Morgunblaðið - 17.03.1956, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.03.1956, Blaðsíða 16
Veðurúifif í dag: Allhvass austan, skýjað og dá- lítil rigning. Ræða Bjarna Benediktssonar við út- varpsumræðurnar. Sjá bls. 9. 65 tbl. Laugardagur 17. marz 1956 íéEagsdeifdir Norræna félapins stofnaiar vls vegar um land STJÓRN Norræna félagsins hefur ákveðið að beita sér fyrir stofnun félagsdeilda víðs vegar um land á næstu mánuðum til að stuðla að aukinni starfsemi félagsins. — Auk aðalfélagsins í Reykjavík eiu nú 3 deildir- starfandi, sem sé á Siglufirði, ísa- firði og Patreksfirði. — Samkvæmt. lögum félagsins cr hægt að stofna deild með minnst 20 félagsmönnum. Á Norðurlöndunum eru víða starfandi deildir innan Norrænu félaganna í borgum, kaupstöð- um, kauptúnum og jafnvel í sveitum. Starfsemi félaganna getur orð- ið mikill stuðningur að slíkum deildum. Þær auka anuga fólks á norrænni samvinnu. En 6am- starf norrænu þjóðanna gerist nú víðtækara með ári hverju Hlutverk slíkra félagsdeilda er m. a. að efna til kynninga- og fræðslufunda með aðstoð aðalfélagsins, efla tengsl viðkom- andi staðar við vinabæi meðal frændþjóðanna á Norðurlöndum og vera tengiliður xnilli aðal- félagsins og félagsmanna þess utan höfuðborganna. Norrænu félögin vinna að gagn kvæmri kynningu norrænu þjóð- anna og þau þurfa því að ná til sem flestra einstaklinga. Virkar félagsdeildir eiga hér mjög mikil- vægu hiutverki að gegna. Norræna félagið hefur einnig í hyggja að stuðla að sem flest- um vinabæjatengslum á þessu ári. Undir forystu Norræna íélags- ins í Noregi er nú unmð að und- irbúningi hópferðar til íslands frá Norðurlöndunum sumarið 1957. Mun þá fulltrúum frá þeim borgum og bæjum, sem eru í vinabæjatengslum við bæi hér á landi, gefast tækifæri til að koma hingað og mun Norrama félagið hér skipuleggja kynnisferðir út um land. Vinabæjastarfsemin er tiltölu- lega nýr þáttur í starfi Norrænu félaganna Starfsemi pessi hófst í lok síðari heimsstyrjaldarinnar og er í pví fólgin, að tveir bæir, helzt svipaðir að stærð, sinn í hvoru íandi, ákveða að hafa menningarleg eða persónuleg samskipti eftir því sem við verð- ur kormð Hér er um fjölþætt samskipti að ræða, sem skapað hafa traust vináttunönd milli fjölskyldna í tugþúsunda tali á Norðurlöndum. Einstaklingar, hópar, félög og ýmsar stofnanir hafa með sér samstarf rneð bréfaviðskiptum, bókagjötum, skiptum á blöðum og tím.iritum og gagnkvæmum heimsóknuin. Fólk tengist þannig böndutn kunningsskapar og vin- áttu. Þegar hópferðir eru farnar til vinabæjar búa gestirnir oftast á heimilum, til þess að nánari kynni geti orðið með einstakl- ingum. Gestirnir fá ókeypis dvöl, en taka síðar £ móti gestum á sínu heimili Þannig verða heim- sóknirnar og kynnin gagnkvæm. Norræna félagið vili stuðla að því, að sem flestir íslenzkir kaup- staðir og kaupíún tengist vin- áttuböndum við norrænar borg- ir eða hæi. einn i hverju landi. CFrétt frá Norræna félaginu). kíla- 0® yviiyi Feri?