Morgunblaðið - 16.02.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.1956, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 16. febr. 1956 Gifturík forusta í landhelgismálinu ÍJND ANFARN A daga hafa komm únistablöðin halöið uppi stór- yrtum svívirðingum á íslenzku ríkisstjórnina og þá fyrst og fremst íorsætisráðherra og hald- ið því fram, að verið væri að brugga hin mestu svikráð í stggjrsta hagsmunamáli íslenzku þjr^arinnar, landhelgismálinu. Er tilefni þessara svívirðilegu að- dróttana einkum það, að vegna rökf_astrar og skeleggrar máls- isóknar íslendinga og milligöngu efnahagssamvinnustofnunar Evr ópu í París virðast nú nokkrar vonir til þess, að Bretar falli frá löndunarbanni á islenzkum fiski í Bitetlandi. Hafa fulltrúar ís- lenzkra togaraeigenda að undan- föi iiu rætt ýmis atriði varðandi væátanlegar landanir íslenzkra tog^ra í Bretlandi við umboðs- jmejífi brezkra togaraeigenda. Það er ástæðulaust að elta ólar Við kommúmsta, því að málflutn- ingtfr þeirra i landhelgismálinu mótast fyrst og fremst af ofstækis fulhtm fjandskap í garð allrar samvirmu vestrænna lýðræðis- þjóða en ekki af íslenzkum hags- bunum. Staðreyndirnar í land- Ihelgismálinu eru líka svo aug- Ijósar, að þessar ómaklegu árásir þeirra á íslenzk stjórnvöld verða erm <ein ótvíræð sönnun um svik- seiai kommúnista við málstað þjóiáat' sinnar. r. fy. jjpU TURÍK FORUSTA ' Allt frá því, að fyrstu ráðstaf- Itnú' íslendinga til aukinnar frið- Unar fiskimiðanna við strendur íandsins voru gerðar, hefir svo ttel verið haldið á málstað íslend inga í þessu vandasama og við- jkvæma máli, að hvarvetna þar íf.-lMvhin nýja friðunarlína hefir verið rædd á alþjóðavettvangi l-.afá talsmenn íslendinga farið þt<K0 signr af hólrni í rökræðum jbm málið. i| ' Það féH í hlut Ólafs Thors ; sejtn s.iávarútvegsmálaráðherra B.jarna Benediktssonar sem ntani ikisráðhet ra, að hafa i femstu um stækkun friðunar- svæðisins og marka þá stefnu í þessu mikla hagsmunamáli íslendinga, sem fylgt liefir verið síðan. Sú stefna hefir re.vnzt svo farsæl og byggð á svo traustum grunni, að eng- t inn hefir treyst sér til að vé- fengja aögerðir íslendinga ‘ fyrir alþjóðlegum dómstóli. | Það gegnir því mikilli furðu, þegai þær sakir eru nú bom- ar á Ólaf Thors, að hann sé að svíkja þann xnálstað, sem hann hefir allra manna mest bari^t fyrir á Uiiuaftförnum árum. íslejndingar hljóta að skilja J»að að alla sína sjálfstæðisbar- áttu verða þeir að heyja á grund velli laga og réttar. Þegar frið nnarlínan var ákveðin, var það •gert í samráði við færustu sér- fræðinga í alþjóðarétti, bæði inn- lenda og erlenda. Forustumönn- um þjóðarinnar var það Jjóst, að lítil þjóð, sem á tilveru sína und- ir bví að réttur ráði í samskipt Um þjóðanna, gat ekki neitað að leggja gildi ráðstafana sinrta und ir úrskurði alþjóðlegs dómstóls. 3Það mátti því ekki horfa á það eitt, hvað íslendingar vildu sjálf- ir helzt, heldur varð að gæta þess, að ekki væri hægt að ó- iinerkja aðgerðir þeirra, því að íþá var betur heima setið en af stað farið. Það hefir aldrei verið litið á nýju friðunarlínuna sem loka mark í landhelgismálinu, heid í; ur aðeins mikilvægt spor í þá átt að friða fiskimiðin við strendur landsins fyrir ofveiði. Það hefir því engum hug [; kvæmzt að semja um það að láta mður falia frekari kröfur íil stærri landhelgi gegn af- námi löndunarbannsins i Bret- landi. Það kemur ekki til neinna niála að s!