Morgunblaðið - 30.10.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.10.1956, Blaðsíða 8
t MORCUlKBlAfílÐ Þríðjudagtir 3f>. okt. 1&S6 Útg.: H.f. Arvakur, ReykjavK- Fratívkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmáiaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vig%»r Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsmgar: Ámi Garðar Kris' insson Ritstjór-n: AðaJstræti 6 Auglýsingar og afgreiðsla: Aðaistraeti 6. Sínai 1<00 Áski'iftargja4d kr. 25.00 á mánuði mnaniands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. „Liðon“ Sjálfstæðismonna fyrir 10 árnm og Framsóknar í dag ALDREI hefur islenzkur almenn ingur skilið það betur en í hvílíkt þræidómsok hinn al- þjóðlegi kommúnismi unóir for- f«tu Sovét-Rússlands hefur lagt á mikinn hluta mannkynsins. Aidrei hefur íslendingum heldur •rðið það Ijósara, hversu hund- Satir íslenzkir kommúnistar hafa legið í dýrkun sinni á hinu aust- ræna ofbeldi, kúgun og illvirkj- Hi. Það eru atburðirnir í Póllandi 0g Ungverjalandi, sem hafa skap »S þennan almenna skilning með- «1 íslenzku þjóðarinnar á eðli jEommúnismans og niðurlægingu þeirra manna hér á landi, sem gengið hafa erinda þeirra komm- énistaleiðtoga, sem undanfarna daga hafa látið rússneskar fall- byssur og skriðdreka brytja niður tlþýðu og menntamenn Ung- verjalands. Jafnvel blað kommúnista sjálfra hér á landi hefur orðið að játa andstyggðina á skurðgoð sín í leppríkjum Rússa. Komm- únistar eru dauðhræddir við þá hyldjúpu fyrirlitningu, sem berst að þeim úr öllum áttum frá ís- lenzkum almenningi. Þeir reyna að vísu að staglast á því að kommúnistar í Ungverjalandi og Póllandi hafi starfað með „eld- móði og bjartsýni“ að uppbygg- ingu þessara landa!! En hver trúir því að ungversk og pólsk al- þýða sé í dag að þakka komm- únistum fyrir þjóðnýt störf unn- in af „eldmóði og bjartsýni"? Leiðtogar Framsóknar skjálfa af ótta En það eru fleiri en kommún- ístar á íslandi, sem eru hræddir við þá almennu fyrirlitningu og hatur, sem umlykur kommúnista í öllum löndum um þessar mund- ir. Leiðtogar Framsóknarflokks- ins, sem fyrir skömmu hafa gert íslandi þá svívirðingu að fá kommúnistum setu í ríkis- stjórn, eru utan við sig af ótta og skelfingu. Allir lýðræðissinn- aðir menn í landinu finna það nú ennþá betur en áður, hversu gá-' lausleg og ábyrgðarlaus sú ráð- stöfun var að hefja samstarf við kommúnista um stjórn landsins, mennina, sem hafa lofað lepp- stjórnir Itússa í Ungverjalandi og Póllandi hástöfum undanfarin ár, mennina,sem síðast fyrir nokkr- um dögum sögðu, að uppreisn ungverskrar alþýðu væri „gagn- byltingartilraun" auðvaldsins, mennina, sem ganga nú um stræti og torg og eta upp áróður Moskvu útvarpsins um að uppreisnin í Ungverjalandi, sé knúin fram af „amerískum áróðri“. Það gegnir sannarlega engri furðu þótt leiðtogum Fram- sóknarflokksins líði ekki sér- lega vel við hlið kommúnista í ríkisstjórn um þessar mund- ir. „Hvermg leið Ólafi og Bjarna 1944—46?“ En Framsóknarmenn þykjast þó eiga eina afsökun sér til skjóls og varnar í þessum þrengingum og vanlíðan. „Hvernig leið Ólafi og Bjarna 1944—46?“ í sambandi við komm únista spyr Tíminn s.l. sunnudag. Þarna höfum við það. Sam- vinna Sjálfstæðismanna við kommúnista fyrír 10—12 árum á að réttlæta það, að Framsóknar- menn hafa fengið þeim ráðherra- sæfi í dag. Atbugum nú þessi rök nokkru nánar. Þegar nýsköpunarstjórnin var mynduð haustið 1944 stóð heims- styrjöldin sem hæst. Hi-nar vest- rænu lýðræðisþjóðir voru þá í nánu bandalagi við Rússa og Sovétstjórnina í hinni hrikalegu baráttu við nazismann. Rúss- ar höfðu þá leyst upp al- þjóðasamband kommúnista og lýst því yfir að þeir hygðust eiga svikalausa samvinnu við vest- rænar lýðræðisþjóðir um að leiða styrjöldina til lykta og síðan um uppbyggingu að henni lokinni. Meðan reynslan hafði ekki leitt sviksemi Russa í ljós trúðu vestrænar þjóðir komm- únistaleiðtogunum. Jafnvel