Morgunblaðið - 16.02.1956, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.02.1956, Blaðsíða 12
12 MORGVN BLAÐIÐ Fimmtudagur 16. febr. 1956 - Kekkoneo 99á Frh. af bls. 1 Sylvi Salome Uino, dóttur síra Kauno Edvards Uino og k. h. Emilíu Stenberg. Þau eiga tvö böm, tvíburana Matti og Taneli. Dr. Kekkonen varð stúdent 1919 og lauk embættisprófi í lög- fraeði 1928. Var hann lögfræðing ur bændafiokksins 1927—31 og fulltrúi landbúnaðarráðuneytis- ins 1933—36. Á þingi hefur hann setið síðan 1936. Var hann fyrsti varaforseti þingsins 1946—47 og þingforseti 1948—50. Hann hefur gegnt þessum ráð- herraembættum: dómsmálaráð- herra og vara-innanríkisráðherra 1936— 37, innanríkisráðherra 1937— 39, forstöðumaður fólks- flutninga 1940—43, dómsmálaráð- herra 1944—46, forsætisráðherra og innanríkisráðherra 1950—51, forsætisráðherra 1951—52, for- sætis- og utanríkisráðherra 1952 -—53, forsætisráðherra 1953, utan- ríkisréðherra 1954 og forsætis- ráðherra síðan haustið 1954. Hann hefur auk þess átt sæti í bankastjórn Finnlandsbanka síð- an 1946 og í stjórn íþróttasam- bands Finnlands 1929—31 og 1931—47. Enda þótt dr. Kekkonen sé ekki formaður bændaflokksins, þá hefur hann síðan ófriðnum lauk verið aðalleiðtogi hans, enda hef- ur hann aukið mjög fylgi flokks- ins. Dr. Kekkonen er mikill ræðu- maður og kunnur rithöfundur. Auk doktorsritgerðar sinnar, sem fjallar um kosningarétt til sveita stjóma, hefur hann skrifað fjölda greina fyrir blöð og tímarit, þ. á. m. greinaflokka undir dulnefninu „Pekka Peitsi“. Hann hefur verið í hópi nánustu samverkamanna Paasikivi forseta og mikill stuðn ingsmaður hinnar svonefndu „Paasikivi-stefnu“, þ. e. að halda uppi vinsamlegum samskiptum við Ráðstjórnarríkin án þess þó að fórna nokkru af landsréttind- um. Dr. Kekkonen er skapfastur maður og stefnufastur. Engu að siður hefur hann oft og tíðum J neyðzt til að breyta gegn vilja flokksbræðra sinna, þegar erfitt I hefur reynzt að mynda stjóm. | Margir íslendingar eru kunn- j ugír dr. Kekkonen Og munu I fagna því, að hann hefur nú val- | izt til forseta Finnlands. Meðal kunningja hans eru bæði stjóm- málamenn íslenzkir og íþrótta- menn, en íþróttamálefni hefur hann löngum látið sig miklu skipta. Hann hefur, auk fjöl- margra æðstu heiðursmerkja, innlendra og erlendra, einnig ver ið sæmdur stórkrossi iþrótta- manna, en hann bera einungis tveir menn, j Frú Sylvi Kekkonen er kona hámenntuð og aðlaðandL Er hún kunn sem rithöfundur fyrir greinasöfn og srnésögur, sem þykja frábærar að máli og stíl. - Rannsóknarstofa Frh. af bls. 0 að hann þurfi að hafa fastan að- stoðarmann, sem gæti þá verið t. d. verkfræðistúdent. Reksturs- koetnaður þessarar rannsóknar- stofu myndi tæplega fara yfir 100 þúsund krónur á ári, að því er talið er, og eru þá meðtalin verkfræðingslaun. Er hér um hið merkasta mál að ræða og mun það hafa í för með sér aukíð öryggl í sambandi við notkun inn- lendra byggingarefna. Císli Einarsson héraðsdóinslihrmaður. Málflutningsskrifstofa. Laugavegi 20B. — Sími 82631. Kristján Guðlaugsson hæstaréttarlö imaður. ('i ,Peíia vil ég heyra“ — var ágæt skenamtun ÞAÐ var ekki fullskipaður salur Austurbæjarbíós í fyrrakvöld er 30 manna sinfóníuhljómsveit und ir stjórn Jans Moraveks lék létt- ari klassiska tónlist og létt lög með aðstoð ýmissa ágætra söng- krafta. En vonandi verður það ekki til þess, að tónleikar sem þessir verði ekki aftur haldnir hér, því hér hefur verið farið inn á braut sem áreiðanlega á vin- sældum að fagna og gæti orðið fastur og góður liður í skemmt- analífi bæjarbúa. „Þetta vil ég heyra“ var nafn tónleikanna og er það sannnefni. Bæjarbúar — hin breiða fylking þeirra — vilja heyra slík lög sem þessi. Efnisskráin var tvískipt. I hin- um fyrra helming hin klassiskari lög undurfögur og skemmtileg. Það byrjaði á „Sögum úr Vínar- skógi“ og endaði á „Elddansin- um“. Innan þess ramma voru svo unaðsleg lög sem „Claire du Lune“ og sönglögin sem þau Vincenzo M. Demets og Svanhvít Egilsdóttur sungu við ágætar undirtektir. En hápunktur söng- kafla tónleikanna var er þau sungu duett í Musica prohibita. í hinum síðari kafla tónleik- anna voru hin léttari lög, — þrjú lög Gershwins, nýtt lag eftir Ingi björgu