Morgunblaðið - 29.03.1956, Síða 1

Morgunblaðið - 29.03.1956, Síða 1
Fimmfudagur 29. marz 1956 — Ræða sr. Sigurðar Einarssonar um „jáfningar I Ausfurvegi66 — Slikt gerist ætið, þar sem skoðanafirelsi er afinnmið og glæpur er að vera d öðru mdli en vuldhafiinn HERRA formaður, háttvirtu áheyrendur. Ef ég byrjaði nú mína ræðu á þann veg, sem venjulegast er, og segði: Ég þakka heiðruðum formanni fyrir að hafa gefið mér tækifæri o.s.frv. — þið kunnið öll ræðuna, — þá væru það svo voðaieg ósannindi, að ég ætla ekki að segja neitt í þá átt, því að ég finn mig að vissu leyti mjög varbúinn og vanbúinn til þess að gera því efni þau skil, sem verðugt væri, sem að hér er til umræðu. En ég vildi ekki þrátt fyrir það færast alfarið undan því að koma- hingað í kvöld og hefja umræður um þetta mál og segja ofurlítið frá því, hvernig það blasir við frá minu sjónarmiði, þegar ég skyggnist ofurlítið aftur í tímann. Og fyrir því er ég hér. Þetta erindi mitt verður með nokkuð óvenjulegum hætti, ligg- ur mér við að segja, vegna þess að ég get ekki hjá því komizt, að hér verði um leið ofurlítil bókmenntakynning. Það er búið að rita svo mikið um hið fallna goð, að það er óhjákvæmilegt að rifja eitthvað af því upp. Á BÖKKUM LADOGA Ég stóð á bökkum Ladoga- vatns í litlum bæ, sem heitir Sordavala sumarið 1929 og horfði á, hvernig þetta vatn ruggaði bár um sínum í kvöldblænum, og ég hugsaði margt. Austan við það var ríki verkamannsins, og ég verð að segja það hér, þó Heim- dallarfundur sé, að mig dauð- langaði til að komast þangað. Ég þráði að komast þangað, en ég var fátækur farandsveinn, sem að vísu hafði flakkað dálítið um Finnland, en nú brast mig farar- efni til að fara austur yfir Lad- ogavatn. Eg fór aldrei lengra heldur en austur til Sordavala. Og þarna sem ég var að reika um á bökkum Ladogavatns, þar rissaði ég upp drögin að kvæði um Sordavala, sem kom út í fyrstu ljóðabók minni. Það er minningarljóð um finnslea rauð- liða, sem féllu í borgarastyrjöld- inni. Og þar stendur í niðurlagi þetta erindi — ég veit, að það er ekki kurteislegt að byrja þessa póiitísku bókmenntakynningu á því að ,,citera“ sjálfan sig, en þó er það nauðsynlegt samhengisins vegna. Niðurlagserindið í Sorda- vala er svona: En verkamannaríkið er veruleiki þó, það vakir og það hlustar, á bak við þetta vatn, sem nú býst í kvöldsins ró, nokkrum bæjarleiðum austar. Og þaðan kemur höndin, sem mun hefna hinna dauðu og hefja hina föllnu og reisa hina snauðu. Þá rennur okkar dagnr, hinir rauðu hanar gala, þá rístu á fætur Sordavala. Ég trúði þessu þá. Ég trúði því a þann hátt, sem æskumaður trú- ir, þegar hann eygir fæðingu og sköpun í veruleika mikilfeng- legra, mannfélagslegra hug- sjóna. En svo liðu árin, og það féll í hlut minn — varð starfskylda mín að fylgjast eftir föngum með alþjóða atburðum og skýra þá í útvarpinu frá ársbyrjun 1931. Ég var jafnaðarmaður, og um nokk- ur ár þingmaður Alþýðuflokks- ins, en ég reyndi að láta þessa persónulegu aðstöðu mína aldrei hafa áhrif á, hvernig ég gerði Þeir sem valdhafarnir viijja NÚ úirýma veröa brenn imerkfir Sialinistar grein fyrir merkilegum málefn- um í útvarpinu. Það var kallað á hinu fína máli þeirra daga að gæta hlutleysisins. Og Guð veit að mér tókst að dómi Morgun- blaðsins og Vísis og Þjóðviljans og allra blaða í landinu nema Alþýðublaðsins aldrei að gæta hlutleysisins. Það var stöðuglega verið að finna að því við mig, að ég væri ekki alveg á réttri línu með þetta. Með augað á heimsviðburðum þessara ára, komu efasemdirnar fyrst i hug mér um hvort það hefði ekki verið að einhverju leyti tálsýn, sem ég sá eða þótt- ist sjá, þegar ég gekk í sumar- blíðunni á bökkum Ladoga- vatns. Það er ekki sársaukalaust að segja þetta — enn þann dag í dag, því að heimurinn er eftir minni reynslu ekki svo góðgjarn, að hann geti ekki einstöku sinn- um fundið upp á því að misskilja og misvirða einlæga játningu manns um það, að honum hafi á einhverju