í<Hawii!S FERÐAFÉLAG íslands efnir til göngu- og skíðaferðar á morgun, sunnudag, og er það fyrsta slík ferð vetrarins. Lagt verður af stað frá Austurvelli kl. 9 um morguninn og ekið að Fossá í Kjós. Þaðan hefst gangan bæði á skíðum og án skíða. Gengið verður yfir Kjöl, en hann er 787 metra hár. Þaðan er mjög fagurt útsýni, yfir Þing- vallasveitina og út yfir Faxaflóa. Þaðan sér til Súlnanna í norðri. Farið verður niður að Kárastöð- um í Þingvallasveit, en þar taka bíiar við sem flytja fólkið til Reykjavíkur. 1. Teflt verður öll kvöld nema fimmtudagskvöld frá ki. 8 til 12 á miðnætíi, annaðhvort umferð eða biðskákir og þar að auki á sunnudögum frá kl. 1—5 síðd. j 2. Strætisvagnaferðir að tafl- j stað eru sem hér segir: Leið nr. i 9 fer 10 mín. yfir heilan og hálf- 1 an tíma frá Lækjartorgi að vega- mótum Háteigsvegar og Skafta- ‘ hlíðar beint á móti Sjómanna- j skólanum. Leið nr. 17 hraðferð j frá Lækjartorgi 10 mín. fyrir heilan og hálfan tíma að vega- mótum Lönguhlíðar og Háteigs- vegar. 3. Skákskýringar munu að jafn aði fara fram í efri salnum. Fjórða umferð verður tefld á laugardagskvöldið kl. 8. Fimmta umferð verður tefld kl. 1 á sunnu dag og biðskákir kl. 8 um kvöld- ið. Hér eru Meðillendingarnir í björgunarsveit Slysavarnaíélagsins, ; sem í fyrradag bjöguðu brezku skipbrotsmönnunum 20. Var myndin tekín í fyrrasumar, í»á var björgunarsveitarmönnum veitt viSur- ; kenning brezkra tcgaraeigenda og tryggingafélags fyrir björgunar- afrek sín. Fór sú athöfn fram í samkomuhúsinu og tók þá Ársæll Jónasson kafari þessa ljósmynd, en hann hefur lengi átt sæti í stjórn Slysavarnafélagsins og var viðstaddur þessa athöfn. Skákmótið 9 í GÆRKVÖLDI voru íefldar biðskákirnar úr 1., 2. og 3. um- ferð skákmótsins. • <9 Þeir Benoný og Taimanov gerðu jafntefli. Talið er að Taimanov hafi átt betri leið er þeir byrjuðu á biðskákinni, scm að minnsta kosti hefði verið erfiðari fyrir Benóný að tefla, en þó er ekki víst að hún hefði leitt til vinnings fyrir Taimanov. Ilivitsky vann Gunnar Gunn- arsson, Ilivitsky vann Frey- stein (2. umferð), Jón Þor- steinsson og Guðmundur Ágústsson gerðu jafntefli, og ennfremur gerðu þeir Benóný og Gunnar jafntefli og Guð- mundur og Sveinn. # Síðast er til fréttist í gær- kvöldi voru þeir enn að teíla Baldur Möller og Friðrik Ól- afsson og bentu þá aliar líkur til að skákin mundi aftur fara í bið eftir 74 leiki. # Röðin er þá þessi eftir 3 um- ferðir: 1. Ilivitsky 3 v., 2. Tai- manov 214 v., 3. Gúðmundur Ágústsson 2 v., 4. Gunnar Gunnarsson 114 v., 5. Benóný Benediktsson 1 v. og biðsk., 6.—7. Jón Þorsteinsson og Sveinn Kristinsson með 14 v. og biðsk., 8. Friðrik Ólafsson 3 biðsk., 9. Baldur Möiier 2 biðsk. og 10 Freysteinn með engan vinning. % Rétt er blaðið var að fara í pressuna bárust þær fréttir, ofan úr Sjómannaskóla, að Baldur Möller hefði leikið af sér manni og þar með tapað skákinni á móti Friðrik. — Breytist þá röðin samkvæmt því. KEFLAVÍK, 16. marz: — Allgóð- ur afli var hjá bátunum í dag, eða frá 6 upp í 1314 lest. Hæstur var Sævaldur með 1314 lest. Þá voru þeir Heimir, Gunnar Há- mundarson og Helgi Flóventsson með 1214 lest hver. Allmargir voru með um og