Morgunblaðið - 11.02.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.02.1956, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 11. febr. ’56 Otg.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. SVamkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðsrm.) Stjórrunálaritstjóri: Sigurður Bjamason frá VlgHU Lasbók: Ámi Óla, sími 3041. Auglýsingar: Árni Garðar Kristimaio*. Ritstjóm, auglýsingar og afgraiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innaalanda I lausasölu 1 króna eintakið. Mommaskattarnir SKATTARNIR, sem eru bein af- leiðing af verkföllunum s. 1. vet- ur »g þeim óraunhæfu kaup- gjaldshækkunum, er þeim fylgdu, hafa nú þegar lagzt á sumar vör- ur «g þjónustu, sem þannig er hagað að hækkanirnar koma skjótt fram. Á aðrar vörur og þá einkum innflutningsvörur sem nokkrar birgðir hafa verið til af mn hins vegar líða nokkur tími, þar til þær koma fram. Hækkan- ir þessar munu ekki verða eins miklar og sumir reyna að halda fram. , Ríkisstjórnin hefur lýst því yfír, að hún muni gera víðtækar ráðstafanir til að fylgjast með hvaða áhrif skattarnir hafa á verðiag. Er það eftirlit nú til- tiöulega auðvelt vegna þess að hækkunin er að jafnaði einföld •g kefur engin áhrif á verzlunar- álagningu. Verður ekki ofbrýnt fyrir fólki, að fyljgast nú sjálft skilmcrkilega með verðlagsbreyt- mgurn og skapa þannig sjálft iiflugasta verðlagseftirlitið. því verzlunarfyqrtæki, sem seg- ist vera eign almennings getur freistingin verið fyrir hendi, því eins og allir vita er tap á rekstri þess. Gegn öllu slíku þarf almenn- ingur að vera vakandi, hvort sem fólk verzlar við kaupmenn eða kaupfélög. Fólk þarf líka að gera sér það að fastri reglu að verzla þar sem vörurnar eru beztar og ódýrastar. Til stuðnings slíkri viðleitni munu verða gefnar nán- ari fréttir um verðhækkanir af þessum sköttum. Þeir kommaskattar, sem al- menningur verður nú að borga verða ekki til að sliga almenning. Hitt gæti orðið alvarlegra, ef hinum útlendu niðurrifsmönnum ætti að haldast það áfram uppi að valda sundrung og ofstæki. Þá gæti skattlagning kommúnista orðið svo að þjóðin biði þess aldrei bætur. I UR DAGLEGA LIFINU ;/ \Jíámclawiemt benclc nýjar rcemunara amenn nenaa a ktunarakj'ercjL ir OFT heyrast aðvaranir um, að fyrr eða síðar muni koma til hungursneyðar í heiminum vegna þess, að uppskera jarðar dugi ekki lengur til að brauðfæða sí- j fjölgandi mannkyn. En nú hafa 1 vísindin bent á nýjar leiðir til aukinnar ræktunar án akra, eða j gróðurmoldar. Frá þessu er skýrt ’ í riti, sem Menningar- og vís- indastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) gefur út. Ræktun án gróðurmoldar — eða „hydropondics“ eins og það er nefnt á ensku — lofar góðu. Ræktunin fer fram á þann hátt, að sáð er í vatn í stað jarðvegs og plöntunum eru gefin þau efni, Viðbrögð tveggja flokka Blað Alþýðuflokksins hefur áekið þessu verðlagseftirliti skynsamlega og kveðst það nú vilja standa einlæglega vörð nm kjör alþýðunnar með því að styrkja verðlagseftirlitið. Er það framför frá hinum ábyrgðarlausa stuðningi þessa ftokks við óraunhæfa kröfu- gerð. En hjá málgagni annars flokks kveður hins vegar við allt annan tón, en það er í blaði kommún- ista. Á hverjum degi birtir það nú æsingagreinar, sem eru sízt