Morgunblaðið - 05.09.1956, Qupperneq 16
Veðrið
Hægviðri, skýjað, en úrkomu-
laust að mestu.
jtttlritaMfe
Við túngarðinn
Sjá blaðsíðu 9.
202. tbl. — Miðvikudagur 5. september 1956.
„XjaUnrinn" byggður ofnnjarðar
LÓGREGLAN í Reykjavík heíur nú fengið iil urnráða lóð fyrir
starfsemi sína vestan Síðumúla og austan ónefndrar götu, ér
liggur í framhaldi af Selsmúla. Staður þessi er skammt sunnan við
hina nýju símstöð sem risin er sunnan Hálogalands og liggur vel
við umferðaæðum til bæjarins — skammt frá Suðurlandsbraut og
Miklubraut og stutt að Reykjanesbraut.
★ MIÐSTÖÐ
LÖGREGLUNNAR
Mbl. sneri sér í gær til Sigur-
jóns Sigurðssonar lögreglustjóra
og spurðist fyrir um, hvaða
starfsemi lögreglunnar ætti að
vera á hinni nýju lóð.
Sagði lögreglustjóri, að þarna
yrði ný lögreglustöð af smærra
tagi — útibú frá aðalstöðinni.
Þar yrði svo ennfremur fanga-
geymsla og þar yrði í framtíð-
inni bifreiðastöð lögreglunnar,
talstöðvaþjónusta og ýmislegt
annað sem ekki er hentugt að
hafa inni í miðbænum.
★ FYRSTI ÁFANGINN
— En fyrst af öllu höfum við
hug á, hélt lögreglustjórinn á-
fram, að koma upp nýrri fanga-
geymslu í stað „kjallarans". Það
mun því verða byrjað á fram-
kvæmdum við byggingu fanga-
geymslunnar og fyrsti áfanginn
er hús er rúmar 20 fanga, og
Töðufengur góður í
V-Skaftafellssýslu
KIRKJUBÆJARKLAUSTRI 3.
sept. — Heyskapur hefur gengið
ágætlega hér í sumar. Spretta á
túnum var góð og heyskapartíð
hin bezta, sérstaklega seinnihluta
júlí-mánaðar og fyrstu vikuna í
ágúst. Hefur því mikið aflazt af
góðum heyjum í fyrra slætti.
Háarvöxtur hefur aftur á móti
verið lítill og spretta á útengjum
víða með lakasta móti. Annars er
taðan -orðin það mikill hluti af
heyfeng bænda á Síðu, að það
hefur orðið lítið að segja, hvernig
fer um engjaheyskap. í lágsveit-
um, sérstaklega Meðallandi og
Álftaveri eru samt enn miklar
slægjur á mýrum og áveitum, en
túnrækt er að aukast þar.
verður það byggt eftir nýjustu
kröfum þar um.
En þetta verður aðeins hluti af
heildarfangageymslunni, sem
þarna rís, er fullbyggt verður á
þessari lóð lögreglunnar. Það er
Trillubátur fekinn af
Kirkjusandi
UM helgina var lítill óyfirbyggð-
ur trillubátur tekinn úr fjörunni
á Kirkjusandi og hefur hann ekki
fundizt enn, þótt eigandinn hafi
víða farið meðfram ströndinni til
að leita að honum. Bátur þessi
er um 1 tonn á stærð með loft-
kældri vél. Hann er grænn að
neðan en ljósgrár að ofan. Máln-
ingin orðin gömul. Engin hefur
hann einkennismerki. Þeir, sem
skyldu verða bátsins varir eru
beðnir um að gera rannsóknar-
lögreglunni viðvart.
ekki hægt að fara hratt, því það
er og brýn nauðsyn að byrja á
lögreglustöð, en fjárfestingarleyfi
eru af skornum skammti.
Lögreglustjóri kvað vonir
standa til að hægt væri að byrja
framkvæmdir í haust, en nú væri
unnið að því að ljúka við teikn-
ingar þess hluta, er byggður yrði
í fyrsta áfanga.
„KJALLARI'* OFANJARÐAR
Það eru gleðitíðindi, að nú eru
dagar „kjallarans“ senn taldir.
Það hefur alltaf verið neyðar-
ráðstöfun að nota hann sem
fangagey msiu, og engum hefur
það verið leiðara en lögreglunni.
Það hefur um árabil verið í und-
irbúningi að hefja framkvæmdir
við byggingu nýrra fanga-
geymslu. Fyrrverandi dómsmála-
ráðherra var búinn að leyfa
framkvæmdirnar og nú mun ný
fangageymsla upp rísa „kjall-
£u-i“ sem er ofanjarðar eins og
mannabústaðir, en ekki gluggu-
laus rakastía.
