Morgunblaðið - 17.03.1956, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.03.1956, Blaðsíða 1
16 siðnr 43. árgangur 65 tbl. — Laugardagur 17. marz 1956 Prentsmiðja Morgunblaðsins KRUSJEFF SAGÐI Á MOSKVU-ÞINGINU: afði mörg hryðju- á samviskunni lirösfeff gaf skýrsSss óliæfasverk „ébótamann$ins“ New York, 16. marz. AL I T I Ð er, að Krúsjeff hafi flutt hinu nýafstaðna kommúnista- þingi í Moskvu leynilega skýrsiu um víxlspor félaga Stalins í stjórnartíð hans, sem urðu til þess, að ráðamennirnir í Kreml fordæmdu stefnu Stalins og störf hans, svo sem alkunna er nú orðin. Fréttaritari New York Times, Harrison Salisbury, skýrir frá þessu í dag, en hann var áður fréttaritari blaðsins í Moskvu. Kveðst hann hafa þetta eftir skýrslum, sem sendimenn vesturveldanna í Moskvu hafa sent frá sér um það, er gerðist á flokksþinginu. Krúsjeff mun hafa flutt þinginu skýrslu þessa hinn 24. febrúar. Einnig hefur það verið tilkynnt í Bonn, að sams konar fregnir hafi borizt þangað, og eru heimildirnar sagðar óyggjandi. TJALDIÐ DREGIÐ FRÁ Krúsjeff mun í skýrslu sinni hafa dregið upp áhrifaríka mynd af starfsaðferðum Stalins á seinni hluta valdatíma hans. Hins veg- ar er þar ekki vikið einu orði að dauða Stalins, eða aðdraganda j hans. i | Áhrifaríkasta lýsingin af hryðju verkum hins látna einræðisherra var, þegar Krusjeff skýrði frá því1 að ásakanir Stalins á hendur Tukhachevsky herforingja og öðrum foringjum Rauða hers- j ins árið 1937 — um landráð —! heí'ðu verið upplognar. Sagði Krusjeff, að enginn fótur hefði verið fyrir þeim sökum, sem Stalin hefði borið upp á ýmsa háttsetta foringja í Rauða hernum. STALIN HAFÐI NÆSTUM GRANDAÐ RÚSSLANDI Sagði hann einnig, að það hafi verið vegna þessara sví- virðilegu, og lognu ákæra Stalins, „að hin hryllilegu mis tök urðu, sem leiðdu Sovét- ríkin að barmi glötunar, þeg- ar þýzki herinn gerði innrás- ina árið 1941. Rauði herinn var sviptur forystu sinni — og hann næstum því yfirbugaður af Þjóðverjum“ — sagði Krus- jeff. „HINN ELSKADI LEIÐTOGI" FRAMDI HRYÐJUVERK Hann sagði einnig, að Stalin hefði í flestum tilfellum virt meðlimi Politburo að vettugi (Politburo er nefnd sú innan kommúnistaflokksins, sem tekur i V-Þýzkalaadi BERLÍN 16. marz. — Efri deild v-þýzka þingsins í Bonn samþykkti í dag breytingatil- lögur við stjórnarskrána. Voru þær naujðsynlegar, til þess að stofnun v-þýzka hersins væri byggð á lagalegum grundvelli. Áður hefur neðri deiidin sam- þykkti breytingatillögurnar, en þær munu þó ekki ganga í glidi fyrr en Heuss forseti hefur undir- ritað lögin. ákvörðun um stjórnmálastefnu flokksins — og þar með stefnu stjórnarinnar í utanríkismálum sem innanríkismálum). Hafi þetta komið einna gleggst í ljós við livarf Voznesenskys í marz 1949, en hann var meðlimur Politburo — og veitti stjórnardeild þeirri forstöðu, sem hafði um- sjón með öllum áætlunum stjórnarinnar. Krusjeff sagði, að meðlimir Politburo hefðu ekki einu sinni vita hvað af Voznesensky varð — fyrr en löngu síðar. Þá hefði það orðið uppvíst, að Stalin hefði látið skjóta Voznesensky skömmu eftir handtökuna — án rétt- arrannsóknar. Er Krusjeff sagður hafa dregið upp ófagra mynd af Stalin og starfsað- ferðum hans, sem Krusjeff kallaði hryðjuverk. Kvað Krúsjeff Stalin ekki hafa verið með öllum mjalla síðustu starfsár sín, því að hann hefði alltaf grunað und- irmenn sína um græsku. i WASHINGTON, 16. marz. — Hoover, innanríkismálaráðherra Bandaríkjanna, og gríski am- bassadorinn í Bandaríkjunum, George V. Malais, ræddust í dag við um Kýpurmálin. Ambassa- dorinn er nýkominn frá Aþenu, en þar ræddi hann við grísk stjórnarvöld um sama málefni. Eftir að viðræðunum lauk í dag sagði ambassadorinn á fundi með fréttamönnum, að hann hefði skýrt afstöðu Grikkja fyrir Hoover — og látið í ljós þá von-, að hægt yrði að beina viðburða- rásinni á Kýpur inn á heillavæn- legri brautir en nú horfði. Sagði hann að æskilegt væri, að samn- j ingaumleitanir hæfust þegar í stað milli réttra aðila. í frétta- skeytum var bent á það, að hinn 13. marz s.l. hefði Bandaríkja- .stjórn tilkynnt, að hún væri reiðubúin til þess að aðstoða vini sína, til þess að ná réttlátri lausn deilumálanna. Áður héldu kommúnistar því fram, að Stalín hefði verið hugs- uður, stjórnvitringur og mann- vinur. En nú segir Krúsjeff, að hann hafi verið geggjaður böðull. Mollet