Morgunblaðið - 30.10.1956, Blaðsíða 10
MOKGUWRT 4fHD
£0 oVt. 1056
le
Tilboð óskast
í North-West vélskóflu, skóflustærð 3/4 teoingsmetrar,
sem verður til sýais að Skúlatúni 4, þriðjudaginn 30. þ. m.
Tilboð verða opnuð í skrifstofu vorri klukkan 11,30
miðvikudaginn 34. þ. m.
Sölunefnd vnrafndiðseigna.
Hreinsun á miðstöðverkerfum
Húseigendur á hitaveitusvæðinu athugið!
Tek að mér hreinsun á miðstöðvarkerfum, ennfremur
lagfæringar á hitalögnum vegna mishitunar.
Baldur Kristiansen,
pípulagningameistari,
Njálsgötu 29 — sími 82131.
Löglærður fulltrúi
óskast um tíma.
Laun samkvæmt launaögum.
Umsóknarfrestur 1. desember n.k.
Borgarfógetinn í Hafnarfirði.
STULKA
óskast til afgreiðslustarfa.
Uppl. Vesturgötu 53. Ekki uppl. í síma.
INNHEIMTUMAÐUR
Oss vantar nú þegar innheimtumann til innheimtu ið-
gjalda fram til áramóta a. m. k.
Gæti verið um aukastarf að ræðí.
Upplýsingar á skrifstofu vorri.
Samvinnutryggingar.
Steánhús í smíðum
83 ferm., hæð og rishæð á góðum stað í Kópavogs-
kaupstað, til sölu.
Húsið er fullfrágengið að utan, miðstöðvarlögn komin
og hæðin að mestu einangruð, en rishæðin að nokkru
innréttuð.
Nýja fasteignasalan,
Bankastrseti 7, sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e.h. 81546.
Þóroddur Jónsson:
AFRÍKUSKREIÐIN
RISTJÁN ELÍASSON, yfir-
matsmaður, skrifar í dag í
Mbl. grein vegna samtals míns
við blaðið 20. þ.m., en þar benti
ég á það sem aflaga færi, og á
aukakostnað skreiðsirframleið-
enda, sem sleppa mætti við, svo
við stæðum betur í samkeppninni
við Norðmenn, sem þar að auki
fá ódýrari ílutning og ferðir hag-
stæðari á skreið sinni til Vestur-
Afríku, en við íslendingar.
ÚRGANGS-SKREIÐ
(OFFAL)
Um það geta orðið skiptar skoð-
anir hvað ýmsar þjóðir leggja
sér til munns. (Skyldu t.d. marg-
ar þjóðir éta úldinn hákarl eins
og sumir íslendingar gera?) Sjálf
sagt og rétt er að flokka skemmd-
an fisk, parta úr fiski og kram-
inn fisk í úrgang, og selja í sér-
flokki sem úrgang, (Offal) á
miklu lægra verði en óskemmd-
an fisk, en það er ástæðulaust að
flokka dökkan eða svartan (jarð-
slaga) fisk undir „úrgang“ nema
um aðra galla sé að ræða. í
ýmsum borgum Nigeríu hefi ég
séð slíkan fisk sagaðan eða höggv
in í bita, og oftast hefur fiskur-
inn verið heilbrigður, aðeins roð-
ið svart eða dökkt, „blackish“
eins og það er kallað í Nigeríu.
Kaupendur þar vilja helzt ekki
borga meira fyrir það en skemmd
an fisk, en smásalan þar er aðeins
20% lægri en á heilbrigðum fiski
þ.e. ljósum á roðið. Það er ástæðu
laus ótti að halda því fram, áð
skreiðarverð myndi lækka við að
selja þann dökka fisk í sérflokki,
sem merkja mætti B. (Blackish).
Engin heilvita maður myndi selja
góðan fisk á því verði. Nú er t.d.
verð á bolþorski £ 197-0-0 per
tonn FOB. Sjálfsagt mætti selja
dökkan fisk B. (Blackish) á £
160-0-0 per tonn FOB eða jafnvel
hærra, í stað þess að selja hann á
ennþá lægra verði eins og úr-
gangsfiskur hefur verið seldur.
Að vísu er því miður stundurr
svartur og dökkur fiskur með góð
um fiski í pökkum, en það er
óheppilegt mjög og hættulegt, og
gera þá lcaupendur kvartanir.
