Morgunblaðið - 02.11.1956, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.11.1956, Qupperneq 1
24 siður Oflugar hcrcveitir úr Rauða hern- um streyma inn í Ungverjaland Síðusiu fréttir i nótt: Nasser óttasi londgSaga — Ókyrrð í Rúmenín — Rússar nmkringja alla flugvelli Dngverjalands KAUPMANNAHÖFN, 2. nóv.l Nasser hélt ræðu í kvöld og' sagði að Bretar og Frakkar niundu sennilega setja herlið á land í Egyptalandi i nótt. Mörg herflutningaskip þeirra væru á leið til Egyptalands. Hann skoraði á rikisstjórnir allra Arabalandanna að j sprengja i loft upp olíuleiðsl- nr þær, sem Vesturveldin hafa lagt í löndum þeirra. Biulganin hefir sent Eisen- Kínverjar með Ungverjum LUNDÚNUM, 1. nóv. — Fregn ir frá Kina herma að kín- verska kommúnistastjómin hafi í dag lýst yfir samúð sinni með ungversku þjóð- inni. Sagði Pekingútvarpið að Kínastjórn liti svo á, að sér- hver þjóð ætti að fá að ráða sér sjáif og málum sínum. — Reuter. Ungverjar eru gengnir úr Varsjár-bandalaginu — Rússar umkringja Búdapest og ber- ^ka aftur flugvöll borgarinnar — Frelsissveitirnar halda Búdapest — Fréttaritarar óttast nýtt blóðbað Búdapest, 1. nóv. — Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. \TAGY, núverandi forsætisráðherra Ungverjalands, hélt ræðu í dag. Tilkynnti hann enn einu sinni 1 að hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að frjálsar kosningar gætu farið fram í landinu. rann sagði og að Ungverjar krefðust þess að Rauði herinn færi frá Ungverjalandi hið bráðasta S lýsti þvi síðan yfir að Ungverjar hefðu sagt sig úr Varsjárbandalaginu. Þá skýrði hann svo frá 3 ungverska stjórnin hefði sent erindreka til Sameinuðu þjóðanna. Væri honum falið að krefjast ess að rætt verði um Ungverjaland í ráðinu, áður en önnur mál verði tekin þar fyrir. Þá kvað úann stjóm sina vilja að Ungverjaland verði hlutlaust riki og skyldu stórveldin slá skjaldborg um ílutleysi þess. Nagy hóf mál sitt með því að lýsa yfir að Ungverjaland væri loks orðið frjálst og fullvalda ríki. Langþráðu takmarki þjóðar- innar væri náð. „Ef mér,“ hélt hann áíram, „tekst ekki að efna til frjálsra kosninga, segi ég af mér.“ NAGY FRÁ? Fréttamenn segja að ráð frelsissveitanna og borgara kref jist þess nú að landvarna- ráðherrann taki við forsætis- ráðherraembættinu af Nagy. Hann njóti ekki stuðnings þjóðarinnar, enda sé hann gamall kommúnisti, þótt hann sé sporgöngumaður Títós hins júgóslavneska. Útvarp frelsissveitanna í vesturhluta landsins segir að Rússar séu í óðaönn að flytja herlið og hergögn inn í Ung- verjaland og sé augljóst að þeir hafi í hyggju að láta til skarar skríða gegn ungversku þjóðinni. — Borgararnir í Búdapest eru uggandi yfir herflutningum Rússa í og ut- an við höfuðborgina. Þá eru staðfestar fyrri fregnir um að Rauði herinn hafi umkrmgt borgina. Síðusfu frétlir frá Ungverjalandi Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. VÍN, 1. nóv. — Það er nú vit- að að Nagy, forsætisráðherra Ungverjalands, gekk í kvöld á fund rússneska sendiherr- ans í Búdapest og tilkynnti honum að Ungverjar hefðu gengið úr Varsjárbandalaginu og krefðust þess að Rússar færu úr landinu. Mótmælti Framh. á bls. 2 hower bréf, þar sem Banda- rikjamenn eru hvattir til að taka höndum saman við Rússa og hindra frekari vopnavið- skipti í Egyptalandi. Nasser segist vera i strsði v/ð Breta og Frakka - Eden mótmœlir Danska útvarpið skýrði frá Floti Breta og Frakka nálgast Súez, en hermenn hafa ekki því i nótt að Rauði herinn í enn gengið á land Ungverjalandi hefði umkringt alla flugvelli landsins og stæði nú grár fyrir járnum andspæn is ungverska flughernum. Þykir ekki ólíklegt að til tíð- inda dragl. I»á sagði útvarpið cnnfremur að stúdentar i Rúmeniu hefðu farið í kröfu- göngur í kvöld og boðið kommúnistaflokkl landsins Lundúnum, Kairó og Tel Aviv, 1. nóvember. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. YFIRHERSHÖFÐINGI Breta og Frakka við austanvert Miðjarð- arhaf, Sir Charles Keichtley, sagði í dag, að hann hefði fyr- irskipað flugher sinum að halda áfram árásum á flugvelli í Egypta- landi. Hershöfðinginn sagði að gerðar hefðu verið loftárásir í morgun á þá flugvelli sem ráðizt var á i gær og miðuðu hern- aðaraðgerðir þessar að því að ganga milli bols og höfuðs á egypzka flughernum. Hann sagði ennfremur að flugherinn gerði aðeins árásir á hernaðarstöðvar. — Þá gat hershöfðinginn þess að hern- aðaraðgerðum yrði hætt, um leið og Egyptar féllust á úrslita- kosti Breta og Frakka. Sem kunnugt er, krefjast Bretar og Frakkar þess að þeim verði heimilað áð senda herlið til Súez sem tryggja á frjálsar siglingar um skurðinn, tsraelsher hverfi burt af egypzku landssvæði og hernaðaraðgerðum verði hætt. byrginn. Urðu nokkur átök, cn fregnir enu heldur óljósar ennþá um atburði þessa. Bardagar hófust aftur í Búdapest í kvöld, að því er Reuterfréttir herma. Var bar- izt á götum borgarinnar og voru m.a. notaðar vélbyssur. Nýtt heimsmet í kúlu WASHINGTON, 1. nóv. í dag setti bandaríski kúluvarpar- inn Parry O’Brien, nýtt heims met í kúluvarpi. Hann varp- aði kúlunni 19,253 metra. ÓRÓASAMT ÞING Spurningatíminn í Neðri mál- stofu brezka þingsins í dag var með sögulegasta móti. Sir Ant- hony Head, hermálaráðherra Breta, flutti skýrslu um hernað- araðgerðir í Egyptalandi. Stjórn- arandstæðingar hófu þá köll að ráðherrum íhaldsflokksins og spurðu í kór: Hafa Bretar sagt Egyptum stríð á hendur? — Ráð- herrarnir svöruðu ekki, en sátu þögulir á bekkjum sínum. Loks stóð Eden, forsætisráðherra, á fætur, og þegar hann hafði fengið hljóð, lýsti hann því yfir að hern- aðaraðgerðir Breta og Frakka væru í samræmi við úrslitakosli þá sem Egyptum hefðu verið sett- ir. Hófu stjórnarandstæðingar þá enn hróp og gat forseti deildar- innar við ekkert rúðið. Tók hann þann kost að slíta fundi í hálfa Fyrsiu sjálfboða- liðamir RÓM, 1. nóv. — Fyrstu sjálf- boðaliðarnir eru nú á leið til Egyptalands. Eru þeir frá Ítalíu. Sendiherra Egypta í Róm var spiurður að því i kvöld, hve margir þeir væru. Hann svaraði: „Það gef ég ekki upp. En þeir eru alltaf að láta skrá sig. — Reuter. klukkustund. Hefir það ekki gerzt s. 1. þrjátíu ár og þótti tíð- indum sæta. — Þegar fundur var settur í ný, tók leiðtogi Verka- mannaflokksins, Hugh Gaitskell, til máls og réðist heiftarlega á framkomu stjórnarinnar. Sagði hann að það væri krafa Verka- mannaflokksins að Bretar beygðu Frétt kL 3 í nótt: Mindzsenty — leiðtogi Ungrverja Mindzsenty kardúáli. sig undir ókvörðun Allsherjar- þings S. Þ. STJÓRNMÁLASAMBANDI SLITIÐ Formælandi brezku stjórnar Innar tilkynnti í dag að Egypt- ar hefðu slitið stjórnmálasam- Framh. á bls. 2 í nótt skýrði brezka útvarpið frá því að augljóst væri að Nagy hefði misst traust ungversku fþjóðarinnar og stjórn hans riðaði til falls. Þá væri það viðurkennt að Mindzsenty kardínáli, sem ver ið hefir í fangelsi kommúnista sl. 7 ár, væri raunverulegur leið- togi wngversku þjóðarinnar og formælandi kommúnista í land- inu lýsti því yfir í kvöld, að hamt væri hinn eini sem ætti traust allrar þjóðarinnar og gæti frið- að landið. Mindzsenty sagði í kvööld að hann mundi ávarpa þjóðina eftir tvo daga og benda á þær leiðir, sem forystumenn Ungverjalands hyggjast fara í framtíðinni. Þá sagði brezka útvarpið enn- fremur að þúsundir stúdenta í Rúmeníu hefðu sýnt kommún- istastjórninni andúð sína og mikl ar róstur væru mUli þeirra og 1 lögreglunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.