Morgunblaðið - 29.03.1956, Side 16
32
MORGVTSBLAÐIÐ
Fimmtudagur 29. marz 1956
Eisenhower er fuilviss um að
kynjiáttaeðskiinaður muni brátt
hverfa í Bandaríkjunum
WASHINGTON í marz.
EISENHOWER Bandaríkjaforseti lét nýlega í ljós þá fullvissu sína
að heilbrigð skynsemi bandarísku þjóðarinnar myndi verða
vfirsterkari tilfinningaseminni, og frekari árangur myndi brátt
nást í sambandi við lausnina á kynþáttavandamálinu í Banda-
líkjunum. — Eisenhower gaf þau svör við spurníngum, sem fyrir
l\ann voru lagðar á blaðamannafundi, að fólk léti um of tilfinn-
■ingarnar ráða í sambandi við kynþáttavandamálið, en hann vakti
othygli manna á þeim framförum, sem þegar hafa átt sér stað
i Suðurríkjunum, þar sem rúmlega 250,000 svertingjabörn sækja
. kóla fyrir börn af báðum kynþáttum.
'NAUÐSYN ÞOLINMÆÐI
OC SKILNINGS
Hér fara á eftir nokkur svör,
er Eisenhower gaf á blaðamanna
•fundinum:
„. .. . Við megura ekki gleyma
þvi, að nú þegar hafa miklar og
margvíslegar framfarir átt sér
stað. Eítir því sem ég kemst
næst sækja u. þ. b. 250,000 svert-
ingjabörn skóla, sem opnir eru
börnum af báðum’kynþáttum, og
að undanteknu vissu svæði, þar
sem örðugleikarnir eru mestir, þá
hafa miklar framfarir orðið.
Það er staðreynd, að fyrir
stuttu síðan gaf hæstiréttur í
Texas út yfirlýsingu þess efnis,
að ef fyrirfyndist eitthvað atriði
í lögum eða stjórnarskrá Texas-
fylkis, sem bryti í bága við
stjórnarskrá Bandaríkjanna, þá
væri það ógilt.
Við skulum muna eftir því, að
til er fólk, sem er reiðubúið til
þess að fjalla um þetta mál með
. tillingu, og er ákveðið í því að
koma á þeim framförum, sem
hæstiréttur bað um.
Ef nokkurn tíma er nauðsyn
á því að vera þolinmóðir án þess
fþó að vera ánægður með sjálfan
sig, nauðsyn á því að skilja mik-
il tilfinningamál annarra, eins vel
og okkar eigin þá er það núna.
Efast ég ekki um að þjóðin
leysi þetta vandamál á skynsam-
legan hátt.
Ofstæki á báða bóga mun ekki
geta bætt ástandið í þessu máli,
og við verðum að trúa því og
treysta, að hinn góði skilningur,
og heilbrigð skynsemi Banda-
ríkjamanna, muni koma þessu
máli áleiðis, mér dettur ekki í
hug að gera nokkrar áætlanir
um, hversu langan tíma það mun
taka, því að ég hefi ekki hug-
mynd um það.
Hér er yfirleitt ekki verið að
ræða um kúgun eða valdsbeit-
ingu; við munum aðeins fylgja
stjórnarskrá Bandaríkjanna, og
sjá um, að þeim framförum, sem
samkvæmt henni á að hrinda í
framkvæmd, raunverulega eigi
sér stað. Við skulum muna eftir
einu atriði, sem er mjög mikil-
vægt: Fólk það, sem stjórnast hef
ur af tilfinningum sínum í þessu
máli s.l. þrjá mannsaldra, gerði
það ekki þvert ofan í gildandi
lög, Það fylgdi þeim lögum, sem
samþykkt voru af hæstarétti
Bandaríkjanna árið 1896.