á afj’^ttjh*t- um kröfpilíi** ‘ísénuinga til ( stærrí landhelgi gegn einum né neinum fríðs. cíum á öðrum sviðum. Kommúiiistar viniia gegn hafis- munum éslenzku þjóðarinnar SKYNSAMLEG STEFNA TRYGGIR ÍSLENDINGUH SKILNING ANNARRA ÞJÓÐA Bretar neituðu að viðurkenna hina nýju friðunarlínu, en tókst ekki að finna neina þá veilu í aðgerðum íslendinga, að þeir treystust til að óska eftir að málið færi fyrir alþjóðadómstól- inn. Brezkir útgerðarmenn hófu þá sitt illræmda löndunarbann, sem síðan hefir staðið. Það hefir þó ekki orðið íslendingum til þess tjóns, sem brezkir útgerðar- menn hafa án efa vonað, en hins vegar spillt mjög vinsamlegri sambúð þjóðanna. íslenzka ríkisstjórnin tók málið upp í efnahagssamvlnnu stofnuninni í París og benti með skýrum rökurn á það, hversu iöndunarbann Breta bryti í bág við þá samvinnu, sem stofnuninni væri ætlað að stuðla að. Efnahagssamvinnu- stofnunin hefir siðan látið mál ið nokkuð til sín taka og skip að sáttanefnd, sem rætt hefir við báða aöila, og þykja nú horfur á því, að brezka stjórn- in muni vilja beita áhrifum sínum við brezka útgerðar- menn nm að falla frá löndun- arbanninu, ÁN ÞESS AÐ ÍS- LENDINGAR ÞURFI AÐ HVIKA HÁRSBREIDD FRÁ SINNI STEFNU. Þjóðviljinn hefir látið sér sæma að varpa brigsiyrðum að sendiherra íslands í París, Pétri Benediktssyni, í sambandi við aðgerðir hans i þessu máli. Sendi herrann hefir auðvitað ekki gert annað í málinu en íslenzka ríkis- stjórnin hefir falið honum, en það er óhætt að fullyrða, að hin prýðilega málssókn hans í efna- hagssamvinnustofnuninni hefir átt rikan þátt í að tryggja íslend- ingum samúð bandalagsþjóðanna og sannfæra Breta um það, að þeim væri ekki stætt á sinni af- stöðu. Hefir sendiherrann notið aðstoðar Hans G. Andersen, þjóð- réttarfræðings, sem allra manna bezt hefir kynnt sér réttarstöðu íslendinga í landhelgismálinu og verið aðalráðunautur ríkisstjórn- arinnar í málinu. Brigslyrði í garð þessara ágætu fulltrúa ís- lands eru því í senn ómakleg og lítilmannleg. LANDHELGIN EKKI SÁMNINGSMÁL Kommúnistar hafa haldið því fram, að íslenzka ríkisstjórnm væri að semja við Breta um und- anslátt í landhelgismálinu gegn áfnámi löndunarbannsins og jafn vel að íslenzkir útgerðarmenn kæmu þar fram í umboði ríkis- stjórnarinnar. Ríkisstjórnin hefir fyrir skömmu lýst því afdráttar- laust yfir í Alþingi, að ekki kæmi til mála að hvika um skref frá þeim friðunarráð- stöfunum, sem gerðar hafa verið. Hvorki friðunarráðstaf- anirnar né íslenzk landhelgi yfirleitt er samhingamál við neina einstaka þjóð, heldur hlýtur að byggjast á lífshags- mununi íslenzku þjóðarinnar og alþjóðlegum réttarreglum. Barátta íslendinga á aibióða- vettvangi verður því við þáð raiðuð að fá alþjóðlega viður- kenningu á þeirri landhelgi, sem íslendingar telja sig með réttu eiga. Viðræður Lslenzkra útgerðar- manna nú við brezka stéttarbræð ur sína eru um það eitt, hvaða reglum skuli fylgt við fiskland- gnir íslenzkra togara í Bretlandi, ef löndunarbaí\r>in.um verði af- létt, ER ÍSLF.NZKUR MÁLSTABUR KOMMÚNISTUM EINSKIS VIRÐI? íslendingar haía tryggt sér samúð á alþjóða vettvangi með því að halda skynsamlega og af festu á þessu viðkvæma hags- munamáli sínu, og það er þjóð- inni lífsnauðsyn, að svo verði gert áfram. Á vettvangi Samein- uðu þjóðanna er við ramman reip að draga, því að áhrifamiklar þjóðir vilja fá settar alþjóðlegar reglur, sem mjög brjóta í bág við okkar hagsmuni. Með skynsam- legum málatilbúnaði íslendinga hefir tekizt að koma í veg fyrir samþykkt tiilagna, sem væru okkur óhagstæðar, en það er rétt að gera sér grein fyrir því, að enn er enginn