Morgunblaðið - 23.09.1956, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.09.1956, Blaðsíða 1
24 slður VAR LÁTIIMN tFTIR 10 IVIÍN. KHÖFN. — Nokkrir menn hafa látizt i sumar í Dan- mörku af völdum vespubits. Fyrir nokkrum dögum lézt enn einn maður af völdum þessa — og var það rúmlega fimmtugur maður, sem hafði fundið vespuhreiður í garði sínum og ætlaði að hylja það mold — og reyna þannig að drepa ófögnuðinn. Flaug þá ein vespa upp, stakk hann í annað augað — og var mað- urinn látinn 10 mínútum síðar. Ein tilraunin enn HAAG, 21. sept. — Júlíana Hollandsdrottning fól í dag jafnaðarmanninum Burger að gera tilraun til stjórnarmynd- unar í Hollandi. — Er hann fimmti stjórnmálamaðurinn sem drottning biður um að mynda stjórn frá því að kosn- ingarnar fóru íram í landinu hinn 13. júní sl. — Reuter. Stormur mikill og óveður grand aði þessu stóra ameríska skipi undan Noregs- ströndum á dög- unum. Skipið hét Pelagia og flutti járngrýti. (Sjá mynd að ofan). Einu mennirnir sem af komust voru þessir, er sjá má í björg- unarbát er brezki togarinn Nort- hern Duke fann. Leit að hinum er á skipinu voru hefur verið hætt og þeir allir tald- ir af. 154 verkamönnum stefnt fyrir rétt í Poznan Þeir eru sokoðir um cð eigu upptök nð kröfu félksins um bruuðM Warsjá 22. sept. AFIMMTUDAGINN kemur hefjast réttarhöld yfir þeim mönnum, sem sakaðir eru um að eiga upphaf að verkföllunum og óeirð- unum er urðu í Poznan í júnímánuði. Hefur pólska stjórnin gefið út tilkynningu þar sem frá þessu er skýrt. + 154 í STAÐ 323 Saksóknarinn, Marian Cy- bicki, hefur látið svo um mælt, að felldar hafi verið niður ásakanir á hendur 169 mönn- um. Upphaflega hafði verið gert ráð fyrir, að 323 yrðu kvaddir fyrir réttinn, en nú hefur verið ákveðið, segir sak- Ný hœtta á sjónum: Ef Andrea Doria eða Stokkhólm Lefðu verið atómknúin—hefðu hundruð farizt Og slík skip geta eyðilagt dýrmœt fiskimið^ 1.000.000 fléttumenn BERLÍN — Á fimmtudaginn leitaði milljónasti Austur- Þjóðverjinn hælis í Vestur- Berlin sem pólitískur flótta- maður. Er þá talið frá árinu 1949. Meira en helmingur þess ara manna hefur verið undir 25 ára aldri. Hér er aðeins um að ræða fólk, sem leitað hefur hælis í Berlín, en álitið er, að þeir A-Þjóðverjar séu jafn- margir, sem hafa farið yfir landamærin — beint til V- Þýzkalands. KJ San Fransiskó, 22. sept. " JARNORKUFRÆÐINGURINN Dr. Richard Fayram sem er sérfræðingur í öllu er lýtur að kjarnorkuknúnum skipum segir að gera megi ráð fyrir því að öll hafskip heims verði atómknúin 1970. Bendir hann á að það hafi i för með sér nýja hættu — geislun í skipsskrokkum. ★ MIKIÐ TJÓN Sérfræðingurinn segir t.d. að ef Andrea Doria eða Stock- holm hefðu verið knúin kjarn- orkuvélum, þá hefðu mörg hundruð menn farizt vegna kjarnorkugeislunar í skrokk- um skipanna. Hann segir einn- ig að ef bandaríska skipic Pelagía sem fórst fyrir skömmu við Noregsstrendur hefði verið knúið með kjarn- orku, þá hefði flakið af því eyðilagt helztu sardínumið Norðmanna. ★ FYRSTU SKIPIN Dr. R. Fayram segist búast við því að fyrsta kjarnorkuknúna haf skip Bandaríkjamanna verði full- gert 1959. Ekki kveðst hann vita, hvenær fyrsta kjarnorkuskip Norðmanna verði fullgert, en hann hefir lagt drög að smíði þess. ★ REYNT AÐ FINNA BJARG- RÁÐ Loks má geta þess að kjarn- orkufræðingurinn segir að búast megi við því að 7 kjarnorkuskip farist á ári hverju, 2—3 á hafi úti og geti því litinn skaða gert, en hin við strendur. Muni stafa af þeim mikil hætta. — Nú verði vísindamenn að athuga, hvort ekki sé hægt að byrgja svo orku- kerfi skipanna að útgeislun geti ekki átt sér stað, þegar óhöpp verða. Danir hufo valið 23 til Melboorneferðor Verða sennilega um 30 KAUPMANNAHÖFN, 22. sept.: — Þrátt fyrir hinn mikla kostn- að sem þátttaka í Olympíuleik- unum í Melbourne hefur í för