Morgunblaðið - 17.10.1956, Page 2
2
MORC VKTtlAÐIÐ
Miðvikudagur 17 okt. 195S
4
Viija biskupsstól norlanlauds
HÉRAÐSFUNDUR Húnavatns-
prófastsdæmis var haldinn í
Höfðakirkju á Skagaströnd
sunnudaginn 7. þ. m. og hófst
hann með guðsþjónustu, þar sem
hinn nýi prestur Tjarnarpresta-
kalls á Vatnsnesi, séra Robert
Jack, predikaði, en sóknarprest-
urinn, séra Pétur Ingjaldsson, og
séra Birgir Snæbjörnsson þjón-
uðu fyrir altari, og var kirkjan
þéttskipuð.
Að lokinni skýrslu prófasts,
Misjðfn reknetja-
veiði
HAFNARFIRÐI. — Reknetjabát-
amir voru allir á sjó í gær og
öfluðu mjög misjafnlega. Mestan
afla höfðu Reykjanes og Haf-
björg, um 230 tunnur hvor. Aðrir
bátar voru með 20 og 30 tunnur
og minna. — Þeir fóru allir út í
gær.
★
Síldin heldur sig nú á mjög
takmörkuðu svæði út af Skaga,
en það gerir bátunum mjög erf-
itt um vik, vegna þess hversu
margir þeir eru. Gátu þeir, sem
komu fyrstir á miðin lagt net
sin, en aðrir ekki nema nokkum
hluta þeirra. — Nokknð varð vart
við háhyrning.
★
Surprise er nú á leiðinni frá
Þýzkalandi, en hann seldi þar
fyrir nokkru fyrir rúml. 100 þús
mörk, — og sömuleiðis Ágús
fyrir tæpl. 100 þús. Bjami ridd
ari er nýfarinn á veiðar. — G.E
Nýir vitar teknir
í notkun
í NÝRRI tilk. til sjófarenda frá
vitamálaskrifstofunni, segir frá
nýjum vita, sem kveikt hafi ver-
ið á’. Er kominn nýr viti í Geir-
fuglasker við Vestmannaeyjar. —
Sjónlengd geislans er 9,5 sjóm.
'Sagt er og frá hinum nýja vita
á Húsavíkurhöfða. Þá hefur ver-
ið kveikt á nýjum vita á Mel-
rakkanesi við Þistilfjörð og nú
hefur verið kveikt á hinum nýja
vita á Selskeri við Reykjafjörð.
Vitahúsið á skerinu er rúmlega
10 m hátt og er sjónlengd
rúmar 13 sjóm.
„Við viijum frið
- en ekki of dýru
verði keyplnn"
L.UNDÚNUM, 13. okt.: — Sir
Anthony Eden forsætisráffherra
Breta hélt ræffu á landsfundi
brezka íhaldsflokksins í gær.
Hann varaffi menn viff of mikilli
bjartsýni varffandi lausn Súez-
deilunnar hjá Sameinuffu þjóff-
unum. Sagffi hann aff þar hefffi
nokkur árangur náffst, en enn
væri stórt og mikið bil óbrúað
milli skoffana deiluaffila.
„Viff viljum stefna aff friffi",
sagði ráffherrann, en „ekki kaupa
friðinn hvaða verði sem er“.
Stefna okkar í málinu er óbreytt
frá hinni fyrstu ákvörffun okkar
i júlí-mánuði s.1. Her sá er viff
höfum reiðubúinn er engum til
ama og ekki ógnun við neitt ríki
__ en hann er reiðubúinn. Allar
vestrænar þjóðir eru bandamenn
okkar í þessu máli. — Góður róm
ur var gerður að máli ráðherrans.
séra Þorsteins B. Gíslasonar, um
kirkjulega viðburði á liðnu hér-
aðsfundarári, flutti séra Gísli Kol
beins erindi um Vinnuna í ljósi
kristindómsins.
Samþykktar voru á fundinum
tvær tillögur samhljóða, önnur
um áskorun til stjórnarvalda um
stofnun annars biskupsstóls
norðanlands, hin um eflingu
kirkjubyggingarsjóðs, svo að
hann geti orðið hlutverki sínu
vaxinn. Urðu um öll þessi mál
talsverðar umræður. Að lokum
flutti séra Friðrik Friðriksson,
dr. theol., ávarp, bæn og drottin-
lega blessun.
Prestar og fulltrúar þeir, sem
mættir voru á héraðsfundinum,
sátu um miðjan daginn kaffiboð
hjá sóknarnefnd Höfðakaupstað-
ar og kvöldverðarboð að fundi
loknum á Höskuldsstöðum hjá
sóknarprestinum, séra Pétri
Ingjaldssyni og frú hans.
