Morgunblaðið - 17.03.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.03.1956, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 17. marz 1956 Vegna sérstaks tœkis á stjórnpalli hefur hann aldrei tapaB vörpunni Þýzkur toguri með ýmsum tæknilegum nýjungum kemur i höfn ÍGÆRMORGUN kom í höfn í Reykjavík vegna vélarbilunar einn af nýjustu og fullkomnustu togurum Þjóðverja „Hermann Krone“ frá Hamborg. Vakti útlit hans allmikla athygli, svo að níöðugur hópur forvitinna áhorfenda var á vakki í kringum hann. /'. skipi þessu voru einnig ýmsar aðrar tæknilegar nýjungar, sem ekki var hægt að sjá utan á, en skipstjórinn Henry Kúlper sýndi S’réttamanni Mbl. nokkrar þessara nýjunga. Var skemmtileg til- viljun, að samdægurs og birt var hér í blaðinu hin merkilega ræða * ‘ísla Jónssonar um tæknilegar nýjungar í útveginum, skyldi þessi nýi togari koma hér í höfn. 75 ára í dag: Guðmundur L. Hannesson fyrrverandi bæ|arfógetí ÞKJOÍ-B4KKINN Það' sem mest vakti athygli raanna, sem fram hjá gengu, var iúð háa skjólborð, sem er bak- borðsmegin á skipinu. í rauninni *- r togarinn tvídekkaður bakborðs inegin alla leið frá brúnni og iram á bakka. Samtímis fæst ágætt skjól fyrir sjómennina á þiífarinu. S'XiATNINGSVÉL IIM BORÐ Þegar skipið fer á saltfisks- veiðar eru staðsettar undir skjólbakka þessum hausskurð- una með ðllu, þegar hún fest- ist snögglega í feotni. VEtóÐUR að snúa hei.m Togarinn Hermann Krone er 620 brúttó-smálestir. Hann er mjög vandaður, aðbúnaður sjó- manna góður. í eldhúsi er raf- magnseldavél og á mörgum svið- um hefur verið farið inn á nýjar leiðir. f skipinu eru tvær vélar, stór og lítil. Hingað kom skipið vegna vélarbilunar. Var það aðal túrbína, sem var skemmd. Fengu skipsmenn þær fréttir, að ekki Henry Kúlper skipstjóri við horn glugga á stjórnpalli, þar sem hann getur samtímis fylg/.t með köstum og stjórnað skipina. og þá aðallega knúnir af litlu vélinni. l innig er þiJfarið á hinum nýja togara. Bakborðsmegin út við borð- i-.».okk er skjólbakki, sem samtímis er þílfar frá brú fram í bakka. CLjósm. Mbl. Ól. K. M.) arvél og flatningsvél. Sagðí skipstjórinn, að þessar vélar * spöruðu stórlega vinnuafl. — Áleit hann að það munaði 15 mönnum og sjá allir hve mikla þýðingu það hefur í rekstri togarans. I-TJÖKNAR FRÁ HORN- CiLUGGA Á stjórnpalli skipsins eru öll lin fullkomnustu siglinga- og ör- j’ggistæki. Þar er radar og fisk- f.já og bar er einnig girókompás, fiVO nokkuð sé nefnt. Þá er það >\okkur nýjung, sem er mjög J-ægileg, þótt hún sé bæði eiaíöld *>3 ódýr. Henni er þannig hagað, r>8 frá stýrishjólinu miðskips er t löng, sem framlengd er að horn- 4>Iugga stjórnpallsins. Þannig, að . jsMpstjórinn getur staðið við horn ' ftiuggann, meðan köstun fer fram rig þá samtímis. stjórnað skipinu *;fálfur. FJEFUll ALÖREI MISST iVÖKPUNA Knn eina nýjung benti skip- i stjóriim á, sem virðist allat- hyglisverð og er hún nú kom- in á nokkra togara. Á stjórn- pallinum er útbúnaður þannig, að skipstjóri getur losað á * vindubremsunum, ef hann , verffiur var við að varpan fest- ist í botni. Þá getur hann ýtt n á sneril, svo að vindubremsan íosnar og slakar jafnskjótt á ' vírunum. Þcssi nýjung hefur orðið þess valdandi að síðan skipstjórinn tók við skipinu nýju fyrir rúrnu ári, hefur hann aldrei - misst vörpuna og skemmdir »» hafa einnig orðið minni á sjálfum netjunum. En eins og kunmigt er, þá mun vera al- $ gengt að togarar missi vörp- væri hægt að gera við þetta hér. Voru þeir nýkomnir hingað á miðin og fannst, súrt í broti að verða að snúa heím aflalausir Nýuppgerður bátur NESKAUPSTAÐ, . 