Morgunblaðið - 11.02.1956, Síða 9

Morgunblaðið - 11.02.1956, Síða 9
Laugardagur 11. febr. ’56 MORGUNBLAÐIÐ 9 Leikfélag Reykjavikur: Galdra-Lofiur, eftir Jóhann Sigurjónsson Leikstjóri: Gunnar R. Hansen..] LEIKFÉLAG Reykjavíkur frum sýndi s. 1. miðvikudagskvöld „GaIdra-L.oft“ eftír Jófaann Sig- urjónsson. Er þetta í fjórða sinn, er Leikfélagið tekur þennan áhrífamikla leik til sýningar. Var hann sýndur hér fyrst á leik- árinu 1914—15 undir stjóm Jens B. Waage og lék hann þá jafn- framt Loft, en frú Stefanía Guð- mundsdóttir SteimmnL Næst var leikurinn sýmdur hér áríð 1933— ®34 og hafði þá Haraldur Björns- son leikstjórnina á hendi, en Indriði Waage lék Loft, og Soffía Guðlaugsdóttir fór með hlut- verk Steinunnar. — í þriðja sinn var leikurinn sýndur hér haust- ið 1948, einnig undir stjórn Har- alds Björnssonar, lék þá hinn ungi leikari, Gunnar Eyjólfsson, Loft og Regína Þórðardóttir Steinunni. — Að þessu sinni hef- ur Gunnar R. Hansen sett leik- in á svið, en þau Gísli Halldórs- son og Erna Sigurleifsdóttir fara með aðalhlutverkin, Loft og Steinunni. Jóhann Sigurjónsson er enn í dag sá leikritahöfundur íslenzk- ur, er náð hefur beztum tökum á þessari vandasömu bókmennta- grein, haft voldugast vængjatak og mest flug í list sinni, enda hlaut hann mikla frægð og verð- skuldaða, bæði hér heima og er- iendis fyrir leikritin tvö, „Fjalla- Eyvind“ og „Galdra-Loft“, eink- um þó hið fyrrnefnda, er sýnt hefur verið víða um lönd og hlotið hvarvetna óskorað lof mikilshæfustu bókmenntafræð- inga. Eru og þessi leikrit skálds- sns tvímælalaust meðal öndveg- ásverka íslenzkra bókmennta. „Galdra-Loftur" er rismikið listaverk, er ber fagurt vitni glæsilegri skáldgáfu höfundarins, þó miklu fremur fyrir hina ljóð- rænu fegurð og meitluðu snilli í máli, ásamt hinni stórbrotnu dramatíska stígandi, en fyrir það hversu höfundurinn leysir við- fangsefnið að lokum. — Leikritið fjallar um hina taumlausu þrá Mns unga og lífsþyrsta manns eftir því að öðlast mátt hinnar æðstu þekkingar, er gæfi hon- um vald yfir duldum öflum til- verunnar, svo að jafnvel ósk Sians ein saman verði valdboð er lætur kraftaverkin gerast. En hinn ólgandi bruni í blóði hins imga manns, hin miklu innri átök, dauði Steinunnar og hinar ofsalegu særingar verða Lofti um megn. Álagið er honum of mik- Sð, spennan of sterk. Því hnígur hann niður örendur á því augnabliki er hann heldur að hann hafi náð takmark- inu. — Efnið er stórbrotið og geisierfitt viðfangs, enda miss- ir hinn ágæti höfundur á því 'tökin áður en lýkur. — Vitfirring Lofts í lokaþættinum (og raun- ar frá upphafi leiksins) dregur mjög úr almennu gildi þess boð- skapar, sem fyrir höfundinum vakir og lausnin rennur út í sandinn. Hygg ég að Árni próf. Pálsson hafi rétt að mæla, er hann segir um leikritið: „Loftur sjálfur er sá eini, sem villist svo sýn, að hann trúir á særingar sínar og áhrif þeirra. Eftir það er hann ekki framar meistari hinna myrku fræða, sem geng- wr á hólm við sjálfan óvininn, heldur sjúklingur, vitskertur maður, sem áhorfendurnir aumkva og má því fremur heita að leikritið detti niður, en að það endi.