Morgunblaðið - 30.10.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.10.1956, Blaðsíða 2
2 MORClr\BLAÐ1Ð Þrfðjudagur 30. okt. 1956 íbróttumenn i freSsissveitum Puskas og Chermak fyrst sagðir dauðir — en síðar sagt að Puskas lifi ÞÆR fregnir bárust út um heim í gær, að tveir af kunnustu iþróttamönnum Ungverja hefðu látið lífið fyrir rússneskum kyssukúlum, er þeir ásamt þúsundum annarra Ungverja, börðust tyrir frelsi sínu og því að Rússar hyrfu með her sinn úr föður- landi þeirra. Menn þessir voru Fernec Puskas, fyrirliði ungverska fcnattspyrnuliðsins heimsfræga og Josef Chermak, sá er fyrstur «anna kastaði sleggju yfir 60 metra. í gærdag kom skeyti frá ungversku fréttastofunni þar sem segir svo: „Puskas er á lífi. Allir í ungverska knattspyrnu- liðinu eru á lífi“. Ekki var minnzt á Chermak. ANNAR BLÆR Þó fréttir hafi borizt um jegilegt blóðbað í Ungverjalandi «g að þúsundir saklausra manna hafi fallið fyrir rússneskum kúl- «m, þá hafa fréttirnar ef til vill ekki gripið menn fjarlægðarinn- vegna. En þegar farið er að iala um nöfn manna, þá er eins «g atburðirnir færist nær. Puskas #g Chermak eru ýmsum íslenzk- •m íþróttamönnum kunnir. Öll- am ísl. íþróttamönnum og fleir- am er kunn framabraut þeirra, *em hefur verið óvenjulega glæsi- leg. Þegar fréttir berast af þeim í bardögunum, er eins og ailur *á sorglegi hildarleikur sem háð- ar hefur verið austur þar, fái á sig annan blæ. DÁÐIR MENN Hvers vegna eru þeir í óeirð- unum? Þeir, sem á undanförnum árum hafa vegna íþróttaafreka zinna verið bornir á höndum yfir- ralda, hafa íþróttanna vegna og Bandaríkjam. slasait. Á laugardagskvöldið varð um- ferðarslys á Hafnarfjarðarvegi er Bandaríkjamaður af Keflavíkur flugvelli, sem var einn í bíl sín- nm ók á brúarstöpul við Hrun- holtslækinn. Var maðurinn að aka fram úr bíl er slysið varð. Stórslaðaðist hann á höfði. Höfuðkúpan brotnaði. Bíllinn etó;L?kemmdist. Bandaríkjamað- urinn er í sjúkrahúsi. landkynningar út á við verið „kjörsynir" Ungverjalands, dáðir, hylltir og elskaðir af öllum, átt gott lífsviðurværi, verið hrósað með öllum sterkustu lýsingarorð- um einnar tungu — og það verð- skuldað. Allir vita að þeir hafa orðið að lúta ströngum aga. Það gera allir íþróttamenn Austur- Evrópulanda, þar sem íþróttirn- ar eru ríkisfyrirtæki, notað til áróðurs utanlands sem innan. Þeir hafa lært að lúta aga. Hvers vegna fylgja þeir þá fólkinu, almúganum? Svarið verð ur sennilega á þá leið, að flestum heilsteyptum Ungverjum, hvar sem þeir stóðu í þjóðfélagsstigan- um, hafi þótt nóg um kúgun Rússa. Chermak og Puskas voru komnir til æðstu metorða í hern- um og á vinnustað. En þeir mátu réttlætið meira en svo að þeir gætu horft aðgerðalausir á. Puskas sem er ofursti í ungverska hernum (oftlega verið iiækkaður í tign eftir sigra erlendis) sner- ist því gegn þeirri skipun, að berja á fólkinu, en gekk í lið með því í frelsisbaráttunni. Það gerði Chermak líka — og senni- lega margir fleiri af hinum fram- úrskarandi íþróttamönnum Ung- verjalands. ★ CHERMAK En dálítið meiar um Chermak og Puskas. Chérmak var 20 ára þegar hann öllum á- óvart varð Olympíu- meistari í sleggjukasti. Og hann gerði fleira óvænt. Hann kastaði þá 60,34 m. — Olympíumet og Bræoraíélðg Kjosverja minntist 75 ára afmælis Steina á Valdastöðum Afmælisbdiiiitiu bárusf myndarleoar gjafir og heillaóskir SÍÐASTLIÐINN laugardag, hélt Bræðrafélag Kjósverja, mann- fagnað í samkomuhúsi sveitarinnar, í tilefni 75 ára afmælis Steina Guðmundssonar, bónda að Valdastöðum, er var í s. 1. viku. RÆÐUR OG ÁVÖRP | velvild er sveitungar hans