tilteknu æviskeiði ekki legið allt í augum uppi. ÞAÐAN KEMUR HÖNDIN EKKI Nei, það komu fyrst efasemd- irnar og síðan vissan um, að þessi draumur minn hefði verið blekk- ing. Sagt með einfaldari orðum, var það þetta: Sovét-Rússland var ekki staðurinn þaðan, sem koma myndi höndin, sem hefndi þeir klufu og s ýndu hir!"a , f_au®u' málaferlin j fyrsta sinn, að það var ekki svona rækilega, þá fór maður að mi u 1 Mos va 1937 38 r®un' almennt talað kjarabarátta ís- efast um, að það væri þarna, sem ar atburðir, , sem , g^- ust ienzkra verkamanna og launa- verið væri að skapa undirstöðu- f u!’ . . afaslU ?, Finn' manna heldur stórpólitísk þjónk- atriði og undirstöðuveruleika land, framferði Sovétr kjanna un undiriægjuháttur og taum. stjórnarfarslegs réttlætis á jörð- ems_ og það var _yfirleitt a al- laust flaður fyrir Russum> sem unni. Og svona hélt þetta áfram, Sr. Sigurður Einarsson í ræðustólnum s.l. mánudagskvöld. — Ljósm. Mbl. Ol. K. M. það muni. En þegar þeir gerðu þetta þjóðavettvangi að svo miklu réði gjörðum þeirra leyti sem þeim þoknaðist að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi á þeim árum og íleira og fleira, allt gerði þetta að verkum, að ég HELJARSTOKKIN Og svo kom allur hinn taum- hætti að vænta úr þessari átt lausi og endalausi umskiptings- þessi vissa mín hún varð ennþá sterkari, þegar ég heyrði svo kommúnistana leika plötuna sína um þjóðfélagslegt réttlæti austur þeirx-ar handar, sem mundi hefna háttur, sem maður gat ekki látið f ^'íSSíf.’ j°fnuðlnn> Þegar ég heyrði þá tala sem fyllstum rómi um föðurlandsástina, sem við ís- lendingar ættum að sýna, og þeg- ar ég sá hver árangurinn varð af hinna dauðu, og þaðan af síður vera að taka eftir í hvert sinn, þeirrar handar, sem mundi hefja sem eitthvert heljarstökk var hina föllnu og reisa hina snauðu. gert í Moskva, og allur hópur- Þessi sannfæring og þessi vissa inn hér — allir dvergarnir — — hún síaðist hægt og hægt og gerðu heljarstökkið með miklum _aif tu Þelrra fyrir kjarabótum settist að í huganum þrátt fyrir „bravoure“ eins og þeir segja í feiha yðsjns, sem mer voru hug- gegndarlausar rósamyndablekk- útlöndum, þegar hinir stóru fei,k, ,^mai ,°® aIlt betta b‘b ingar í sviðsetningu harmleiks- gerðu það í Moskva. Og það, sem ins mikla í hreinsununum stóru satt var í dag, varð ósannindi á 1937—38 og þrátt fyrir allar þær morgun, sá, sem góður var í gær, gegndarlausu blekkingar, sem ræningi, landráðamaður og morð- bornar voru á borð í blöðum ingi í dag. Þannig var þ'etta. kommúnista um gjörvalla veröld. Þessi heljarstökk, þessar ó- Þó var það kannske lestur þeirra stjórnlegu leikfimikúnstir manna, .. blaða úr ýmsum löndum, sem átti sem höfðu sjálfan dauðaflóttann í aui mi® abtaf að snúa mér und- drýgstan þáttinn í því að grund- augnaráðinu um það að verða fn. og gubba af hræsninni í valla vissuna um það í huga ekki nógu fljótir til að gera helj- mínum, að mér hefði skjátlazt í arstökkið eins og þeir stóru, gáfu niðurlagsorðunum og ályktun- sér varla tíma til að hlusta á, inni í mínu fagra kvæði Sorda- hvernig fyrirskipunin var eða vala, sem kommúnistar létu renna augum sinum yfir það, þjóðleg málefni í útvarpið. Ég þýða á rússnesku og hafa haldið hvernig ætti að framkvæma eða bið ykkur að afsaka að ég minn- mikið upp á, þangað til að ég koma niður. Nei, þetta var skelíi- ist á þetta, en það er óhjákvæmi- hætti að trúa því sjálfur, að lega apakattarleg leikfimi, og legt vegna þess, sem ég ætla að niðurlag kvæðisins væri sann- maður hætti að treysta því, að lesa fyrir ykkur á eítir. leikur. Islendingarnir, sem léku þennan Ég flutti erindi um réttar- En það var fleira, sem gerði línudans og þessa heljarstökka- höldin í Moskvu 1937, þá það að verkum, að efasemdirn- leikfimi fyrir augum okkar væru var bókstaflega öllu ritliði komm ar kviknuðu í huga mínum og endilega ómerkilegri, ófróðari, únista og öllum blaðakosti komm vissan grundvallaðist. Það var verr