Þorbergs og dægurlagið „Love me or leave me“. í þessum þætti tónleikanna lék Carl Billich einleik á píanó með hljómsveit- inni og söngkonurnar Hanna Ragnarsdóttir' og Ingibjörg Þor- bergs komu fram. Var söngur Ingibjargar áferðarfagur og gott lokaatriði þessarar ágætu skemmt unar. Jan Moravek á þakkir skildar fyrir framtakið, „Þetta vil ég heyra“ 'var góð skemmtun og von Jans rættist, sem hann lét í ljós í upphafi skemmtunarinn- ar — skemmtunin var auk þess að vera fyrir eyrað, „eitthvað fyrir hjartað“. Mætti verða fram- hald á slíku Og þá yfirvinnur hljómsveitin, sem skipuð er svo ágætum einstaklingum, þann litla galla sem á henni var í fyrrakvöld — en hann var, að mciri samæfingu hefði þurft. - Bílaslyrkleiki Framh. af bls. 9 þingheimi nú þegar upplýsingar um hver þessi opinberi starfs- maður væri. Það væri nauðsyn- legt, því að slíkt væri sviksam- legt og refsivert athæfi. Slík svik mættu ekki viðgangast. Bergur kom aftur upp í ræðu- stólinn og nú reiðilegur og skömmustulegur. — Ég neita al- gerlega að segja hver þessi opin- beri starfsmaður er. Ég segi það bara þegar mér sýnist. Og ég skal segja ráðherranum það þeg- ar enginn annar heyrir. Á EKKI AD VERA LEYNDARMÁL Morgunblaðið telur, að það eigi ekki að vera neitt leynd- armál milli Bergs Sigurbjörns sonar og Eysteins Jónssonar, ef einhver opinber starfsmað- ur vinnur slíkt sviksamlegt athæfi. Furðar blaðið að þessi réttlætiskempa, þing- maður Þjóðvarnar, skuli nú ætia að hylma yfir slík svik. Eða var þessi þing- maður aðeins rétt einu sinni með Gróusögu og lyga- sögu, sem hasin getur ekki staðið við? ♦ ♦ ♦ D ♦ ♦ Dezt að acglýsa í ♦ ♦ ♦ ♦ Morgunblaðinc * ♦ ♦ •♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*• Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan Munið spilakvöldið í kvöld í Breiðfirðingabúð (uppi) kl. 9. Spiluð verða 36 spil. Fjölmennið! Skemmtinefndin. 8. landsþing Slysavarnafélags íslands, hefst í Reykjavík sunnu- daginn 22. apríl n. k. Stjóm Slysavarnafélags íslands. REVÍU-KABARETT ÍSLENZKRA TÓNA sem hefst 15. marz — Efmr til samkeppni mcðal íslenzkra dægurlagahöfunda 011 Nf ÍSLEiK DÆGUBLÖG Verða véitt þrenn verðlaun fyrii beztu lögin 1. Verðlaun kr 1.000.00 2. Verðlaun kr. 500.00 3. Verðlaun kr. 200.00 Verða leikin 5 dægurlög á hverri sýningu REVYU- KABARETTS ÍSLENZKRA TÓNA er hefjast 15. mar/, og munu áhorfendur grciða atkvæði um lögin. Það er skilyrði fyrir þátttöku í kcppninni að lögin hafi ekki verið flutt opinberlega áður Lögin skulu sendast til íslenzkra Tóna, Laugaveg 58. ekki síðar en 5. marz, og er nægilegt að laglína sé upp- gefin, æskilegt væri að ljóð (texti) fylgdi laginu. Nafn höfundar og heimilisfang skal fylgja í lokuðu um- slagi, sem sé merkt á sama hátt og lag það, sem sent er. Ölliun er heimil þátttaka í þessari kcppni. RfVÍU-KABARETT ÍSLEM2KRA TÍA LAUGAVEG 58 Samtök herskálabúa /* > ARSHATIÐ félagsins verður haldin að Aðalstræti 12 laugardaginn 18. febrúar klukkan 9 síðdegis. Skemmti atriði: 1. Ávarp 2. Karl Guðmundsson, leikari, skemtir 3. ? 4. Dans Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. Skemmtinefndin. Bátavélar til sölu 2 nýjar 20 ha. BUKH DIESEI, bótavélar eru til sölu. Upplýsingar hjá MAGNÚSI Ó. ÓLAFSSYNI Hafnarhvoli — Sími 80773 Sjálfstæðismenn Kópavogi Spilak¥öld Sjálfstæðisfélaganna verður í Tjamarcafó næstk. fimmtudag 16. febr. kl. 8,*9 e.h. Skemmtinefndiruar. MARKfs Eftir F.d Tlodd .v- MAJQS, VQy KEMEMSER - öiGVENS?.„MAJOR.l\ OLD ANDV. THE SAINT WE AAH4 TRAILm.THANÍC J U5ED ON VhE ALEUTIAN&- oNfCE TD TT LK J WELL, HE'S IN TROUBLE, AND HERES WHAT l WANTL. W" k DONT/Btó^tó' li! 'ANCVlSEE BLTT ONE< BERT/;,.,.AN&) WASNT y SET OF \ THEY'fiE ONLY Tf TRACKS MARK/ ) ANDY'S/ SOMEBODV lil.ZT Af) AVGLÝSA I MORGVlSBLAÐim 1) — Hrólfur, komdu sál'il og 3) — Það er gott, Markús, að blessaður, þetta er Markús. þú hefur funcíið spor eítir aðra 2) — Þú manst eftir honum hunda í Þyrnirósarlundi. Anda. Nú er hann i lí’'"F'Pítu, 1 — Já, það sannar, að Andi var — Já, hvsð er þetta, og þetta ekki eini hundurinn þar. eru sporin eftir Anda. Einhver 4) — En ég sé ekki för nema hefur máð hin sporin út. eftir einn hund. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.