“ Leikstjóri: Gunnar R. Hansen hofmannlega útlit ráðsmannsins, I með hina fyrirmannlegu Hol- ] bergs-hárkollu. Að vísu mun það fá staðizt sögulega og víst er j ráðsmaðurinn vel efnum búinn ] og hefur á hendi virðulegt starf,, en ég hef þó alltaf litið á hann sem bónda, — stórbónda —, primus inter pares — í sinni stétt — og þannig hefur hann jafnan verið leikinn og farið Dísa (Helga Bachmann) og Loftur mjög vel á því. Um þetta má vit- anlega deila, og get ég þessa að- eins vegna þess hversu það kom mér fyrir sjónir. Þá þykir mér búningur Steinunnar í öðrum þætti og hversu hún er tilhöfð, orka mjög tvímælis. Hygg ég að íslenzkar vinnustúlkur á þessum tíma, jafnvel á sjálfum Hólastað, hafi ekki verið svo veglega bún- ar við gólfþvotta eða önnur slík verk, sem Steinunn er þama. Satt að segja finnst mér eitthvað ekki fyllilega íslenzkt yfir báðum þessum persónum. — Og þá ei það lokaatriði leiksins, hið mikla ljóshaf á sviðinu þegar biskup arnir þirtast. Þarna er um algeri nýmæli að ræða í sviðsetning- unni, er kom manni að vísu skemmtilega á óvænt í svipinn, en minnti þó nokkuð á glans- mynd. Hygg ég að atriði þetta hefði orðið áhrifameira í hálf- rökkri eða tunglskinsbjarma. En tónlistin féll einkarvel við atrið- ið og jók á áhrifin. — Þegar frá eru taldir þessir fáu annmarkar, sem hér hefur verið getið, er leikstjórn og sviðsetning öll með miklum ágætum og má í því efni benda á hversu ágæt er í fyrsta þætti staðsetning blinda manns- ins framarlega á sviðinu með ölmusumennina í hæfilegri fjar- lægð. Aðalhlutverk leiksins, Loft, leikur Gísli Halldórsson. Er þetta eitt hið stórbrotnasta og vanda- mesta hlutverk, sem til er í ís- lenzkum leikbókmenntum, enda ekki á annara færi en mikilhæffa og gáfaðra leikara að gera því viðhlítandi skil. — Gísli Hall- dórsson hefur reynzt þeim vanda fvllilega vaxinn. Ber leikur hans allur það með sér, að hann hefur þrauthugsað hlutverkið og brotið það til mergjar. Er túlkun hans á Lofti, hinum áköfu og sundur- leitu tilfinningum hans og ást- ríðuofsa, djúp og magnþrungin og gædd sterkri innlifun, og átökin því voldugri, sem lengra líður á leikinn og hin innri bar- átta Lofts verður hamslausari og trylltari — allt þar til yfir lýk- ur. — En Gísla lætur ekki eins vel að túlka hin fáu mildu blæ- brigði í sálarlifi Lofts. Því'verð- ur harla lítið úr hinni Ijóðrænu æfintýrafegurð í atriðinu „fljúgðu, fljúgðu klæði“ milli hans og Dísu biskupsdóttur i fyrsta þætti. Gerfi Gísla var gott, en heldur þótti mér hann lit- sterkur kringum augun og svip- brigði hans stundum ekki sem bezt. — En hvað sem þessu líð- ur, þá hefur Gísli unnið hér mik- ið og eftirminnanlegt leikafrek. Annað aðalhlutverkið, Stein- unni vinnustúlku á Hólum og ást- konu Lofts, leikur Erna Sigur- leifsdóttir. Einnig það er veiga- mikið hlutverk og gerir ítrustu kröfur til leikandans. Steinunn býr yfir