innrættir heldur en komm- únista á íslandi og öllum fyrir- sundrungarstarf kommúnistanna únistarnir út um víða veröld, lesurum kommúnista, hvar sem í verkalýðshreyfingunni hér sem voru að þessum sömu þeir voru á íslandi sigað á mig. heima. Ég var á flokksþingi Al- gymnastikbrögðum, því að alltaf Það tók heldur ekki betra við, þýðuflokksins, og ég get alveg höfum við tilhneigingu til þess þegar ég flutti erindi um árás sagt ykkur það brotalaust, að það í lengstu lög að líta á vora eigin Rússa á Finna. Þá var slagorðið er eitt sársaukafyllsta augnablik, landa sem jafnoka annarra um „Finnagaldurinn“ fundið upp sem ég hefi lifað — þegarmanna um drengskap og vits- og grenjað og básúnað og sífrað þekkið og ég nenni ekki að telja upp, — þá varð alltaf sama við- bragðið einhversstaðar innan í mér. Ég er gamall sjómaður og mer er ekkert klígjugjarnt. Ég fæ aldrei sjóveiki. En þegar ég heyrði þetía, þá lang- þeim. TVÖ ERINDI Ég flutti fjölda erinda um al- og vælt í hverjum krók og kima á íslandi, sem kommúnistar gátu smeygt sér inn á. Það var ekki ég einn sem átti að bera þennan.ki-oss Finnagaldurs- ins. Hver einasti maður, sem dirfðist að láta í ljósi samúð sína með þessari norrænu smáþjóð, sem hefur sama þjóðskipulag eins og vér, sömu evangelisk-lút- hersku kirkju eins og vér, hef- ur alla jafna lagt stund á að vera hinn uppbyggilegasti aðili í samvinnu norrænna þjóða og er viðurkennd að vera heiðarlegasta og skilvísasta þjóð í alþjóðavið- skiptum sem til er í Evrópu, — hver einasti maður, sem sýndi þessari þjóð samúð, þegar hún varð fyrir ofboðslega tilgangs- lítilli en mjög ruddalegri áríis — hann var sýktur af Finnagaldr- inum og aldrei hafa ópin né hvískrið og farís'ea-réttlætið og vesældómurinn fyrir hönd hinna undirokuðu og fyrir hönd sovét- lýðveldisins og sovétþjóðanna og sovétsannleikans og sovétréttlæt- isins verið ámátlegri og viðbjóðs- legri heldur en einmitt í þetta sinn. Þá var óburðugt að vera kommúnisti á íslandi. Það var þá sem að Gunnar Benediktsson einn æðsti ritprest- ur kommúnista, kollega minn elskulegur í prestastétt, ritaði heila bók um þetta eina erindi mitt um málaferlin í Moskvu. Kommúnistar hafa aldrei fyrir- gefið mér að flytja þetta erindi um málaferlin í Moskvu 1937 og mér hefur aldrei verið fyrirgefið að flytja hitt erindi mitt, þar sem ég lét í Ijós, algerlega brota- laust samúð mína með Finnum án minnstu ákæru á Rússa um- fram það að þeir væru stórþjóð, sem tilefnislaust réðist á smæl- ingja. SPÁ SEM KOM FRAM Ég leyfði mér stundum á starfs árum mínum við útvarpið, þegar ég lifði og hrærðist í alþjóðleg- um málum að skilgreina dálítið það sem væri að gerast og draga ályktanir af augljósum stað- reyndum og spá um framvindu mála. Og nú fór það stundum svo, ég segi stundum, að spádóm- arnir minir rættust. En aldrei hef ég á ævi minni verið eins glöggur spámaður, eins og þegar ég í erindi mínu um málaferlin í Moskvu sagði fyrir um, hvert væri eðli Stalins-stjómarinnar og hver verða mundi dómurinn yfir henni. Sá spádómur er nú kom- inn fram bókstafiega orði til orðs. í bók Gunnai-s Benediktssonar tekur hann upp, það sem ég sagði í gífurlegum hneykslunartón. Hann talar um mig sem „sekan“ mann. Getur það hugsazt að sr. Sigurður Einarsson sé svona sek- ur, sagði hann. Jú og röksemd- irnar koma, „hann viðhafði þessi orð og þessi kæra verður aldrei af honum tekin“. Sökin hefur alltaf verið auð- fundin, ef nokkurntíma hefur verið skýrt frá, — að eitthvað væri bogið við réi.tarfar Sovét- ríkjanna — að lífskjör almenn- ings í Sovétríkjunum stæðust ekki samanburð við lífskjör al- mennings á Vesturlöndum, — að á Vesturlöndum gætu orðið til bókmenntir án þess að þurfa að draga eins og ánauðugir þrælar áróðursvagn Sovétlýðveldanna og einstakra sovétskurðgoða, — að það væri yfirleitt til, eitthvað í menningu, menningarerfðum, þjóðfélagslegri viðleitni, þjóðfé- Frh. á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.