hefðu Hófið sat á þriðja hundrað sýnt sér með því að efna til þessa manns. Undir borðum fóru fram j myndarlega hófs, og einnig gjaf margvísleg skemmtiatriði og einnig voru margar ræður flutt- ar. Ávörpuðu sveitungar Steina hann og færðu honum margar veglegar gjafir. ÝMIS SKEMMTIATRIDI Aðalræðu samkomunnar, hélt Guðmundur G. Hagalín skáld. Kristinn Hallsson, óperusöngvari söng með aðstoð Ragnars Björns- sonar og einnig söng Karlakór Kjósverja. Þá skemmti Karl Guðmur.dsson leikari. ÞAKKABI GJAFIR OG HEILLAÓSKIR Afmælisbarnið þakkaði með snjallri ræðu ’ lok hófsins. þá ir þær og heillaóskir er honum bárust. heimsmet, og var fyrsti maður- inn til að ná 60 metrum. Hann byrjaði ungur á íþróttum, fyrst kringlukasti, en þegar landi hans Nemeth setti hvert heimsmetið á fætur öðru í sleggjukasti, tóku margir ungir drengir að iðka þá grein. Chermak varð einn þeirra. Hann var ákaflega efnilegur og naut tilsagnar Nemeths sjálfs. Hann átti stórkostlegan feril sem íþróttamaður. Við segjum hann átti, því fréttin um það að hann sé á lífi hefur því miður ekki verið staðfest. Chermak Puskas IIHært í Kjós, vegna valnsfiaums VALDASTÖÐUM í Kjós, 27. okt. — Óvenjumikil úrkoma var hér í gær og stendur vatnsflaumur- inn á öllum vegum, sérstaklega fyrir norðan Laxá. Mestar urðu skemmdir á vegin- um milli Valdastaða og Barna- skólans. Bólusetning barna stóð þar yfir og komust ekki nærri öll börn til bólusetningarinnar, en þau, sem komust, urðu að fara langt úr leið. Töluverð skriðuföll urðu úr Reynivallahálsi. Að norðan féllu t. d. átta skriður. Reynt var að gera við veginn til bráðabirgða í dag. —St. G. ★ PUSKAS Puskas er mesti íþróttamað- ur Ungverjalands, og með þeim alira mestu í heimi. Um hann hafa verið sögð hástemmd lýsing- arorð. Honum er af hundruðum „sérfræðinga" lýst sem „meistara knattarins“. Hann er dáður af Ungverjum sem öðrum fyrk hæfni, fyrir mannkosti, fyrir réttsýni, fyrir ástundun og iðju- semi o. fl. o. fl. Til ársloka 1954 hafði hann leikið 65 landsleiki fyrir land sitt og gert sitt nafn og þess frægt um heim allan. Vonandi á hann lengi eftir að skemmta milljónunum sem með knat-tspyrnu fylgjast. Hann hefur skrifað bók um knattspyrnuferil sinn. Sú bók er mikill lærdómur íþróttamönnum. Einhver myndi segja, að hún gæti verið biblía knattspyrnumanna. í niðurlagsorðum bókarinnar segir þessd þrítugi garpur svo: „Ég hef verið gæfumaður. Ég hef ferðazt mikið, séð mörg lönd og kynnzt siðum og háttum ólíkra þjóða. Ég Hef gert mér far um að sjá hið góða og fagra og göfga mig á þann hátt. Ég held að ferða- lög séu bezt alls til þess fallin að kenna okkur að vera göfugir meðlimir hinnar stóru heimsfjöl- skyldu. Það gleður mig að hafa eignast vini í þessum löndum þar sem ég hef keppt, og ég hugsa til þeirra með þakklæti, eins og ég hugsa með þakklæti til allra þeirra sem ég hef keppt gegn. Því mótherjar eiga skilið virðingu, þegar þeir koma vel fram í leik eða starfi og af skyldurækni. —■ „Svo lengi lærir sem lifir“, segir orðtakið. Þannig segir Puskas í bók sinni. Það er líklegt, að hann, ofursti í Ungverska hernum, hafi skipað sér í lið með frelsissveitum Ung- verja, vegna þess að honum finn- ist mótherjar frelsissveitanna (Rússar) ekki koma vel fram og því ekki eiga virðingu skilið. Orð hans og athafnir nú eru lær- 1 dómsríkar. Enn borizt í Bndnpest Framh. af bls 1 verska fánann blaktandi á drekunum. • • • Kvað maður þessi ungverska fána blakta hvarvetna — og hefðu menn afmáð allt það, er minnti á kommúnista og stjórn þcirra. Þegar væri búið að rífa allt niður, er bæri nafn