lokasigur unninn á þeim vettvangi. Sigur hins íslenzka málstaðar er því háður, að við tryggjum okkur fylgi nægilega margra þjóða. Það fylgi fáum við því að- eins, að við höldum af skynsemi á okkar málstað, en flönum ekki út í vanhugsaðar aðgerðir, sem geta eyðilagt það, sem áunnizt hefir. Stórveldi geta leyft sér að lýsa yfir svo og svo stórri land- helgi og varið hana í krafti sinna vopna, en íslendingar verða að byggja sínar ráðstafanir á réttar- grundvelli. íslenzkir kommúnistar hafa með skrifum sínum að undan- förnu sýnt, að íslenzkir hags- munir eru þeim einskis virði. Þótt auðið kunni nú að vera að fá Breta til að falla frá löndunarbanninu, án þess að í nokkru sé hvikað frá friðun- arráðstöfununum og íslend- ingar fari þannig með fullan sigur af hólmi úr þessari löngu og leiðu rieilu, þá fara komm- únistar hamförum gegn slíkri lausn. Hafa þeir blátt áfram lýst því yfir, að það væri ó- gæfa fyrir Íslendínga, ef dcil- an leystist. Ef fara ætti að orð- um kommúnista nú, myndi það leiða til þess, að íslend- ingar misstu samúð allra vest- rænna þjóða. Ef til vill er það einmitt þetta, sem kommún- istar vilja, en þeir mega vita það, að íslenzka þjóðin hugs- ar á annan veg. Steingrímur Steinþórsson, landbúnaðarráðhcrra, í ræðustól við setningu búnaðarþings. T. v. er form. Búnaðarfél. íslands, Þor- steinn Sigurðsson, en t. h. Páll Pálsson frá Þúfum, annar ritara þingsins. -BÚNADABHNG Námkeið hjá Sam- einuðuþjáðuMffl! NÁMSKEEE) verður haldið i New York á vegum Sameinuðu þjóð- anna um starfsemi þeirra, dag- ana 6. apríl til 26. maí næstkom- andi. Ætlazt er til að þáttakend- ur séu opinberir starfsmenn á aldrinum 25—35 ára og séu vel að sér í ensku eða frönsku. Sérhver þátttakandi námskeiðs ins fær 340 dollara styrk frá Sam einuðu þjóðunum. Að öðru leyti verður hann sjálfur að kosta ferð sína. Umsóknarfrestur er til 21. þ.m. Utanríkisráðuneytíð vcitir frekari upplýsingar. (Frá utanríkisráðuneytinu) Nefnd gjsfar Jóas Sigurðssonar kjörin í GÆR fór fram í Sameinuðu þingi Kosníng verðlaunanefndar gjafar Jóns Sigurðssonar, þriggja manna, samkvæmt reglum um gjöf Jóns Sigurðssonar frá 16. okt. 1912. Fram komu tveir listar. A-listi sem á voru Þorkell Jóhannesson og Þórður Eyjólfsson og B-listi, sern á var nafn Matthíasar Þórð- arsonar. Þar sem ekki voru borin fraih nöfn fleiri manna en kjósa skyldi, lýsti forseti þá alla réttkjöma. Frh. af bls. 1 mörg merkustu mál landbúnað- arins, sem nú væru orðin að raun véruleika, hafa verið fyrst rædd á þingum Búnaðarfélags íslands og gat þar laganna um í’æktun og húsagerð í sveitum landsins. Formaður ræddi og nokkuð um styrki þá, er atvinnuvegir þjóð- arinnar yrðu nú aðnjótandi. — Ræddi hann um lán það, er bændur á Suður- og Vesturlandi hefðu hlotið á þessum vetri og leiðrétti þann misskilning, er virðist haaf komið fram, að þarna væri um styrk til bænda að ræða, en ekki lán. Að lokum bar Þorsteinn fram þá ósk að þetta búnaðarþing mætti leysa öll vandamál sín vel og farsæl- lega, og ságði þingið sett. LANDBÚNADARRÁÐHERRA ÁVARPAR ÞINGIB Þá ávarpaði Steingrímur Stein- þórsson, landbúnaðarráðherra, þingið og bauð fulltrúa vel- komna. Kvaðst ráðherrann ekki mundi ræða einstök mál land- húnaðarins að þessu sinni. Hann ræddi um að velgengni þjóðfé- lagsins og velfarnaður væri háð- ur landbúnaðinum nú eins og hann hefði alltaf verið frá upp- hafi íslandsbyggðar, þótt hann nú á 8Íðari áratugum væri ekki eins snai' þáttui' í þjóðarbúskapn- um og áður var, þegar hann var eini atvinnuvegur