Morgunblaðið - 30.10.1956, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.10.1956, Blaðsíða 16
Veðrið Sunnan kaldi, rigning eða súld, víða þoka. tfingiMttilfofrifr 249. tbl. — Þriðjudagur 20. október 1956 Eínahagsmálin á Alþingi. — Sjá bls. 9 n Hannesson formaður „Óðins 44 Fjölmennur aöalfundur s.l. sunnudag MÁLFUNDAFÉLAGIÐ „ÓÐINN“, hélt aðalfund sinn í Sjálf- stæðishúsinu s.l. sunnudag og var hann mjög fjölsóttur. Fundurinn hófst með því að lesnar voru upp inntökubeiðnir frá 30 mönnum, sem óskuðu inngöngu í félagið, voru þær allar sam- þykktar og hinir nýju félagsmenn boðnir velkomnir til starfa. Formaður félagsins, Hróbjartur Lúthersson, flutti síðan skýrslu félagsstjórnar um starfið á ár- inu. í upphafi máls síns bað hann menn minnast látinna félags manna á árinu, og vottuðu fund- armenn þeim virðingu sína með því að rísa úr sætum. Niðurstöður reikninga félags- ins sýndu að fjárhagur þess er góður. STJÓRNARKJÖR Fór síðan fram kjör formanns og stjórnar félagsins. Form. var kjörinn Stefán Hannesson, bif- W mm ............—■ —■ að baki flokksforustunni í bar- áttunni við þau ábyrgðarlausu upplausnunaröfl, sem fara með stjórn landsins um þessar mundir. Fundur Sjálfsfæðis- kvenna í Keflavík SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉL- agið Sókn í Keflavík heldur fund í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld (miðvikudagskvööld) kl. 9 síðd. Venjuleg fundarstörf, en á eftir verður sameiginleg kaffidrykkja og spiluð félagsvist. Góð verð- laun. Félagskonur eru beðnar að fjölmenna á fundinn. □- Stórbruni í Keflavík IGÆR, sunnudag, varð hér stórtjón, er birgðaskemma Útvegs bændafélags Keflavíkur brann, ásamt mestöllu því er í henni var, en þar voru geymd um 100 reknet, þrjár herpinætur, milli 10 og 12 tjörutunnur auk mikils af áhöldum er Steinsteypugerð Keflavíkur átti, þar á meðal helluvél. Netin og tjörutunnurnar brunnu alveg en vélin stórskemmdist. reiðastj., varaform. Þorsteinn Kristjánsson, ritari Magnús Jó- hannesson, gjaldk. Stefán Gunn- laugsson og meðstj. Meyvant Sig- urðsson, Guðjón Hansson og Ól- afur Skaptason. í varastjórn: Bergur Ólafsson, Guðm. H. Guðmundsson, Felix Sigurbjörnsson, Sigurður Þórðar- son og Þorvarður Guðbrandsson. FÉLAGSMÁL RÆDD Að loknu stjórnarkjöri hófust frjálsar umræður um félagsmál, og urðu mjög fjörugar.' Eftir taldir menn tóku til máls: Guð- jón Hansson, Guðm. Nikulásson, Hróbjartur Lúthersson, Lúther Hróbjartsson, Angatýr Guðjóns- son, Axel Guðmundsson, Magnús Jóhannesson, Meyvant Sigurðs- son, Stefán Hannesson og Stefán Gunnlaugsson. Kom glöggt fram í ræðum manna sá sóknarhugur fyrir mál- efnum og hugsjónum Sjálfstæðis- flokksins, sem einkenndu þenn- an fund, og fengu ræður þeirra hinar beztu undirtektir fundar- manna. Er ekki að efa að aldrei heifa Óðinsfélagar sýnt það bet- ur en nú hve einhuga þeir standa Eldsins varð fyrst vart kl. 10 um morguninn. Var þá slökkvi- liði Keflavíkur og flugvallarins þegar gert aðvart og komu bæði liðin þegar á staðinn. Var mikill eldur í skemmunni er þau komu á vettvang. Tafði það mjög fyrir slökkvistarfinu að leiða þurfti vatnið 1,5 kílómetra að skemm- unni, en hún stendur í hlíðinni fyrir ofan bæinn. Birgðaskemman er gömul her- skemma, er byggð var á stríðs- árunum, og ein af þekn stærstu er byggðar voru hér, 360 ferm. Var hún klædd innan með trétexi og logaði mjög mikið í því. Timb- urgólf var í húsinu. í öðrum enda hennar, var áður netjagerð félags ins, en þar voru geymd um 100 reknet og voru 40 af þeim alveg ný og ónotuð. Þá voru þar þrjár herpinætur og 10—12 tunnur af tjöru. Brann þetta allt. í hinum enda skemmunnar, en hann hafði Keflavíkurbær á leigu, var stein- steypugerð bæjarins. Var þar mik ið af áhöldum og m. a. helluvél og 150 hlemmar er notaðir voru undir steinhellur. Brann mótor- inn frá helluvélinni, en hlemm- arnir alveg. Þá brann öll fram- leiðsla Steypugerðarinnar er unn- in var síðasta daginn. Mjög var slökkvistarfið erfitt, vegna mikils elds og reyks, en er eldurinn komst í tjörutunn- urnar, gaus upp kolsvartur reykj- armökkur og lagði yfir bæinn. Magnaðist eldurinn í húsinu við það um allan helming. Unnið var við slökkvistarfið til kl. 5 um daginn. Vörubirgðir