á Norðurlöndum voru kommún- istar teknir í ríkisstjórnir í stríðslokin enda höfðu þeir tekið töluverðan þátt í frelsis- hreyfingum þessara landa og baráítunni gegn nazismanum. Við þessar aðstæður í heims málunum myndaði Ólafur Thors samsteypustjórn með kommúnistum og jafnaðar- mönnum haustið 1944 eftir að Framsóknarmenn höfðu lengi hindrað Alþingi í að gegna þeirri frumskyldu sinni að sjá landinu fyrir þingræð- isstjórn. Líðan Hermanns og Eysteins nú En hvernig var umhorfs þegar leiðtogar Framsóknar rufu 10 ára einangrun íslenzkra komm- únista og hófu við þá stjórnar- samstarf? Rússar höfðu þá svik- ið öll loforðin við þá Roosevelt, Churchill og aðra leiðtoga vest- rænna þjóða frá stríðsárunum. Þeir höfðu rænt fjölda Evrópu- þjóða frelsi sínu, ógnað heims- friðinum og leitt ugg og ótta yfir alla veröldina. Kommúnistar höfðu knúið vestrænar lýðræðis- þjóðir til þess að mynda með sér varnarsamtök til þess að verjast hinu austrænu ofbeldi og út- þenslustefnu Sovétríkjanna og leppa þeirra. Jafnvel hið vopn- lausa og varnarlausa ísland hafði talið sér lífsnauðsynlegt að taka þátt í þessum samtökum. Þegar þannig var komið töldu leiðtogar Framsóknar- flokksins sér sæma að gera bandalag við kommúnista um ríkisstjórn, bandalag við sömu mennina og grýttu þinghúsið 30. marz 1949 þegar ísland á- kvað þátttöku í varnarbanda- lagi frjálsra þjóða. Var nokkur að spyrja um líð an þeirra Hermanns Jónasson- ar og Eysteins Jónssonar í dag? UTAN UR HEIMI Æt óa<£ J ef Éi óem é<£ ^ébh i/i Idi aefa íienni idjóbe íó uer&la u aaó Id icli^ uan Romon Jiménez, Ijóðskáldið sem fékk bókmennta- verðlaun Nóbels fyrir árið 1956, er kunnur um allan hinn spönsku- mælandi heim sem frábær st-íl- snillingur. Þegar sænska aka- demían ákvað að veita honum verðlaunin í ár, gerði hún það á þeim forsendum, að „ljóðrænn skáldskapur hans skapar fyrir- mynd háleitrar andagiftar og listræns hreinleika í spönskum bókmenntum“. Verðlaunin nema rúmum 600.000 krónum. u. m Jiménez er það helzt vitað, að hann er fæddur í bænum Moguer í Andalúsíu árið 1881 og er því 75 ára að aldri. Hann er sagður hafa ara- bískt blóð í æðum. Snemma varð hann einn af leiðandi mönnum í spönskum bókmenntum, og eft- ir lát Ruben Darios árið 1916 hafði hann mikil áhrif á yngri skáld Spánar, ekki sízt vegna djarfra hugmynda sinna og ný- tízkulegra stílbragða. Þessi áhrif hafa að sjálfsögðu náð út yfir landamæri Spánar til allra spönskumælandi landa, en hins vegar er þess að gæta, að svo mjög hefur hann farið eigin leið- ir í formi og framsetningu, að lesendahópur hans er tiltölulega smár og raust hans mörgum ókunn. J\ llt síðan hann gekk í hóp nýtízkuskálda um aldamótin, hefur hann fengizt við skriftir. Að vísu reyndi hann að nema lög við háskólann í Sevilla nokkra vetur, en gafst upp á því, enda var hann svo efnum búinn, að hann gat gefið sig allan við hugð- arefnum sínum. Um fertugt hafði hann getið sér svo gott orð og skrifað svo mikið, að farið var að undirbúa heildarútgáfu af verkum hans í 21 bindi. Sú út- gáfa varð þó að hætta árið 1936, þegar spánska borgarastyrjöldin hófst. Þá fór Jiménez úr landi og hefur síðan búið í Bandaríkjun- um og Vestur-Indíum. Hefur hann kennt þar við ýmsa há- skóla, og sem stendur býr hann á Puerto Rico. Um það gengur nú orðrómur, að Jiménez hafi í hyggju að flytjast aftur til Spán- ar, þar sem hann á enn mikilli hylli að fagna, enda mun hann ekki hafa farið í útlegð sína af pólitískum ástæðum. yfir sár harmleikur á fjórðu hæð M-umya-sjúkrahússins í San Juan. r ar lá Zenohia Camp- rubi Aymar Jiménez, hifi 69 ára eiginkona skáldsins, förunautur harvs í lífinu og bókmenntunum síðustu 40 árin. Hún þjáðist af krabbameini, sem dró hana til dauða skömmu eftir að fregnin um sigur manns hennar barst tii San Juan. Nokkrir af nánustu vinum skáldsins höfðu safnazt saman í sjúkrahúsinu, þegar sím- skeytið kom frá Stokkhólmi. Einn þeirra