Morgunblaðið - 23.09.1956, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 23.09.1956, Qupperneq 24
Veðrið Sunnan kaldl - sumstaðar rigning rogttttMftWfr 218. tbl. — Sunnudagur 23. september 1956 Reykjavíkurbréf Sjá. bls. 13. Ætlaði fram úr bíl en |)á kom maður á bifhjóli Slys í fyrrinótt á Suðurlandsbraul. IFYRRINÓTT slösuðust tveir menn hér í bænum í umferðar- slysum. Á Laugarnesvegi varð maður fyrir bíl og á Suðurlands- braut rákust saman maður á skellinöðru og sendiferðabíll. — Slas- aðist þessi maður talsvert, en hinn fyrrnefndi minna.. Þessar myndir voru teknar í Búnaðarbankanum þegar höggmynd Ólafar Pálsdóttur var valinn þar staður. f miðið er listaverkið, til vinstri Hilmar Stefánsson bankastjóri Búnaðarbankans og til hægri Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Búnaðarbankinn kaupir högg- mynd eftir Ólöfu Pálsdóttur Listaverkið verður í afgreiðslu- sal bankans IAFGREIÐSLUSAL Búnaðarbankans í Reykjavík hefur verið komið fyrir höggmynd af ungum manni eftir frú Ólöfu Pálsdóttur myndhöggvara. Hefur Búnaðarbankinn keypt myndina og látið koma henni þarna fyrir á fótstalli, sem er í stíl við inn- réttingu aígreiðslusalarins. Fer myndin ágætlega á þessum stað. <S>- í fyrrakvöld voru akstursskil- yrði slæm, eins og oft vill verða þegar rigning er og göturnar blautar. Slysið á Suðurlandsbrautinni /arð með þejm hætti, að sendi- ferðabíllinn R-1958 var á leið til Reykjavíkur og ætlaði bílstjór- inn að aka fram úr öðrum bíl. En er hann var í þann veginn að fara fram úr, tók bílstjórinn eftir ljósi framundan aðeins fá- einar bíllengdir. Hann snar- hemlaði, en bíllinn rann eftir blautri, sleipri götunni og á- rekstri varð ekki forðað. Maður- inn á skellinöðrunni, Emst Jen- sen, Suðurlandsbraut 85, meidd- ist allmikið á höfði, er hann skall framan á vélarhús bílsins af því- líku afli að bíllinn skemmdist mikið. Grindin framan á vélar- húsi og vélarhlífin sjálf dælduð- ust mikið. Auk þess sem Ernst Siglufjarðartogap arnir afla vel SIGLUFIRÐI, 22. sept. — Báðir Siglufjarðartogaranir eru nú á veiðum á heimamiðum. Hafa þeir aflað vel undanfarið. Tveir bálar, sem stunda fiskveiðar héðan, hafa lagt upp með togurunum í frystihúsin og hafa þeir einnig aílað vel. Unnið er nú við síldina sem var söltuð hér í sumar. Er verið að ganga frá henni til útflutnings. Úrslit ísinnds- mótsins í dog f DAG klukkan 2, fer fram úr- slitaleikur íslandsmótsins í knatt spyrnu. Til úrslita leika Valur og KR og standa leikar þannig fyrir leikinn, að Valur hefur 8 stig, en KR 7 stig. Nægir því Val jafntefli til sigurs í mótinu. Skipið hlauf nafnið Hamrafell f GÆRDAG fór fram í Nynas- skaddaðist mikið á höfði hlaut hann mjög slæmt fótbrot. í gær var líðan hans eftir atvikum og var hann kominn til meðvitund- ar. Bifhjólið gereyðilagðist en það lagðist alveg saman. Á Laugarnesvegi varð drukkinn maður fyrir bíl og slapp b'+ið meiddur. 15-20 þús. fjár sláfr- að hjá Kaupfélaoi Stykkishólms STYKKISHÓLMI, 22. sept.: — Slátrun hófst hjá Kaupfélagii Stykkishólms fyrir nokkrum dög- um og eins hjá verzlun Sigurðar Ágústssonar. Verður slátrað þar mjög miklu fleira fé en síðast liðið ár. En gert er ráð fyrir, að slátrað verði hjá Kaupfélaginu 15—20 þús. fjár á félagssvæðinu, en það mun vera í 6—7 stöðum. Félagssvæðið nær yfir fimm hreppa í Snæfellsnessýslu og þrjá hreppa í Dalasýslu, en í Dalasýsiu verður fé skorið niður vegna mæðiveikinnar. Hjá Sigurði Ágústssyni mun verða slátrað milli 4 og 5000 fjár. Er það mun fleira en í fyrra, en þá var slátrað hjá honum þrem þúsundum. Verður slátrað á veg- um þeirrar verzlunar á fjórum stöðurn. — Árni. LmuGRI, Ströndum, 21. sept: — Veður hefur verið mjög slæmt hér síðasta sólarhring, stormur og haugabrim. Var veðrið svo vont að Flóabáturinn ,sem átti að koma hingað í dag, tepptist vegna veðursins. — Regína. HLAUT FRÁBÆRA DÓMA Höggmynd þessi er meðal þekktustu verka frú Ólafar. — Hún er gerð árið 1952 og kom fyrst fram á sýningu i Charlott- enborg 1953 og var fyrsta högg- mynd listakonunnar á þeim sýn- ingum. Hlaut myndin frábæra dóma listgagnrýnenda dönsku blaðanna. Nú hefur myndin verið steypt í eir og Búnaðarbankinn keypt hana eins og fyrr segir. Búnaðarbankinn hefur áður keypt listaverk til að fegra með húsakynni bankans, og má nefna hið stóra málverk Jóns Engil- berts í afgreiðslusalnum, auk