landsmanna. Ráðherra minntist á erfiðleika I landbúnaðarins s.l. sumar. Sagði hann að menn lærðu af erfiðleik- I unum og ættu að læra af þeim. Kvað hann óþurrkasumarið m.a. kenna mönnum það, að hafa þyrfti geymslur fyrir vothey, sem nota mætti í óhagstæðu tíð- arfari, þótt ekki væru þær not- aðar árlega, og sagði hann að um þetta hefði ekki verið gætt nægr ar forsjálni. Landbúnaðarráðherra kvað Is- land vera matarframleiðsluland og útflutningsverzlun þe_ss byggð ist á matarútflutningi. Á s.l. ári kvað hann hafa verið hafizt handa um útflutning landbúnað- arafurða að nýju og kvað hann ástæðu til þess að fagna þvi. — Hér þarf að vera hægt að vinna að útflutningi landbúnaðaraí- urða á sama verðlagsgrundvelli og við sömu útflutningsskilyrði og aðrar útflutningsafurðir lands manna, sagði ráðherra. — Hann kvað tækniþróun landbúnaðarins vera einn mikilvægasta liðinn í framvindu þessa máls. Hann lauk máli sínu með því að benda á að hinir sérmenntuðu starfsmenn landbúnaðarmálanna yrðu að vera á verði og fylgjast með tækninýjungum og flytja þær hingað og reyna þær hér. í dag kl. 4 síðdegis munu bún- aðarþingsfulltrúar sitja boð land búnaðarráðherra í Þjóðleikhús- kjallaranum. KOSNIR FORSETAR OG NEFNDIR Kl. 2,30 í gær var fundur sett- ! ur að nýju og láu fyrir honum forsetakjör og nefndakjör. For- maður Búnaðarfélags íslands. er sjálfkjörinn forseti þingsins., Fyrsti varaforseti var kjörinn . Pétur Ottesen, alþingismaður og annar varaforseti Gunnar Þórð- arson frá Grænumýrartungu. Þá voru kosnir ritarai' þingsins, Páll Pálsson frá Þúfum og Hafsteinn Pétursson, Gunnsteinsstöðum. Kjörbréfanefnd skipa: Einar ÓI- afsson, Páll Pálsson, Ásgeir Bjarnason, Hafsteinn Pétursson og Jóhannes Davíðsson. Fjárhags nefnd skipa: Jón Sigurðsson, Einar Ólafsson, Páll Pálsson, Helgi Kristjánsson, Garðar Hall- dórsson, Guðmundur Jónsson og Benedikt Grímsson. Jarðræktar- nefnd: Kristinn Guðmundsson, Ásgeir Bjamason, Sigurgi-ímur Jónsson, Egill Jónsson, Hafsteinn Pétursson og Þorsteinn Sigfússon. Búfjárræktarnefnd: Baldur Bald vinsson, Sigurbjartur Guðjóns- son, Jóhannes Davíðsson, Kristj- án Karlsson, Sigmundur Sigurðs? son og Sigurður Snorrason. Alls- herjarnefnd: Guðmundur Er- lendsson, Sveinn Jónsson, Ketill Guðjónsson, Jón Gíslason, Gunn- ar Guðbjartsson og Benedikt H. Líndal. Reikninganefnd: Guð- mundur Jónsson, Jóhannes Davíðsson og Þorsteinn Sigfús- son. Skrifstofustjóri bingsins er Ásgeir L. Jónsson ráðunautur. Á fundinum í gær voru auk kosninganna lögð fram 8 mál, sem munu verða rædd á næstu fundum þingsins. Næsti fundur er boðaður kl. 10 f h. í dag og mun Benedikt Gísiason frá Hof- teigi þá flytja erindi. Betri afli þeirra, er KEFLAVÍK, 15. fetarúar: — Afli bátanna var sæmilegur í dag frá 5 til 1214 lest. Hæscir voru Hilm- ir, Keflavík með 12% lest, Guð- mundur Þórðarson, Garði með 11% lest, Geir, Keílavík 10 lestir og Nonni, Kefiavík 10 lestir. All- margir vóru með um 9 lestir. Allmargir bátar beita nú smokkfiski og er aíli þeirra áber andi -meiri en þeirra er beita síld, getur munað allt ao þrem lesturu á sömu slóðum. — Ingvar. Góður afli NESKAUPSTAÐ, 35. febrúar: —' Goðanes landaði hér í gær og | dag, 346,500 kg. af fiski. Fóru um 200 lestir í frystingu og afgang- urinn í herzlu. Aflinn veiddist á 8 sólarhringum á Austf jarða- niiðum. Goðanes fer á veiðar á somu sló&Lr í kvöld. Skipstjóri á skipinu er Magnús. Gíslason. Heildarafli skipsins á þessu ári er orðinn tæpar 8Ö0 lestir. _Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.