Morgunblaðið - 17.10.1956, Page 17

Morgunblaðið - 17.10.1956, Page 17
Miðvikudagur 17. okt. 195^ MORGUISBLAÐIL 17 Fyririestur Þórðar Þórðarsonar prófessors Á MÁNUDAGSKVÖLD hélt próf. Þórður Þórðarson frá Fargo fyrirlestur í 1. kennslu- stofu Háskólans, um bréfaskóla- fræðslu í Bandaríkjunum, sér- staklega Norður-Dakota. Fyrir- lesturinn var haldinn á vegum Þjóðræknisfélagsins. — Forseti þess, Árni G. Eylands, bauð fyr- irlesarann velkominn og sömu- leiðis dr. Árna Helgason, verk- fræðing frá Chicago, sem var meðal fundargesta, nýkominn að vestan. Prófessor Þórður rakti tildrög þess að menn í Norður-Dakota hófust handa með bréfaskólanám ið. Á árunum kringum 1930 var margra ára uppskerubrestur í Norður-Dakota og fjárhagsástæð- ur bænda erfiðar. Gerði þetta unga fólkinu afar erfitt um skólagöngu. Tók þá háskólinn í Fargo forustu um stofnun bréfa- skóla í nokkuð öðru formi, en annars er algengast víða um lönd. Mun próf. Þórður hafa átt hvað mestan þátt í því. Síðan hefur þessi starfsemi þróazt og mótazt mjög ört og er nú notuð sem fastur liður i skólakerfinu í 23 ríkjum í Bandaríkjunum. — Einnig hefur hún náð mikilli út- breiðslu í Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. þannig að saman fari skemmtun og menningarfræðsla. Af fyrirlestri Þórðar kom ber- lega fram, að bréfaskólastarfsemi þeirra í Norður-Dakota er mjög athyglisverð fyrir oss hér á landi. Vafalaust hafa forráða- menn fræðslumála hér farið mik ils á mis að nota ekki hérvist Þórðar í sumar til þess að fræð- ast af honum um þessi mál, sem enginn þekkir betur en hann, þar eð Þórður hefur verið frumkvöð- ull þeirra í Dakota. Á eftir fyrirlestrinum var sýnd ein fræðslukvikmynd um gróður og stutt mynd frá íslendingadeg- inum á Gimli 1953 og 1954. Því miður var fyrirlesturinn eigi svo vel sóttur sem skyldi, en þó eigi lakar en alltof oft vill verða um slíka fyrirlestra. Próf. Þórður mælti á íslenzku, að sjálf- sögðu eigi lýtalaust, en þó ágæta vel þegar þess er gætt að hann er fæddur og uppalinn vestra og hefur aldrei til Islands komið fyrr en nú. FILMÍA Á AKUREYRI HEFUR SÝNINGAR Alls sýndar 15 úrvalsmyndir í vetur FILMÍA á Akureyri er nú að hefja þriðja starfsár sitt. Verður fyrsta myndin sýnd í Nýja Bíói á laugardaginn kl. 3, en það verður sýningartíminn í vetur. Verður það væntanlega franska myndin „Parísarbörnin", sem sýnd var á síðustu sýningu Filmíu í Reykjavík. Akureyringar geta nú gerzt félagar í Filmíu, og er þess að vænta að sem flestir noti það tækil'æri. Formaður Filmíu á Akureyri er Magnús Björnsson bankaritari. Viviane Romance. „Vinállusamn- ingur" BELGRAD, 15. okt.: — Komm- únistaflokkur Italíu og Júgó- slavíu hafa gert með sér n. k. vináttusamning. Samkvæmt hon- um verður náin samvinna með flokkum þessum, þeir senda full- trúa á þing hvor annars o. s. frv. LEIKHÚSLIF I PARIS Parísarbörnin er um 10 ára gömul frönsk stórmynd. Hefur hún hvarvetna hlotið mikið lof og þykir afbragðs listaverk. — Allar myndir Filmíu sem sýndar eru hér í Reykjavík verða og sýndar á Akureyri. „Parísarbörn- in“ fjallar um leikhúslíf í París á síðustu öld og er um leið bitur ádeila á hina ríku. Myndin er gerð af franska leikstjóranum Marcel Carné. ÚR STYRJÖLDINNI Meðal næstu mynda verður „Hin vota