Góð sala
TOGARINN JÚNÍ seldi afla sinn
í Bremerhaven í gær. Voru það
165 léstir og seldist fyrir 100 þús.
mörk, sem er mjög gott verð.
Ágœtt héraðsmót Sjálf-
stœðismanna á Blönduósi
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Austur-Húnavatnssýslu efndu til
hins árlega héraðsmóts síns á Blönduósi síðastl. sunnudag.
Var mótið fjölsótt og hið ánægjulegasta.
Stefán Jónsson, formaður Jör-
undar félags ungra Sjálfstæðis-
rnanna, setti mótið og stjórnaði
því. Hófst mótið kl. 4 síðdegis
í hinum myndarlega fimleikasal
barnaskólans. Var þar sameigin-
leg kaffidrykkja og fóru dag-
skráratriði fram meðan setið var
undir borðum.
Alþingismennirnir Magnús
Jónsson og Jón Pálmason fluttu
aðalræðurnar á mótinu og ræddu
um stjórnmálaviðhorfið frá ýms-
um hliðum. Var mjög góður róm-
ur gerður að máli þeirra. Auk
Sýning mœlitœkja- og
áhalda opnuð í Reykjavík
í GÆR kl. 5 síðdegis var opnuð
mælitækja- og áhaldasýning í
gamla Iðnskólanum í Reykja-
Islenzkur
sigur
FJÓRÐA umferð skákmótsins
í Moskvu var tefld í gær. ís-
land mætti Vestur-Þýzkalandi.
Friðrik gerði janftefli við Un-
sicker, Baldur gerði jafntefli
við Darga, Ingi vann Schmied,
sem var í miklu tímahraki, og
Freysteinn á biðskák við
Niephennells. — Þannig hafa
íslendingar fengið 11 vinninga
og eiga 3 biðskákir. Er það
mjög glæsilegur árangur, því
að V-Þýzkaland er ein af
sterkari skákþjóðum heims
ísland, Argentína, Bretland
og V-Þýzkaiand bítast um það
að k'»mast upp úr 1. riðli í A-
riðil mótsins. Þegar íslending-
ar haf nú unnið Þióðverja —
vaxa sigurlíkur þeirra að
mun.
vík. Eru þar sýnd ýmis mæli-
tæki, sem rafveitur i landinu
þurfa að nota, ennfremur verk-
færi, notuð við lagningu og við-
hald raftækja.
Steingrímur Jónsson, rafrpagns
stjóri, bauð gesti velkomna og
skýrði frá þvi, að Samband ís-
lenzkra rafveitna hefði efnt til
þessarar sýningar í sambandi við
ársþing sitt á Akureyri í sumar.
Hefði hún þótt þess virði, að
flytja hana hingað suður.
Sýningin er fyrst og fremst
ætluð rafvirkjum og öðrum raf-
magnsstarfsmönnum, en er einn-
ig fróðleg fyrir almenning. — Til
sýningar þessarar er efnt að frum
kvæði Jakobs Gíslasonar, raforku
málastjóra.
Jakob Gíslason sagði nokkur
orð og gat þess hve þýðingar-
mikið væri að allur tækniútbúnað
ur væri sem beztur. Hann skýrði
frá því, að framlag til rafvæð-
ingar væri 90 milljónir á ári.
Formaður sýningarnefndar S.
í. R. er Guðjón Guðmundsson, en
aðrir í nefndinni eru Jakob Guð-
johnsen og Knut Otterstedt. —
Sýningin verður opin alla þessa
viku kl. 16 til 19,30 daglega.
þeirra téku til máls Guðbrandur
ísberg, sýslumaður, Guðmundur
Jónsson ,garðyrkjumaður, og Jón
ísberg, lögfræðingur.
Auk ræðuhalda voru fjölbreytt
skemmtiatriði. Halldór Jónsson,
bóndi á Leysingjastöðum, flutti
frumort kvæði. Kristinn Halls-
son, óperusöngvari, söng einsöng
við undirleik Ragnars Björnsson-
ar, söngstjóra. Ævar Kvaran,
leikari, las upp og Árni Tryggva-
son, leikari, flutti gamanþætti.
Var öllum þessum listamönnum
vel fagnað.
Um kvöldið voru skemmtiatr-
iðin endurtekin í samkomuhús-
inu, og að lokum voru dánsleik-
ir í tveimur húsum.
Mótið sótti fólk víðsvegar að
úr héraðinu, enda eru héraðsmót
Sjálfstæðismanna með vinsælustu
samkomum í Austur-Húnavatns-
sýslu.
Kristján heldur á öndinni meðan dr. Finnur Guðmundsson setur
fuglamerkið á hana, en allar endurnar eru merktar.
— Sjá frétt á bls. 2.
