Morgunblaðið - 16.02.1956, Page 8

Morgunblaðið - 16.02.1956, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 16. febr. 1956 _»t*. d.í. Arvakur, Keykjavi* rramkv.stj.: Sigfús Jónsson Kitstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgtsarm.> Stjó.mmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason írá Vlg8%. LiMbók: Ami Óla, »ími 8041. Auglýsingar: Árni Garðar KristinaKm. Ritstjóm, auglýsingar og aígraiðaim: Austurstræti 8. — Sími 1600. áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði tnnanlamda. * iausasölu 1 króna eintakið UR DAGLEGA LIFINU Hrópin um niðurrif FY R I R nokkru var skýrt frá því hér, að verkalýðssam- band Svíþjóðar hefði eftir ýtar- lega hagfræðilega rEuuisókn fall- izt á það þar í landi, að ekki væri grundvöllur fyrir meira en 2— 3% kaupgjaldshækkun. Hafði Þó um nokkurt árabil engin kaUphækkun farið þar fram. Var bent á að furðu mikill munur væri á viðhorfum verkalýðssam- bandanna í Svíþjóð og hér á landi, þar sem gerðar voru kröf- ur um 60% kauphækkun. En miklar líkur benda til þess að stefna hins sænska verkalýðs- sambands hafi orðið affarasælli en hin ábyrgðarlausa kröfugerð kommúnista hér á landi. í Sví- þjóð er lögð áherzla á það, að kjarabæturnar séu raunhæfar, en hér á landi var það vitað mál allra að afleiðingin yrði verð- bólga, sem launþegarnir bíða mest tjón af. Nú er það athyglisvert, að Al- þýðuflokksmenn eru áhrifamest- ir í hinu sænska verkalýðssam- bandi. Og hver sem kynnist lands högum þar mun sjá að barátta þeirra gegn verðbólgu og rýrn- un hinnar sænsku krónu hefur orðið sænskri alþýðu til hinna mestu hagsbóta. Hér á landi er framkoma Alþýðuflokksins allt önnur. Sjálfir vita forustumenn og fylgismenn flokksins, að stefna sú, sem Svíar hafa í þessum málum er affærasæl- ust fyrir alþýðuna. En samt fara þessir menn út í skef ja- laust áróðurs- og æsingakapp- hlaup við kommúnista. Að vísu er það ekki undarlegt, þó að ólukkufugl flokks þessa gangi til leiks með komm- únistum í þessum æsingum, því að sjálfur er hann jafnvel ábyrgðarlausari og æstari en margir kommúnistarnir. Hitt gegnir furðu, að marg- ir íhuguili menn flokksins skuli láta teyma sig út í þann æsta leik yfirboða í áróðri, sem þeir þó sjá allir að er engum manni þessarar þjóðar tíl góðs. En svo mikið er hugleysið í þessum mönnum, sem þó hafa st-undum sýnt, að þeir vilja ekki sundrungu þjóðfélagsins, að þeir þora ekki að segja mönnum sann- leikann. Þvert á móti tóku þeir upp á því óheillabragði í kjark- leysi sínu að fara út í kröfu- kapphlaupið við kommúnista. Sérstaða Alþýðu- flokksias Nú upp á síðkastið hefur þó borið á því að Alþýðuflokkur- inn þori að taka aðra afstöðu en kommúnistar í einu máli. — Þeir hafa sem sé lýst því yfir, að þeir muni af heilindum styðja verðlagsefíirlit, svo að kaup- sýslumönnum og kaupfélögum haldist ekki uppi að auka verzl- unarálagningu í sambandi við kommaskattana, sem nú leggjast é ýmsar vörur. Þetta er allmikil- vægt og sýnir, þegar til kastanna kemur, að Alþýðuflokksmenn eru þó ekki sviptir öllu siðferði og vilia þó innst inni reyna að í gæta hagsmuna a’býðunnar. Hjá kommúnistum kveður hins vrgar við allt anrian tón. .. i;*ráít fyrir |iað. aðfi þeir hátíJ' stundpm þótzt taísmenn verð- Íagseftir'its, þegar slíkt hefur j hentað rólitískum áróðri þeirra, hafa þeir nú allt á homum sér þegar minnzt er á verðlagseftirlit. Þvert á móti reyna þeir nú að gera verð- lagseftirlitið tortryggilegt og eru stöðugt að birta flugu- fregnir og gróusögur um að hækkanir þær sem nú skella yfir stafi af öðru en