gröf“ („In which we ' serve“) gerð af Noel Coward, 1 og leikur hann einnig aðalhlut- verkið og samdi tónlistina. Mynd- in fjallar um brezka skipbrots- menn í síðustu heimsstyrjöld. Þá verður sýnd franska myndin Ofsókn (,,Panique“) eftir hinn kunna leikstjóra Jaques Duvi- vier, bandaríska myndin „Að hika er sama og tapa“ („Thunder Rock“), en í þeirri mynd leikur Michael Redgrave, og „Merry go Round“ eftir Eric von Stroheim. Alls mun Filmía á Akureyri sýna 15 myndir í vetur og er félagsgjaldið kr. 75.00. Áskriftar- listi Iiggur frammi í Bóka- og blaðasölunni, Ráðhústorgi 3, og skírteini verða afhent í Nýja bíói á föstudag kl. 5—7 og á laugar- daginn kl. 1—3 e. h. Lýsti fyrirlesarinn starfinu í aðalatriðum. Það sem skilur bréfaskólann í Norður-Dakota mjög frá því sem tíðkast á Norð- urlnödum er, að vestra er þetta deild innan háskólans og um leið hluti af fræðslukerfi ríkisins. Há- skólinn launar því alla aðalkenn- ara bréfaskólans. Þá er því þann- ig fyrir komið út um sveitirnar, að nemendur í hverri sveit eru í eins konar forsjá skólastjóra eða kennara við gagnfræðaskóla sveitarinnar, stunda þeir námið við leiðsögu hans og aðhald. — Með þessu móti heltast nemend- ur síður úr lestinni, heldur en verða vill við vanalegt bréfa- skólanám. Fjöldi af nemendum í sveitaskólunum stunda jafn- íramt nám í bréfaskólanum, og íá þannig tilsögn í námsgreinum, sem þeir hafa áhuga á, en ekki eru kenndar í þeim skóla sem nemandinn sækir eða dvelur í. Bréfaskólakennslan í Norður- Dakota hefur yfirleitt gefizt mjög vel í því formi sem nú er kornið á hana. Nemendur skólans eru nú um 3500 árlega og njóta tilsagnar i um 100 aðalnámsgreinum. Um 75% af þeim sem hefja nám út- skrifast og er það engu minna heldur en í fastaskólum. Nú kemur árlega fjöldi nemenda í háskóla rlkisins, sem ekki hafa notið neins undirbúnings undir háskólanám, að loknum barna- lærdómi, nema sem bréfanáms, og þessir nemendur virðast staiida fyllilega jafnfætis öðrum skólagengnum nemendum við háskólanámið. Það er styrkur þeirra, að þeir hafa lagt stund á nám af frjálsum vilja, og sótzt eftir því, þeir hafa ekki verið barðir til bókar. Bréfaskólinn í Fargo hefur komið sér upp miklu safni af fræðslukvikmyndum, og skipu- lagt notkun þeirra í skólurn og á mannfundum. Einnig annast skól inn útvegun og starf skemmti- krafta á samkomum út um sveit- irnar og mótar skemmtiskrár A/h/iia Verkfrosbiþjónusta trausty, Skó/avör'bus/ig Jð Simi 8 26 24- K ja rn orka n FRÁ CALDER HALL K J geta menn skyggnst inn í framtíðina að Calder Hall kjarnorkuver- * inu.^C. A. Parson & Co Ltd., var falið að byggja sérstakt hring- rásarkerfi til loftkælingar, nauðsynlegt til beizlunar kjarnorkunnar. Ráðgast var við Shell viðvíkjándi smurningsolíum. og gerðu tilraunir, sem fram fóru í rann- sóknarstöð félagsins í Thornton, því kleift að framleiða smurningsolíur, sem hæfa þessum sérstöku aðstæðum. Með byggingu eigin geislarannsóknarstöðvar í Tornton, hefur Shell tekizt að framleiða algjörlega nýjar smurningsolíur, sem standast geislun og hafa mörg önn- ur óvenjuleg og margbrotin einkenni. í upphafi atómaldar heldur Shell enn for- ustunni í framleiðslu á smurningsolíum. HEFUR FORUSTUNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.