fallnar til þess að stuðla að ikuggu eftirliti. Fyrst hefur það komið með æsilega spádóma um risaverðhækkanir, sem hafa ekki við rök að styðjast, síðan birtir það rangar og villandi frásagnir af verðhækkunum, sem orðið hafi og síðast bætir það gráu ofan á svart með því að vera með æsinga skrif um kaupæði, sem ekki styðst við raunveruleikann. Samhliða þessu hefur blaðið hins vegar verið með getsakir í garð verðgæzlunnar og látið í það skína að hún komi að litlu eða engu haldi. Er það gert til að skapa vantraust á verðgæzl- unni og í stíl við fyrri aðgerðir þessara manna til að skapa tor- tryggni á öllum sviðum. Verst og furðulegast við þessi skrif kommúnista er, að sá tilgangur þeirra er auðsær, að þeir vonast til að geta æst kauprnenn upp í samkeppni um vöruverð með því að vera með uppspuna fréttir um að einhvcr vöruíegund sé seld dýrara annars staðar. Hver er tilgangurinn? En þessi víxlkröfu og víxl- æsinga aðferð kommúnista er nú orðin svo gömul og gqgnsæ, að hún verkar ekki. Meginhluti kaupmanna sýnir fuilan heiðar- leika í þessura málum. Verzlun- arsamkeppni er þeim einnig að hald. Hitt er annað mál, að þar sern annars staðar geta verið ein- stakir menn, sem ekki eru sterk- ir L svellinu, ef þeir t. d. lesa ósanna fr -tt í kommúnistablað- inu um að vörutegund sé seld hærra annars staðar. Jafnvel í nfðurskurð SVO sem kunnugt er hefur ver- ið ákveðið að skipta um fjár- stofn í hluta af Dalasýslu og Strandasýslu, vegna þess að bændur þar hafa orðið fyrir þeirri ógæfu, að karakúlpestin hefur komið upp í annað sinn. Er það meiri ógæfa fyrir menn á þessu svæði en með orðum verður lýst. Nú hefur orðið samkomulag um það milli allra þeirra aðila, er hlut eiga að máli, sem eru Sauðfjársjúkdómanefnd, ríkis- stjórnin og stjórnarflokkar á Al- þingi að mæta þessari ógæfu með því að hækka stórlega framlög úr ríkissjóði til þeirra sem þarna eiga hlut að máli. Er nú ætlunin að ríkissjóður greiði afurðatjóns- bætur, sem samsvarar % lambs- verðs á hverja bótaskylda kind, en var áður % lambsverð. Mun hækkun á fjárlögum ríkisins í þessu eina hólfi nema 5—6 millj. krónum frá því ef lögin hefðu staðið óhreyfð. Þetta mál hefur ekki að neinu leyti verið ágreiningsmál milli núverandi stjórnarflokka, en af- greiðsla þess ákveðin með bezta samkomulagi m. a. við landbún- aðarráðherra, Steingrím Stein- þórsson. En þá gerðust þau undarlegu tíðindi, að einstakir menn fóru að reyna að slá sér upp á þessu vandræðamáli héraðs sins og æsa upp óánægju meðal þeirra manna sem fyrir ógæfunni hafa orðið. Er það gert með enn frekari til- lögum um hækkun afurðatjóns- bótanna. Þeir sem þessa tillögu gerðu vissu að hún myndi ekki nást fram að ganga. En svo á eftir ætla Framsóknarmenn að fara að gera þetta að póiitískuj bitbeini á Alþingi og heima í héraði. Þeim verður samt ekki kápan úr því klæðinu, því að þingmenn þeir’a felldu sjálfir tillöguna um hækkun. Að sjálfsögðu væri það gott ef hægt væri að bæta bændum upp í topp allt það tjón, sem þeir verða fvrir, en í þessu rr óverj- andi að Ja: a'o' t.landa pólitísk- um d :lur.. :nn í rr álið. Þr.