Morgunblaðið - 17.03.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.03.1956, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐltf Laugardagur 17. marz 1956 ItfoYgusiMaMfr (Jtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. íramkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjárnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanland*. I lausasölu 1 króna eintakið. \ UR DAGLEGA LiFÍNU Viarjisli vetur á heiíari öid „Steiknsta banðalogið verðui bondolog kjósendannu“ ! ir KULDARNIR, sem gengu yf- ir Evrópu í sl. mánuði, eru nú að I mestu um garð gengnir. Mörgum hérlendis varð tíðrætt um þetta einkennilega veðurfar, þegar við hér norður undir heimskauta- baugi nutum mildra „vordaga" á sama tíma og fólk lézt í hundraða tali suður í Evrópu — vegna geysilegra kulda, sem breiddust út vestur frá Síberíu. Fyrir utan mikla mannskaða hlauzt einnig ÞÁÐ, sem fyrst og fremst vakti athygli í útvarpsumræðunum frá Alþingi í fyrrakvöld var hinn jákvæði og þróttmikli málflutn- ingur fulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins í umræðunum. Þeir Bjarni Benediktsson og Sigurður Bjarna son drógu upp mjög skíra mynd af því mikla uppbyggingarstarfi, sem Sjálfstæðismenn hafa unnið á undanförnum árum til sköpun- ar aukins atvinnuöryggis við sjávarsíðuna. Þeir bentu á þá staðreynd, að engin ráðstöfun hefur markað jafn raunhæft spor til þess að bæta atvinnuskilyrðin í fjölda byggðarlaga og einmitt kaup ný- sköpunartogaranna á sínum tíma og dreifing þeirra til allra lands- hiuta. Framsóknarflokkurinn gerð ist ber að mikilli skammsýni þegar hann snérist gegn þess- um skipakaupum. Enda er nú svo komið, að Framsóknar- menn reyna að breiða hjúp gleymskunnar yfir þau mistök sín. En Sjálfstæðismenn láta ekki við það eitt sitja, að benda á það, sem þeir þegar hafa vel gert til atvinnubóta við sjávars’ðuna. Þeir hafa lýst því yfir, að þeir muni halda áfram að beita sér fyrir kaupum á togurum til margra þeirra staða, sem ennþá skort- ir atvinnutæki til þess að geta veitt íbúum sínum atvinnuör- yggi■ Trygj^ja þarf rekstrar- grundvöllinn Vitanlega verður að leggja höfuðáherzlu á það, að tryggja rekstrargrundvöll togaraútgerð- ar og bátaútvegs. Ef það ekki tekst verður litið gagn að nýjum skipum. En á það verður að treysta, að þjóðin beri gæfu til þess að koma efnahagsmálum sín um á heilbrigðan grundvöll. Þar verður að vísu við ramman reip að draga meðan áhrif kommún- ista eru jafn rík og raun ber vitni innan verkalýðshreyfingar- innar. Það, sem gerst hefur s.l. 3 ár sannar, að kommúnistar svífast einskis til þess að hindra heilbrigða þróun í þjóðfélaginu. Vöxtur dýrtíðarinnar hafði verið stöðvaður að mestu árið 1954. Jafnvægi var að skapast í þjóðar- búskapinn. Næg atvinna var og velmegun ríkti í landinu. En kommúnistar óttuðust þessa þróun eins og pestina. Þeir höfðu tapað tveimur þing sætum í kosningunum 1953. Nú sáu þeir fram á enn meira fyglishrun. Þá var dýrtíðarskriðan sett á stað, með pólitískum verk- föllum og ofbeldisverkum. Síðan upphófst lofssöngur þeirra um „vinstri