Nú hefur þessum lögum verið
breytt, og það tekur tíma fyrir
þetta fólk, að skilja nýju lögin
og fara eftir þeim. En ég hef
ennþá aldrei efast um það, að
bandaríska þjóðin muni, nú eins
og endranær, leysa þetta mikil-
væga vandamál á skynsamlegan
hátt, og sýna við það bæði þolin-
mæði og skilning. Og við munum
leysa það: En ég harma allt
ofstæki frá báðum hliðum þessa
máls.“
Nýjimt báti hleypt af
stokkunum í Hafnarfirði
HINN 17. marz sl. var hlevpt af
■ tokkunum hjá Skipasmíðastöð-
inni Dröfn hf. í Hafnarfirði, nýj-
um vélbát. 59 rúmlesta að stærð.
Var honum gefið nafnið Baldvin
Þorvaldsson EA 24. Eigendur
bátsins eru Aðalsteinn Loftsson
og fleiri í Dalvík.
Báturinn er smíðaður úr eik,
en með yfirbyggingu úr stáli. —
Hann er með 270 hestafla dísel-
vél, Mannhein-gerð. Hann er
með vökva-linu og dekkvindu,
dýptarmæli með ardic-úrfærslu
og yfirleitt búinn öllum beztu
tækjum, sem völ er á og að öllu
levti mjög vandaður.
Smiði þessa vélbáts var hafin
nemma á síðasta ári. Hann er
sm.ðaður eftir teikningum eftir
Egil Þorfinnsson, skipasmíða-
meistara. Yfirumsjón með verk-
inu hafði Sigurjón Einarsson,
. kipasmíðameistari, en yfirsmið-
ur var Hans Lindberg. Yfirbygg-
ingu, niðursetningu á vél og alla
íárnsmíði og hitalögn, annaðist
Vélsmiðjan Klettur hf. Raflögn
lögðu rafvirkjameistararnir Jón
Guðmundsson og Þorvaldur Sig-
urðsson, málun framkvæmdu mál
irameistararnir Sigurjón Vil-
hjálmsson og Aðalsteinn Egils-
son. Reiðar og segl voru gerð af
Sören Valentínussyni, dýptarmæl
ir settur niður af Friðriki A.
Jónssyni, útvarpsmeistara, þil-
far- og línuvinda var smíðað af
vélaverkstæði Sigurðar Svein-1
björnssonar.
Þetta er 9. vélbáturinn, sem
Skipasmíðastöðin Dröfn hf. hefur
byggt á þeim 14 árum, sem skipa-
6 A
iýr'\' X- •■■ ■’".’ í/. /
I smíðastöðin hefur starfað, og er
i undirbúningur hafinn að smíði
! þess tíunda.
Nám við verkfræði-
háskélann í Níðarósi
VERKFRÆÐIHÁSKÓLINN í Nið
arósi (Norges Tekniske Högskole,
Tronheim) mun veita íslenzkum
stúdent skólavist á hausti kom-
anda. Þeir, sem kynnu að vilja
koma til greina, sendi ráðuneyt-
inu umsókn um það fyrir 1. maí
næstkomandi. Umsókn fylgi fæð-
ingarvottorð, skírteini um stúd-
entspróf, upplýsingar um nám
og störf að loknu stúdentsprófi
og meðmæli, ef til eru. Hér er
einungis um inngöngu í skólann
að ræða, en ekki styrkveitingu.
(Frá menntamálaráðuneytinu)
Nýv feálias- lil Ey|ci
um löndiR lyrir bolni
PARÍS, 22. marz. — Franska ut-
anríkismálaráðuneytið tilkynnti
í dag, að franska stjórnin hefði
boðið Bretum og Bandaríkja-
mönnum til ráðstefnu um mál-
efni landanna fyrir botni Mið-
.jarðarhafs. Utanríkisráðherrar
landanna þriggja munu sitja
þessa ráðstefnu. Gert er ráð fyr-
ir, að þríveldaráðstefna þessi
verði haldin í byrjun maímánað-
ar í París — á sama tíma og
ráð Norður-Atlantshafsbandalags
ins heldur fund sinn. — Reuter.
Námssfyrfrur við
í KSIn
HÁSKÓLINN í Köln býður
stúdent við Háskóla íslands styrk
til námsdvalar í Köln mánuðina
maí til september 1956. Fyrir-
lestrar á sumarmisseri hefjast í
maíbyrjun og lýkur í júlílok.