komma- sköttunum. Á það hefur verið bent hér, að í skrifum kommúnistablaðs- ins komi fram mjög sérkennileg tilhneiging til að skapa öfund meðal kaupmanna innbyrðis og hvetja þá til að hækka vörumar meira en leyfilegt er. Á þessu sviði eins og sviði verkalýðs- málanna reyna kommúnistar að koma á stöðugum víxlhækkun- um. Einmitt í þessu er fólgin hætta sú, sem almenningi stafar af verðbólgunni. Það er að þeir kaupsýslumenn, sem ekki eru sterkir á svellinu í heiðarlegri kaupsýslu, noti sér verðbólgu til að auka álagninguna. En svo undarlega ber við að kommún- istarnir vilja ekki berjast gegn þessari hættu heldur þvert á móti ýta undir hana. ALMAR skriíor Afmæliserlndið. SUNNUDAGINN 5. þ.m. flutti Magnús Jónsson, guðfræðipró- fessor erindi um þátt kristninnar í sögu íslands. Var það fjórða er- indið í afmæliserindafl. útvarps- ins. Eins og fyrirsögn erindisins ber með sér, fjallaði prófessorinn um þann mikla og víðtæka þátt, er kirkja og kristni í landi hér hefur átt að því frá fyrstu tíð að móta sögu lands og þjóðar. Kom prófessorinn víða við í erindi sínu, sem var bæði fróðlegt og skemmtilegt, enda hann einn af lærðustu guðfræðingum landsins og hefur lifandi skiln- ing á sögu þjóðarinnar. Jóhann Húss — o. fl. ÞETTA sama kvöld flutti Óskar Magnússon, sagnfræðingur frá Tungunesi, erindi um tékknesku trúarhetjuna Jóhann Húss. Var erindið ágætlega samið og prýði- lega flutt. Síðar um kvöldið kom svo Jón Þórarinsson með verðlaunakross- gátuna „Langs og þvers“, sem margir hafa gaman að. Var fyrir- komulagið nú með öðrum hætti en í fyrsta sinn, að því leyti, að nú voru það hlustendur sem áttu að glíma við gátuna. Er ekki vafi Jrá átuarfjimA í áúíuátu uihu, á því að margir hlustenda hafa spreytt sig á ráðningunni og hugsað gott til vinningsins. Um daginn og veginn. ANDRÉS KRISTJÁNSSON blaða maður, flutti mánudaginn 6. þ.m, þáttinn um daginn og veginn. Margt athyglisvert bar á góma í ræðu hans, en einna athyglis- verðast það, sem hann hafði eftir einum reyndum og mætum hag- fræðingi vorum, að reynslan hefði um áratugi sýnt það og sannað að við gætum ekki þjarg- ast fjárhagslega af eigin ágætum, heldur hefði okkur jafnan, er í óefni var komið, borist hvalrekar, sem hefðu bjargað okkur út úr ógöngunum. Nefndi hagfræðing- urinn ekki færri en átta slíka hvalreka á stuttum tima, þeirra á meðal tvær heimsstyrjaldir. — Ekki lýsa þessi orð hagfræðings- ins mikilli bjartsýni, eða trú á þjóðina, en óneitanlega gefa þessi ummæli tilefni til alvar- legrar umhugsunar ekki sízt nú Niðurrifsmenn kallaðir til starfa Staffreyndin er hins vegar sú, aff á engri vörn hafa kanp- sýslumenn enn notað tæki- færið við skattahækkunina til að bæta sinn hlut. Hækkanir þær, sem nú hafa orffið, nema kommaskattinum og engu öffru en honum. Ekki er hægt aff benda á dæmi þess aff hækkanir síffustu daga stafi af hækkaðri álagningu, heldur er hér eingöngu um aff ræffa skattana vegna fjáröflunar til framleiðslusjóðs og til ríkis- sjóffs, en þessi tekjuöflun er bein afleiffing af skemmdar- verkum kommúnista sjálfra. Það er víst að flestir kaup- sýslumenn sýna fulkominn heið- arleik í þessum málum. En eins og ætíð er í hverri stétt geta þeir menn verið, sem ekki eru nógu sterkir á svellinu og einnig hef- ur verið sýnt fram á það að verzlunarfélag það, sem segist vera eign almennings, ber svo mikið rekstrartap, að það gæti haft mikla tilhneigingu til að hækka álagningu. Komma skattamir Kaupmönnum almennt hlýt- ur aff verffa þaff mikiff aðhald, aff þeir sjálfir munu skilja, aff þeir mega ekki frekar en affrir gera