Morgunblaðið - 17.10.1956, Page 10

Morgunblaðið - 17.10.1956, Page 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. okt. 1956 KVIKmtR „KJÓLARNIR HENNAR KATRÍNAR‘ , myndin, sem Trípólíbíó sýnir þessa dagana, er þýzk gaman- mynd, byggð á samnefndri skáld- sögu eftir Gisi Gruber. — í myndinni eru raktir atburðir úr lífi ungrar stúlku, og eru þeir allir á einhvern hátt tengdir kjólunum sjö, sem hún bar í það og það skipti, er atburðirnir gerðust. — Mynd þessi er ekki stórbrotin að efni, en hún er sönn og ýkju- laus lýsing á þeim tálsnörum og vonbrigðum, sem ungar og sak- lausar stúlkur oft verða fyrir, einkum í stórborgum heimsins, þar sem undir glitrandi yfirborði hins ólgandi skemmtanalífs leyn- ast tíðum þær hættur, er orðið geta æskunni örlagaríkar og vald ið ævilöngum harmi og sársauka. — í mynd þessari rætist að vísu betur úr að lokum fyrir aðal- persónunni, Katrínu, en á horfð- ist, en engu að síður hefur mynd- in hollan boðskap að flytja og tímabæran, enda er vel á efninu haldið af hendi þess, sem hand- ritið hefur samið og myndin prýðilega sett á svið og leikur- inn eðlilegur og sannur, þó að hvergi gæti þar sterkra leik- rænna átaka. — Leikur Sonju Ziemann, er fer með hlutverk Katrínar, er að vísu ekki til- þrifamikill, en þó áferðargóður. Hins vegar fer Doris Kirchner, er leikur Franzi, vinkonu Kat- rínar, prýðilega með hlutverk Þessi kjarnorkuaflsföð verður opnuð í dag Calder Hall í Englandi er fyrsta stóra kjarnorkuaflstöðin í heim- inum. Elísabet Englandsdrottning opnar hana í dag (17. október). Myndin sýnir annan af þeim tveim kjarnorkuofnum, sem munu knýja stöðina, þegar hún er fullgerð, ásamt tveim af fjórum hita- skiptum, sem eru tengdir við hann. Kjarnorkuofninn, ásamt varnarveggjum og byggingum, vegur 22.000 tonn. Miðja kjarnorkuofnsins, hlaðinn (1) er gerð úr 58.000 grafítstykkjum, með göngum fyrir úraníum eldsneytisstengur og hvílir á stálgrind (2). Hlaðinn er umluktur risastórri rafsoðinni stái-„flösku“ eða þrýstihylki (3). Kringum það eru svo þykkar stálplötur (4) og „lífvarnaveggur" úr steinsteypu (5). Plöturnar verja steinsteypuna fyrir hitanum, og steinsteypan varnar því að geislar frá hlaðanum komist lengra. Úraníum eidsneytisstengur eru settar niður í hlaðann með hleðslu- tækinu (6). Brunnar eða notaðar stengur eru teknar upp með afhleðslutækinu (7) og látnar niður gegnum afhleðslugöngin (8) í hylkið (9), sem þær eru fluttar í til vinnslu. Kolsýringi er dælt með öflugum loftdælum (10) gegnum op (11) neðst á þrýstihylkinu inn í hlaðann, þar sem hiti myndast við kjarnklofnun. Heitt loftið fer út efst í þrýstihylkinu, og er því dælt í hitaskiptana (12), þar sem það gefur frá sér hitann til að fram- leiða gufu. Gufan er svo leidd í túrbínurafala í rafalabyggingunni. Hver kjarnorkuofn hefir fjóra hitaskipta, sem eru risastórir stál- geymar 24 metrar á hæð og yfir 200 tonn að þyngd. sitt, og Georg Thomalla er bráð- skemmtilegur í hlutverki Hohen- steins greifa og blaðateiknara, enda vekur hann óspart hlátur áhorfenaa. Ego. Skjalaskápar Peningaskápar 3 stœriir Bókaskápar (amerízkir) Fyrirliggjandi Getum einnig útvegað allar stærðir peningaskápa og skjalaskápa. BSTJAKM4N Símar 2012 — 82166 Opið frá klukkan 1—5 síðd. Var ný „Klakksvíkurdeila" á uppsiglingu í Færeyjum ? Færeyingar /ögðu hald á 