Morgunblaðið - 30.10.1956, Blaðsíða 12
12
MORGVDIBLAÐ1Ð
Þriöjudagur 30. ofct.
LU
LOUIS COCHRAN:
SONUR HAMANS
FramhaldsQagan 64
stofu Cronbone, að hann nam
staðar og hóf augu sín frá jörðu.
Neðar, við þröngan gangstíg,
sem merktur var með óhöggnum
borðum og steinum, stóð veðraði
kofinn þeirra Finney-systra og
fimmtíu stikum framundan, við
bugðu á akveginum, stóð járn-
smíðaverkstæði Bluebells gamla.
í>egar Lije leit upp, kom hann
auga á Cronbone, sem stóð uppi
á tröppupallinum og fylgdist
með ferðum hans, rólegur á svip.
„Góðan daginn“, sagði lög-
fræðingurinn alúðlega.
„Góðan dag“, svaraði Lije. „Ég
heyri sagt að þér séuð að fara úr
borginni“.
„Ég? Hver sagði yður það? Ég
kann prýðilega við mig hérna í
Delta City“.
Lije hleypti brúnum og öil
gamla andúðin á lögfræðingnum
vaknaði með nýjum mætti í
brjósti hans: „Mér var sagt það“,
svaraði hann. „Hvenær farið
þér?“
Cronbone var nú kominn nið-
ur úr tröppunum og horfði á Lije
með yfirlögðu áhugaleysi, sgm
var ertandi.
„Ég ætla að skreppa heim og
dvelja þar í nokkrar vikur, ef það
er það, sem þér eigið við. Móðir
min er veik. En ég hefi alls ekki
ætlað mér að fara héðan alfarinn
Hvers vegna skyldi ég lika gera
það?“
„Oh.“ Lije gekk nokkur skrf
aftur á bak og það var einhver
nákvæm varfærni í hreyfingum
hans. — „Ég bara hélt að þér
væruð búinn að fá nóg af dvöl-
inni hérna. Það var nú allt og
sumt. Bærinn hérna er ekki sú
UTVARPIÐ
Þriðjudagur 30. október:
Fastir liðir eins og venjulega.
18,30 Iþróttir (Sig. Sigurðsson).
18,50 Þjóðlög frá ýmsum löndum.
19.10 Þingfréttir. 20,30 Norrænt
kvöld: a) Formaður Norræna fé-
lagsins, Gunnar Thoroddsen, borg
arstjóri, fiytur ávarp. b) Magnús
Gíslason framkvæmdastjóri Nor-
ræna félagsins fiytur erindi: —
Kaunhæft samstarf norrænna
þjóða. c) Ellen Matberg leikkona
frá Danmörku les upp og syngur.
d) Lárus Pálsson leikari les upp.
Ennfremur vcrður flutt tónlist frá
öllum Norðurlöndum. 22,00 Frétt-
ir og veðurfregnir. — Kvæði
kvöldsins. 22,10 „Þriðjudagsþátt-
urinn“, óskalög ungs fólks og sitt
hvað fleira. — Jónas Jónasson og
Haukur Moi-thens sjá um þáttinn.
23,15 Dagskrárlok.
Miðyikudagur 31. október:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 Við vinnuna: Tón-
leikar af plötum. 18,30 Bridgeþátt
ur (Eiríkur Baldvinsson). 19,00
Operulög. — 18,10 Þingfréttir. —
Tónleikar. 20,30 Daglegt mál
(Grímur Helgason kand. mag.).
20,35 Erindi: Hleypidómar (Símon
Jóh. Ágústsson prófessor). 21,00
Einsöngur og upplestur: Guðrún
Á. Símonar syngur lagaflokkinn
„Haugtussa" eftjr Grieg; Fritz
Weisshapoel leikur undir á píanó.
Finnborg Ömólfsdóttir les úr sam
nefndum ljóðaflokki eftir Arne
Garborg, í býðingu Bjarna Jóns-
sonar frá Vogi. 21,45 Hæstarétt-
armál (Hákon Guðmundsson hæsta
réttarritari). 22,00 Fréttir og veð
urfregnir. — Kvæði kvölds'.ns. -
22.10 „Lögin okkar". — Högr.i
TorfRson fi’éttain&ðui' stjorníii
þættinum. 23,10 Dagskrárlok.
ekki hrifinn af neinni stúlku. Ég
er á móti kvenfólki. Það er nú af
mér að segja.“
Cronbone hló og þrýsti hönd
hans hlýlega: — „O, þér munið
áreiðanlega skipta um skoðun
fljótlega. Mér líkar vel við bless-
aðar stúlkurnar og ég mun fljót-
lega kvænast, vona ég. Og þá vil
ég að þér komið til brúðkaups-
veizlunnar."
Hann varð fljótmæltari er hann
sá vandræðasvipinn á andlitinu
fyrir framan sig og fann greini-
lega, að hann var kominn út á
hála braut: — „Það er bæði margt
og mikið, Lije, sem við getum
Rösk
Sfúlka óskasf
til afgreiðsiustarfa.