fór með það inn í sjúkra- herbergið. Zenobía Jiménez gat ekki lengur talað, en hún skildi fréttina og gaf manni sínum merki um að leggja skeytið undir hönd hennar. óbelsverðlaunin eru mér mikið hryggðarefni. — Þessi örvæntingarfullu orð mælti Jim- énez, þegar honum barst fregnin um hinn mikla sigur. Skeytið sem flutti honum fregnina var ekki í höndum hans. Það hafði verið lagt varlega undir máttlitla hönd konu hans, sem lá á banabeði fyr- ir framan hann, þegar sendiboð- inn kom. Það var eins og heiður- inn og vegsemdin, sem honum hafði nú hlotnazt, væri hennar verk fremur en hans. Venjulega er gleðskapur á ferðum, þegar slík tíðindi berast. En hér stóð Heila-áfvarp í aiia menn! OMÁ-ÚTVARPSTÆKI, sem mannsins, getur ef til viil orð- ið til þess, að unnt sé að stjórna heilli þjóð frá einni og sömu ríkisskrifstofu. Þannig mælti Curtiss Schafer verk- fræðingur á lokaðri ráðstefnu verkfræðinga á sviði rafeinda, en ráðstefnan var haidin í Chicago. Schafer nefndi skurðaðgerð, sem gerir kleift að lækna sjúkling með því að setja „silfurelektróður“ í ýmsa hluta heilans. Slík aðferð gæti þróazt. Fáum mánuðum eftir fæðingu barns, er hugsanlegt að skurðlæknar geti sett þynnu undir heilaskál barns- ins. Einu eða tveimur árum síðar væri unnt að setja mjög smáan útvarpsmótakara og loftnet í samband við þynn- una. Þegar þannig væri kom- ið mætti að einhverju eða öllu leyti stjórna hreyfingum barnsins með merkjum, sem send væru t. d. frá skrifstofu er ríkisstjórn viðkomandi lands kæmi upp í því skyni! u, m tíu mínútum síðar kom Juan Jiménez út á ganginn grár og niðurbeygður, klæddur snjáðum hitabeltisfötum, studdur af lækni, sem setti hann í stól, þar sem hann talaði við frét-ta- mennina. Andrúmsloftið var þungt, og erfitt að koma af stað samtali. Það er ekki hægt að óska þeim manni til hamningju, sem á sigurstundinni sér allt hrynja til grunna og síðasta vonargneistann slokkna. Hvað er hægt að segja? Sérfræðingarnir segja, að meðal nútímaskálda geti vart nokkurn, sem komist í jafnkvisti við hann í hreinleik og einfaldleik. Er hægt að tala um slíka hluti á þessari slundu? IV áfölur og lágróma hóf hann máls: Ég er þakklátur öllum þeim, sem hafa átt hlut að því, að mér voru veitt þessi óverð- skulduðu verðlaun. Vegna hins alvarlega sjúkdóms konu minnar hryggja Nóbelsverðlaunin mig djúpt. Sjálfur hef ég ekkert að segja. VFekk hann síðan aftur inn til konu sinnar, en kom út aftur skömmu síðar og sagði við fréttamennina: Ég hef aldrei gert mér neinar tyllivonir um að hafa náð þeim hreinleik og tærleik í skáldskap mínum, sem menn eru að tala um. Ég hef aldrei náð þangað sem ég vildi komast — og allt sem mér hefur hlotnazt hef ég viljað, að konan mín fengi. u, m 40 ára skeið hafa þau hjónin unnið saman eins og einn maður. Þrjú síðustu árin hafa þau verið að undirbúa heild- arútgáfu af verkum skáldsins á síðustu 50 árum, og er hún nú fullbúin til prentunar í Madrid. Zenobia Jiménez hefur verið helzti þýðandi manns síns, en auk þess hefur hún þýtt öll verk Tagores á spönsku. Jafnframt hefur hún hreinskrifað öll hand- rit manns síns, og er það ekki hvað þýðingarminnst af verkum hennar, því rithönd skáldsins lík- ist helzt arabísku, og margir hafa gefizt upp á tilraunum til að lesa úr þeim ljóðum, sem Jiménez hef- ur skrifað, síðan kona hans lagð- ist fyrir ári. A\.aust Jiménez hefur mikinn kraft meðal stúdentanna á Puerto Rico og víðar í spönsku- mælandi löndum Suður-Ameríku. Hann er hættur að kenna, en skrifar að staðaldri ljóð, greinar og gagnrýni í tímaritið „La Torre", sem gefið er út á Puerto Rico. Hann er m. a. kunnur fyrir skjót og bítandi andsvör og ýmsa skemmtilega fordóma. T. d. er hann á móti margs konar þef, m. a. tóbaksþef, og neitaði hann af þeim sökum að taka á móti sínum gamla vini, Pablo Casals, á heimili sínu, og urðu þeir að hittast á opinberum stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.