yfir 10 lestir. — Ingvar. : AKRANESI, 16. marz: — Flestir bátar hér eru nú komnir að og er aflinn í dag 2—6 lestir á bát. Er þess að gæta að þeir höfðu línuna beitta með frystri síld. í s gær, fimmtudag, var afli bát- anna alls 170 lestir. Hæstir voru Sigrún með 1114 lest og Sigur- fari með 10 lestir. í róðrinum í gær missti Bjarni Jóhannesson | stýrið um það leyti, sem lokið var | að leggja línuna. Fór Bjarni af j roíðunum beint til Reykjvíkur og ! var bátnum stýrt með fokku og I aftursegli. Guðmundur Þorlákur dró línuna fyrir Bjarna. Kom hann hingað seint í nótt með fisk af tveim bátum, um 17 .lestir alls. Hingað komu Skógarfoiss með 50 tunnur og Freyja með 100 tunn ur af loðnu, sem hún hafði fengið í einu kasti. Helming loðnunnar landaði Freyja á Akranesi, hitt flutti hún til Reykjavíkur. F.r nú komin ný loðnuganga, sem er nær eingöngu karlsíli. Togarinn Bjarni Ólafsson er nýbúinn að landa hér 243 lestum, sem er að mestu karfi. — Oddur. SANDGERÐI, 16. marz: — Síðast liðinn hálfan mánuð hefur afli verið fremur tregur hjá Sand- gerðisbátunum. Þrátt fyrir að beitt hefur verið með loðnu, hef- ur ekki fiskazt. Lítur út fyrir, að þorskurinn sinni ekki þeirri loðnu sem nú er í Miðnessjó. Á þessum tveim vikum, hafa bátarnir farið alls 142 róðra, en þeir eru 17, eða að meðaltali 9—10 róðra hver. Heildarafli þennan tíma er 1.098 lestir, en á sav.ia tíma í fyrra öfluðust 1.476 lestir í 145 róðrum. Mestur afli í róðri hér var 6. marz, en það var hjá Muninn, sem fékk þann dag 17 lestir. Þann dag fékk Þorsteinn 15 lestir og þriðji bezti róðurinn var 15. marz, þá fékk Víðir rúmar 13 lestir. Afiahæstur í gær frá byrjun vertíðarinnar, var Mummi frá Garði með 412 lestir, næstur hon- um er Víðir með 409 lestir- og þriðji aflahæsti báturinn frá ver- tíðarbvrjun er Muninn með 364 lestir. í dag hafa alls borizt á land frá vertíðarbyrjun 4704 lestir, en á sama tíma í fyrra höfðu aflazt 5510 lestir, — Axel. NEKAUPSTAÐ, 16. marz: •- Bát- ar eru nú að búast til veiða á Langanesmið og cveir'bátar eru byrjaðir róðra á nálægari miðum. Ógæftir hafa fram að þessu haml að veiðum að mestu ieyti. Piír vcru slasaðir 03 !Mr að Kirkjisbæjarklaustri Rannsókn fer fram á strandstað hvort um landhelgisbrot sé að ræða Vík, 16. marz. SAUTJÁN skipbrotsmenn af brezka togaranum St. Crispin, sem strandaði á Meðallandsfj'öru í fyrradag, komu til Víkur á áttunda tímanum í kvöid. Höfðu þeir lagt af stað úr Mcðallandinu kl. 4 í dag. Hinir þrír, sem ahir voru talsvert slasaðir, voru fluttir austur að Kirkjubæjarklaustri undir umsjá læknisins þar. Mennirnir, sem fluttir voru að Kirkjubæjarklaustri, munu hafa verið rifbeinsbrotnir og fótbrotn- ir. Tveir af mönnunum sem flutt- ir voru til Víkur eru nokkuð meiddir á fótum, annar þeirra er skipstjórinn. Meiðsli þessi hlutu mennirnir er skipið var að velt- ast í brimgarðinum. 