fleiri listaverka á öðrum stöðum í húsinu. Hafa forráðamenn bank- ans þar í senn í huga hag stofn- unarinnar og stuðning við listir í landinu. HEFUR HLOTIÐ MIKLA VIÐURKENNINGU Frú Ólöf Pálsdóttir hefur þeg- ar hlotið mikla viðurkenningu sem listakona, og hafa opinberar stofnanir erlendis fest kaup á verkum eftir hana. Bæjarstjórn Árósa í Danmörku keypti fyrir nokkru telpumynd, íem vakti mikla athygli á sýningu þar, og nýlega hefur hún selt til Ítalíu konumynd, sem verið er að steypa í brons í Kaupmannahöfn. Fennti í fjöll á Vesl- fjörðum FLATEYRI, 21. september: — í dag hefur verið norð-austan hvassviðri hér í önundarfirði og í nótt fennti í fjöll, svo að við lá að Breiðadalsheiði tepptist. í dag hefur snjóinn þó tekið upp að miklu leyti og er búizt við að leysi af heiðinni svo ekki þurfi að moka hana. — Baldur Sagði sig ói JUþýðaflokknum FORMAÐUR Verkalýðsfálags A- Húnvetninga á Blönduósi, Jón Einarsson, hefur nýlega sagt sig i'ir Alþýðuflokknum. — Ritaði hann miðstjórn Alþýðuflokksins bréf og tilkynnti hcnni úrsögn sína. Lílil kartöfluupp- skera í Arnarfirði BÍLDUDAL, 21. sept.: — Kartöflu uppskera er hér með minna móti og er mjög misjöfn. Næturfrost gerði í ágúst og féll þá karöflu- grasið og má kenna því um hve uppskeran er léleg. Rigning hefur verið alla þessa viku og tíð frek- ar stirð til lands og sjávar. — Friðrik. Ógæftir fyrir vestan BÍLDUDAL, 21. sept.: — Rækju- veiðin hefur verið fremur treg undanfarna daga. Hafa verið stormar og veiðiveður ekki gott. Bátarnir hafa haft lítið næði og ekki getað verið úti heilan dag í einu. í dag er austan bræla en rækjubátarnir eru þó á sjó. Tveir bátar hafa stundað línu- veiði og hefur aflinn verið innan við eina lest í róðri, á 50 lóðir. — Friðrik. STYKKISHÓLMI, 22. sept.: — Síldveiði hefur engin verið und- anfarið en trillubátar hafa róið öðru hverju til fiskjar og aflað sæmilega. — Árni. hafn í Svíþjóð afhending oh'u- skips þess er SÍS og Olíufélagið hafa lteypt hingað til landsins Skýrði blaðafulltrúi SÍS blaðinu svo frá því í gær að skipið hefði hlotið nafnið Hamrafell. Á hvaö seljast nú Kiljan og Einar Uppboð Signrðar Benediktssonar hefjast aftur NÚ um mánaðamótin hefur Sigurður Bcnediktsson hin kunnu bóka- og listaverkauppboð sín aftur eftir sumarlangt hlé. Sig- urður hefur sem kunnugt er haldið siík uppboð nokkra vetur við hina beztu aðsókn og góðan róm manna, einkum safnara sem þykj- ast sjaldnast fara þangað erindisleysu. Fyrst heldur Sigurður nú bókauppboð, en síðan annað uppboð í október og er það listaverka- uppboð. MEST FRUMÚTGÁFUR Á bókauppboðinu verða ýmsar fágæfar bækur, sem aðeins má segja að séu í höndum safnara, en hafa nú verið ófáan- legar á frjálsum markaði langan Happdrætti Sjálfstæðisflokksios SALA happdrættismiða í hinu nýja bifreiðarhappdrætti Sjálfstæðisflokksins hófst fyrir tveimur dögum og hefur verið mikil eftirspurn eftir miðum. Skrifstofa happdrættisins er í Sjálfstæðishúsinu, sími 7100, og verður skrifstofan opin í dag til kl. 5 síðdegis. Þeir, sem vilja tryggja sér ákveðin númer, ættu ekki að láta dragast að hafa samband við skrifstofu happdrættisins. Sjálfstæðisfólk! Sameinumst um að ljúka sem fyrst sölu miða í happdrætti þessu. Kaupum öll miða og fáum kunn- ingja okkar einnig til að gera það. Með þvi leggjum við nokkurn skerf til hinnar mikilvægu starfsemi Sjálfstæðis- flokksins og fáum jafnframt tækifæri til þess að keppa um glæsilegan happdrættisvinning. tíma. Ber þar fyrst og helzt til að telja frumútgáfur af öllurn verk- um Kiljans. Er fróðlegt að vita á hve háu verði sú útgáfa selst nú, einkum þar sem margir hafa byrjað að safna frumútgáfum af verkum Kiljans eftir að hann gerðist „nóbílismaður". Þá er og að nefna írumútgáfur af öllum verkum Einars Benediktssonar, sjaldgæfar bækur mjög og þó einkum Sögur og kvæði. Fyrsta útgáfa af Snót verður og þarna og mikið af frumútgáfum ís- lenzkra ljóðabóka. ENSKAR FERÐABÆKUR Svo sem af þessu sést eru þetta að aðalstofni til islenzkar bæk- ur, en auk þess hefur Sigurður nokkrar af ferðabókum um ís- land á ensku til sölu, en þær seldi hann flestar í fyrravetur. Þetta bókauppboð Sigurðar er hið 19. í röðinni, en sérstaklega hyggst hann vanda til hins 20., sem er listmunauppboðið, að því er hann tjáði blaðinu í vor.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.