Morgunblaðið - 17.03.1956, Blaðsíða 12
f
13
MORGVNBLA9I9
Laugardagur 17. marz 1956
Úr daglega lífinu
Framh. af bla. 8
vi8, ef konutetrið hefur á annað
borð ekki verið mállaust.
NORÐURLÖND
'A’ VIÐ höfum undanfarið haft
nánar fregnir af ástandinu á
Norðurlöndunum í kuldakastinu,
en það kom einna harðast niður
á þeim, sem leið áttu um Eystra-
salt og dönsku sundin. Fleiri
hundruð skip sátu þar föst í ísn-
um, og ísbrjótar önnuðu ekki að
halda siglingaleiðum opnum og
bjarga nauðstöddum skipum, þó
að þeir væru margir að verki.
Tilfinnanlegur kolaskortur var í
Danmörku vegna samgönguerfið-
leikanna, og margar afskekktar
byggðir í Svíþjóð og Noregi rofn-
uðu úr tengslum við umheim-
inn.
ÞÝZKALAND
★ RÍNARFLJÓTIÐ lagði ísi, og
þar af leiðandi stöðvaðist svo að
«egja alveg aðalsamgönguæð
Þýzkalands. Samgöngur rofnuðu
einnig víða á landi vegna snjó-
þungans, og margar verksmiðjur
urðu að hætta starfsemi sinni —
ýmist vegna skorts á hráefnum
eða kolum. Matvælaskortur gerði
sömuleiðis vart við sig í Þýzka-
landi, og varð Ruhr-héraðið t.d.
alveg kartöflulaust.
SVISS
if MIKIÐ fannfergi var í Sviss
— og víða var erfitt um sam-
gðngur. 80% vínræktarakra við
Zurieh-vatnið eyðilögðust gjör-
samiega, og harðæri varð mikið
hjá villtum dýrum. Á einum stað
réðst t.d. hópur hungraðra rotta
isn í afskekkt bændabýli, og átu
þær allt, sem tönn á festi, —
jafnvel húsgögn og gluggatjöld.
Átti fjölskyldan, er í húsinu bjó,
í þriggja sólarhringa stríði við
rotturnar — þar. til hjálp barst.
A-EVRÖPA
if í PÓLLANDI, Ungverjalandi,
T&dcéslóvakíu og fleiri komm-
únískum ríkjum varð ástandið
mjög bágt, og víða mikill mat-
vælaskortur. Herliði var boðið út
í mörgum þessara landa, til þess
að vinna í námum og verksmiðj-
um — svo að skaðinn yrði að ein-
hverju leyti bættur. Allt kulda-
skeiðið var unnið nótt sem nýtan
dag þar eystra — helgidaga jafnt
sem aðra, til þess að koma í veg
fyrir, að hungursneyð skylli yfir
lönd þessi. Bandaríkjastjórn bauð
fjórum kommúnistaríkjum ásamt
fimmtán öðrum — matvælagjafir
og komu þær sér víða mjög vel.
Við fúngarðinn
f1re$lone
RAFKERTI
M-80-Cf
F-80-F
Laugavegi 166.
Framh. af bls. 11
RANNSÓKNIR,
SEM ERU MIKILS VIRÐI
Þessar afkvæmarannsóknir í
nautgriparækt hér í Laugardæl-
um eru mikils virði fyrir land-
búnaðinn í heild. Erlendis hafa
slíkar rannsóknir staðið um
fjölda ára og stuðlað að stöðugt
bættum kynbótum stofnsins. Hér
á landi er nú verið að koma upp
annarri afkvæmarannsóknarstöð
1 á Norðurlandi á vegum Sam-
i bands nautgriparæktarfélaga í
1 Eyjafirði. Verður hún staðsett að
Xundi á Akureyri.
Eins og að líkum lætur, eru
þessar rannsóknir , sem yfir
standa í Laugardælum, enn
skammt á veg komnar og þær
litlu niðurstöður, sem hér að
framan er sagt frá engin fullnað-
ardómur, en framtíðin mun leiða
í ljós að þarna er unnið gagn-
merkt starf, sem mun eiga eftir
að skila miklum árangri.
vig.
Æðikollurinn
AKUREYRI, 16. marz: — Ákveð-
ið hefir verið að nemendur
Menntaskólans á Akureyri fari
í leikför með „Æðikollinn“ eftir
Holberg, austur í Þingeyjarsýslu
um næstu helgi og verður leikur-
inn sýndur á Húsavik og í Mý-
vatnssveit.
Síðasta sýning leiksins hér á
Akureyri var s.l. sunnudag fyrir
fullu húsi, svo sem jafnan hefir
verið áður, en leikurinn hefir
verið sýndur hér alls 10 sinnum.
— H. Vald.
- Minning
Framh. af bls. 11
gesti og gangandi tveim höndum.
Minnist sá, er þetta ritar, hve
Guðrún naut þess, þá er hún var
í Götu, að leiða menn í bæ sinn
og bjóða upp á góðgerðir. Rann
þar sopi í margan bolla síðla og
snemma. Guðrún var mikið nátt-
úrubárn, hafði hið mesta dálæti
á skepnum og umgekkst þær
ætíð af stakri umönnun og nær-
færni, Guðrún andaðist árið 1933.