samvinnu“. Kratai og Framsókn hart leikin Engum dylst að kommúnistum hefur orðið allvel ágengt. Þeim hefur tekizt að kljúfa Alþýðu- flokkinn í þriðja sinn. Einn af þingmönnum hans, sem áður hef- ur verið „endurreistur“ marg- sinnis, hefur nú loks endanlega gengið kommúnistum á hönd. En svo aumur er Alþýðuflokkurinn orðinn, að sama kvöldið, sem al- þjóð fær vitneskju um það, að þetta hafi gerzt lætur hann þenn- an ólukkufugl sinn koma fram fyrir sína hönd í útvarpsumræð- um frá Alþingi. Svona hyldjúp er niðurlæging flokks jafnaðar-' manna á íslandi í dag. En Framsóknarflokkurinn hef- ur einnig orðið hart úti fyrir áhrif vinstri villunnar. Hann gein við flugunni, sem kommúnistar beittu fyrir hann. En þegar til átti að taka þorði hann þó ekki að stíga skrefið heilt. Hermann Jón- asson sagði að vísu í áramóta- grein sinni, að vel mætti vinna með „hálfum Sósialistaflokkn- um“. En þennan „betri helming“ gat hann ekki náð í til samstarfs. Sá verri varð að fylgja með og það leist rólegum Framsóknar- bændum ekki vel á, enda þótt hinir „bæjarradikölu“ væru til í allt. Niðurstaðan varð því sú, að vinstri áhugi Framsóknar beindist að Alþýðufíokknum einum, hinum veika revr, sem bognar við minnsta andblæ. En svo hörmulega tókst til, að kommúnistar höfðu tekið vinstri arm pínulitla flokksins herfangi. Hermann Jónasson fær því aðeins leyfarnar af. hægri fylkingu Alþýðuflokks- ins. Þannig hafa kommúnistar ginnt hinn mikla veiðamann sem þurs. } ,Bandalag kjósendanna‘ Eftir hið langvinna vinstri hjal hafa spilin nú verið stokkuð nokkurn veginn milli vinstri flokkanna. Kommúnistar hafa fengið bróðurpartinn af vinstri krötum, Framsókn hægri krata og Þjóðvörn litla gerir sér von um einstaka vinstri krata. Þrota- búi hins íslenzka jafnaðarmanna- flokks hefur verið skipt. Allir hinir svokölluðu vinstri flokkar þykjast nú hafa tryggt sér ein- hverja bandamenn. Enginn þeirra treysti svo mikið á eigin málstað að hann þyrði að ganga einn og óstuddur fram fyrir kjósendur. Sjálfstæðisflokkurinn er: eini stjórnmálaflokkurinn,! sem ekkert atkvæðabrask hef ur í frammi. Hann treystir á verk sín og málstað. Heilbrigð j- dómgrein fólksins er sá banda j maður einn, er hann treystir á. í kosningunum mun það koma í ljós, sem Bjarni Bene- diktsson lauk ræðu sinni í fyrrakvöld með að segja, „að sterkasta bandalagið verður bandalag kjósendanna, sem enn mun efla Sjálfstæðisflokk inn til heilla landi og lýð“. Stórfelldasta braskið Það er vissulega kaldhæðni ör- laganna, að einmitt þeir flokkar, Alþýðuflokkurinn og Framsókn, sem mest guma af baráttu sinni pegn hvers konar braski skuli nú hafa gerzt berir að stórfeldasta braski, sem um getur í pólitískri sögu þessarar þjóðar. Leiðtogar þessara flokka hafa setið mánuð eftir mánuð og reiknað út, hvern- ig þeir eigi að framselja kjósend- ur sína á víxl út um allt land til þess að geta tryggt sér valdaað- stöðu. En útreikningar þeirra munu bregðast hrapalega eins og á Seyðisfirði og ísafirði við sein- ustu alþingiskosningar. Myndin er tekin í bandarískri flugvél yfir