Morgunblaðið - 30.10.1956, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.10.1956, Blaðsíða 11
M ORCVlSfíT 4Ð1Ð 11 ÞriSjudagur 30. okt. 1056 þ.m. Ég segi hvergi að taka skuli upp sóðaskap í skreiðarmatinu eða vilji haía snærisdræsur hang andi við hvern fisk. Það er ekki hægt að kalla það sóðaskap þó að við ekki hreinsum fasta hnakkablóðið úr fiskinum, þegar Norðmenn gera það ekki, og selja samt helmingi eða þrefalt meiri skreið heldur en íslending- ar. Það eru ekki snærisdræsur (orð yfirmatsmannsins) á skreið- inni, þó að á einstaka keilu hangi seglgarnsspotti eins og á þeirri norsku, við þetta hafa kaupendur ekkert að athuga. Þetta er í Lagos, en þar eru kröfurnar mest- ar um gæði skreiðar, enda eru Norðmenn þar sem sagt allsráð andi um skreiðarsölu, þeir hafa líka smærri fisk, sem hentar bet- ur fyrir þann markað. Kaupendur þar segja norsku skreiðina vera ljósari á roðið, sem er oftast rétt, og fleiri fiskar í pakka af sömu stærð heldur en í ísl. skreið. Alltaf er fiskurinn í Nigeríu seldur í stykkjatölu til neytenda. Vigtin og málbönd eru ekki al- geng þar. Með skrifum mínum vil ég aðeins vinna að því að framleið- endur fái sem hæst verð fyrir framleiðslu sína, og forðast óþarf an aukakostnað, eins og bent hef- ur verið á. Um þetta gætu allir sanngjarnir menn orðið sammála SKREIÐARSALAN í NIGERÍU Ég hefi fylgzt með skreiðinni f Nigeriu frá því að skipað hefur verið upp úr skipinu, og þar til hún hefur verið látin í pottinn hj húsmæðrum. Strax eftir uppskipun taka kaupendur skreiðina í pakkhús sín, sem eru oftast eins og 'bíl- skúrar, með stórum hurðum. í Austur-Nigeriu eru slíkar verzl- anir við aðalgötur borganna. Þar kaupa smásalar og aðrir í heilum pökkum aðeins. Kaupendur skoða fiskinn á roðið, hvort hann sé ljós eða dökkur, og líta svo í endann til þess að fylgjast með stykkjatölunni. Fiskur sem er Ijós á roðið selst alltaf fyrst, nema að sá dökki sé seldur eitthvað lægra verði. Smásalar selja svo fiskinn í stykkjatölu, oftast er einhver með öxi eða sög á staðn- um, og sagar eða heggur fiskinn í smábita fyrir 1 til 3 pence stk., eftir stærð. Sumir hafa meira að segja rafmagnssagir. Fiskurinn er svo strax látinn í pottinn ó- þveginn, og látinn moðsjóða í allt að tvo tíma. Hann er krydd- aður mjög með ýmsu sem ég ekki þekki, og er svo ágætis mat- ur. Ekki hefi ég komizt hjá því að borða hann, enda ekki heppi- legt að selja matvöru, sem maður ekki sjálfur getur borðað. Mín skoðun er sú, að seljendum beri að fara eftir óskum og vilja kaupenda en ekki úreltum reglu gerðum, sem ekki er farið eftir af keppinautum okkar. SKEMMDARVERK Sá sem lesið hefur grein yfir- matsmannsins en ekki mína gæti haldið að ég sé einhver skemmd- arverkamaður í skreiðarmálum, vilji lækka verðið og eyðileggja matið. Þetta er ekki svo. Ég vil hækka verðið á hluta skreiðar- innar og lagfæra það sem aflaga fer hjá matinu. Gaman væri að vita hvort yfir- matsmaðurinn kannast við eða þekkir mann, sem heitir Davíð Ólafsson. Hann segir svo