Morgunblaðið - 23.09.1956, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.09.1956, Qupperneq 8
MORCUNfíLAÐIh Sunnudagtir 23. sept. 1956 Úr heimi tónlisfarinnar; Tóitskúld undir ílokksugu DMITRI SHOSTAKOVICH mun vera frægastur og mest metinn af öllum núlifandi tónskáldum Sovétríkjanna og jafnframt sá, sem harðasta gagnrýni og strang- astar ákúrur hefur hlotið. Hann verður fimmtugur nk. þriðjudag, 25. þ. m. Hann hlaut heimsfrægð hálffertugur að aldri, þegar sjö- unda sinfónía hans („Leningrad- sinfónían") kom fram 1941, og hefur síðan verið fylgzt með hon- um á Vesturlöndum af meiri áhuga en nokkru öðru sovéttón- skáldi. Flest, sem frá honum hef- ur komið, bæði tónverk hans og ekki síður „játningar“ þær og yfirlýsingar, sem hann hefur fundið sig knúinn til að birta öðru hverju, hefur vakið athygli um allan heim. EKKI ALLT MEÐ FELLDU Andlegt líf í Ráðstjórnarríkj- unum hefur nokkuð verið á dag- skrá hér að undanförnu, síðan „m.enningarsendinefnd“, nýkom- in heim þaðan, hefur látið í það skína, að ekki mundi þar allt með felldu í þeim efnum. Þetta kemur ekki á óvart þeim, sem reynt hafa að fylgjast með gangi tónlistarmála þar í landi og hafa haft spurnir af afskiptum stjórn- arvaldanna og „flokksins“ af* þeim málum. Margir sovétlista- menn koma að vísu við þá sögu, en ef til vill enginn meir en Dmitri Shostakovich, sem hefur verið hvort tveggja í senn stærsta tromp Rússa í menningar viðskiptum út á við og mesta vandræðabarn þeirra heima fyr- ir. Af þessum sökum er ekki fjarri lagi á fimmtugsafmæli hans að rifja upp í stórum drátt- um listaferil hans og viðskipti við valdhafana þar eystra, eftir þvi sem bezt verður vitað hér „vestan tjalds". TVENNAR IIERBÚÐIR Shostakovich var ákaflega bráðger og fljótþroska. Þrettán ára gamall samdi hann fyrsta hljómsveitarverk sitt, og þegar á næstu árum gerðist hann af- kastamikið tónskáld. Innan við tvítugt lauk hann við fyrstu sin- fóníu sína, sem enn er talin meðal beztu verka hans. Um þær mund- ir var mikil gerjun í tónlistarlííi Ráðsfjórnarríkjanna Tvö félög tónskálda háðu h*rða baráttu um völdin og veitti ýíösum belur. — Shostakovich fyllti flokk hinna framsæknari tónskálda, sem gjarnan vildu fylgjast með nýj- ungum annars staðar og læra af þeim. f andstæðingaherbúðunum voru „öreigatónskáldin“, sem svo nefndu sig, en þeirra stefna var sú að gera tónlistina frumstæða, einfalda og sem aðgengilegasta almenningi, hvað sem það kost- aði. Sinfónísk tónlist var að þeirra dómi úrelt, jazz og hvers kyns skemmtitónlist skaðleg, og flest höfuðtónskáld fyrri tíma hættuleg vegna þess að þau trufl- uðu stéttarmeðvitund vinnandi fólks(l) ÓPERA MEÐ EFTIRMÁLUM „Flokkurinn" lét þetta stríð ekki verulega til sin taka fyrr en 1932. Þá var félag „öreigatón- skáldanna" leyst upp, og þóttust þeir Shostakovich og félagar hans nú standa með pálmann í hönd- unum. En sigurvíman rann fljótlega af þeim. Um þessar mundir Shostakovich fimmtugur samdi Shostakovich óperuna „Lady Macbeth frá Mzensk", sem var frumsýnd í Leningrad í janú- ar 1934. Efni hennar fjallar um lífið í rússnesku þorpi, en að hætti sannrar óperu var þar í blandað heitum ástríðum, ástar- harmleik