óraunhæfar kröfur til efnahagskerfis þjóffarinnar. Hver sá kaapmaffur, sem bregzt skyldu sinni og reynir aff ávinna sér of mikinn hagn- aff, yrffi sjálfur aff greiffa þaff dýrkeyptu verffi og slíkir menn verffa aff skilja þaff, aff þeir raffa sér upp hvergi ann- ars staffar en viff hliffina á niðurrii'smönnunum. Meff gróu sögunum í Þ jóffviljanum aff undanförnu > i kommúnístar aff kalla slíi meim tv'i starfa til aðsteðar viö liffurrif þjóff- félagsins. Þ’ff -ir ótrúlegí að mr.rgir sinoi «jví kalíi, En ejbtm^r sá lærdómur æm menn getá drégiff af “i ,im- komu. kommúnista í þessu máli. Þá gildir einu þótt al- þýffa lands s biffi týón.- Tíí'- gangurinn < !, sem hekar-öll mefföl er sun. ung og niðurrif1 íslenzks þjoff; Jags. VeU ancíi ilripar: Ferlega Ijótt leiktjald CATO gamli“ skrifar: „Kæri Velvakandi! — Ég brá mér á dögunum í Iðnó gömlu til þess að sjá Galdra-Loft. Ætl- un mín er ekki að fara að leik- dæma þetta ágæta verk Jóhanns Sigurjónssonar. Þó get ég ekki látið hjá líða í leiðinni að þakka þeim Ernu Sigurleifsdóttur og Gísla Halldórssyni fyrir ágæta túlkun á þeim Steinunni og Lofti. Ég er nú búinn að lesa flesta leikdómana og mér þykir þeir upp og ofan, eins og gengur. Eitt er það. sem þeir ágætu leikdómarar hafa gleymt að minnast á, og það er nýja sviðs- tjaldið, sem nú í fyrsta sinn var dregið frá á frumsýningu leik- ritsins. Þetta tjald er svo hroða- lega ljótt og ósmekklegt, að ég dreg í efa, að nokkurn tíma hafi önnur eins ómynd verið hengd upp í höfuðborg okkar fslend- inga. Á dökk-sæ-grænu tjaldinu hefur verið komið fyrir skrauti, sem er svo mikið fyrirferðar, að það þekur meira en helming tjaldsins að hæðinni til. Skilst manni helzt að skrautið eigi að tákna tré!!! Trén eru með brún- leitum stofnum og er eins konar risalaufum komið fyrir á stofn- unUm sjálfum!! Um lit laufanna eru menn ekki sammála, en einna helzt virðast þau hafa átt að vera gyllt, en svo virðist sem að minnsta kosti 30 ára skítur hylji gyllinguna. Neðan til á tjaldinu er svo komið fyrir grá- um bótum, sem er hrækt á tjald- ið eins ög illa væri bætt léleg flík, en á þessar bætur er svo klesst öðrum minni bótum og er litur þeirra leirbrúnn eða eitt- hvað í þá áttina. Þetta tjald mun vera alldýr gripur keyptur austan frá Svía- ríki fyrir ærið fé. Svo óheppi- lega (kann síðar að reynast heppi légt) vildi til á dögunum, að þetta nýja forijald sviðnaði öðru meg- in. Verður því að panta nýjan vær" að utan. Væri þá óskmdi, ið bessi ferlega ljótu sænsku tré yrðu skilm efíir eilendis. Ég hef héyrt að leikkonur Leikfélags Reykjavíkur hafi boðist til þess ð hreinsa trén af tjaldinu. Þökk ;é. þeim. Áft levfi mér að vona, að hússtjórn ISnó sjái kér fært að verða við almennri ósk um að fjarlægja þennan ósóma, sem nærfelt eyðileggur áhrifin af góðum leikþætti". Býlin á Barffaströnd FYRIR skemmstu var rætt hér í dálkunum um Barðaströnd, og hvemig nafn hennar væri mis notað — talað væri t.d. um Reyk- hóla á Barðaströnd, þó að Reyk- hólar séu í Reykhólasveit í Barðastrandarsýslu og Barða- strönd sé aðeins lítill hluti strand lengjunnar við norðanverðan Breiðafjörð. „Gamall Barðstrendingur" skrifar mér smápistil og segir þar, að sér hafi oft ofboðið að heyra sæmilega menntaða menn stagast á Reykhólum á Barða- strönd. pf i ....1-------. ~. '*■% / ,V;. V-br. St •ffiuT'jlWnMí'é '--- ‘ i.........r'f-'MT1'.r'-' y i Bréfi hans fylgdi Vísa um býlin á Barðaströnd, ef vera kynni, að fólki yrði frekar ljóst af henni, hversu fjarstætt er að kalla alla ströndina sunnan á Vestfjarða- kjálkanum Barðaströnd. Þess