Morgunblaðið - 30.10.1956, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.10.1956, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 30. okt. 1956 MORC r V Tt T/4 ¥) IÐ s Hryðiuverkin í Ungverjalandi ALLRUR hinn vestræni heimur hefur fylgzt meff frelsisbaráttu ungversku þjóffarinnar með mik- illi athygii og samúð. Heimurinn hefur nú fengið staðfestingu á því hvað hið kommúniska „alþýðu- lýðræði" er — staðfestingu, sem lifa mun í vitund þjóðanna um aldur. Þeir, sem hingað til hafa láíið blekkjast af fagurgala kommúnista, þurfa ekki lengur að fara í grafgötur um það — á hverju hið kommúniska þjóð- skipulag er grundvallað: Ógnar- stjórn, miskunnarlausu einræði — þar seik lög og réttur, öll helg- ustu réttindi einstaklingsins, eru fyrir borð borin. • • • Útsýni af Buda-hæðunum yfir Dóná. Merkt inn á myndina: 1. Ganz-verksmiðjurnar, 2. þinghúsið, 3. aðalstöðvar kommúnistaflokksin*, 4. þjóðminjasafnið sem nú er brunnið. Ungverjar hafa úthellt blóði, fórnað miklu — til þess að sýna heiminum, að þeir vilja frelsi, þeir vilja leggja allt í sölurnar til þess að losna úr einræðisklóm kommúnismans. Enn er ekki Ijóst hve margir hafa látið lífið í Ungverjalandi, en víst er, að þúsundir, ef ekki tugir þúsunda hafa fallið — og enn fleiri særzt. Enda þótt allt eðlilegt samband landsins við umheiminn hafi rofnað, hafa margir sjónarvottar að atburðum þessum komizt yfir til Austurrík- is og greint heiminum þar frá hörmungunum. • • • Ber öllum saman um það, að rússneski herinn hafi sýnt hina dýrslegustu grimmd í bardög- unum, og hikuðu rússneskir hermenn ekki við að skjóta á vopnlaust fólk, karla og konur og jafnvel börn. Segja þeir, er vitni urðu að hörðustu bardög- unum í Budapest, að ekki sé hægt að segja annað en Rússar hafi þar framið fjöldamorð. Hvarvetna í borginni lágu lík óbreyttra borgara sem hráviffi, sums staðar í hrúgum. 1 Rússneskir bryndrekar lok- uðu öllum aðalgötum borgar- innar svo og brúm þeim, er tengja borgarhlutana saman. Allir þeir, sem sýndu sig í ná- lægð þessara „verndara alþýðu lýðræðisins" voru umsvifa- laust skotnir. Einn sjónarvottur segir frá því, að hann hafi orðið vitni að því, að rússneskur skrið- dreki hóf skothríð á fjöl- skyldu, sem var að forða sér undan óvinahernum heim í íbúð sína. Eftir nokkur augna- blik lágu báðir foreldrarnir og níu börn þeirra — á að gizka á aldrinum 6 ára til 16 ára — í blóði sínu á götunni andspænis dyrum heimilisins. Tíunda barnið komst inn í húsið. Það var eitt eftir af tólf manna fjölskyltíu. Það voru „vinir“ alþýðunnar, sem hér voru að verki. Annar maður segir frá því, að hann hafi fariff spölkorn meðfram Dónárbakkanum og í hverjum ljósastaur hafi rúss- neskir hermenn verið búnir að hengja verkamann — öðrum til varnaðar. í upphafi bardaganna tóku frelsissveitir ýmsar opinberar byggingar á sitt vald. Meðal annars var barizt af mikilli hörku í útvarpsstöðinni í borg inni — og um síðir voru frels- issveitirnar brotnar á bak aft- ur. Sagði sjónarvottur frá því, að öryggislögreglan og Rússar hefðu safnað þeim frelsissinn- Þúsundir Ungverja létu lífið fyrir hinum rússnesku ofbeldisseggj- um. Myndin er tekin á götu í Búdapest þar sem lík höfðu verið dregin af götunnl upp á gangstéttina. Slík sýn var ekkert einsdæmi. Fórnardýr hinna kommúnísku vígvéla lágu sem hráviði um gjörv- ■11 a borgina. um saman, er handteknir voru í útvarpsstöðinni, er þeir höfðu verið yfirbugaðir og varpað þeim út um glugga á fjórðu hæð hússins. Slíkar voru baráttuaðferðir kommún ista. ' Hryllilegustu lýsingamar á bardögum þessum eru þó þær, að ein af baráttuaðferðum rússnesku skriðdrekahersveit- anna var sú, að hringur var sleginn um almenna borgara, karla, konur og börn, og síðan hófu Rússarnir skothríð á hóp- inn — og linntu ekki fyrr en allir voru fallnir. Þannig voru 2—3 þúsund manns drepnir á einum og sama staðnum í Búdapest, en einnig eru menn til frásagnar um það, að Rúss- ar hafi beitt þessum kommún- isku fjöldamorðsaðferðum í sveitum landsins jafnt sem borgum. • • • Fréttamaður, sem fór á laug- ardaginn frá Austurríki inn yfir landamærin, hitti í bæ einum ungverskan hershöfðingja að máli og sagði hann honum, að all- ur ungverski herinn hafi snúizt gegn Rússum — og berðist nú með ungverskri alþýðu gegn óvin unum. Kvað hann Ungverja