Morgunblaðið - 14.10.1956, Page 21

Morgunblaðið - 14.10.1956, Page 21
Sunnudagur 14. okt. 1956 MORCUNBLAÐIÐ £1 Eiiimitt svona virðist f ólkið vil ja bílinn EITT af því sem svo mjög hefur einkennt endurreisn Vestur- Þýzkalands er bílaiðnaðurinn þar í landi, en á því sviði hafa Þjóð- verjar náð undraverðum árangri. Meðal þeirra bílategunda þaðan sem hæst bera eru Volkswagen. Hafa þeir náð dsemafáum vin- sældum um heim allan. Ekki síður hér á landi er þessi litli bíll vinsæll og þykir hagkvæm- ur fyrir íslenzka vegi og stað- hætti alla. Enginn bíll er sagður dýrari í kaupum manna á milli, — ef þeir þá fást á annað borð. ELDRAUN A SUDURNESJAVEGI Hér á landi voru það einkum Bandaríkjamenn suður á Kefla- víkurflugvelli, sem þrautreyndu þessa bíla á vegunum hér, áður en þeir tóku að flytjast inn í stærri stíl. Bandaríkjamenn, sem yfirleitt fara ekki vel með bíla sína, þræluðust á þessum litlu bílum á veginum milli Kefla- víkur og Reykjavíkur, og sögðu, er nokkur reynsla var fengin á bílana, að sennilega myndu eng- ir bílar þola betur Suðumesja- veginn en VW-bílamir, vegna þess hvemig undirvagninn væri, fjarðra- og hjólaumbúnaður. Fyrir tveim ámm tóku bílarn- ir að flytjast inn í landið í vax- andi mæli og náðu þeir strax vinsældum. Mörgum þótti fyrst í stað bílar þessir heldur ljótir í útliti, en furðu fljótt vöndust menn hinum hreinu, einföldu línum í bílnum. Nú munu vera um 300 VW-bílar í eigu íslend- inga. Þeim hefur fjölgað veru- lega á síðasta ári. Þetta er í stuttu máli sagan af sigurför hinna þýzku Volks- wagen hér á landi, sem einnig hefur farið sigurför í öðrum löndum, t. d. Svíþjóð. Þó Svíðar sjálfir framleiði litla Volvo bíla, þá er Svíþjóð það land utan Þýzkalands, sem nú munu vera flestir VW, sagði er- indreki frá Volkswagenverk- Samtal við erindreka frá hinum miklu VW-bílaverksmiðjum í Wolfsburg smiðjunum í Wolfsburg, Hans Júrgen Laue, við tíðindamann blaðsins, er hann hitti hann á dögunum. Hann kom hingað til slcrafs og ráðagerða við um- boðsmenn verksmiðjunnar hér á landi, Heklu h.f. Hafði hann hér nokkra daga viðdvöl og hélt síðan áfram til Bandaríkjanna. BREYTINGAR EKKI FYRIRIIUGAÐAR — Eru þið að hugsa um að breyta bílunum? — Nei, ekki eins og þér eigið við, sagði erindrekinn. Það er álit okkar í Wolfsburg að tekizt hafi að smiða einstaklega hag- kvæman bíl. Honum hefur verið frábærlega vel tekið í yfir 100 löndum heims. Það eru stað- reyndir en ekki skrum, að hann hefur forustuna í samkeppninni á markaði litlu bílanna. Að okk- ar dómi bendir þetta ótvírætt til þess að einmitt svona vilji fólkið að bíllinn sé. — Allar rökstuddar breytingar, ég á við, þær sem bæta bílinn að ein- hverju leyti, verða gerðar, ef rannsóknadeild verksmiðjanna leggur slíkt til að undangeng- inni ítarlegri rannsókn. — En í dag liggur ekkert slíkt fyrir og því má ég fullyrða að engar breytingar eru fyrirhugaðar. Hér vil ég geta þess, sagði er- indrekinn, að fyrir ári síðan hófst