ð sem vtídur að * kki er hægt að ausa peningum endalaust úr ríkissjóði er einmitt það sem Framsóknar-i blaðið kallar á öðrum stundum' .hagsýn fjármálastjórn". Við nana eina er að sakast. Með hjálp nýtízku véla vona stjórnarvöldin í Pakistan, að takast megi að auka akra alndsins að miklum mun. Hér sést enskur sérfræðingur, sem starfar á vegum ILO, vera að kynna ungum Pakistanbúum díeselvél. Mikill fjöldi ungra manna í Pakistan gengst nú undir vélfræðilega fræðslu, sem er auðvitað fyrsta skrefið í þá átt að hrinda hinum stórhuga áætlunum í framkvæmd. VeU andi óbrijar: Lofsvert nýmæll í uppeldismálum. UPPELDISMÁLIN eru sá þátt- ur í okkar nútíma þjóðfélagi, er valdið hefir mönnum almennt hvað mestrar áhyggju. Böm þykja nú verr uppalin en fyrr á tíð — hvort sem sú skoðun á við rök að styðjast eða hér er um að ræða óþarfa bölsýni, er á rætur sínar að rekja til orðtækisins: Heimur versnandi fer. En eitt er þó víst, að fyrr á tíð var að ýmsu leyti mun auðveld- ara að ala upp börn hér á landi en nú er. Með borgarmenning- unni og þéttbýlinu hefir uppeldi barnanna orðið mun vandasam- ara. Fyrr á tíð var uppeldið svo að segja eingöngu í höndum heim ilanna — og væru þau hlutverki sínu vaxin sem uppeldisstofnun, varð uppeldi barnanna eftir því — með ágætum. En heimilin voru vitanlega misjöfn, og börnin guldu þess, ef heimilin voru léleg — og á þetta reyndar við um alla tíma. Fjárhagslega séð er reyr.dar auðveldara fyrir foreldra að aia upp börn sín en áður var, og vill það jafnvel brenna við, að for- eldrar gæti sér ekki hófs í þossu efni. En mesti vandinn, sem foreldr- arnir glíma nú við í uppeldis- málunum eru margvísleg utanað- komandi áhrif — áhrif, sem eru mjög misjöfn. Foreldrarnir fjalla ekki lengur einir um uppeldi barna sinna, skólarnir gera það a. m. k. að hálfu leyti, eftir að börnin en. komin á skólaskyldualdur, og segja má, að þjóðfélagið í heild hafi. rú miklu meiri áhrif á vöxt og viðgang bernanna en áður. Uppeldí þeirra er ’kki takmark- að við vettvang heimilanna og skólanna — þvi miður liggur mér við að segja, þar sem slæm utanaðkomandi áhrif skilja oft eftir dýpri mörk í sál barnsinS en þau góðu. Slík áhrif er ekki hægt að úti- loka. Það er aðeins hægt að þroska börnin til þess að mæta áhrifunum, kenna þeim að velja milli góðs og ills á öllum svið- um. | í þessu efni eru það skólarnir og foreldrarnir sem mega sín mest, og er það því mjög mikíls- vert, að náið samstarf sé railli þessara tveggja aðiia. i Sú nýbreytni hefir nú verið tek in upp við Melaskólann í Reykja- vík, að stofnað hefir verið svo- kallað foreldraráð, er vera skal eins konar tengiliður milli al- mennra foreldrafunda og skóla- stjórnarinnar. Er þetta mjög lofs- verð nýmæli og vonandi tekst það sem bezt í framkvæmdinni, þar sem það er mjög mikilvægt, að fullur skilningur ríki milli þessara tveggja aðila, er fjalla um mótun barnssálarinnar. Leiksýning Menntaskólans. ¥) skrifar: i •VFi „Mig langar til að þakka nemendum Menntaskólans fyrir afbragðsgóða skemmtun á leik- sýningu þeirra s.l. laugardag. Það er langt síðan ég hefi hlegið jafn hjartanlega, enda gleymdi ég öllu veraldarvafstri og gladdist með þessu unga og elskulega fólki, sem bæði var íöngulegt og sýndi ágætan leik. Mér er til efs, að mörg leikfélög geti státað af jafn áferðarfallegri sýningu, enda söng unga fólkið og dansaði af miklu fjöri — og umfrarri allt miðlaði það okkur áhorfendum af j hinni ótæmandi lífsgleði og ioiskvalarsu kæti, sem æskan ’cýr yiir. Vil ég hvetja allt mið- aldra fólk tij að lifa upp æsku sína og-eyJa einni kvöldstund með Men: i taskólafólkinu í Iðnó.