og morðum. Ópera þessi náði mikilli hylli fyrst í stað og listdómendur hlóðu á hana lofi. En í ársbyrjun 1936 vaknaði sam- vizka „flolcksins", og dómur hans var birtur í Pravda 28. janúar. Shostakovich var talinn hafa hneigzt til „borgaralegra“ hug- mynda. „Tónskáldið hefur sýni- lega ekki leitazt við að verða við óskum og tilætlun rússneskra áheyrenda. Hann blandar tónum af handahófi til þess að vekja áhuga formfagurkera, sem hafa glatað öllum góðum smekk". — Einnig það, að óperan hafði náð nokkrum vinsældum erlendis, var lagt Shostakovich til lasts. ’Skömmu síðar fékk annað verk hans sams konar dóm í Pravda. Það var ballett, sem átti að lýsa lífinu á rússnesku samyrkjubúi. YFIRBOT, SEM EKKI TÓKST Shostakovich féllst a þessa dóma — og baðst afsökunar á villu sinni. En það er hægar sagt en gert fyrir listamenn að skipta í skyndi um listrænan ham, ef svo mætti segja, kasta frá sér eldri sjónarmiðum og sannfær- ingu og taka upp ný viðhorf. Þetta reyndi Shostakovich. Árið 1936 samdi hann fjórðu sinfóníu sína, og hún var undirbúin til flutnings í Leningrad. En eftir að höfundurinn hafði heyrt hana og séð viðbrögð hljómsveitar- mannanna, sem áttu að flytja hana, dró hann verkið til baka, og hefur það legið í láginni síðan. ÞRJÚ STÓRVERK Fimmta sinfónía hans var flutt í Leningrad í árslok 1937, og vakti mikla hrifningu. Hún hefur síðan heyrzt víða um heim og náð svipuðum vinsældum og fyrsta sinfónían. Sjötta sinfónían (1939) hefur einnig náð mikilli út- breiðslu, og frá þessu tímabili er einnig píanókvintettinn, op. 57, í klassískum anda, eitt af allra beztu verkum tónskáldsins. SNEYPTUR OPINBERLEGA Þó var það fyrst, þegar sjöunda sinfónían kom fram, sem allra Dmitri Shostakovich. augu beindust að Shostakovich. Verkið var samið í Leningrad, meðan umsátin um borgina stóð yfir, og samstaða bandamanna í styrjöldinni olli því, að það vakti engu minni athygli í Bretlandi og Bandarikjunum en í heimalandi sínu. Orkar þó mjög tvímælis, hvort gildi verksins stendur í réttu hlutfalli við frægð þess. Áttunda sinfónían er einnig styrjaldarverk og ber þess svip. Níunda sinfónían (1945) er allt annars eðlis, stutt, áheyrileg en heldur léttvæg. Bæði þessi síðast- nefndu verk hefðu vafalaust vak- ið athygli, ef þau hefðu komið fram „vestan tjalds", en ólíklegt er að þau hefðu getað orðið þess valdandi, að höfundur þeirra yrði sneyptur opinberlega af stjórnar- völdum sínum, eins og Shostako- vich mátti sætta sig við — og sætti sig við. ÁDREPAN FRÁ 1948 Þau urðu þess valdandi, að hann var einn þeirra sovéttón- skálda, sem verst var leikinn í hinni frægu ádrepu miðstjórnar rússneska kommúnistaflokksins 10. febrúar 1948. Hann var nefnd- ur fremstur í flokki meðal þeirra, sem hefðu gerzt sekir um „formalisma", er bæri vott „borg- arahætti" og „úrkynjun“. Þeir hefðu orðið fyrir skaðlegum á- hrifum frá nýrri evrópskri og amerískri músík, en slitið sig úr tengslum við „fólkið“. Einnig nú játaði Shostakovich ákærunni — baðst afsökunar og lofaði bót og betrun. SKIPREIKA MAÐUR LEITAR LANDS Það er litlum vafa bundið, að Shostakovich er einlægur í trún- Höfum fengið Ullargólfteppi í cftirfarandi stærðum: 