16. marz. — Nýlega fór mb Þráinn, NK 70, í reynsluför hér á Norðfirði. Hafði verið sett ný vél í bátinn í Skipasmíðastöð Dráttarbrautar- innar hf. Vélin er 240—370 ha. Manheim dísilvél. Jafnframt var sett nýtt stýrishús og vélárreisn úr stáli í bátinn, sem er 60 lestir að stærð og nýr kjölur smíðaðm’ í hann. Er Þráinn nú búinn öll- um nýtízku tækjum, svo sem Astic-dýptarmæli og hverfirúðu. flitun í stýrishúsi og káetu er mið stöð, sem útblástursrör vélar- innar hitar Allar vistarverur eru mjög rúmgóðar og snyrtilegar eftir breytinguna. Þráinn gekk lOVa sjómílu í reynsluför, en vegna veðurs var ekM hægt að fullkeyra vélina. Eigandi bátsins er Ölver Guðmundsson, útgerðar- maður og skipstjóri er Jón, sonm* hans. Báturinn er byrjaður róðra í Keflavík. —Axel. GUDMUNDUR L. Hannesson' fyrrverandi bæjarfógeti á Siglu- firði á í dag 75 ára afmæli. Hánn fluttist hingað til Reykjavíkuri árið 1948 er hann lét af embætti. i Guðmundur er fæddur að Stað í Aðalvík. Hann varð stúdent ár- ið 1903 og lauk embættisprófi í lögfræði frá Hafnarháskóla árið 1909. Gerðist hann síðan mála- flutningsmaður á Isafh'ði og dvaldist þar til ársins 1919. Það ár var hann settur bæjarfógeti á Siglufirði og skipaður í það embætti árið 1920. Gegndi hann því eins og fyrr segir til ársins 1948. Heimili Guðmundar Hannes- sonar og frú Friðgerðar Guð- mundsdóttur konu hans á Siglu- firði var hið glæsilegasta. Var þar og gestkvæmt, enda eru þau hjón gestrisin svo að af ber. Munu margir minnast heimilis þeirra þar með þakklæti og hlýju. GuðmundUr Hannesson ber aldur sinn vel. Hann er eins og fyrr glaður og reifur í máli. Hér í Reykjavík hefur hann eignazt nýtt og fagurt heimili. | Þau hjón eignuðust fjögur mannvænleg börn, þrjá syni og eina dóttur. Er einn sonanna, HaHgrímur, látinn. Hafði þá ný- lega lokið embættisprófi í lækn- isfræði með frábærmn dugnað* þrátt fyrir langvinn veikindi. Hinir mörgu vinir þeirra írú Friðgerðar og Guðmundar Hann- essonar senda þeim í dag hug- heilar árnaðaróskir, um leið og þeir minnast langrar og tryggr- ar vináttu þeirra með þakklætL Vinur, Bréf: Bíkisútvorpið og rithöiuador | TVÖ rithöfundafélög hér eru aðiljar að samningum við Ríkis- útvarpið um greiðslur fyrir höf- undarétt. Annað þeirra, Rithöf- | undafélag íslands, hefur birt . samþykkt sina um það, „að frek- ! ari samningaumleitanir af þess j hálfu séu tilgangslausar og lítils- , virðandi"! j Frásögnin um viðskiptin við Ríkisútvarpið er villandi og eklii rétt. Þegar á fyrsta og öðrum við- ræðufundi vai’ð samkomulag um greiðslur útvarpsins fyrir höf- undaréttinn og töldu samninga- menn rithöfunda sig vel ánægda j með þau úrslit. Greiðsla fyrir ó- bundið mál skyldi hækka úr 5 kr. í 6 kr. og greiðsla fyrir kvæði eða bundið mál úr 8 kr. í 12 kr. fyrir hverja mínútu. Þetta er 1 greiðsla fyrir höfundaréttinn ein- an og tíl viðbótar því, sem rít- höíundar fá, samkvæmt taxta, fyrir efni og flutning, þegar þeir lesa í útvarpið. Einnig var rætt um reglugerð fyrir rithöfundasjóð. Það er sjóður, sem útvarpið hefur að öllu leyti lagt fram og aukið ár- lega. Hann var stofnaður til upp- bótar fyrir þau ár, sem liðu frá þvl, að rithöfundalögin gengu í gildí og þar til samningar voru gerðir við Ríkisútvarpið. Sjóður- inn er nú rúmar 100 þús. kr. — Uppkast að reglugerð fyi'ir þenn- an sjóð hefur verið samið og ekk- ert er því til fyrirstöðu af útvárps ins hálfu, að hann geti tekið til starfa. Sú tregða, sem orðið hefur í þessum málarekstri stafar af öðru. Rithöfundanefndin dró inn í þessar umræður annað mál, kröfu um það, að Ríkisútvarpið greiddi enn 120 þús. kr. í sjóðinn fyrir liðínn tíma, árin fyrir 1947, umfram það, sem þegar var gert og umsamið áður. Ég