S-Ítalíu. Eru flugmenn- irnir að varpa út matvælum til bágstadds fólks. Veíd cutdi óhripar: Smásaga af Steingrími biskupi. EITT sinn á yfirreiðum sínum gisti Steingrímur biskup Jóns son hjá prófasti gömlum, síra Pétri Péturssyni í Stafholti. Bar margt á góma og það með öðru, j hversu lág væru laun prófasta. I Hitnaði svo í prófasti, að hann kvað svo að orði, að betra væri að vera böðull en prófastur. „Það liggur þá næst fyrir“, svaraði biskup með hægð, „að yðar velæruverðugheitum þókn- 1 aðist að segja sig frá þessu og sækja um hitt“. „Impressjónismi" og „mayonnaise“. SKRIFSTOFUSTÚLKA" bað; um skýringar á þessum orð- j um m. a.: e) Franski landslagsmálarinn Claude Monet (1840—1926) gerði sér svo mjög far um að tjá áhrif sólskins á liti, að hann málaði oft sama sviðið 20—30 sinnum til að sýna hin mismunandi tilbrigði ljóssins á ýmsum tímum dags. Þessar tilraunamyndir sínar kall- aði hann „impressions". Árið 1874 var sýnt málverk eftir Monet, sem nefndist „Soleil levant. j Impression“, þ. e. „Sólarupprás. i Hughrif". Eftir þessu málverki skírði franska skopblaðið Chari-, vari róttækustu málarana „im- j pressionnistes“. Liststefna þeirra var svo nefnd impressionnisme. Á sama hátt og Monet var einn j helzti forvígismaður þessarar | stefnu í málaralist, var landi' hans, Claude Achille Debussy (1862—1918) merkasti frum- kvöðull hennar í tónlist. Impression er komið úr latínu impressio „áhrif á“, af sögninni imprimere „þrýsta inn (eða á)“. Hið franska orð impressionnisme hefir farið jafnvíða og stefnan sjálf, en lagazt til eftir framburði mismunandi þjóða. Hér er t. d. sagt impressjónismi, og er það ekki burðug íslenzka. Það er þó mála sannast, að hin fjölmörgu orð, sem enda á -ismi og -isti, eru býsna munntöm, enda hafa sum þeirra þegar náð festu í málinu, að því er virðist, s.s. kommúnismi og kommúnisti, sósíalismi og sósíalisti. Mér er ekki kunnugt um neina íslenzka þýðingu á orðinu im- pressionnisme, ef ég undanskil eina, áhrifalist. Sú var þýðing Jóns Ófeigssonar (Þýzk-íslenzk orðabók, Reykjavik 1935). Ekki mun þessi þýðing þykja fullnægj- andi, enda aldrei notuð. Vera má, að málarar og listfróðir menn ráði yfir einhverju góðu íslenzku orði um impressjónisma, en það fer þá ekki hátt. Impressjónismi er í rauninni hughrifastefna. Hvernig væri að nota það orð? f) Mayonnaise er franskt orð og er nafn á kaldri sósutegund, eins og kunnugt er. í eldra máli koma einnig fyrir orðmyndirn- ar magnonaise og mahonnaise. Hin síðarnefnda er talin upp- runalegust og virðist vera kven- kynsmynd af lýsingarorðinu mahonais „frá Puerto Mahón (Port Mahon)“. Puerto Mahón er höfuðborg eyjarinnar Menorca í Balear- eyjaklasanum. En Baleareyjar eru í Miðjarðarhafinu skammt undan austurströnd Spánar og lúta Spáni. Karþagómenn stofn- uðu borgina endur fyrir löngu. Þar er frábær höfn. Puerto Mahón hefir nú misst það gildi, sem hún hafði á 18. öld; þá var hún tollfrjáls höfn undir yfir- ráðum Englendinga (1708—1782). íslenzkt orð fyrir mayonnaise er ekki til, enda er hér um að ræða lýsingarorð af sérnafni, ef