Lítil vinna í irystihúsunum
vegnn lítilla iisklandana
VEGNA nokkurrar aflatregðu að undanförnu munu aðeins þrir
togarar landa afla sínum í þessari viku til vinnslu í frysti-
húsunuirf í Reykjavík. Af þessu leiðir, að lítil vinna verður í frysti-
húsunum í Reykjavik þessa vikuna, því að þau þurfa 6—7 togara-
farma á viku til þess að vinna sé nægileg í þeim.
UM 500 STARFA VH)
FRYSTIHÚSIN
Frystihúsin í Reykjavík eru
þessi: ísbjörninn, Hraðfrystistöð-
in. Sænsk-islenzka frystihúsið og
Frystihús Júpiters og Marz á
Kirkjusandi, sem öll eru í Sölu-
miðstöð Hraðfrystihúsanna. Þá
kemur frystihús SÍS á Kirkju-
sandi og Fiskiðjuver ríkisins. —
Samtals hafa 500—550 manns
vinnu hjá öllum þessum fyrir-
tækjum til samans.
Nýtt félagsheimili vi gt
að Hofi í Vopnafirði
A SUNNUDAGINN var vígði
séra Jakob Einarsson prófastur
nýtt félagsheimili að Hofi í
Vopnafirði. Heitir það Staðar-
holt. Undirbúningur og bygging
félagsheimilisins hefur staðið um
það bil fimm ár. Að byggingu
þess standa, Hofsdeild ungmenna
félagsins Einherja í Vopnafirði
og Hofsdeild Kvenfélags Vopna-
fjarðar.
Athöfnin hófst með messu. —
Séra Jakob Einarsson prédikaði.
Þar næst fór vígslan fram. Við
það tækifæri fluttu ræður m. a.
prófastsfrú Guðbjörg Hjartar-
dóttir og Sigurjón Friðriksson,
Ytrihlíð, formaður ungmennafé-
lagsins Einherja. Fleiri ræður
voru fluttar og sungið á milli.
Kl. sex hófst hátíðadagskrá. —
Sjónhverfingamaður frá Akur-
|eyri sýndi listir sínar, þrjár ung-
ar stúlkur úr Vopnafirði sungu
með gítarundirleik og fluttur
var leikþátturinn „Lási trúlof-
ast“. Bragi Dýrfjörð, Vopnafirði,
stjórnaði leiknum, en leikendur
voru allir úr héraðinu. Þrjú til
fjögui þúsund manns sóttu há-
tíðina sem fór í alla staði vel
fram og menn skemmtu sér hið
bezta.
Hið nýja íélagsheimili rúmar
um 200 manns í samkomusal. —
Auk hans er leiksvið, eldhús og
fleira. Félagsheimilið hefur að
mestu leyti verið byggt í sjálf-
boðavinpu. Nú er í byggingu ann
að félagsheimili í Vopnafjarðar-
kaupstað, að því er Kjartan
Björnsson stöðvarstjóri tjáði
tíðindamanni, en hjá honum
fék blaðið framanskráðar upp-
iýsingar.
í þessari viku munu aðeins þrir
togarar landa afla sínum í
Reykjavík. Eru það Akurey og
Askur, sem eru nú að landa og
Uranus, sem kemur seinna í vik-
unni. Afli þeirra er ekki nema
hálft verkefni fyrir frystihúsin,
svo að óhjákvæmilegt er, að lítið
verði um vinnu hjá hinu fjöl-
menna starfsliði frystihúsanna.
Þessi hráefnaskortur hjá frysti-
húsunum stafar af aflatregðu,
sem menn vona að sé aðeins tíma
bundin. En í síðari hluta mán-
aðarins er allt útlit fyrir að
fisklandanir í Reykjavík drag-
ist aftur saman, svo að atvinna
verði rýr í frystihúsunum,
hvernig sem annars aflast. Nú
stunda 12 togarar veiðar fyrir
Þýzkalandsmarkað, og útlit fyrir
að 8 bætist í hópinn seint í sept.
Ef svo verður, má búast við að
frystihúsin í Reykjavík og víðar
skorti alvarlega hráefni til að
vinna úr.
AKRANESI, 4. sept. — Fimmtán
reknetjabátar héðan voru á sjó í
nótt, og létu flestir reka suður-
frá. Síldveiðin var mjög treg.
Hæstir voru Höfrungur með
75 tunnur, Heimaskagi með 69 og
Farsæll með 60. Undanfarna daga
hafa trillubátar róið og eru þeir
á sjó í dag. Hafa þeir fiskað frá
400 til 500 kg. í íóðri. —Oddur.
HAFNARFIRÐI — Bridgespilar-
arnir frá Osló spila hér í dag kl.
13,30 við sveit Reynis Guðmunds-
sonar, en í henni eru auk hans
Árni Þorvaldsson, Kristján
Andrésson og Kári Þórðarson. —
Er öllum heimill aðgangur að
keppninni.