Fluttist Guðjón þá til Bjarneyjar
dóttur sinnar og var með henni
æ síðan, fyrst á Brinilsvöllum,
síðan í Höfnum og loks í Ytri-
Njarðvík, Lét Bjarney sér ætíð
annt um hag hans og stuðlaði að
því á allan hátt, að hann mætti
eiga sem bezta ellidaga.
Guðjón hafði víða tekið til
hendi um dagana, enda eljumað-
ur mikill og léttur til starfa,
áhugasamur að hverju sem hann
gekk og dró aldrei af sér, hvort
sem hann vann öðrum eða sjálf-
um sér. Hann átti marga erfiða
verferðina norður að Djúpi, þá
er hann var á Barðaströnd, en
hann reri í Bolungarvík og víðar
margar vertíðir. Vildu hann
fleiri í skiprúm en fengu, því að
engin var hann kveif né liðleskja,
hvort heldur var á sjó eða landi.
Guðjón var sem tröll trygg-
lyndur og tók ætíð duglega upp
hanzkann fyrir vini sína, ef hann
vissi að að þeim var veitzt, hvort
heldur var í orði eða verki. Hjal-
vís var hann og skemmtinn, þeg-
ar tóm gafst, og þótti ætíð au-
fúsugestur, hvar sem hann kom.
— Guðjón lézt 7. marz síðast-
liðinn. Ævidagurinn var orðinn
langur, senn hálf tíræður. Vel
hafði Guðjón skipað rúm sitt í
hinu miklu sveit íslenzkra al-
þýðumanna og lagt sinn skerf
ómældan með erfiði sínu til þess
að skila þjóðinni það á leið, sem
hún er komin. — Vinir hans allir
þakka honum samfylgdina og
trúa því, að þá muni þjóðinni vel
borgið, hafi hún ætíð á að skipa
jafnokum hans.
Gamall vinur.
Pússningasandur
Simi 9210.
FINNBOGI KJARTANSSON
Skipamiðltm.
Austurstræti 12. — Sími 5544.
M.s. Tungufoss
fer frá. Reykjavík fimmtudaginu
28. naarz til:
Siglufjarðar
Akureyrar
Ilúsavíkur
H.f. Eimskipaféhig íslands.
ÆT
Arsskemmtun
PBgfisiagniiigarmanna
Sameiginleg skemmtun pípulagningameistara og sveina
verður að Tjarnarcafé n. k. föstudag 23. þ. m. kl. 8,30 síðd.
Ýms skemmtiatriði — Dans
Aðgöngumiðar verða afhentir félagsmönnum og gestum
þeirra á skrifstofu Sveinasambandsins, Kirkjuhvoli, mið-
vikudaginn 21. og fimmtudaginn 22. kl. 6—9 síðdegis.
Sím' 5263.
Skemmtinefndin*
Hafnarfjörður
Hafnarfjörður
KvöSdvaka
Slysavarnadeildiu Hraunprýði, Hafnarfirðí, eftir til
kvöldvöku í Bæjarbíói sunnudaginn 18. marz kl. 20,30.
Dagskrá: 1. Skemmtunin sett: frú Málfríður Stef-
ánsdóttir. 2. Erindi um séra Odd Gíslason. Séra Jón
Thorarensen flytur. 3. Draumar séi'a Odds í Grindavík,
4. Kórsöngur. 5. Gamanvísur: Hjálmar Gíslason. — Hlé.
6. Einsöngur: Guðmundur Jónsson, óperusöngvari. 7.
Upplestur: frú Þóra Borg, leikkona. 8. Dægurlagasöng-
ur, Alfreð Clausen. 9. Skrautsýning: Álfakóngurinn,
eftir Gest?. — Kynnir verður frú Hulda Sigurjónsdóttir.
Aðgöngumiðar verða seldir sama dag frá kl. 2 e. h
Svarað í síma eftir kl. 4. Tölusett sæti.
Kvöldvökunefnd.
Verkakvennafélagið Framsán
Aðalfundur félagsins verður n. k. sunnudag í Alþýðuhús-
inu við Hverfisgötu kl. 3.
Ftradarefni:l. Venjuleg aðalfundarstörf. — Önnur mál.
Konur eru beðnar að sýna skíreíni eða kvittun við inn-
gar.ginn.
STJÓRNIN
STRAUVÉLIN
er traust vél og hentug fjrir rainni
og stærri heimili.
Kostar hjá okkur kr. 1.790.00.
LAUGAVEG 166
Rafnemar!
Fundur í stofu 202 í Iðnskólanum kl. 2 í dag.
Mætið stundvíslega.
- AUCLÝSiMC it GULLS ÍCILDI -
MARKtJS Eftir Ed Dodd
NOW WE'LL HEAR,. FRO-V\
WR. MARK TRAIUl
PRESENT THE
THE _ DEFENDAN
1) — Jæja, næstur tekur til
máls Markús veiðimaður, sem
mun verja ákærðan Anda.
2) — Má ég kveðja Albert
dýralækni til sem vitni.
3) — Albert, þú ert dýralækn- ] Þettá var þyrnir af þyrnirós.
ir og fyrir hálfum mánuði gerðist I þetta ekki rétt?
það, að komið var með hund til
þín, sem var bólginn af því, að
þyrnir hafði stungízt í hann. -
Jú, það er alveg rétt.
ETj 4) — Hver var eigandi þessa
hunds?
— Það var Jóhann, sonur
hreppstjórans.