Morgunblaðið - 23.09.1956, Qupperneq 15
Sunnudagur 23. sept. 1956
M O R G TJ 'JV B L 4 Ð 1Ð
Ég vona að ég eigi enn eítir
að ioro í Lengstn leit og það
oft — sagði fjollhóngnr
Gnúpverja, Jóhonn d Horaorsheiði
í hinni nýju Skaftholtsrétt
ÓSVIKIN
RÉTTARSTEMMING
Þarna ríkti hin ósvikna réttar-
stemming yfir öllu og öllum, þó
veðrið hefði mátt vera betra. Á
réttarveggjum sváfu nokkrir ör-
þreyttir hundar, sem ekki vökn-
VIÐ vorum á leið í hinar gömlu
og merku Skaftholtsréttir í
Gnúpverjahreppi og komnir upp
fyrir Sandlæk, er við mættum
langri hestalest, sem 2 menn voru
með.
Þetta hljóta að vera trússarar,
sagði ferðafélagi minn, og trúss-
arar voru það. Þeir voru að koma
af fjalli og voru hestarnir klyfj-
aðir töskum og tjöldum og þeir
höfðu farið á undan rekstrinum
af Skeiðum og úr Flóa. Þarna
voru rúmlega 30 hestar með far-
angurinn. Svo sem 4 km. innar
mættum við safninu, 4—5000 fjár
og var það á leið niður á Murn
eyrar, þar sem það var haft í
fyrrinótt, en í Skeiðaréttum mun
hafa verið réttað á föstudaginn.
Fánar voru við hún í Skaft-
holtsrétt, enda merkisdagur í
sögu þessarar fornfrægu réttar,
sem menn segja að til hafi verið
á þessum stað samkvæmt fyrstu
sögnum. Það er nýbúið að endur-
byggja Skaftholtsrétt svo ramm-
byggilega, að hún getur staðið
uðu þótt hávaði væri mikill. Al-
menningurinn var fullur af fal-
legasta fé og bændur önnum
kafnir við að draga í dilka. Hróp-
að er af öllum kröftum öll
möguleg bæjanöfn í sveitinni:
Hæli, Geldingarholt, Hamars-
heiði, Skaftholt o. fl. o. fl., og
bændurnir grípa handföstu taki
í horn dilka sinna, sem þeir svo
draga yfir almenninginn, sem
vegna rigningar er mjög blautur,
hver í sinn dilk, sem greinilega
er merktur með viðkomandi
bæjarnafni. Þrátt fyrir miklar
annir gefa menn sér tíma
til að fá sér í nefið og taka tal
saman stutta stund og einstaka
ferðapeli sést ganga manna á
milli. Kindurnar jarma hundruð-
um saman og eru raddböndin í
sumum tekin að slakna nokkuð.
í gegnum þennan réttarsöng
berast hnegg frá trússhestunum,
sem standa tugum saman í girð-
ingu hjá gerðinu. Leitarmenn
eru glaðir og ánægðir yfir því að
vera komnir til byggða með svo
Um aldir hafa þessir tveir verið
ómissandi og tryggir vinir fjalla-
manna, og svo mun vonandi lengi
enn.
enn um langan aldur. Skaftholts-
rétt rúmar nú allt að 12000 fjár
og hún er hlaðin úr fornu hraun-
grjóti í axlarhæð og veggir þakt-
ir torfi að ofan. Almenningurinn
er sporöskjulagaður, en kringum
hann eru 29 dilkar og er sumum
þeirra skipt með trégrindum.
Gerðið er ekki hlaðið, en afgirt
og liggur breiður hlaðinn gangur
að almenningnum.
Gnúpverjar hafa tekið þann
kost að byggja þessa nýju rétt
úr efni er til fellur á staðnum.
Fellur hún því vel í umhverfið og
er skemmtileg tilbreyting í bygg-1
ingamáta á þessari steinsteypu-
öld.
Dregið hafði verið úr safninu
fé Skeiðamanna um morguninn
og var búið að rétta talsverðan
hluta af fénu er við komum
íallegt fé af fjalli. Mikill er mun-
urinn á fénu nú og er réttað var
í fyrrahaust. Þeir telja sennilegt
að dilkarnir muni almennt
leggja sig á 13—15 kg. — Sumir
segja meira og það sé ekki alveg
að marka fyrr en féð hafi hvílt
sig, því það sé slæpt eftir rign-
inguna. Það er kringum 6000 fjár
í réttunum og hefur aldrei verið
jafnmargt síðan í gamla daga.