Séra Friðrik Friðriksson hefur
dvalið á Blönduósi undanfarnar
vikur og predikað i Höskuldsstaða
kirkju, þar sem hann var fermd-
ur fyrir 74 árum, og í Blönduós-
kirkju á vígsludegi sínum, er
hann átti 56 ára vígsluafmæli. —
Hann hefur einnig í sumar pre-
dikað á Setbergi, Selfossi, Eyr-
arbakka og Stokkseyri, þótt
hann hafi 88 ár á baki. — K.
P A R f S , 15. okt.: — Robert
Lacoste, ráðherrann sem fer með
Alsír-málin innan frönsku stjórn-
orinnar, hefur orðið fyrir tölu-
verðu aðkasti á fundi landsstjórn-
ar franska Sósíalistafl. Stór hluti
stjórnarinnar lét í ljós áhyggjur
yfir þeim lélega árangri, sem
hernaðaraðgerðir ráðherrans hafa
haft í þá átt að koma á friði í
Alsír. Var það sjónarmið ríkj-
andi, að grípa bæri til pólitískra
aðgerða og reyna að komast að
einhverju samkomulagi við upp-
reisnarmenn.
Þessi óánægja innan flokksins
kemur óneitanlega illa við ríkis-
Er í frumvarpinu gert ráð fyr-
ir smíði allt að 15 togara og er
ríkisstjórninni heimiluð eitt.
hundrað og fimmtíu milljón kr.;
lántaka í erlendum gjaldeyri í
þessum tilgangi, og að endur-
lána kaupendum allt að 85% með
sömu kjörum og lánið er tekið
erlendis. Heimila á smíði 1—2:
þessara togara innanlands.
RÍKISÚTGERÐ TOGARA
Ríkisstjórninni á og að heimil-
ast að setja á stofn sérstaka rík-
isútgerð togara, í því skyni að
þeir leggi afla sinn á land á Vest-
ur-, Norður- og Austurlandi.
6 FISKISKIP
Auk þeirra 15 togara, sem um
getur heimilast ríkisstjórninni
smíði á allt að sex 150—200 tonna
fiskiskipa og lántaka til þess allt
að fimmtán milljónum króna og
að endurlána allt að 80% af and-
virði bvers skips.
Bílhappdiættið
SJÁLFSTÆÐISMENN. — Efliff
Sjálfstæffisflokkinn og kaupiff
miffa í bílhappdrættinu.
Jafnframt fáið þér tækifæri
til að eignast glæsilega ameríska
fólksbifreiff.
Skrifstofa happdrættisins er
opin dag hvern kl. 9—12 og
1—6. — Simi 7100.
Við sendum miffa til þeirra er
þess óska.
SÖLUBÖRN
Komið á skrifstofu happdrætt-
isins í Sjálfstæðishúsinu og takið
miða til sölu.
Kvöldvaka hjá Skógar-
mönnum
í K V Ö L D efna Skógarmenn
KFUM til kvöldvöku í KFUM-
húsinu. — Er kvöldvakan eink-
um ætluð 13 ára Skógarmönnum
og eldri. — Þar verður ýmislegt
til skemmtunar. Sýnd verður
kvikmynd. Þá verður lesin frá-
saga frá kristniboðsstöBinni í
Koso, einsöngur verður og fleira
til skemmtunar.
stjórnina, sem er undir forustu
Sósíalista, og kann að þvinga
hana til að taka upp nýja stefnu
í Alsír-málinu. Og ekki bætir það
úr skák, að margir aðrir flokkar
í franska þinginu hafa gagnrýnt
stefnu stjórnarinnar í þessu máli,
þannig að nú er talið óvíst hvort
Lacoste hefur meirihluta þingsins
á bak við sig.
f landsstjórn Sósíalistaflokks-
ins eru 45 menn, þar af 9 í ríkis-
stjórninni og 20 á þingi. Umræð-
unum um Alsír lauk án þess að
nokkurt samkomulag yrði um
málið. Gagnrýnendurnir viður-
kenndu að vísu, að hernaðarað-
gerðir stjórnarinnar hefðu leitt
til þess, að herstyrkur uppreisn-
armanna væri veikari en áður, en
hins vegar hefði ekki verið komið
á friði og íbúar landsins væru enn
fjandsamlegir Frökkum. Þess
vegna væri viðleitni stjórnarinn-
ar komin í ógöngur, og nú væri
tími til kominn að snúa sér að
pólitískri lausn vandans. Helzt
bæri stjórninni að leggja fram
drög að samningum, áður en Alls-
herjarþing S.Þ. kemur saman, og
mætti þannig brjóta oddinn af
þeirri hörðu gagnrýni, sem koma
mun fram þar á stefnu Frakka
í Alsír-málinu.
