Morgunblaðið - 06.03.1956, Page 14

Morgunblaðið - 06.03.1956, Page 14
 14 MORGVNBLAÐIÐ .rjsfl* J nn'-i-btffííh't Þriðjudagur 6. marz 1956 SYSTURNAR ÞR-TAR EFTIR IRA LEVIN - Annar hluti: ELLEN Framh’aldssagan 36 númerið hans á upplýsingaskrif- stofu stúdentanna og hringja svo bara, til þess að heyra rödd hans í símanum. Hann kærir sig ekk- ert um þetta sjálfur og þess vegna er það ég, sem svara oft- ast. Það er nóg til þess að gera mann snarvitlausan." Frú Arquette horfði á kubbana og hleypti brúnum: — „Haldið þér nú áfram, hr. Fishback“, sagði hún svo. Ellen fitlaði við borðbrúnina: „Er Gordon alltáf með stúlk- unni, sem hann skrifaði mér um { fyrra?“ spuhði hún. „Hvaða stúlka var það?“ „Ljóshærð stúlka, lítil og lag- leg. Gordon minntist á hana öðru hvoru í bréfum sinum í fyrra, — £ október, nóvember og alveg fram í apríl. Ég var farin að halda að einhver alvara væri þarna á ferðum hjá frænda min- um, en svo hætti hann alveg að skrifa um hana, þegar kom fram í apríl.“ „Ég skal nú segja yður dálítið" sagði frú Arquette. — „Ég fæ aldrei að sjá þær stúlkur, sem Gordon skemmtir sér með Áður en hann fékk þennan dagskrár- lið útvarpsins til að sjá um, var hann vanur að skemmta sér þrjú — fjögur kvöld í viku, en hann kom aldrei með neina stúlku heim. Nú, ég bjóst heldur alls ekki við því. Ég er nú hvort sem er aðeins húsmóðir hans. Hann segir mér heldur aldrei neitt frá vinkonum sínum. Hinir ungu mennirnir, sem voru hjá mér á undan honum, voru vanir að segja mér allt um stúlkurnar sín- ar, en í þá daga voru stúdent- arnir yngri. Nú til dags eru flestir þeirra heimsendir hermenn og ég held, að þeir tali ekki eins mikið, þeg- ar þeir verða eldri. Að minnsta kosti ekki Gordon. Það er ekki vegna þess að mig langi til að réka nefið í annarra manna mál- efni, en ég hefi yfirleitt áhuga fyrir fólki.“ Hún velti einum kubbnum enn við, svo að stafurinn snéri upp: — „Hvað hét stúlkan? Ef þér segið mér nafn hennar, geta ég sjálf- sagt sagt yður hvort kunnings- skapur þeirra varir enn. eða varir ekki. Stundum ber nefnilega svo við, að ég er stödd i setustofunni þegar hann notar símann þarna yfir hjá stiganum og þá kemst ég ekki hjá því að heyra brot og brot út samtalinu.“ „Ég bara get ómögulega munað nafn hennar, þessa stundina", sagði Ellen. — „En þau voru sam an í fyrra, svo að ef þér gætuð rifjað upp nöfn einhverra vin- kvenna hans, þá myndi ég eflaust þekkja það aftur." „Við skulum nú athuga málið“, sagði frú Arquette hugsandi, á meðan hún færði kubbaua úr einum stað í annan, í leit að orði. — „Ein hét nú t. d. Louelle. Ég man það alveg sérstaklega vegna þess að ég átti sjálf mágkonu með því nafni. Og svo var líka önnur sem hét....“ Hún lokaði votum augunum, til þess að einbeita huganum betur .. „sem hét Barbara. Nei, það var árið áður. Fyrsta árið sem hann var. hérna. Látum okkur nú sjá. Ein hét Louelle og .. . . “ Hún hristi höfuðið. — „Þær hafa verið fleiri, en þótt ég ætti með því líf mitt að leysa, þá gæti ég ekki munað nöfnin á þeim.