Með því að flokka í sérflokk
dökka fiskinn myndi úrgangs-
fiskur minnka mikið og við það
er ekkert að athuga. Aðalástæð-
an fyrir því að mikii eftirspurn
hefur verið eftir úrgangsskreið
(Offal) er sú, að mikið af góð-
um fiski hefur verið í henni, t.d.
„blackish“. Með þessari sjálf-
sögðu breytingu á skreiðarmatinu
fá framleiðendur hærra verð fyr-
ir fiskinn, og ríkið meiri gjald-
eyri, án þess að rýra fiskmatið.
í rigningartíð, sem oft er hjá
okkur, verður fiskurinn oft
dökkur af jarðslaga, og verður
sá fiskur að seljast í sérflokki,
eins og bent hefur verið á. Þessi
B. fiskur myndi seljast samtím-
is og annar fiskur, eftir að kaup-
endur hafa kynnt sér hann. Við
ráðum mestu um útflutningsverð-
ið sem fer þó eftir framboði og
framleiðslumagni, en kaupendur
sínu útsöluverði.
HNAKKABEÓÐ f FISKI
Yfirmatsmaðurinn vitnar þar
til reglugerðar í Noregi frá 1935
um mat á skreið, og fylgi íslend-
ingar henni. Ekki verður séð að
Norðmenn fari eftir þeirri reglu-
gerð. í mörgum borg'um Nigeríu
hefi ég skoðað ísl. og norska
skreið alls staðar er sú norska
með hnakkablóði, svo áberandi að
þekkja má pakkana úr fjarlægð.
Þetta fellir skreiðina ekkert í
verði og hefi ég spurt marga
kaupendur um það, þar sem ég
hefi verið. Sumir kaupendur
sögðu mér að Norðmenn væru
stundum ónákvæmir í mati fisks-
ins, stundum stór fiskur einn
eða jafnvel fleiri með smáum
fiski, og jafnv. djúpfrosinn fiskur
paklraður með. Ennfremur væru
sumir útflytjendur í Noregi óná-
kvæmir í afgreiðslu, sendu annað
enn pantað væri, og líkar þeim
svörtu það illa. En oftast var
samt norska skreiðin Ijósari á lit
(roðið) en sú íslenzka, og það
er aðalatriðið fyrir kaupendur,
sérstaklega í Lagos. Frágangur
var oft betri á þeirri norsku,
pakkarnir ekki of mikið pressað-
ir, jafnir í endana svo þeir geta
staðið upp á endann, merkin
greinileg og striginn heill.
KEIEAN í EAGOS
Oft sjást spyrðubönd í keilunni
í Lagos, og fást kaupendur ekkert
um það, enda oítast svert sel-
garn notað til þess. Ætla mætti
að um 10. hver keila væri með
spyrðubandinu. Spyrðubönd á
þorski voru ekki eins algeng, en
þau sjást líka. Ekkert fellir þetta
fiskinn í verði að sögn kaupenda.
Yfirmatsmaðurinn ýkir heldur
mikið frásögn mína í Mbl. 20.
Skrifsteía Iðnfræðsiiiráus
er flutt frá Laufásvegi 8, í Iðnskólahúsið við Skóla-
vörðutorg, 2 hæð, herbergi nr. 316—317.
Inngangur frá Vitastíg, um baklóð skólans, vest-
ustu dyr.
Viðtalstími eins og áður, á mánudagskvöldum
kl. 20—22. Sími skrifstofunnar er 8-28-41.
Iðnfræðsluráð.
Rafmagnsrör
5/8" og 1"
ídráttarvír 1.5 plast.
Lampasnúra hvít, plast.
LÚÐVÍK GUÐMUNDSSON,
Laugavegi 3 B — Sími 7775.
Læknaskipfi
Þeir meðlimir Sjúkrasamlags Hafnarfjarðar, sem óska
að skipta um heimilislækna frá næstkomandi áramótum,
þurfa að tilkynna skrifstofu samlagsins það fyrir nóv-
emberlok.
Sjúkrasamlag Hafnarfjarðar.
Hver vill ekki eignasf nýja
ameríska fólksbifreið fyrir
100.00 kr.?
Nú eru síðustu forvöð að eignast miða í Bílhappdrætti Sjálfstæðisflokksins, því
dregið verður 1. nóvember n. k.
Ilappclrsetti Sjálísiæðisflokksins