Lacoste er andvígur slíkum
samningi nú, og telur nægilegt að
leggja fram hátíðlega yfirlýsingu
um fyrirætlanir Frakka á Alls-
herjarþinginu. Bendir hann á, að
næst liggi að finna lausn á Súez-
deilunni — helzt með því að sigra
Nasser — og þá fyrst megi gera
sér vonir um pólitíska lausn á
Alsír-málinu. Þessi hugsanagang-
ur á nú æ minni hylli að fagna
bæði innan Sósíalistaflokksins og
í þinginu, þar sem menn eru al-
mennt að opna augun fyrir þvi,
að Súez-deilunni kann að lykta
með algerum ósigri Frakka.
í þessu sambandi hefur það
síður en svo vakið almenna á-
nægju, að stjórn Mollets, hefur,
að því er virðist, afþakkað boð
Ben Joussefs soldáns í Marokkó
og Bourgias forsætisráðherra Tún
is um að gerast meðalgöngumenn
í Alsír-deilunni. Á það er bent,
að boð þessara leiðtoga standi
í sambandi við óskir þeirra um
að draga úr áhrifum Nassers í
Norður-Afríku, en það er ein-
mitt í fullu samræmi við heit-
ustu óskir Frakka.
Frumvarp til laga um
kaup á 15 togurum
Ý FYRRADAG var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um
heimild fyrir ríkisstjórnina til skipakaupa, lántöku og sér-
gtakra ráðstafana í útgerðarmálum til þess að stuðla að jafnvægi
i byggð landsins.
--—---------------ti5 TOGARAK
Stjórn Mollets gagnrynd
í Alsír-málinu
Lacosle væntir ósigurs Hassers í Súez-deilunni
Þýzkur læknanemi synti yfir
Oddevrarál á 22 mínútum
Akureyri, 15. október.
SÍÐASTLIÐINN laugardag synti þýzkur læknanemi, Peter Faust,
sem vinnur við fjórðungssjúkrahúsið, austur yfir Oddeyrarál,
frá syðri Tangabryggju. Veður var þá svalt, hiti lítið eitt undir
frostmarki og snjóföl á jörð.
Synti Faust vegalengdina á 22
mínútum og var hann hinn hress-
asti eftir sjóferðina. Trillubátur
fylgdi honum austur yfir og flutti
hann til baka.
Allmargir hafa synt þessa leið
að sumarlagi, þótt nokkuð sé nú
umliðið frá því það hefur verið
gert. Fyrst var synt yfir álinn
árið 1907 og varð fyrstur til þess
maður að nafni Karl Hansson, en
síðar á sama sumri synti Lárus
Rist, sundkennari, yfir álinn.
Synti hann af stað í fullum sjó-
klæðum, en varpaði þeim af sér
á sundinu. — Job.
— Frá Alþingi
Framh. af bls 1
dæmamálið á ný 1942 og flutti
frumvarp um hlutfallskosningar
í tvímenningskjördæmunum, en
öll þessi barátta fyrir uppbótar-
þingsætum og hlutfallskosning-
um hafði eitt og sama markmiðið
að tryggja réttlæti og lýðræði
svo að þingið yrði sem sönnust
mynd af þjóðarviljanum.
Kvað ræðumaður Framsóknar-
flokkinn alltaf hafa verið á móti
umbótunum og reynt að halda
ranglætinu við í lengstu lög.
ÞRAUTHUGSUÐ TILRAUN
Þá ræddi Gunnar Thoroddsen
kosningabandalagið í sumar, sem
hefði verið þrauthugsuð tilraun
til þess aff ná sem flestum fá-
mennustu kjördæmunum og
tryggja um leiff sem flest upp-
bótarþingsæti. Úrslit kosning-
anna hefðu greinilega sýnt rang-
indin þar sem 28 þúsund kjósend-
ur Framsóknar- og Alþýðuflokks
hefðu hlotið 25 þingmenn, en 35
þúsund kjósendur Sjálfstæðis-
flokksins hefðu aðeins hlotið 19
þingmenn og affeins örfá atkvæði
hefðu skort til þess aff þessi
hrekkjabrögff tækjust svo ger-
samlega aff þriðjungur þjóffar-
innar fengi hreinan meirihluta
á Alþingi.
Allur aðdragandi og tilgangur
með uppbótarþingsætum sýnir
að þau eiga að vera til jöfnunar
milli þingflokka, en nú eru þau
beinlínis notuð til ójafnaðar til
þess enn að auka á misréttið.
MEGINSJÓNARMIÐ LÖG-
SKÝRINGA
Þá ræddi hann þau megin
sjónarmið, sem eiga aff gilda
um skýringar á lögum og
stjórnarskrá. Annars vegar þá
bókstafatúlkun, sem stjórnar-
flokkarnir nú beittu, að alltaf
yrði aff skýra lög eftir orða-
laginu og væri þessi lögskýr-
ingaraðferð löngu úrelt og fjar
stæffa. Hins vegar væri skyn-
semistúlkunin, sem vildi leita
að anda og tilgangi laganna
og skýra þau af réttlæti og
sanngirni. Nefndi hann ýms
dæmi og vitnaði í innlenda og
erlenda lögfræðinga máli sinu
til stuðnings.