1,35x2 Verð kr. 920,00 2x3 — — 2.390,00 21/2x3% — — 2.990,00 3x4 — — 3.960,00 DÖmu og Herrahúðin Laugavegi 55 Sími 81890 aði sínum við „flokkinn“ og í sí- endurteknum yfirlýsingum sín- um um pólitískar skyldur og hlutverk listarinnar. Það er held- ur ekki vafi á því, að gáfur Shostakovich mundu nægja hon- um til að geta lifað og skrifað eins og „flokknum“ líkar — ef „flokkurinn“ vildi alltaf það sama. En „flokkurinn“ skiptir stundum um skoðun, og má finna þess dæmi á fleiri sviðum en í tónlistinni. Þess vegna má líkja Shostakovich við skipreika mann, sem reynir að ná landi — en land ið færist undan, jafnótt og hann nálgast það. MEIRA FRELSI! Ef til vill er það umrótið, sem fylgdi í kjölfar síðasta flokks- þings kommúnistaflokksins, sem veldur því að síðustu mánuði kveður við nýjan tón í tónlistar- umræðum þar eystra. Einnig þar kemur Shostakovich við sögu. — Hann skrifar grein undir nafni í Pravda 17. júní sl„ þar sem hann tekur í sínar hendur þann vönd, sern hann hafði áður fengið að kenna á, krefst aukins frelsis til handa sovéttónskáldum og ræðst á forvígismenn tónskáldafélag- anan, sem hann telur hafa hindr- að þróun tónlistarinnar með banni við hvers kyns nýjungum. En hann sleppir samt ekki „lín- unni“: „Allar tilraunir til aj koma í veg fyrir frjóar umræðui hljóta að mistakast, því að þæi stríða gegn anda 20. flokksþings- ins“(!) Hann er enn þeirrar skoð' unar, að „formalisminn" sé „al hinu illa“, ein ber þá ásökun í „kreddutrúarmennina", að þeii séu of fljótir til að setja stimpii „formalismans" á hverja nýja til- raun: „Ef einhver skilur ekkl eitthvað til fulls eða fellur það ekki í geð, er það oft kalla? „formalismi“.“ ÁHEYRENDUR UM ALLAN HEIM ' Það er erfitt að gera sér í hug. arlund, hver hlutur Shostakovicli hefði orðið, ef hann hefði ekkl alizt upp og lifað undir „flokks- aganum". Jafnvel í þeim þrönga fjötri hefur honum tekizt a? vekja áhuga hlustenda um allan heim. En liann opnar ekki eyru manna eða gefur þeim nýja sýn Hann er ekki nýskapandi á borð við Schönberg, Stravinsky, Hind« mith og Bartók. Honum er ekkl lagið að þjappa saman efni sínu eða móta það á sannfærandi hátt En honum er létt um að yrkja hugarflug hans bregst ekki, og tónlist hans er alltaf áheyrileg — líka sú, sem harðastan dóm hefuj mátt þola í heimalandi hans. J. Þ. HALLO: Huseigendur Hjón með 1 barn, vantar 2—3 herbergja íbúð 1. okt. Húshjálp fyrir hendi. Alger reglusemi. Gjörið svo vel að leggja nöfn og heimilisföng inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 27. þ.m. merkt: „Verkstjóri — 4483“. T ækifærisverð Enn eigum við lítið eitt eftir af gölluðum nærfatnaði og karlmannasokkum m.a.: Bleyjubuxur kr. 7,25 Rarnanáttföt frá kr. 31.75. Karlmannasokkar frá kr. 9.00 Verzlunin Garöasfræti 6 Stúlka óskast í bókabúð frá 1. október. Umsókn ásamt upp- lýsingum um fyrri störf og mynd óskast sent til afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir n.k. fimmtudag, merkt: „Bókabúð — 4480“. STÁLVASKAR Ódýru eldhúsvaskarnir úr ryðfrýju stáli komnir aftur. LIJOVIG STORR & Co. Heilsan er fyrir öliu Ávextir eru hollir Neyfið faeirra

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.