2500 t. sildar sem voru eign dansks útgerbarmanns Kaupmannahöfn, 11. okt. ÞAÐ bar til tíðinda í Þórshöfn í Færeyjum nýlega, að Færeyingar lögðu hald á 2500 tunnur síldar, sem skipað hafði verið upp úr fiskiskipinu „Hertha“, sem Claus Sörensen, skpaeigandi í Esbjerg, gerir út. „Hertha" hafði fengið aflann við Færeyjar og landað í Þórshöfn. Verðmæti aflans var um 250.000 danskar krónur, og var hann fyrirfram seldur til tveggja fyrirtækja í London. Færeyingar halda því fram, að þeir hafi rétt til að ákveða, hvar síldin skuli seljast, og við hvaða verði. FÆREYSKT SÉRMÁL Claus Sörensen hefur kært yfir þessu til forsætisráðuneytisins, en ekki er að vita, hvort það geti gert nokkuð í þessu máli, þar eð sala á fiski frá Færeyj- um er færeyskt sérmál innan danska ríkisins. Hafa Færeying ar sameinað sölu á öllum fisl i í tvær sölumiðstöðvar, sem bera nöfnin Sildasöla og Fiskasöla. Hefur það m. a. verið gert til þess að jafna þann verðmun, sem: myndast á hinum ýmsu mörk uðum yfirleitt, og halda Færey-/ ingar því fram, að Claus Sören-' sen verði að gangast undir söm i skilyrði og aðrir, sem landa fiski í Færeyjum. „DÖNSK FISKISKIP Á DÖNSKU YFIRRÁÐASVÆÐI“ Undanfarin þrjú ár hefur Sör- ensen tekið þátt í síldveiðum við Færeyjar. Hingað til hafa Færey- ingar þó ekki látið bera á neinni óánægju í hans garð eða útgerð- ar hans, en aftur á móti hafa þeir litið það illu auga, að hann tók aðeins þátt í síldveiðum, þegar verðið á síld var hátt, og var þar af leiðandi fær um að greiða hærri vinnulaun, um leið og hann dró til sín vinnuafl, þeg- ar mest var að gera og vertíðin stóð sem hæst. Færeyingar hafa ekki fyrr gert neitt á hans hluta, en nú er það augljóst, að fær- eyska landsstjórnin vill komast að einhverri niðurstöðu eða sam komulagi í málinu. Hinsvegar heldur Claus Sör- ensen því fram, að færeyska landsstjórnin geti ekki ráðið fyrir dönskum fiskiskipum á dönsku umráðasæði, og hann hefur lýst yfir, að hann mu:.i krefjast 250.000 danskra króna í skaðabætur, ef aflinn eyðileggst sökum halds þess, sem Færey- ingar lögðu á hann. ★ ★ ★ Það nýjasta, sem gerzt hefur í þessu máli er, að danska forsæt- isráðuneytið sneri sér í gær til færeysku landsstjórnarinnar með aðstoð danska ríkisumboðsmanns ins í Thórshavn og fékk því til leiðar komið, að Claus Sörensen fékk útflutningsleyfi fyrir síldar- farmi þeim, sem skip hans hafði landað í bænum. Að vísu viðurkennir ráðuneyt- ið rétt færeysku stjórnarvald- anna til að grípa inn í gagnvart Sörensen, með því að fiskútflutn- ingur frá Færeyjum sé færeyskt sérmál. ÓTTUÐUST AFLEIÐING- ARNAR Var landsstjórnin mjög lipur í samningaumleitununum, enda var það vitað mál af hálfu beggja aðila, að deilan var mjög við- kvæm, og gat haft að geyma „sprengiéfni", sem komið gat róti á hugina og ýmsu illu til leiðar bæði í Færeyjum og Danmörku. Svipaði þessu máli að ýmsu leyti til upphafsins á læknadeilunni frægu í Klakksvík, þó annars eðlis væri, en vegna samkomu- lagsvilja beggja aðila, fékk það ekki að þróast lengra í hættulega átt. Færeyska landsstjórnin hefur samt sem áður lagt áherzlu á það, að leyfið, sem Sörensen var veitt, sé alger undantekning. Fram- vegis verði hann annaðhvort að sigla til danskrar hafnar með afla sinn eða þá að samlaga sig Framh. á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.