rétt er skýrt. Mayonnaise er þá sósan frá Mahón eða í rauninni „hin makónska". C__ Von er vakandi manns draum- ur. mikið annað tjón, og má nefna sem dæmi, að tjónið á hveitiupp- skerunni í S-Frakklandi er metið á sem svarar 400 milljónum doll- ara. Frakkar höfðu áætlað að flytja út talsvert magn af hveiti, en lok málanna urðu þau, að þeir hafa fest kaup á miklu hveiti er- lendis. Einnig varð tjón á upp- skeru á Spáni — sem svarar 100 milljónum dollara. Beint tjón af kuldunum er áætlað vera, sem svarar 1 billjón dollara — í allri Evrópu, og afleiðingarnar af veð- urfarinu eru taldar kosta þjóðir V-Evrópu annað eins. ÍTALÍA ★ MEIRA en 1500 smáþorp ein- angruðust algerlega vegna snjó- þyngsianna á S-Ítalíu. Sjö járn- brautariestir grófust á einum stað í 20 feta djúpa fönn. Far- þegar einnar lestarinnar, sem voru um 300 talsins, voru grafnir upp eftir 14 stundir frá því að óhappið skeði. í strjálbýii — um 50 km frá Róm — réðust úlfar á póstmann, sem var í bréíburði, og átu hann. Víðar réðust úlfar einnig á menn og afskekkta bóndabæi. Bandaríski flugherinn varpaði niður til bágstaddra vist- um, sem voru 1,5 millj. dollarar að verðgildi. Eru þetta víðtæk- ustu aðgerðir sinnar tegundar síð an „loftbrúin“ til Berlínar var lögð niður. Matvæli voru skömmt uð víðast hvar í landinu, og bar einna mest á mjólkurskömmtun í Róm. FRAKKLAND ★ NÆR heimingur af allri vetrarhveitiuppskerunni eyðilagð ist, og er tjónið mjög tilfinnan- legt fyrir frönsku þjóðina. Mikið vanræðaástand blasir við ilm- vatnsiðnaðinum, vegna þess að nær80% af appelsínuuppskerunni á strönd Miðjarðarhaísins eyði- lagðist. Mikill skortur varð á grænmeti, og það steig yfirleitt mikið í verði. SPANN ir STÓR hluti aldinuppskerunn ar á sunnanverðum Spáni eyði- lagðist vegna kuldanna, og um 50 þús. manns, sem atvinnu hafa af því að tína ávexti af trjánum, urðu atvinnulausir. Víða urðu snjóþyngsli mikil, og á mörgum stöðum hrundu þök húsa — og jafnvel heil hús lögðust saman vegna snjóþungans. Svo má segja að allt símasamband hafi rofnað milli byggða landsins, og hafði höfuðborgin, Madrid, aðeins sam- band við nokkra norðlæga hluta landsins. BRETLAND Á’ GALLUP-skoðanakönnun í Bretlandi sýndi það, að vatns- leiðslur til íbúðahúsa höfðu sprungið mjög víða, og um 10 milljónir manna áttu í erfiðleik- um vegna þess — fyrstu þrjár vikurnar, sem kuldarnir geisuðu. Meðal þeirra, sem vatnsleiðslur höfðu sprungið hjá, var sjálfur húsnæðismálaráðherrann, Dun- can Sandys. Hermenn unnu allan sólarhringinn — í langan tíma — við að hreinsa snjóinn af öllum helztu samgönguleiðum — og mun þó hvergi hafa dugað til. Álitið er, að svæðið, sem þeir hreinsuðu, hafi verið um 60 þús. fermílur að flatarmáli. Margt einkennilegt kom fyrir í sam- bandi við kuldana, og mætti nefna það, að kona nokkur í S- Englandi, sem að kvöldlagi ætlaði að setjast fyrir framan arininn í setustofu sinni, fann villiref sof- andi í hægindastólnum and- spænis arninum. Óhætt er að fullyrða, að rebbi hefur raknað Framh. á bis. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.