með sér, hafa Danir þegar á- kveðið 23 þátttakendur í leik- unum .og búizt er við að innan fárra daga, er danska olympíu- nefndin lýkur vali íþróttamanna, verði þeir orðnir 30, sem hljóta „draumferðina" til Ástralíu. Þegar er ákveðin þátttaka Dana í frjálsum íþróttum (Gunn- ar Nielsen og Thyge Tögersen), hjólreiðum, róðri, siglingum og skotfimi. Eftir er að ákveða um þáttöku í sundi m.a. Talsföð nofuð við knaffleiki FLEST hafið þið séð hinn bandaríska „football" í kvik- mynd, en bandaríski fótbolt- inn er ekki líkur því sem hann er leikinn hér. Mikil hcrka er í bandaríska leiknum. Þar er bæði beitt höndum og fótum — og leikmenn hafa heljar- mikla hjálma á höfði til þess að verjast hörkulegri fram- göngu andstæðinganna. Nú hefir eitt slíkt „foot- ball“ lið í New York tekið nýstárlegan hlut í notkun, en það er eins konar talstöð. Hef- ur hún að undanförnu verið notuð við æfingar — og er það á þann hátt, að í hjálm- um leikmanna er komið fyrir örlitlum móttakara — og hlust unartæki við annað eyrað. Uppi á áhorfendapöllum situr þjálfari Iiðsins og gefur fyrir- skipanir sínar til einstakra leikmanna — og samkvæmt sögn bandarískra blaða hefur nýjung þessi gefið góða raun. Ekki er ólíklegt, að atvinnu- liðum verði síðar meir heim- ilað að nota þetta hjálpartæki í kappleikjum. sóknarinn að fara með mál- sókn á hendur 154. ★ ★ ★ Réttarhöld þessi vekja heims- athygli. Fólkið í Poznan gerði á sínum tíma verkfall og uppþot og heimtaði brauð. Herlið var kvatt á vettvang og fékk komið á ró. Mikil ólga var rikjandi í Poznan en yfirvöld heyktust á því, að kúga verkafólkið en lof- aði þeim í staðinn ýmsum kjara- bótum. Neitað var ósk um að vestrænir lögfræðingar fengju að vera ver jendur í máli verkafólks- ins. Og nú er að því komið, að rétt- arhöldin hefjast. Þess er gerist við þessi réttarhöld er beðið með eftirvæntingu um allan heim. íslendingar nú efstir E F T IR 8 umferðir var ís- lenzka sveitin efst á skákmót- inu í Moskvu (í miðflokkn- um), en Svíar og Austurríkis- menn voru næstir og jafnir. í 8. umferðinni tefldu ís- lendingar við Frakka og unnu þá Friðrik og Freysteinn sínar skákir og Baldur gerði jafn- tefli, en skák Inga fór í bið í annað sinn. í 9. umferð tefldu þeir svo við Austurríkismenn og urðu fyrir þeirri óheppni, að Ingi tapaði slysalega, en Baldur gerði jafntefli og biðskákir urðu hjá Friðriki og einnig hjá Freysteini. — í sömu um- ferð unnu Norðmenn Svía. í 1. flokki töpuðu Danir fyr- ir Rússum nema Bent Larsen, sem gerði jafntefli við Bot- vinnik og hafði reyndar alltaf betra tafl. Fár yisr heimshai tíi aÖ vínna 64000 dali — en hiaut aÖeins 64 NEW YORK, 19. sept.: — Það eru ekki allar ferðir til fjár, þótt farnar séu — eru jrð að sönnu um för enska blaða- mannsins Randolph Churc- hills, (sonar Churchills fyrrv. forsætisráðherra) frá Eng- landi til Bandaríkjanna. Randolph Churchill tók sér ferð á hendur til þess eins að koma fram í sjónvarps- og út- varpsþætti og freista þess að vinna 64 þús. dollara í spurninga þætti. Hann valdi spurningaflokkinn „enskt mál“ og svaraði fyrstu spurningunni þegar í stað — og hlaut fyrir 64 dollara. Á næstu þegar 128 dalir voru í veði brást Churchill hinn ungi. Spurningin var á þá leið, að hann átti að nefna orð sem upp- haflega voru mannanöfn en hafa komizt inn í enzka tungu yfir hugtök tengd ákveðnum mönn- um. M.a. sagði spyrjandinn: „„Landstjóri" Jarlsins af Erne i Mayo county 1880 var svo mikill harðstjóri, að fólk í héraðinu tók sig saman um-að hafa engin viðskipti við þennan harðsvíraða mann. Hvað orð er af þessu dregið?" Tíminn sem Churchill hafði til að svara rann út. Hann mundi ekki eftir orðinu „boycott“! Hann fer nú heim við svo búið, og þótti hann endasiepptur bessi mjög auglýsti spurningaþáttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.