hyggst látatilskarar skríða PARÍS, 16. marz: — í kvöld átti franska stjórnin að koma saman, til þess að ræða hið nýja frum- varp Mollets í Alsírmálunum, en það hlaut samþykki eíri deildar- innar' í morgun. Þar fór forsæt- isráðherrann fram á aukið vald sér til handa, til þess að koma á varanlegum friði í Alsír — og koma á ýmsum nauðsynlegum endurbótum á stjórn landsins. í viðtali við fréttamenn skömmu eftir að frumvarpið hlaut sam- þykki í þinginu, sagði Mollet, að allt yrði gert til að bæla niður uppreisnarandann í Alsír — og stjórnin myndi nota öll ráð til þess að gera uppreisnarseggina óvirka. Einnig kvað hann stjórn- ina hyggjast gangast fyrir stjórn- málalegum og efnahagslegum framförum í landinu. ★ Ekki var allt með kyrrum kjör- um í Alsír í dag. Uppreisnarmenn kveiktu í stórbyggingu í miðri höfuðborginni, en í byggingunni bjó fjöldi manns — fyrir utan það, að Frakkar höfðu/ mikla birgðageymslu á neðstu hæðinni. Talið er, að um 200 manns hafi særzt í brunanum — og þar eyði- lögðust einnig um 100 bílar, sem Frakkar áttu. Frönsku yfirvöldin tilkynntu í dag, að franskar hersveitir hefðu — með aðstoð skriðdreka og þrýstiloftsorustuflugvéla — lagt 107 uppreisnarmanna að velli í orustu, sem var háð í austurhluta Alsír. Stóð hún í 36 stundir og segja yfirvöldin, að hún sé ein hin mesta á s.l. 17 mánuðum. í kvöld settu frönsku yfirvöld- in á útgöngubann úr Alsírborg eftir að dimma tekur á kvöldin — til dögunar. Er þetta gert vegna skemmdarverkanna í dag.1 ciiKiii mua SEHJfl ¥13 ' MALEINikOV i BROSTB LONDON, 16. marz. — Utan- ríkisráðuneytið brezka til- kynnti það í dag, að Grikkir hefðu farið þess á leit við Breta, að samningar hæfust nú þegar um Kýpurmálið. Ýmis skilyrði settu Grikkir þó fyrir samningaumleitunum —• og m. a. það, að Macaríosi erkibisk- upi vrði sleppt úr haldi — og hann flutíur heim til Kýpur. Einnig fóita Grikkir fram á það, að allir, sem dæmdir hefðu verið fyrir andróður gegn Bretum á eyjunni, yrðu náðaðir. Ekki kvað formæl- andi utanríkisráðuneytisins líklegt að Bretar gengju að þessum skilyrðum. Ástandið á Kýpur batnar ekkert enn sem komið er, þrátt fyrir brott flutning Macaríosar, og hafa Bretar gripið til ýmissa ráð- stafana, til þess að hafa upp á óaldarseggjum, sem sífelit gera vart við sig. Hausaskipti í kremS MOSIÍVA, 16. marz: — Það var tilkynnt hér í dag, að Schwernik hefði látið af starfi framkvæmdastjóra verkalýðs- sambands Ráðstjórnarríkj- anna — og Grísjin tekið við. Schwernik lét af forsetaem- bætti Ráðstjórnarríkjanna skömmu eftir dauða Stalins. LONDON, 16. marz. — Malen- kov og fylgdarlið nans í Bret- landsförinni heimsótti í dag aðalstöðvar yfirmanna raf- orkurnálanna í Bretlandi. — í fréttaskeytum sagði, að Mal- enkov hefði verið hinn alúð- legasti í viðmóti við Bretana — og brosað og veifað báðlum hönuum íil viðstaddra. — f kvöld átti hann að vera heið- ursgestur í boði, er stjórnin heldur fyrir hina rússnesku „rafmagnsmenn". LONDON, 16. marz: — Harold E. Stassen, aðalfulltrúi Bandaríkj- anna í afvopnunarnefnd Samein- uðu þjóðanna, sagði í dag í við- tali í brezka útvarpinu, að Banda ríkjastjórn bindi nú miklar vonir við afvopnunartillögur Eisen- howers forseta. Einnig sagði Stassen, að því væri trúað vestan hafs, að takast mætti að koma á varanlegum og langþráðum friði með þjóðum heims á grund- velli tillagna Eisenhowers. Á mánudaginn mun afvopnunar- nefndin koma saman á fund —• eftir þriggja mánaða hlé. í nefnd- inni sitja fulltrúar Bandaríkj- anna, Bretlands, Kanada, Frakk- lands og Rússlands. M.b. Trausta hleypt af stokkunum. Nýr bótur til Súðavíkur SÍÐASTL. þriðjudag var hleypt af stokkunum nýjum bát- í skipasmíðastöð Landssmiðjunnar. Var það.m.b. Trausti ÍS 54, sem byggður er fyrir félag í Súðavík. Stærð bátsins er 41 smálest. í bátnum er 240 hestafla G.M.-vél. BÁTNUM GEFIÐ NAFN . Trausti er búinn hinum full- Áður en báturinn var sjósett-' komnustu tækjum svo sem fisk- ur var kampavínsflaska brotin sjá og dýptarmæli. Er frágangur á stefni hans og gaf frú Guðbjörg á smíði hans allur hinn vand- Aðalsteinsdóttir, kona Haraldar aðasti. Verður bátnum siglt til Guðmundssonar skipasmiðs, sem Súðavíkur í byrjun næstu viku. haft hatði yfirumsjón með smíð-1 Skipstjóri á bátnuum verður inni, honum nafn. ' Birgir Benjamínsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.