þær er í skemm- unni voru, voru í eigu margra félaga og var nokkuð af því sem í eldinum fórst óvátryggt. Vitað er þó um tvær loðnunætur er vátryggðar voru á 20 þús. kr. hver, en sú þriðja er brann var óvátryggð. Skemman sjálf var vátryggð, en ekkert stóð eftir af henni, nema járnin, sem voru al- gjörlega ónýt vegna hitans. Ekkert er með vissu vitað um eldsupptökin, en menn geta sér þess til að kviknað hafi í út frá hitunartækjum skemmunnar, en hún var lcynnt með olíukyndingu. Seinast var unnið í húsinu á laug- ardaginn og var því enginn stadd- ur í húsinu er eldurinn kom upp. Málið er í rannsókn. —Ingvar. Rússneskir skriðdrekar halda innreið í Búdapest. Jariskjálfiar á Noriurlandi FRÉTTARITARAR Mbl. á Húsa vík og Raufarhöfn símuðu í gærkvöldi, að jarðskjálfta myndi hafa orðið vart allvíða á Norður- landi í gær. Fréttaritarinn á Húsavík sagði, að þar í bæ hefðu fundizt þrír jarðskjálftakippir og myndi hinn Hátíi lorræna félagsins í kvöld NORRÆNA félagið heldur hátíð í kvöld í tilefni Norræna dags- ins, sem er í dag, 30. október. Er hann haldinn hátíðlegur á öllum Norðurlöndunum. — Nor- rænn dagur var síðast haldinn 1951. Hátíðin í kvöld verður í Sjálf- Bílhappdrætti Sjálfstæðisflokksins Dregið eftir 2 daga ÞANN 1. nóvemfoer verður dregið í hinu glæsilega happ- drætti Sjálfstæðisflokksins um ameríska fólksbifreið af gerðinni Hudson Rambler. (Gerð 1956). Eru því síðustu forvöð að tryggja sér miða. Umboðsmenn og aðrir, sem tekið hafa á móti miðum eru vinsamlegast beðnir um að gera skil hið fyrsta, og eigi síð ar en n.k. laugardag. Skrifstofa Happdrættisins í Sjálfstæðishúsinu er opin allan daginn í dag til kl. 10 e. h. stæðishúsinu og hefst kl. 20.30. Er mjög til dagskrárinnar vand- að, og hún höfð alnorræn að sjálfsögðu. Hefst hún með ávarpi formanns félagsins, Gunnars Thoroddsens, borgarstjóra. Síðan verður upplestur, Ellen Malberg, leikkona les. Þá er danssýning, nokkrir Færeyingar sýna fær- eyska dansa. Frú Britta Gíslason syngur einsöng. Barbro Skogs- berg les upp. Ivar Orgland, sendi kennari, syngur einsöng. Þá verð- ur sýnd kvikmynd: Noget om Norden, og loks syngur Karlakór Reykjavíkur, en Guðmundur Jónsson syngur einsöng með kórn um. Að lokum verður stiginn dans. Aðgöngumiðar eru seldir í bóka verzlun Sigfúsar Eymundssonar og í Sjálfstæðishúsinu frá kl. 3. í STUTTU MÁLI: Búi ðað salta í 50 þús. tunnur Faxasíldar. fyrsti þeirra hafa verið einna snarpastur. Kom kippur sá rétt um klukkan 1 síðd., en sá næsti klukkan 3,20 og þriðji 3.35. Fréttaritarinn sagðist hafa spurzt fyrir um það í Mývatns- sveit, hvort jarðhræringa hefði orðið vart þar. Á Skútustöðum var því svarað til að fólk þar hefði ekki orðið jarðskjálftanna vart og ekki væri kunnugt um að þeirra hefði orðið vart á öðr- um bæjum þar í sveitinni. í Reykjadal, að Breiðabólsstað fundust jarðhræingarnar. Ungverjalands- söfnun Rauða krossins RAUÐI kross íslands hefir á- kveðið að gangast fyrir fjár- söfnun til hjálpar bágstöddu fólki, sem orðið hefir hart úti vegna byltingarinnar í Ung- verjalandi. Munu dagblöð bæjarins taka á móti fjár- framlögum til söfnunarinnar, svo og skrifstofa Rauða kross- ins í Thorvaldsenstræti 6. Síldveiði frá Akranesi AKRANESI, 29. okt. — 17 rek- netjabátar komu hingað 1 dag með samtals 1388 tunnur af síld og jafnast það upp með rúmar 80 tunnur á bát. Aflahæstir voru Keilir með 217 tunnur, Bjarni Jóhannsson með 184 tunnur og Guðmundur Þorlákur með 120 tunnur. — Oddur. Sjólfstæðismeiui Iðnþinginu lauk kvööld. á föstudags- Góður sölur í Þýzkalandi í gær í GÆR komu tveir togarar til V-Þýzkalands með afla sinn og fengu báðir gott verð fyrir afl- ann. Seldi Ólafur Jóhannesson í Bremerhaven 137 tonn af fiski fyrir um 70,600 mörk. Karlsefni seldi í Cuxhaven 144 tonn af mjög góðum og fallegum fiski fyrir ágætt verð, 99,092 mörk. EFTIR 2 daga verður dregið í bifreiðarhappdrætti Sjálf- stæðisflokksins. Vinsamlegast gerið skil á heimsendum happ- drættismiðum sem fyrst. —- Skrifstofa Sjálfstæðisflokks- ins er opin í dag frá kl. 9 f. h. til kl. 7 e. h. í STUTTU MÁLI: Mikil aðsókn var að blómasýn- ingu Rósarinnar í Veskirveri. ★ Ritgerðasamkeppni barna uaa fegrun Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.