taldi hins vegar, að útvarpið göeti ekki geng ið að því að greíða eftir á stórfé fyrir löngu liðinn tíma, enda við- urkenndi nefnd rithöfundanna, að hún ætti enga kröfu til þessa fjár að lögum. Útvarpið var þá einnig sjálft að stofna annan stærri sjóð eða fjárveitingu, sem rithöfundar njóta góðs af. Þótti ekki ástæða til og var ekM fjái-magn til þess að leggja mikið fé samtímis í tvo áþekka sjóði. Til þess að sýna góðan sam- starfsvilja útvarpsins í garð rít- höfunda bauð ég samt að tvö- falda ársframlagið í rithöfunda- sjóðinn, en því hefur nú verið hafnað. Vilhj. Þ. Gíslason. Minningarorð ÁSLAUG EINARSDÖTTIR frá Bjólu andaðist á heimili dóttur sinnar Brekkum í Holtum hinn 11. janúar s.l. Áslaug var fædd 31. janúar 1877 að Steinum undir Eyjafjöllum. Ólst hún upp hjá foreldrum sínum Guðfinnu Vig- fúsdóttur og Einari Einarssyni, sem bjuggu lengi að Steinum og síðar að Felli í Mýrdal. Seinna fluttu þau enn undir Eyjafjöll og bjuggu í Neðradal. Fluttu þaðan að Bjólu en hættu húskap, þegar Áslaug giftist haustið 1905 Stef- áni Bjai'nasyni og bjuggu þau að Bjólu vestur bæ, þar til Stefán dó árið 1941. Þau eignuðust 9 böm. Tvö dóu í bernsku, en 7 eru á lífi. En þau eru: Sigurlín gift Guðmundi Jóns- syni bónda að Ægissíðu. Sigríður gift Guömundi Max, trésmíða- meistara á Rangá, Guðfinna gift Kjartani Jóhannssyni bónda að ■ Brekkum. Einar bóndi að Bjólu, Sveinbjörn bifvélavirki að Hellu, Guðmundur og Haraldur búsettir í Reykjavík. Hópur þessi er hinn mannvænlegasti og líkist foreldr- Unum að dugnaði og myndarskap. Steíán og Áslaug voru sam- hent og búnaðist vel, þótt bama- hópurinn væri stór. Mér eru minnisstæð handtök Stefáns að Bjólu frá því að ég var barn og sá hann vinna. Hann var sérstak- lega kappsfullur og afkastamikill og féll aldi-ei verk úr hendi. Sama mátti segja um Áslaugu hús- freyju. Hún hafði ekki alltaf vinnukonu til hjálpar við bú- störfin. Hún varð oft ein að koma verkunum af og hugsa um barna- hópínn, sem þurftá mikils með. Ég minníst hjónanna á Bjólu og reyndar alls fólksins í Bjólu- hverfinu frá þessum timum. Þvkir mér gott að láta hugann í-eika til bernskuáranna og minn- ast' ánægjulegra stunda og góðs fólks. Á þeim tímum voru minni kröfur gerðar til lífsins en nú gerist. Þá voru minni þægindi, lítið um vélar til að létta störfin. Ekki var rafmagn eða ýmis önnur þægindi, sem nú þykja sjálfsögð. Áslaug Einarsdóttir undi vel við þau kjör, sem hún bjó við. Hún vann langan vinnudag vegna barna sinna og heimilisins og tgldi ekki eftir sér snúninga og erfiði. Hún var fyrirmyndar móð ir, eiginkona og húsmóðir, og vann störf sín í kyrrþey og æðru- laust svo til fyrirmyndar var. Allir sem þekktu Áslaugu munu ávallt minnast hennar með hlýjurn huga. I. J. Fertugustu leiksýningar minnst f GÆR var þess minnzt við síð- degisdrykkju í Iðnó, að hið sér í lagi vinsæla íslenzka gaman- leikrit Kjarnorka og kvenhylli, hefur nú verið sýnt 40 sinnvm á leiksýningum í þessu gamla leik húsi bæjarbúa. Við þetta tækifæri flutti Sig- urður Grímsson stutta ræðu, þar sem hann gerði stuttlega að um talsefni leikritagerð á Íslándí fyrr og nú. Kvað hann miklar vonir tengdar við höfund þessa leikrits, Agnar Þórðarson, sem hann teldi nú efnilegastan ís lenzkra leikxitahöfunda. í lok sinnar skemmtilegu ræðu, bar Sigurður fram góðar óskir höf undi til handa og bað nærstadda; að taka undir þessi orð með kröffc ugu ferföldu húrrahrópi. Mjög fá íslenzk leikrit hafa náð þvílíkum vinsældum og þetta leikrit Agnars og er það nú foom ÍS í tölu þeirra sem sýnd hafa verið oftast fyrir fullu húsi áhorf enda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.