6 kmdíss- KLUKKAN um 7 á mlðvikudags- morgun þann 14. þ. m. var komið að steinsteyptu útihúsi innarlega við Strandgötu í Neskaupstað. Var húsið þá hrunið. Á húsinu var steinsteypt þak nál. 20 sm. þykkt. Talsvert vinkiijárn var í VARPAN FÓR í SKRÚFUNA Togarinn er frá Hull, byggður ; 1946. Áhöfnin er einnig frá Hull. Skipið fór frá Englandi s.l. mánu dag. Var það að veiðum að sögn skipbrotsmanna, undan suður- ströndinni, í gær, er varpan fór í skrúfuna. Varð skipið þá stjórn- laust, og rak undan veðrinu upp að ströndinni. TOKST AÐ SNUA STEFNINU TII. LANDS Skipið mun hafa strandað um tvö leytið. Lá það þá flatt fyrir áföllum. Var það síðan að veltast í brimgarðinum og færðist smám saman að landi. Eftir strandið, héldu allir skipverjar til á stjórn- palli. Tókst þeim með herkju- mæni þaksins, haíði það bognað, brögðum að rétta skipið við og sennilega undan þunga þaksins, og þakplöturnar spyrnt hliðar- veggjunum út. en gaflamir síóðu. í húsinu varu 20 kindiar og nokk- uð af heyi. Sex kindur fórust. Reyndust þær allar hafa verið tvilembdar. Varð eiganginn, Sveinn Guðmundsson, hví iyrir tilfinnanlegu tjóni. HúsiS var áð- ur llfrarbræðsluhús, en hafði um margra ára skeið verið f járhús. eða hálfri annarri klst. síðar.Voru snúa stefni til lands. Voru þá sjö menn við stýrið í einu. BJÖRGUN TÓKST GIFTUSAMLEGA Af stjórnpallinum var mönn- unum síðan bjargað í björgunar- stóli, eftir að þeir höfðu skotið línu á land. Björgunin hófst kl. 8 um kvöldið og var lokið kl. 9,30, Talið er að hristingur frá vöru- bíl, sem ók þarna fram hjá um kl. 6 um morguninn, hafi valdið hruni hússins. Heimskunnur organ- leikari spilar í Dómkirkjunni HINGAÐ kemur í dag þýzki orgel snillingurinn, prófessor Förste- mann, frá Hamborg. Kemur hann hingað á vegum Tónlistarfélags- ins. Próf. Förstemann er víðkunnur maður um alla Evrópu fyrir orgel tónleika sína, sérstaklega fyrir túlkun sína á meisturunurn Hándel og Bach. Kona prófessors- ins kemur með honum. Þessi mikli listamaður báðum augum. er blindur á Próf. Förstemann heldur tvenna tónleika fyrir styrktarfé- laga Tónlistarfélagsins í Dóm- kirkjunni, mánudag og þriðjudag. Auk tónverka eftir Hándel og Bach og fleiri, mun hann leika stórt orgelverk eftir sjálfan sig. Þess má geta að einn Islend- ingur hefur stundað um skeið nám hjá próf. Förstemann, en það er Guðmundur Gilsson, skóla- stjóri Tónlistarskólans á Selfossi. skipbrotsmenn allir síðan fluttir til bæja í Meðallandi. KVIKMYNDAÐ VERÐUR Á STRANDSTAÐNUM í nótt og í dag hefur skipið færzt allmikið upp í sandinn. Um f iöru í dag, var næstum fært út í það þurrum fótum. Tveir menn frá Landhelgisgæzlunni fóru austur á strandstaðinn í morgun. Munu þeir ætla að athuga hvort togarinn muni hafa verið að veið- um innan landhelgi. Einnig ætl- uðu menn að fljúga austur í dag, til þess að kvikmynda og taka ljósmyndir af togaranum, en flug vélin varð að snúa við, Mun verða reynt að fljúga austur á morgun. Flugvél þessi átti að flytja slös- uðu mennina þrjá frá Kirkjubæj- arklaustri til Reykjavíkur. Á sunnudaginn eru væntanleg- ir tveir fulltrúar frá vátrygg- ing.arfélagi því, er togarinn er tryggður hjá. Ætla þeir að fara á strandstaðinn og athuga mögu- leika á björgun skipsins. — Jónas.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.