“ ; Keppnin í öfuglestrinum hélt áfram um stund, í algerri þögn, en loks sagði Ellen. — „Ég held hezlt að hún hafi heitið Dorothy“. Frú Arquette gaf hr. Fishback merki um að hann gæti haldið áfram: — „Dorothy.... “ Hún kreisti aftur augun. — „Nei .. ef hún hefur heitið Dorothy, þá er ég nærri viss um að þau eru ekki saman lengur. Ég hefi ekki nýlega heyrt hann tala við neina Dorothy, það er ég alveg viss um. Að sjálfsögðu fer hann stundum þarna út á hornið, þegar um er að ræða eitthvert sérstakt einka- mál eða utanbæjarsímtal." „En var hann þá kannske með einhverri Dorothy síðastliðinn vetur?“ Frú Arquette horfði beint upp í loftið: — „Það bara veit ég ekki með neinni vissu .. Ég man ekki eftir neinni Dorothy, en það er ekkert að marka. Ég gleymi nefni lega svo fljótt nöfnum á fólki, sem ég heyri.“ M. A. MARGAR STÆRÐIR OG GERDIR AF SVÖRTUM OG GRÁUM DRÖGTUM MARKAÐURINN Hafnarstræti 5 Til kaups óskast hús eða hluti úr húsi, á góðum stað í bænum, sem möguleikar væru á að nota fyrir félagsstarfsemi, annað hvort í nú- verandi ástandi eða með litlum breytingum Tilboð, er gremi verð, greiðsluskilmála og annað, sem máli skiptir, leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir föstudagskvöld merkt: „Góður staður —833“. ÚTSALA Amerískar úlpur í mörgum litum, fyrir hálfvirði BEZT Vesturgötu 3 Nauoungafuppboo á eignarhluta Einars Egilssonar í Kópavogsbraut 12, Kópavogi, sem auglýst var í 2., 5. og 6. tölublaði Lög- birtingablaðsins þ. á„ fer fram samkvæmt kröíu Lárusar Jóhannessonar hrl. á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 7. marz 1956, klukkan 10 f. h. Bæjarfógetinn í Kópavogi, Fyrir fermingarstúlkur: Undirfatnaður í miklu úrvali BEZT Vesturveri GEYMSLUPLÁSS um 10 fermetrar, rakalaust,, óskast, PÁS prentsmiðia, Mjóstræti 6 — Sími 4352. Nælonnet Þorskanet úr nælon (hvít og græn), fyrirliggjandi. Netin eru hnýtt í Japan (tvíhnýtt) úr garni frá E. I. du Font de Nemours & Co. — Ágæt reynsla er þegar fengin hér á landi fyrir þessum netum. M a r c o h.f. Simi: 5953. * lltsala — Bútasala Ýmsar tegundir af fyrsta flokks ógölluðum kjóla- efnum í 3 mtr. bútum, seljast fyrir hálft verð. Ýmislegt annað, með miklum afslætti. — Aðeins þessa viku. — Notið þetta einstæða tækifæri, því að nú hækka allar vörur ört. Nonnabúð Vesturgötu 27. Símvirkjanemar Landssíminn getur tekið nokkra nemendur í símvirkj- un (síma- og radíótækni). Umsækjendur skulu hafa lokiö miðskólaprófi eða öðru hliðstæðu prófi og vera fullra 17 ára. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og lyrri störf sendist póst- og símamálastjórninni fyrir 15. marz 1956. Nánari upplýsingar fást í síma 1015 Póst- og símamálastjórnin 3. marz 1956. Skrifstoiastólka óskast í heildverzlun til vélritunar- og afgreiðslustarfa. Uppl. í síma 2065, kl. 6—^8 í kvöld og annuð kvöld. Rennismiður Vanur rennismiður óskast sem verkstjóri i vélsmiðju í Reykjavík. — Tilboð er tilgreini aldur og fyrri störf leggist inn á afgr. blaðsins fyrir 14. þ m. merkt: „Rennismiður — 855“. Ungíinga •'ttntar til að bera blaðið til kaupenda 1 Drápuhlíð Grettisgötu, fremri hluti ^ - _ 1 JHorgmtblaoið Kjólar i úrvali vandaðir og smekklegir. Kjólaverzlunin Elsa Laugavegi 53 B

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.