleitt 10— 15 lestir. Hæsti bátur, m.b. Helgi Flóenzson frá Húsavík, var með 18 tonn. Bátarnir róa aftur í kvöld. — Ingvar. sínum á framfæri í víðlesnu tímariti. Nemendum í öllum framhalds- skólum er því boðið að senda Stefni Ijöð, smásögur, leikrits- kafla, og einnig skólaritgcrðir. Má senda þau til Stefnis í póst- hólf 582 fram að mánaðamótum. Fylgja þurfa upplýsingar í hvaða skóla og bekk höfundur er. Reynt að bjarga Frosta í dag í DAG mun verða gerð tilraun til þess á kvöldflóði að fcjarga vélskipinu Frosta frá Vestmanna- eyjum, sem strandaði í fárvi xrinu á dögunum austur á Rangársandi, Báturinn mun lítið skemrxdur. Hann fór, er hann strandaði, mjög hátt upp í sendna fjöruna og hefur staðið þar kjölréttur, Það er eitt af varðskipunum, sem gera mun björgunartilrauni’ia. PARÍS, 10. febr. — Sir Wi’iston Churchill ætlaði í dag flugleiðis frá Nissa heim til Lundúna. —- Varð flugvélin að nauðlenda í París vegna vélbilunar. Nauð- lendingin gekk vel. Stjórnarkjör í Félagi járniðnaðarmanna UM helgina fer fram stjórnarkjör í Félagi jámiðnaðarmanna. —. Kosið verður í skrifstofu félagsins í Kirkjuhvoli og hefst kosn- ingin kl. 12 í dag og stendur til kl. 8. Á morgun hefst kosningin kl. 10 árd. og stendur til kl. 6 s.d. og er þá lokið. Tveir listar eru í kjöri: B-listi, sem er borinn fram og skipaður lýðræðissinnum og A-listi komm- únista. B-listinn er þannig skipaður: Guðmundur Sigurþóx-sson, form. Ármann Sigurðsson, varaform. Loftur Árnason, ritari Páll Guðmundsson, vararitari Sigurjón Guðnason, fjármáiar. Sveinn Hallgrímsson, féhirðir TrúnaðarráS: Sigurjón Jónsson, Óskar GuS- mundsson, Loftur Ólafsson, Jóa i Jónsson. Varamenn; Leifur Friðleifsson, Ólafur. Guðmundsson, Kristirxn Tómas- son. Járniðnaðarmenn. Vinnið ötul- lega að sigri B-listans og geri'Q sigur harxs sem glæsilegastuii. _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.