má geta, að í vísunni eru talin upp bæði býli og eyðibýli: „Auðnar, Haugur, Hamar, Fossá, i Helia í eyði sést. Sauðey er umkringd af sjónum blá samt Þverá velbyggist. Brjá: siæk og MoshL'ð ber mig hjá beint ::ð Amórsstöðum. Rauðstöðum, Hvammi ríð ég hjá, rýkur á Hamrinum. Tveir Vaðlar, Tungumúli og • Kross, tel Haga, Grænhól, Múla og Foss. Litlahlíð, Gerðii Miðhlíð mæt, mun koma Hrísanes , Brekkuvöll, Fót ég fýigjast læt, .fram.ar Haukaherg les. Holt, Fit, SkriðnafelJ hér að gæt, Hreggstaðir, Siglunes" þegar vandamálin eru svo mörg og aðkallandi. Úr heimi myndlistarinnar. BJÖRN TH. BaORNSSON, list- fræðingur, flutti þetta sama kvöld erindi um forn-egypska menningu og áhrif hennar á vest- ræna menningu allt fram -á vora daga, er meðal annarst lýsti sér í algengum bushlutum, sem við notum daglega, en engan rennur grun í að eiga uppruna sinn með- al Egypta þúsundum ára fyrir Kristburð. Var erindi Björns í þetta sinn, sem jafnan endranær, afbragðs- vel samið, bráðskemmtiiegt og vel flutt Skemmtilegur veðurfræðingur. VEÐURFR/tsij i er ef til vill ekki sérlega skemmtileg visindi þó gagnieg séu og mikiis virði. Hins vegar er augljóst að veðurfræff- ingar geta verið manna skemmti- legastir, — það héfur Páll Berg- þórsson sannað með þeim ágæt- um að ekki verður um deilt. Yfir- litserindi hans í útvarpinu una veðráttuna hér, sem hann hefur flutt að undanförnu, hafa veriS með því fróðlegasta og skemmti- legasta, sem utvarpið hefur upp> á að bjóða, prýðiiega samin og vel flutt, enda njóta þau al- mennra vinsælda. En skemmti- legast allra erinda Páls, og jafn- framt merkileg söguleg athugun, var erindi það er hann flutti þriðjudaginn 7. þ.m. þar sem hann minntist meðal annars á Bjarna Borgarfjarðarskáld, er uppi var á 16. öld og „Aldasöng'* hans, og færði sterkar líkur fyrír því hvenær Bjarni var fæddur.. Er gott að hiusta á svo snjalla menn sem Pál, enda alltaf mikiS á því að græða. Hafi hann þöfcL fyrir lesturinn. Vökulestur. GAMAN þotti mér að Vökulestri Helga Hjörvars þetta sama kvöló, bæði kvæði Hannesar Hafsteins, er hann orti við Geysi árið 1885 og þá ekki siður að umræðunuro á Alþingi nokkru seinna um aS landið keypti Geysi og Strokk.. Einkum þótti mér athyglisverff hins skynsamlega afstaða Þorláks alþingismanns í Fífuhvammi, til málsins og bera vott um heil- brigðan þjóðarmetnað hans og framsýni, þó að kaupin næðut ekki fram að ganga þá, en Geysir- væri seldur útlendingi árið eftir.. Það getur oft verið lærdómsríkt að blaða í gömlum þingtíðinduna. og sjá hversu jafnvel hinir mæt- ustu menn hugsa oft skammt og af mikilli smámunasemi. En þaffi er nú svo, að flestir menn eru böm síns tíma og haga sér eftir því. Kvöldvakan. ERINDi þau, sem flutt voru á kvöldvökunni 10. þ m. voru all- góð. Oscar Clausen sagði frá merkiskonunni Elínborgu Magn- ússon frá Skarði og var það fyrra erindi hans, en Bergsveinn Skúla- son flutti ferðaþátt: Frá Hval- látrum, vel samin, á kjarnmiklu íslenzku máli, er hann flutti skörulega. — Hins vegar var heldur sviplítill flutningur Ás- geirs Guðmundssonar í Æðey á hinum þróttmiklu og niðþungu ljóðum Einars Benediktssonar, ,AHt fyrir Maríu" GAMANLEIKURINN eftir Jo- hannes Allen, sem fluttur var s.l. laugardag undir stjórn Þorsteins Ö. Stephensen-cg í þýðingu hans, var bráðsn linn og ágæílefa með hann fa .ff af »álfu leikenúa og leikstjóra. Einktim ar snja'C Ieíkur ’þéirra Þorsteins; Ö. Stcpn- enéens, er lék aöúlhlutvftrkið,, hinn mikla rithöfund og Arndis- ar Björnsdóttur, 'ftrö léfe konu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.