fjöldaframleiðsla á tveggja manna lúxus-modeli VW-bíla, með þýzk-ítalskri yfirbyggingu, Karmann-Gia. — Þeir eiga þeg- ar miklum vinsældum að fagna. Enginn slíkur er þó til hér á f landi. Síðan framleiðsla VW-bíla hófst aftur að styrjaldarlokum, hafa verið gerðar miklar og stórfelldar endurbætur á bíln- um, þó hafa útlínur ekki breytzt til stórra muna. Það er stöðugt unnið að því að endurbæta bíl- inn 1 rannsóknarstofunum, svo sem vera ber, þar sem tækniþró- unin er ör. Eins hefur vélakost- ur verksmiðjanna verið stórlega bættur og gamlar vélar vikið fyrir nýjum sjálfvirkum vélum. 250 OG 1350 BÍUAR Á ÐAG —Hve marga bíla framleiðið þið á dag? — í fyrra var á tæpu ári reist ein allra fullkomnasta bílaverk- smiðja sem til er í Þýzkalandi. Það voru Volkswagenverksmiðj- urnar sem bygðu hana í Hann- over. Var það gert til þess að létta á aðalverksmiðjunni í Wolfsburg. Þar eru nú eingöngu framleiddir sendiferðabifreiðar. Er dagframleiðsla 250 bílar. í aðalverksmiðjunum í Wolfsburg, sem eins og ég sagði áðan, hafa líka verið stórlega endurbættar með sjálfvirkum vélum, eru nú ímiðaðir á degi hverjum 1350 fólksbílar. Við verksmiðjurnar starfa nú hátt upp í það eins margir menn og búa hér í Reykjavík, eða um 40,000. Margir þessara manna tóku meirl og minni þátt í því að end- urreisa verksmiðjurnar, sem voru að miklu leyti í rústum er að var komið að lokinni heims- styrjöldinni. — En sá sem skipulagt hefur framleiðsluna síðan, og byggt þetta mikla fyrir- tæki upp af rústunum, er próf. Nordhoff, sem nú er einn kunn- asti maður Þjóðverja á sviði hins hraðvaxandi iðnaðar Vestur- Þýzkalands. upp samsetningarverksmiðju í Bandaríkjunum, en við það varð að hætta í bili. Aftur á móti hefur útflutningur bíla okkar þangað aukizt gífurlega. Fyrir tveim árum var ársútflutningur- inn 7000 bílar og í ár seljum við þangað 60,000 bíla. — Bíla- framleiðendur þar eru ekkert hræddir við slíkan smáinnflutn- ing! — Þeirra mælikvarði á hættulega samkeppni er miklu hærri, en hver veit nema við nálgumst það mark fyrr en varir. HORÐ SAMKEPPNI — En þið sjálfir, eruð þið ekki hræddir við samkeppni? — Jú, það verða allir að vera sem eru í bílaiðnaðinum. En Bretar og ftalir hafa gert hverja atlöguna af annarri að okkur. Enn sem komið er hefur þéim ekki tekizt að hnekkja okkur, þó eru ítalskir bílar mjög vin- sælir heima í Þýzkalandi. VAXANDI INNFLUTNINGUR TIL AMERÍKU — Segið mér, hve víða eru samsetningaverksmiðjur? — Við höfum slíkar verk- smiðjur í írlandi, Belgíu, Suður- Afríku, Ástralíu, Nýja Sjálandi og Brazilíu. Við vorum komnir á fremsta hlunni með að setja KAPPAKSTUR — Hvernig hafa kappaksturs- keppnir gengið? — Það kann að hljóma dálítið einkennilega, að upp úr slíku leggjum við ekki mikið. Ráða- menn verksmiðjanna hafa aldrei sent bíla til þáttöku í kapp- ökstrum að því mér er kunnugt um. Þegar VW-bílar hafa tekið þátt í slíkum keppnum, eru það ýmist umboðsmennirnir eða þá eigendurnir sjálfir. En