miklu skapi, er stórlát og tilfinningarík, heit i ást sinni og ofsamikil í hatri sínú. Er að því leyti jafnræði með henni og Lofti. — Þess vegna eru átökin á milli þeirra í stofu ráðsmanns- ins í öðrum þætti eitt áhrifa- mesta atriði leikritsins. Þar bærast Steinunni í brjósti allir strengir mannlegra tilfinninga, stórlæti og bljúgasta auðmýkt, heit ást, ofsalegt hatur og dýpsta Steinunn (Erna Sigurleifsdóttir) í lok annars þáttar, örvænting, enda berst Steinunn þar fyrir lífi sínu og barnsins, sem hún gengur með og Loftur er faðir að. — Það þarf mikla leikgáfu og stórkostlegt átak til þess að valda þessu vandamikla hlutverki. Hef ég ekki séð neina leikkonu aðra en frú Stefaníu Guðmundsdóttur ná á því fullum tökum. — Það er margt gott um leik Ernu, hún er glæsileg og oft Sem að framan getur, hefur Gunnar R. Hansen sett leikinn á svið og annast lei'nstjórnina. Auk þess hefur harn gert feikningar að leiktjöldúm g búningum og samið tór.listm; i þriðja þætti. Sýnir hann m æssu en ir.u sinni, hversu rer og -.iil- hæfur listamaður iianr*. er, því að allt þetta hefur haim ieyst af hendi með miklum sóma. Þó eru nokkur atriði svnðsetningar- innar, sem ég felli n.. ekki alls- kostar við. Svo ei t. d. « n hið Blindi maðurinn (Árni Tryggvason), dóttur-dóUi - hans (ititstín Waage) og Loftur (Gísli Halldórsson) í 2. þætti. innileg í tjáning sinni, en þarna, — þar sem mest á ríður, — er hún ekki vandanum vaxin. Hinar sterku geðsveiflur og mikla innri þjáning eru ekki fyrir hendi og röddin með hinu hvumleiða nef- hljóði, er leikkonunni ekki nógu stendur hann- síst að baki öði- um leikendum, sem ég hef séð fara með þetta hlutverk. Blinda ölmusumanninn leikur Árni Tryggvason. Hlutverkið er lítið að vöxtum, en skáldið hefui' engu að síður gefið því mikla þjál, enda beitir hún henni (sem svo oft áður), með einhverskon- i ar semingi, sem dregur mjög úr áhrifum hinna þróttmiklu og hádramat’sku átaka Brynjólfur Jóhannesson leikur ráðsmanninn á Hólum, föður Lofts. Ekki var ég allskostar ánægður með túlkun Brvnjólfs á þessari heilsteyptu persónu, eink- ; um fyrst, er hann ræðir við son [ sinn. Hinn slóttugi og kankvísi ] svipur hans þá er tæplega í sam- ] ræmi við skapgerð þessa virðu- ] lega, lífsreynda og trausta ver- j aldarhyggjumanns, og síst mundi j hann vera þannig frammi fyrir j ungum syni sínum á alvöru j stundu. — En þessu brá aðeins fyrir í byrjuninni, en úr því var leikur Brynjólfs afbragðs góður. Dísu, hina ungu og saklausu biskupsdóttur, leikur Helga Bachmann. Hlutverkið er ekki ýkjamikið, en gerir þó sínar kröfur til leikandans. Gerir Helga því hin beztu skil, er glæsileg og frjálsleg í fasi og eðli leg og sönn í túlkun sinni hvort sem um er að ræða barnslega gleði hennar við heimkomuna, eða harm hennar og ótta í leiks- lokin. Er Helga vaxandi leikkona í örum framförum. Ólaf, æskuvin Lofts, leikur Knútur Magnússon. Hlutverkið er heldur sviplítið frá höfund- arins hendi og hefur leikarinn lítið getað bætt þar um. Þó dýpt