“ ■'''*> ** L- ***, j MerkH, n'-m klæðtr I ndil sem þær annars fá frá gróður- moldinni. Það virðist ekki vera almennt kunnugt að víða um heím er þessi aðferð þegar í notkun og það með bezta árangri. Meðal nytjajurta, sem nú eru ræktaðar á þenna hátt er hrís (grjón), kartöflur, mais, tómatar, baunir, kád og aðrar grænmetis- tegundir. NÆGJANLEG UPPSKERA Brezkur sérfræðingur á sviði ræktunar án gróðurmoldar, J. Shalto Douglas að nafni, hefur skrifað ýtarlega grein um þetta efni í tímarit UNESCO, „Cour- ier“, þar sem hann lýsir ræktun- araðferðunum. Hann heldur því m.a. fram, að rækta megi úrvals grænmeti í löndum þar sefn skortur er á frjósömurrí jarð- vegi. Ræktunaraðferðin sé ódýr og fyrirhafnarlítil. Það er ekkii hægt að segja, að þessi ræktun- araðferð sé ný, því í heila öld hafa menn gert tilraunir með að rækta plöntur án gróðurmoldar. En flestar tilraunirnar hafa farið fram í rannsóknarstofum. Það var fyrst eftir að góður árangur hafði fengizt með uppskeru í Kaliforníu, 1919, að menn fóru að gefa þessari ræktunaraðferð gaum fyrir alvöru og láta sér skiljast, að hægt er að rækta matjurtir í stórum stíl á þenna hátt. EINFÖLD OG ÓDÝR ÁHÖLD Ræktun án gróðurmoldar er útbreiddari í Bandaríkjunum en nokkru öðru landi. Enp eru þó> notuð áhöld og aðferðir, sem þykja of dýr og vandmeðfarin. En þar sem tækin eru ódýr og aðferðirnar einfaldari hefur einnig náðst góður árangur. T.d. er mikill hluti tómatframleiðslu. Kaliforníu ræktaður á þennam hátt. J. Shelton Douglas, sem áður er nefndur, fann upp nýja aðferð við þessa ræktun er hann var forstöðumaður rannsóknarstofu fyrir landbúnaðinn í Bengal á Indlandi. Hann fór að nota ein- föld og ódýr áhöld og efni, sem að mestu leyti var fyrir hendi á staðnum. Hann ræktaði t.d. matjurtir í einföldum körum, eða hvaða vatnsþéttu íláti sem var. í vatnið setti hann grjót; eða jafnvel mulda múrsteina og sand. Fæðuefni jurtanna var svo stráð í ílátin og við og við bætt við vatni, ef ekki hafði rignt f nokkra daga. Bengal-aðferðin svonefnda hef ur síðan verið reynd í mismun- andi loftslagi með góðum árangri og hefur aðferðin rutt sér til rúms vegna þess hve hún er ein- föld, ódýr og tiltölulega fyrir- hafnarlítil. HÆGT AD RÆKTA HVAR SEM ER Aðalkostur ræktunar án gróð- urmoldar er meiri uppskera og að hægt er að rækta jurtir á stöðum, sem áður voru ekki fallnir til ræktunar. I borgum má t.d. rækta grænmeti á húsa- þökum, svölum eða garðholum. Aðrir kostir eru ör vöxtur og að plöntusjúkdómar og sníkjudýr eru svo að segja óþekkt fyrir- brigði þegar ræktað ér á þennan hátt. Það er t lítil hætta á arfagróðri, eða öðru iilgresi. — Uppskeruvinna öll er auðveld- ari en með gömlu aðferðinni, eng- in erfiðisvinna. Hægt er að rækta margs konar grænmet: tegundir utan venjulegs gróðrartíma. — Vatnssaggi þekkist ekki, ef þess er gætt, að frárennsli só í 1; ti, engin óhreinindi né lykt. ENGINN MUNUR Á ííRAGÐI Grænmeti, sern ræktað er án gróðurmoldar er v kki öðru vísi á bragðið en það sem i jörð hefur verið sáð og rannsöknir hafs Frh k bls. IX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.