í tíma- ritinu Ægi, 15. ágúst, s.l. á bls. 214: „Lítið var farið að hengja upp ti*l herzlu á þeim tíma, sem við voru-m á Lófót, enda veður- far óvenjulega óhagstætt. Skreið sú, sem við sáum var ekki fram- úrskorin, en mjög vel hausuð og hreinsuð (þó ekki blóðhreinsuð). Gerð hefur verið tilraun með inni þurrkun á skreið. Leit hún mjög vel út, en kaupendum geðjast ekki að bragðinu“. Síðar á sömu blaðsíðu segir Davíð Ólafsson: „Allt mat á skreið og saltfiski er framkvæmt af matsmönnum, sem eru í þjónustu íyrirtækjanna sjálfra. Þarf það fyrirkomulag alls ekki að hafa galla í för með »ér. Fyrirtæki sem standa á göml- Skógræktin Nauðungaruppb sem fram átti að fara í dag á Efstasundi 39, hér í bænum, fellur niður. Borgarfógetinn í Reykjavík. Skoda 440 til sölu a£ sérstökum ástæðum. Skoda 440, ókeyrð. Tilboð merkt: Skoda 4—3134, leggist inn á afgr. Mbl. Þarna standa tugþúsundir greniplantna, sem dreifsettar hafa verið í beð. Hluti af vetrarumbúnaði er kominn á beðin. um merg og hafa unnið sér álit á erlendum mörkuðum, láta það ekki henda sig, að léleg vara komi frá þeim. Þettá fyrirkomu- lag er ath’.v»andi fyrir okkur, sér- staklega á skreiðinni, og ættu ráðandi menn að taka það mál til umhugsunar og framkvæmda". Reykjavík, 26. okt. 1956, Þóroddur J 6>i =on. aStsíldarf lök Höfum fyrirliggjandi saltsíldarflök, beinlaus og roðlaus á átiungum. Norðansíld. mm h.i Vesturgötu 20 — Sími 1067 og 81438. Tilboð óskast í nokkrar jeppa- og pickup bifreiðir er verða til sýnis að Skúlatúni 4, föstudaginn 2. nóvember nk. kl. 1—3 síðd. Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 5. Sölunefnd varnarliðseigna. Skrifstofu eða iðnaðarhusnæði Til leigu er vönduð hæð í nýju steinhúsi ca. 220 ferm., hentug fyrir léttan iðnað eða skrifstofur. Sala gæti komið til gredna. Eggert Kristjánsson hdl. Laugavegi 24 — sími 81875. Nýkomnu svartar kven-bomsur, með loðkanti. % Alls konar gúmmí- og kulda-skófatnaður fyrir karla, konur og börn. Hector, Laugavegi 11. Skóbúðin, Spítalastíg 10 "s> \\\ ' „SUPPER" AMM-I-DENT tann pasta er framleitt eftir algerlega nýrri formúlu. Það er öðru vísi en allt annað tannpasta. AMM-I-DENT inniheldur fluoride, Ammoni- ated og Anti-Enzyme (SLS), en þetta eru öll 3 viður- kenndu efnin, sem hindra tannskemmdir AMM-I-DENT er bragðgott og freyðir mátulega. — Biðjið um AMM- I-DENT tannpasta í rauðu pökkunum. Einkaumboð: Austurstræti 14, simi 6230. Lausar lögregluþjónsstöður Lögregluþjónsstöður í ríkislögreglunni á Keflavíkur- flugvelli eru lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur til 8. nóvember næstkomandi. Umsóknir skulu stílaðar á sérstök eyðublöð, sem fást x skrifstofu minni, skrifstofu lögreglustjórans í Reykja- vík, svo og hjá öllum bæjarfógetum og sýslumönnum. Þeir, sem áður hafa sótt um starf, skulu endurnýja umsóknir sínar. Lögreglustjórinn á Keflavikurflugrvelli, 29. okt. 1956. Björn Ingvarsson. CEREBOS I HANDHÆGU BLAU DOSUNUM. lEIMSþEKKT GÆÐAVAKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.