HANN RÆÐUR ÖLLU
Á FJALLI OG í RÉTTUM
Steinþór Gestsson á Hæli bend-
ir mér á aldraðan mann í leður-
jakka, olíubuxum, með nokkuð
snjáða húfu á höfðinu og með
svipu fyrir aftan bak. Þetta er
Jóhann Kolbeinsson bóndi á
Hamarsheiði, sem þú munt kann-
asr. ,7’ð nð hafa heyrt nefndan á
nafn, en Jóhann er fjallkóngur
okkar í Gnúpverjahreppnum. —
Það er hann sem stjórnar hér
öllu frá því göngur hefjast unz
réttum lýkur hér í dag. Jóhann
stóð inni í miðjum fjárhópnum
í almenningnum. Þá stundina
hafði hann öðrum hnöppum að
hneppa en ræða við okkur blaða-
mennina.
Steinþór á Hæli sagði mér að
nú hefði Jóhann á Hamarsheiði,
farið í lengstu leit sem og í öll
hin skiptin þau 29 ár, sem hann
hefur verið fjallkóngur Gnúp-
verja. — Með því er*att við, að
farið er allt inn að Arnarfelli
hinu mikla í Hofsjökli. Eru fjall-
menn 9 daga í þeim leiðangri
í óbyggðum. Jóhann er nú 73
ára. Hvar sem á hann er litið er
hann hinn kempulegasti og sýni-
lega vel til forustu fallinn. Hann
er mestur fjáreigandi í Gnúp-
verjahreppi og á nú um 600
fjár.
LENGSTI AFRÉTTURINN
Afréttur Gnúpverja liggur inn
á öræfin meðfram Þjórsá og er
talinn með lengstu afréttum
landsins. Inn að Arnarfelli er
120 km leið frá Skriðufelli í Þjórs
árdal. Þar er víða mikil náttúru-
fegurð, háir fossar, víðlend og
frjósöm graslendi með fjölbreytt-
um gróðri, straumharðar og vatns
miklar ár, fjöll og sandar og
jöklar. íslenzk öræfanáttúra birt-
ist gangnamönnunum í sinni
fjölskrúðugustu og tignarlegusíii
mynd.
★ ★
Það fjölgar óðum í dilkum
bændanna. Hundarnir sem sváfu
á réttarveggnum er við komum,
eru vaknaðir. Kvenþjóðin lætur
ekki sitt eftir liggja í almenn-
ingnum og krakkarnir, sem sum-
arlangt hafa hlakkað til þessa
dags, hjálpast að við- að draga
féð. — Útundir vegg standa
nokkrar konur og karlar og taka
úr sér hrollinn og syngja „Det
var en lördagaften“. Duglegur
strákur kemur með dilk og spyr
nærstaddan föður sinn, hver eiga
muni markið. — Það er frá Ás-
um. — Stráksi kallar eins og
hann hefur rödd til bæjarnafnið
og Ásabóndinn kemur fljótt á
vettvang og grípur kindina. í al-
menningnum stendur Pétur
bóndi Guðmundsson á Þórustöð-
um í Ölfusi með nokkur börn í
kringum sig: — Ég er að sýna
Reykjavíkuræskunni hvernig
virkilegur réttardagur er. í sveit,
sagði hann. Og í almenningnum
er önnum kafinn við réttarstörf-
in vngstur fjalimanna, Gestur
sonur Steinþórs á Hæli, 15 ára.
Þetta er stór dagur í lífi hans.
Við hliðið að 29. dilknum í
Skaftholtsrétt stendur á svörtu
skilti með hvítum stöfum: HAM-
ARSHEIÐI. — Fjallkóngurinn er
að stinga enn einum hinna fallegu
dilka sinna þar inn.
EKKI í JAFNMIKILLI
VEÐURBLÍÐU Á FJALLI
— Hvernig gekk nú smala-
mennskan að þessu sinni?
— Alveg prýðilega, sagði Jó-
hann. — Ég minnist þess ekki að
hafa verið í jafnmikilli veður-
blíðu í göngum, og í slíku veðri
er gaman að koma í Arnarfell.