Klein
Baidursgötu 14.
Skrifstofuhúsnæði
til leigu!
Á bezta stað í miðbænum eru 3 sólrík herbergi til
leigu. Umsókn merkt: „Miðbær —3131”, sendist afgr.
Morgunblaðsins fyrir fimmtudagskvöld.
Nú þurfið þér ekki
að leita lengur!
borgartegund sem náunga eins
og yður fellur í geð.“
Það brá fyrir daufum votti af
gamansemi á andliti lögfræðings-
ins. „Hvers vegna ekki það? Eg
kann mjög vel við mig hér. Auk
þess eru gildar ástæður fyrir dvöl
minni hér. Eftir tuttugu ár“ —
hann sveiflaði höndunum til þess
að leggja áherzlu á orð sín, —
„verður þessi delta orðin að einu
óslitnu akurlendi og þá verðum
við, — þér og ég — orðnir hrein-
ustu burgeisar. Liggur þetta ekki
alveg í augum uppi?“
„Jú, ég heyrði það bara svona
utan að mér, að þér væruð á
förum héðan“, endurtók Lije og
varð nauðugur að játa það fyrir
sjálfum sér, að honum geðjaðist
undarlega vel að hinum unga,
broshýra manni, sem stóð and-
spænis honum. — „Annars skipt-
ir það mig vitanlega engu máli,
hvort þér farið héðan eða verðið
kyrr.“
„Jæja, ég ætla nú að verða hér
um kyrrt og meira að segja, þá
hefi ég í hyggju að sækja um
málaflutningsmannsembætti um-
dæmisins og ég vil að þér veitið
mér yðar atkvæði. En segið mér
annars, herra Smith“, bætti hann
skyndilega við, þegar Lije lét
sem hann myndi búast til brott-
farar. — „Hvað gengur eiginlega
að yður. Það er eins og þér hafið
einhverja sérstaka andúð á mér.
Hvað hefi ég eiginlega gert á
hluta yðar?“
Lije virti hinn sléttrakaða
mann fyrir sér með kuldalegum
svip og renndi augunum með met
andi athygli yfir hvítan, stífan
flibbann og dökku, snyrtilegu
fötin.
„Þér hafið ekki gert neitt á
hluta minn og ég hef alls enga
andúð á yður“, sagði hann hálf
vandræðalega.
„En ef ég væri lítill strákur, þá
myndi ég draga línu, hrækja á
hana og mana yður til að stíga
yfir hana.“
„Jæja, jæja. Við skulum
gleyma því. Mér líkar vel við
yður og þeirri staðreynd, að okk-
ur lízt vel á sömu stúlkuna báð-
um, ættum við alveg að sleppa
og ekki láta hana verða okkur að
vinslitum. Svona, nú skulum
við takast í hendur.“
Hann rétti fram hönd sína og
Lije greip hana og þrýsti þétt og
hiklaust, vitandi það, að enda
þótt hann hataði þá stétt manna,
sem Cronbone tilheyrði, þá hafði
ungi málaflutningsmaðurinn eitt
hvað það gott við sig, sem erfitt
var að standa í móti.
„Ég hefi alls enga andúð á
yður“, endurtók hann Iiægt og
eins og íhugandi. — „En þér hafið
algerlega rangt fyrir yður að einu
leyti, málaflutningsmaður. Ég er
MARKÚS Eftir Ed Dodd
-
^WELL, THERES DO YOU
SCOTTY, AND JOHN ) MEAN
BROCKMAN, AND / JOHN
TIMMY ACR.EE, X MASON
BLÁR LÖGUR
FYRIR ÞURRT HÁR
Þurrt hár þarfnast
, þessarar tegundar af
tshampoo, sem er sér-
staklega gert til þess
að hár yðar verði
mjúkt og meðfæri-
legt.
HVÍTUR LÖGUR
FYRIR VENJULEGT
HÁR
Venjulegt hár þarfn-
ast þeirrar tegundar
af shampoo, sem
hvorki smitar né
þurrkar, en viðheldur
mýkt og blæfegurð
þess og gerir það með
færilegt.
BLEIKUR LOGUR
FYRIR FEITT HÁR
Feitt bár þarf sham-
poo, sem djúphreins-
ar og eyðir óþarfa
fitu, en gerir það dá-
samlegt, mjúkt, eðli-
legt og meðfærilegt.
Notið hið nýja
/
/
/(////útTZí/ý
/
7 strax í kvöld
Shampooið, sem freyðir svo undursamlega.
stórt glas kr. 23.25
medal glas kr. 15.09
Heildverzlunin Hekln hL
Hverfisgötu 103
1).— Ég vildi gefa allt fyrir að
geta komið með í þessa bátsferð.
2) — Við skulum ekki enn gefa
upp alla von.
— Hvað fara margir drengir í
bátsferðina?
3) — Við skulum sjá, það er
Siggi og það er Jón Brockmann
og Tommi.
— Hvað segirðu? Er það Jón
Brockmann?
4) — Já, hví spyrðu?
■— Mér datt svolítið í hug.