Styrkurinn nemur 1000 DM,
þ.e. 200 DM á mánuði. Veittur
verður helmingsafsláttur á far-
gjaldi frá landamærum Þýzka-
lands til Köln. Skólagjöld verða
gefin eftir, nema tryggingargjöld
o. f 1., alls um 27 DM.
Umsóknir skal senda skrif-
stofu Háskóla íslands í síðasta
lagi fimmtudag 5. apríl.
Þrjú systfcini hiulu
við Seykjanesshóla
ÞÚFUM, 24. marz: — Prófum í
bóklegum greinum er nú lokið
við Reykjanesskóla. — Hæstu
einkanir hlutu í efri deild, Guð-
ríður Hannibalsdóttir frá Han-
hóli, í Bolungarvík, 8.21, og Jón
Hannibalsson, bróðir Guðríðar,
7.70. í yngri deild var með hæstu
einkunn, Lilja, systir þeirra Guð-
ríðar og Jóns, 8.78. Með næst
hæstu einkunn í yngri deild, var
Guðrún Guðmundsdóttir frá
Betaníu í Önundarfirði, 8.16.
Prófdómari var Ásgeir Svan--
bergsson, Þúfum. Próf í verkleg-
um greinum hefjast á mánudag.
— Páll.
M.B. STÍGANDI VE 77, eign
Helga Bergvinssonar skipstjóra,
Gísla Þorsteinssonar frkvstj. og
Ágústs Ma'tthíassonar frkv.stj.,
Vestmannaeyjum, kom ti> Eyja á
miðvikudag eftir 4 sólarhringa
siglingu frá Hambo’g.
Firmað D.W. Kremer Sohn,
Elmshorn, Þýzkalandi, smíðaði
bátinn, en umboðsmenn firmans
eru Kristján G. Gislason & Co.
h.f.
Báturinn er 22.57 metrar á
lengd, 76 lestir og hefur 240
hestafla MAK aflvél.
Hann er búinn fullkomnustu
tækjum og vandaður að öllum
frágangi. Lestin er klædd með
aluminium. Vistarverur og allt
fyrirkomulag er afar vandað. —■
Hefur í því tilliti verið farið eft-
ir teikningum og ráðleggingum
Egils Þorfinnssonar. í bátnum er
þrýstivatnskerfi fyrir drykkjar-
og þvottavatn.
Báturinn, sem að öllu leyti kom
útbúirm til þorsk- og síldveiða,
hefur þegar hafið róðra með
þorskanet, og er skipstjóri Helgi
Bergvinsson.
Ekkert hefur verið til sparað
að gera bátinn sem bezt úr garði.
Mýjiim véibáli hleypt af
stekkuiiiEm á Isafirði
Eáíxhn mnn hefja rtðra í þcssari viku
ísafirði, 24. marz.
GÆRMORGUN var bleypt af stokkunum í Skipasmíðastöð
M. Bernhardssonar h.f. nýjum vélbáti, 48 rúmlesta. Var hon-
um gefið nafnið Guðbjörg, ÍS 14. Eigandi bátsins er Hrönn h.f.
á ísafirði. Báturinn er smíðaður úr eik, en yfirbygging og vélar-
íeisn úr stáli.
VEL ÚTBÚINN
240—270 hestafla GM-dísilvél
er í bátnum, einnig norsk vökva-
línu- og þilfarsvinda, dýptarmæl-
ir með Asdic-útfærslu, miðunar-
stöð og yfirleitt öll þau beztu
tæki, sem nú eru notuð í fiski-
bátum, enda er báturinn að öllu
leyti hinn vandaðasti.
Yfirsmiður við bygginguna var
Marzelíus Bernhardsson, skipa-
smíðameistari. Niðursetningu á
vélinni annaðist vélsmiðjan Þór
h.f., en Neisti h.f. sá um allar
raflagnir i bátinn.
Byggingarkostnaður DAS
nemur nú 7 millj. kr.
AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs
Sjómannadagsins í Reykjavík og
Hafnarfirði, var haldinn sunnu-
daginn 11. marz.