hafa handtekið eða líflátið. alla örygg- islögreglumenn, sem til hefði náðst, enda hefðu þeir þegar myrt þúsundir manna. Þá hefðu frelsissveitirnar þeg- ar skipað stjórn sína og skipu- lagði hún hersveitir, sem skipað- ar voru bæði hermönnum og ó- breyttum, í þrem borgum næst landamærum Austurríkis. Á laug ardaginn var áætlað að halda af stað móti rússnesku hersveitun- um, sem komu frá Tékkósló- vakíu. • • • f þeim borgum, sem frelsissveit ir höfðu náð á vald sitt, stóð her- maður á verði á hverju götuhorni og ungverskir fánar blöktu við hvern hún. Nemendur og kenn- arar í herskólum ungverska hers ins höfðu þegar sameinazt frels- issveitunum — og ungverskir her menn höfðu rifið af einkennisbún ingum sínum einkenni kommún- istast j órnarinnar. • • • Alls staðar voru sjúkrahús yf- irfull og þúsundir lágu í valnum eftir að öryggislögreglan hafði skotið á varnarlaust fólk á göt- um úti — einungis til þess að skjóta öðrum skelk ' bringu. Við- hafði öryggislögreglan einnig múgmorðsbaráttuaðferðir Rússa, umkringdi hópa fólks, eða smal- aði því saman — og lét síðan engan sleppa, engan, sem byssu- kúlurnar náðu til. • • • Vert er að veita því athygli, að það eru stúdentar og hermenn, sem gengið hafa í fylkingar- brjósti ungverskrar alþýðu í bar- áttunni gegn drottnurunum. Það eru þær stéttir þjóðfélagsins, sem kommúnistastjórnin hefur lagt mest upp úr að aldar væru upp í kenningum og hugsunar- hætti kommúnismans — þær stéttir, sem þvingaðar hafa verið öðrum fremur til þess að nema hin kommúnisku fræði. • • • En Ungverjar hafa sýnt heim- inum, að þeir munu ekki láta hina erl. einræðis- og ofbeld- isseggi kúga sig. Enda þótt ung- verska þjóðin beri ekki sigur af hólmi á hernaSarsviðinu — þar sem við ofurefli er að etja — þá hefur hún samt sigrað. Hún, hia undirokaða þjóð, hefur sýnt heim inum, að frelsið er það dýrmæt- asta, sem þjóðirnar eiga — og hún hefur sýnt, að hún vill leggja allt í sölurnar fyrir það. Myndin er tekin á götu í Búdapest. Frelsissveit hefur tekið rúss- neskan skriðdreka herskildi og hefur dregið ungverska fánann að húni. — Athyglisverður dómur Gíslu Framh. af bls. 1. hins sanna frelsis móti ánauð-! inni, og þó hreifði enginn legg I nje lið til að hjálpa hinni hug- ’ prúðu þjóð, sem ein tókst í fang að halda uppi sóma mannkyns- ins og frjálsræði móti fjand- mönnum þess og undirokurum. Kúgaðar af stjórnum sínum horfðu þjóðirnar aðgjörðalaus- ar á, hvernig hinn rússneski al- valdur sendi hvern herílokk- inn á fætur öðrum til að myrða veglinda og saklausa menn, svo hann síðar, þegar þeir væru unnir, gæti snúið sér á móti hinum ... ★ ★ nnÍMINN er að nálægast, „ þegar það verður útkljáð, hvort meginland Evrópu eigi að verða frjálst eða rússneskt, eins og Napóleon sagði, og því grátlegra er það, að þjóðir þess skuli vera svo blindaðar að reyna ei að verja sjálfar sig. En kanske Evrópa þurfi kvala og harðrar plágu við áður henni verði bjarg- að, og þær munu lika koma yfir hana ef hún aðgjörðalaus horfir á hinn hugum stóra Kossuth (frelsishetja Ungverja) og frels- ishetjur hans falla — þess mun alls á henni hefnt verða, þessari Jerúsalem sem líflætur spémenn- ina. En Rússa keisari gengur 1 beinlínis og hiklaust að takmarki ! sínu og þeir sem honum fylgja I — og þeir munu ná því, þessir ' brennendur borga og kveljendur kvenna, sem ætla að gjöra jörð- ina að óskapnaði aptur, nema mannkynið í gremju sinni rísi upp í einu hljóði til að varpa þeim út af umdæmum menntun- arinnar. Nú sem stendur tala þeir mjög um frið og reglu, en regla þeirra er hermanna hlýðni og þrældómur. Þeir þykjast ætla að friða löndin, og þeir leggja þau undir farg, sem drepur þau, myrða hina ágætustu, hlekkbinda hugsun og líf, og búa þar til eyðimörk sem mætti vera aldingarðar. Slíkur er hinn títt nefndi friður þeirra — solitudinem faciunt et pacem appelant.“ ★ ★ VO farast Gísla Brynjúlfssyni skáldi orð í Norðurfara 1848 til 1849, þegar hann ræðir um frelsishreyfingar í Evrópu og uppreisn Ungverja gegn kúgur- um sínum. Þá eins og nú réðist rússneski herinn á ungverska al- þýðu, myrti og di-ap saklausa menn og konur, og reyndi að svínbeygja þjóðina undir ok sitt. — Eins og sjá má getur dómur Gísla átt jafnvel við í dag ag fyrir 100 árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.