IIRAKTI RÆBU FINNBOGA
RÚTS
Þá svaraði Gunnar Thoroddsen
Finnboga Rút Valdemarssyni og
hinum fjarstæðukenndu lög-
skýringum hans, þar sem Finn-
bogi taldi að Alþingi hefði tæpast
vald til að ógilda kjörbréf og að
landskjörstjórn væri ekki skylt
að hlíta fyrirmælum Alþingis.
Hrakti hann ræðu Finnboga lið
fyrir lið og sýndi glögglega fram
á með hverjum hætti framkvæmd
samþykktar þingsins um ógild-
ingu myndi hagað.
KOMMÚNISTAR HAFA EKKI
TRYGGT ENDURBÓT
KOSNINGALAGA
Þá ræddi hann ýtarlega grein-
argerðir allra hinna 5 landskjör-
stjórnarmanna. Síðan sýndi hann
fram á, hvernig jafnaðarmenn og
kommúnistar hefðu gersamlega
brugðizt hugsjónum sínum og
loforðum og að svo virtist sem
kommúnistum fyndist það vart
umtalsvert, þótt þeir svikju lof-
orð og skiptu um skoðun í jafn
þýðingarmiklu máli, svo vanir
væru þeir línudansinum.
Ekki hefffu kommúnistar
heldur haft manndóm í sér
til þess aff tryggja raunhæfa
endurbót á kjördæmaskipun
og kosningalögum í stjómar-
samningnum, heldur væri þar
affeins um að ræða lauslegt
snakk um aff reyna aff vinna
að samkomulagi á næstu 4
árum.
BARÁTTUNNI MUN EKKI
LINNA
Gunnar Thoroddsen lauk
ræffu sinni á þessa leiff:
En baráttunni mun ekki
linna fyrir jafnrétti kjósenda,
fyrir grundvelli lýðræffis, fyr-
ir réttri skipan Alþingis. Þaff
má aldrei íii lengdar svo
standa, aff Alþingi, hin þús-
und ára þjóðstofnun, elzt
þinga um gjörvalla jörff, verði
skrípamynd af vilja þjóffar-
innar, heldur á það og skal
verffa rétt mynd af því, sem
íslenzka þjóffin, fólkið sjálft,
vill.
ENN TALAR FRIÐJÓN
UM TILRÆÐI
Þá talaði Friðjón Skarphéð-
insson og var enn að vandræð-
ast út af þessum löngu umræð-
um, sem hann taldi tilgangslaus-
ar, og aðeins endurtekningu á
því sem áður væri komið fram.
Var af ræðu hans sýnilegt, að
stjórnarliðinu féllu ekki þessar
umræður. Staglaðist hann enn á
því að tillaga Sjálístæðismanna
um að fella hina fjóra uppbótar-
þingmenn Alþýðuflokksins væri
tilræði við stjórnskipulegan rétt
kjósenda.
Jón Pálmason svaraði þeim
Bernharð Stefánssyni og Friðjóni
Skarphéðinssyni nokkrum orð-
um og leiðrétti ranghermi þeirra
cg rangtúlkun á ræðu hans, sem
birtist í heild hér í blaðinu í dag.
Bjarni Benediktsson svaraði
einnig talsmönnum stjómarliðs-
ins og hrakti enn á ný málflutn-
ing þeirra lið fyrir lið. Lauk þar
með umræðum þessum.
KOMMÚNISTARNIR
SÖGÐU ALLIR JÁ
Fundi var nú frestaff i 20 mín-
útur, en þá fór fram atkvæða-
greiðsla um kjörbréf þingmanna
i heild og voru öll samþykkt
mótatkvæðalaust nema hin 4
kjörbréf uppbótarþingmanna Al-
þýðuflokksins. Allir Alþýðu-
flokks- og Framsóknarmenn
greiddu þeim atkvæði sitt, og
Alþýðubandalagsmenn gerffu þaff
einnig, en gerðu grein fyrir at-
kvæffi sinu meff tilvisun tii yfir-
lýsingar þeirrar, er Alþýðu-
bandalagið gaf í upphafi þessara
umræðna, nema Alfreff Gíslason,
sem gerffi þá grein fyrir atkvæffi
sínu að gildandi kosningalög
væru svo óljós, aff hann teldi sér
ekki annaff fært en greiffa upp-
bótarþingmönnunum atkvæði
sitt. Voru þvi 32 þingmenn kjör-
bréfunum samþykkir, hinir 19
Sjálfstæffismenn á móti. Einn var
fjarverandi atkvæðagreiðsluna.
4