Jóhann á Hamarsheiði sagði
mér að þetta hefði verið sín 29.
ferð sem fjallkóngs. — Já, bless-
aður vertu, það er ekkert að vera
fjallkóngur í 29 ár eða lengur,
þegar maður er með jafnhraust-
um mönnum og duglegum gangna
mönnum sem sveitungum mín-
um. Og þó á ýmsu hafi gengið i
ferðunum í misjöfnum haust-
veðrum, þá er mér ekki kunnugt
um að mönnum hafi nokkru sinni
orðið sundurorða, jafnvel ekki
þótt kappræður um þjóðmál hafi
verið í tjöldunum. En margt ber
á góma þar sem áhugasamir
bændur koma saman.
Síðan tókum við að ræða um
búskap bænda í Gnúpverja-
hreppi. — Þegar við úrðum að
fella fjárstofninn hér á árunum,
þá tóku menn upp nautgripa-
rækt og mjólkurframleiðslu og
er allmikið af kúm hér í sveit-
inni nú, miklu meira en áður var.
Þá var það fyrst og fremst fjár-
búskapur sem bændur ráku.
KÚABÚ EÐA FJÁRBÚ
— Hvort myndir þú þá kjósa,
ef þú værir ungur bóndi að byrja
búskap á Hamarsheiði?
— Ég skal ekki um það segja,
hvort verður almennara hér, að
bændur stundi mjólkurfram-
leiðslu eða fjárrækt, en hvað mér
viðvíkur, þá myndi ég velja mér
fjárbú. Ánnars er það vissulega
alvarlegt mál hjá okkur, sagði
Jóhann síðan, að ungt fólk hræð-
ist framleiðslustörfin og þar tel
ég skólana bera nokkra ábyrg.
Ég hef hvergi orðið þess var í
skólum landsins, að kennslunni
væri þannig hagað að reynt væri
að skapa náið samband og áhuga
unglinganna á þeim meginstoð-
um sem renna undir þetta litla
þjóðfélag okkar, nefnilega fram-
leiðslunni til sjávar og sveita. —
RAFMAGNIÐ
— Er ekki rafmagnið það, sem
þið bíðið hér eftir?
Jóhann í Hamarsheiði fékk um
600 fjár af fjalli. Er hann hér
í dilk sínum.
— Jú, við það eru auðvitað
miklar vonir tengdar. Við bænd-
urnir hér höfum oft rætt um
þessi mál. Einhvern veginn er
það svo að við óttumst að geta
ekki haft eins mikil afnot af því
sem æskilegt og nauðsynlegt
væri fyrir heimili okkar og bú.
Við erum nefnilega hræddir um
að það verði of dýrt. Ég get sagt
þér að nokkuð þekki ég til þessa.
Ég veit þess dæmi tun bæ hér í
sveitinni, þar sem dieselrafstöð
er, að þar er rafmagnið bóndan-
um ódýrara til heimilishalds og
bús heldur en hjá bónda á orku-
veitusvæði. En við sjáum nú til
þegar sá dagur rennur upp að
rafmagnið kemur í sveitina, en
það mun vera áætlað eftir svo
sem tvö ár.
Enn barst tal okkar að bú-
skaparmálum, húsbyggingum,
votheysgerð, landbúnaðarvélum
og sauðfjárrækt og var fróðlegt
að heyra Jóhann í Hamarsheiði
segja frá reynslu sinni og skoð-
unum í þessum efnum.
HVÍLD, SEM MANNI ER
NAUÐSYNLEG
— Hvað viltu svo segja mér
um þínar mörgu göngur?
— Ég finn alltaf hvíld í því
að fara á fjall, sagði Jóhann. —
Sama hvort ferðin hefur verið
ströng eða ekki, svo sem stund-
um hefur verið. Mér finnst mað-
ur fá hvíld í óbyggðaferðunum,
sem manni er lífsnauðsynleg á
þessari öld hraðans.
Ég þrái alltaf fjöllin og afrétt-
urinn finnst mér vera rétt eins og
gamall, góður vinur. Ég vona,
sagði Jóhann á Hamarsheiði, að
ég eigi enn eftir að fara í löngu-
leitina, inn til Arnaríeils hins
mikla og það oft. Hann tók nú
up dósir sínar, silfurdósir, og
bauð í nefið. Á lokið er grafið
nafn hans en á bakið þetta, sem
segir mikla og langa sögu í fáum
orðum: Frá nokkrum fjallamönn-
um. Sv. Þ.
Þessi mynd er tekin ofan af Ska
holti, yfir hina miklu fjárré
Gnúpverja. Er hún í tölu him
stærri og merkari rétta hér
landi. (Myndirnar tók ljósm. M
ÓI. K.M.)