Formaður stjórnar Fulltrúa-
ráðsins skýrði frá störfum stjórn-
arinnar á s.l. árí. Kostnaður
við byggingarframkvæmdir
Dvalarheimilis aldraðra sjó-
manna nam á árinu um 2.5 millj.i
króna, en alls nemur byggingar-
kostnaður Dvalarheimilisins nú
um 7 millj. kr. Eignir í verð-
bréfum og peningum nema um
900 þús. kr., en skuldir um 1
milljón kr.
ÁRSTEKJUR HAPPDRÆTTIS
DAS 2,5 MILLJ.
Happdrætti DAS hefur gengið
mjög vel. Áætlaðar tekjur á yfir-
standandi happdrættisári, sem
lýkur 3. apríl n.k., eru 2,5 millj.
Álls hefur happdrættið skilað til
Dvalarheimilisins frá því það
var stofnað um 2.7 millj. kr.
KVIKMYNDASÝNINGAR
í BORÐSAL
Mikið vantar ennþá til þess
að rekstur Dvalarheimilisins geti
hafizt, Til dæmis skortir margt
til þess að byggingin sé fullgerð,
að innan. Auk þess vantar öll i
áhöld í eldhús, þvottahús, sjúkra-
deild og allt innbú til starfsem-
innar. Á meðan að þetta er ekki
fengið verður rekið kvikmynda-
hús í borðsal hússins, en það er
saiur, sem tekur rúmlega 200
manns í sæti. Mun kvikmynda-
hús þetta taka til starfa á næst-
unni og nefnast Laugarásbíó.
Þegar hafa nokkrir aldraðir
sjómenn flutt í einstaklingsher-
bergi i byggingunni og munu
þeir gerast þar vistmenn, þegar
Dvalarheimilið tekur til starfa.
Á fundinum kom fram mikill
og einhuga áhugi á, að reyna
að stuðla að þvi, að rekstur
Dvalarheimilisins geti hafizt á
20. Sjómannadaginn, eða um vor-
ið 1957, en byggingin eins og
hún er nú getur rúmað á annað
hundrað vistmenn.
STJÓRN
í stjórn Fulltrúaráðsins voru
kjörnir: Henrý Hálfdánarson
form. og Þorvarður Björnsson
gjaldk., báðir endurkjörnir. Rit-
ari var kjörinn ísleifur Guð-
mundsson. Varaform. var kjör-
inn Sigurjón Einarsson, vara-
gjaldk. Theódór Gíslason og
vararitari Gunnar Friðriksson.
2 BÁTAR FULLGERÐIR
í SAMA MÁNUÐI
Þetta er annar báturinn sem
sjósettur er í skipasmíðastöð M.
Bernhardssonar h.f. á tæpum
mánuði. Hinn báturinn hlaut
nafnið Gunnvör ÍS-270, en eig-
andi hans ^r Gunnvör h.f. á
ísafirði. — Báðir þessir bátar
eru smíðaðir eftir teikninpu Egg-
erts B. Lárussonar, skipasmíða-
meistara og eru þeir að öllu leyti
eins, nema hvað innrétting er
lítið eitt frábrugðin.
Gert er ráð fyrir að Guðbjörg
geti hafið róðra í næstu viku,
en skipstjóri verður Ásgeir Guð-
bjartsson, sem undanfarið hefur
verið skipstjóri á m.b. Ásbirni.
— J.
iórn
sefur á slofn fæfcni-
I LOGBIRTINGABL. 22. marz
, er auglýst til umsóknar staða
’ forstöðumanns tæknideildar Hús-
næðismálastjórnar. Staðan veit-
ist byggingarfróðum manni,
i arkitekt eða byggingarverkfræð-
' ingi.
Samkvæmt lögum eru Hús-
næðismálastjórn falin víðtæk
verkefni á sviði húsbyggingar-
mála, og er ráðgert að setja á
fót stofnun, er verði húsbyggj-
endum til leiðbeiningar um
byggingarmál, hafi byggingarefni
til sýnis, sömuleiðis teikningar
af hentugum íbúðum og annist
aðra þjónustu í byggingarmálum,
Er ætlazt til þess, að sá sérfræð-
ingur, sem nú verður ráðinn,
verði forstöðumaður þessarar
stofnunar.