og lagt gamla manninum margt fagurt og viturlegt í munn. Fer Árni snilldarvel með hlut- verkið, sem er ærið vandasamt, þótt lítið sé. Er gerfi Árna af- bragð.s gott, og hinn starandi svipur hans, hreyfingar og fram- sögn í svo fullu samræmi við persónuna, að á betri verður ekta kosið. Sýnir Árni hér betur eri nokkru sinni fyrr hversu mikilli og fjölþættri leikgáfu ha»n bý’ vfir. Biskupinn á Hólum og frú hans leika þau Guðjón Einarsson og Edda Kvaran og sóma sér vel i þeim virðulegu hlutverkum. Önnur hlutverk eru lítil og gefa ekki tilefni til sérstakrai umsagnar. Óþarfleg mistök voru það i 2. þætti, að láta glampandi sól- skinið leika á gluggunum í stofu ráðsmannsins, er Loftur er að tala um rigninguna úti fyrir. Eins og að framan getur hefui leikstjórinn samið tónlistina í 3 þætti. Var hún flutt af Guðmundi Jónssyni, óperusöngvara og nokkrum söngmönnum öðrum með undirleik dr. Páls ísólfs sonar. ' Leiknum var forkunnar vel tekið af áhorfendum og voru leikstjóri og leikendur kallaðii’ fram að leikslokum hvað eftir annað og ákaft hylltir með blóm- um og langvarandi lófataki. SigurSur Grímsson. Fyrsti þýzki stálbaturinn boiinn •r fYRSTI þýzki stálbáturinn kom 1 íingað til Keflavíkur 8. þ. m. i'erðin frá Hamborg gekk að iskum. Hún tók fimm og hálfan iólarhring, enda þótt aflvélin, I ;em firmað Mak Kiel hefur .míðað og er 240 hestöfl, hafi ikki verið knúin til fulls. Báturinn er 22,57 metrar að engd, 76 smálestir. Hann er bú- inn fullkomnustu tækjum og /andaður að öllum frágangi. — Lestin er klædd með alúmínium. má geta að báturinn kom að öllu. leyti útbúinn -til þorsk- og síld- veiða og var því umsvifalaust tilbúinn að hefja róðra. Eigendur bátsins eru Óláfur Loftsson, útgerðarmaður, og hinn góðkunni og fengsæli skips+jóri Þorsteinn Þórðarson, Keflavík. Annar sams konar bátur er ; væntanlegur til Vestmannaeyja í þessum mánuði. Firmað D. W. Kremer Sohn, Elmsborn, hefur smíðað bátinn Þrýstivatnskerfi fyrir drykkjar- og þvottavatn o. s. frv. Báturinn er byggður samkvæmt reglum þýzka Lloyds fyrir úthafsskip — Að sjálfsögðu fullnægir bátur- inn kröfum samkvæmt íslenzk- um reglam. I’arið hefur verið eftir teikningum og ráðlegging- um Egils Þorfinnssonar, báta- smiðs, um fyrirkomulag og ýms- an útbúnað, sein reynsla hefur fen :t fyrir að hæfi íslenzkum staðháttum. Óhætt mun að fullyrða að ek . ert hefur verið tilsparað til þet ! aó gera bátirin sem bezt úr garði. Gera menn sér góðar vonir um að þar með bætist íslenzka fiski- skipaflotanum gott skip. Þess en umboðsmenn firmans eru Kristján G. Gíslason & Co., h.f. Deildarstjórar skipaðír í SÍDASTA Lögbirtingi er skýrt frá þvi, að í stjórnarráðinu hafi nokkrir embættismenn verið skipaðir deildarstjórar. — Hefvr Baldur Möller verið skipaður duildarstjóri í dómsmálaráðu- neytinu, Ásgeir Pétursson verð- ur deildarstjóri í mcnntamála-t ráðuneytinu og Krist nn Thor- lacius hefur verið skipaðnr deild- arstjóri í fjármálaráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.