eftir því sem ég bezt veit, þá hafa þeir staðið sig mjög vel. Eru mér minnisstæðar keppnir suður í Ástralíu, þar sem vegirnir eru sennilega svipaðir þvi sem hér gerist eða jafnvel enn verri og þar stóðu þeir sig vel. HÉRÁLANDI — Og hvað viljið þér svo segja um bílana, sem þér hafið séð hér? — Ég hef skoðað hér allmarga bíla frá okkur og rætt við eig- endur þeirra, sem bera bílunum góða sögu og það er eins hjá ykkur og suður í Argentínu, að þar fara bílamir á mjög upp- sprengdu verði manna á milli, enda þar eins og hér, skorður settar við bílainnflutningi. Ég hefi líka í þessari för kynnt mér starfrækslu umboðsins hér og rætt þjónustu þess við ýmsa bílaeigendur, sem látið hafa í ljós sérstaka ánægju og talið þjónustuna um margt til mikill- ar fyrirmýndar. En það er ein- mitt eitt af veigamestu atriðun- um fyrir alla starfsemi Volks- wagenverksmiðjanna. Ég hefði vart trúað því fyrr en ég sá það með eigin augum, að hér er rekstur bílaverkstæða erfið- ari og arðminni heldur en í nokkru öðrú landi, sem ég þekki til. — Og hvað viljið þér svo ráðleggja mönnum hér, sem eiga VW-bíla? — Þeim ber að leggja á það höfuðáherzlu, að vanrækja. ekki 5000 km eftirlitið á bílum sin- um, svo sem segir í viðhalds- ritlingnum, sem bílnum fylgir. Mér virðist einmitt á þessum vegum sé slíkt aðalatriðið. Þúsundir VW-bíla hafa ekið 100,000 km. áður en vélin hefur verið tekin til endumýjunar og hundruð dæma eru til um 200,000 km. akstur á sömu vél. Þeir eru ótrúlega seigir þessir litlu bílar, hvort heldur þeir þeysa yfir eyðimerkursanda suð- ur í Afríku, eða skondra eftir holóttum vegum norður á ís- landi, sagði hinn ungi erindreki frá Volkswagenverksmiðjunum, Hans Júrgen Laue að lokum. — Sv. Þ. Vindáshlið K.F.U.K. Vindáshlíð. HLÍÐAKAFFI í dag verður hlíðarkaffi selt í húsi K.F.U.M. og K., Amtmannsstíg 2 B, til ágóða fyrir sumarstarfið í Vindás- hlíð. Kaffisalan hefst kl. 3 e. h. og verður kaffi selt allan eftirmiðdag og einnig eftir samkomu um kvöldið. Komið og drekkið eftirmiðdagskaffið hjá okkur og styrkið Hlíðina. Stjórnin. Toiletpapplr 109 stórar rúllur í kassa Fyrirliggjandi Qía^óóon d^ernhö^t Sími: 82790, 3 iínur. ATVIIMIMA Úra- og skartgripaverzlun vill ráða stúlku til afgreiðslu og skrifstofustarfa. Þarf helzt að geta skrifað ensk verzl- unarbréf. Umsókn sendist fyrir 17. þ. m. í pósthólf 377, ásamt mynd og upplýsingum um menntun og fyrri störf. “ HRINGUNUM FRÁ 4—5 herbergfa íbúð ó s k a s t til kaups. — Mikil útborgun. Tilboð séndist Málflutningsskrifstofu Einars G. Guð- mundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar og Guðmundar Pét- urssonar, Austurstræti 7. Stérkaupmenn Ungur verzlunarmaður með þekkingu í rekstri heild- verzlunar og enskum bréfaskriftum óskar eftir að gerast meðeigandi í heildverzlun. Þeir, sem vildu sinna þessu, leggi nöfn sín inn á afgr. blaðsins fyrir þriðjudagskvöld merkt: „Þagmælska —2354“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.