Stalins. „Stalinsgata“ í Buda- pest héti nú „Gata ungverskr- ar æsku“, „Stalinsbrúin" héti nú „Arpad“-brúin og „Stalins- torgið“ nú „Doza“-torgið. • • • í samningum þeim, er Buda- pestútvarpið sagði, að tekizt hefðu með foringjum frelsissveit- anna og stjóminni, kveður svo á, að frelsissveitirnar afhendi vopn sín nýskipuðu þjóðvarnarliði, en öryggislögreglan verði leyst upp. Rússneski herinn verði á brott úr borginni innan 24 stunda frá því að vopnin eru afhent. Innanrikisráðið gaf í dag út til- kynningu þess efnis, að lögreglu- valdið yrði nú í höndum borg- aralegrar lögreglu, þar sem ör- yggislögreglan yrði leyst upp. — Lögregluþjónar skyldu jafnframt bera þjóðfánaliti Ungverjalands. • • • Moskvublaðið „Pravda“ birtir í dag grein um átökin í Ungverjalandi. Segir þar, að „ævintýri afturhaldsaflanna“, sem gert hafi uppreisnartil- raun í Ungverjalandi, sé nú á cnda — með ósigri þeirra. — Sagði blaðið, að erlendir heimsveldissinnar, fasistiskar auðvaldsþjóðir, sem f jandsam- legar væru alþýðu landsins, hefðu efnt til uppreisnarinnar. • • • í dag svarar aðalmálgagn kommúnistaflokksins í Buda- pest grein þessari í Pravda, og segir að hún hafi verið stórleg móðgun við alþýðu Ungverjalands. Segir blaðið, að ekki hafi verið efnt til upp- reisnarinnar af erlendum flugumönnum, heldur hafi það verið ungversk alþýða, sem risið hefði upp til þess að binda endi á glæpastjórn Ger- ös og klíku þeirrar, er hann hafi stjórhað. Segir ennfrem- ur, að Gerö hafi séð sitt óvænna, og flúið land. Áður höfðu borizt fregnir þess efn- is, að Gerö hefði verið skot- inn, en þær hafa ekki verið staðfestar frekar en fregn þessi um flóttann. • • • Menntamenn í Budapest hafa stofnað með sér samtök — og segja þeir í yfirlýsingu, er þeir birtu í dag, að það sé eindregin krafa ungversku þjóðarinnar, að allur rússneskur her hverfi þegar úr landi. Einnig eru verkamenn hvattir til þess að halda til vinnu hið skjótasta, og koma ekki frek- ara xaski á eínahagslífið. Þeir hafi sigrað og krefjist þess nú, að allir samningar, sem gerðir verði við Rússa, séu á jafnrétt- isgrundvelli. • • • Alþjóða Rauði krossinn hefur brugðizt fljótt og vel við hjálp- arbeiðni Ungverja um aðstoð. — Hafa fjöldamargara þjóðir sent lyf og hjúkrunarvörur til lands- ins — og má þar nefna Svía, Dani, V-Þjóðverja, Breta og Bandaríkjamenn. Einnig hefur verið beðið um blóð — og hafa m. a. þúsundir Pólverja og Aust- urríkismanna gefið sig fram. • • • Shepilov, utanríkisráðherra Rússa, var í dag spurður að því af fréttamönnum — hve- nær rússneskar hersveitir yrðu kvaddar brott úr Ung- verjalandi. Sneri hann út úr spurningu þessari og sagði, að Rauði herinn mundi hverfa úr Budapest eftir tvo daga, ef „uppreisnarmenn" afhentu vopn sín. • • • í dag gerðu stúdentar í Róm árás á sendiráðsbyggingu Rússa þar í borg og köstuðu grjóti í bygginguna. Hrópuðu þeir ýmis slagorð og niðrandi orð um Rússa í sambandi við ómannúðlega framgöngu þeirra í Ungverja- landi. Voru þúsundir stúdenta þarna samankomnar. Skömmu síðar urðu sams kon- ar atburðir fyrir framan aðal- skrifstofu kommúnista í borginni og voru rúður þar brotnar. Svip- aðir atburðir áttu sér einnig stað í Milano og Flórens. Samtök Ungverja í New York kölluðu í dag saman til fundar —og vilja þeir senda sjálfboða- liða til Ungverjalands, ef þörf krefur — og bardagar halda áfram. S U P U R Hinar vinsælu TEX-TON súpur eru til í átta mis- munandi tegundum. Máltíðin er ekki fullkomin fyrr e« TEX-TON súpan hefir verið borin á borð. O.JoL nóon Js? ^JJaaber Lf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.