Morgunblaðið - 02.11.1956, Page 20
20
TrlORGUWBLAÐlÐ
Föstudagur 2. nóv. 1.956 '
; ! LOUIS COCHRAN:
. •SONUR h ? A M A A /S
Glærir pokar stærð 16x23 cm
glær límbönd Vz“ — 5/8“ — %“
Framhaldssagan 67
„Jæja, ég verð að fara að halda
af stað“, hún snéri sér við, sýni-
lega treg til þess að yfirgefa hann.
„Komdu, komdu heim með mér,
Lije. Ég. er einmana.“
Skyndilega lagði hann hand-
leggina yfir um mitti hennar og
hann hló stuttum, gleðisnauðum
hlátri: — „Við erum góðir vinir,
Carrie. Ég og þú, er það ekki? Og
mér geðjast vel að þér. Heyrirðu
það? Geðjast vel að þér“.
Næstum hranalega sveigði
hann höfuð hennar afíur á bak
og kyssti hana: — „Jaeja, nú
skulum við koma heim til þín.“
13. kafli.
Þhgar Lije vaknaði um sólar-
upprás, næsta morgun, var hann
hresstur, fylltur af þeirri ákvörð
un, sem hafði ólgað og vaxið í
huga hans, allt frá því er hann
yfirgaf Carrie, nokkrum klukku-
stundum áður.
Hann sveiflaði löngum fótun-
um fram á gólfið og gekk út að
glugganum, án þess að verða var
við kuldagustinn sem smaug inn
um rifurnar á milli bjálkanna,
þar sem leirinn hafði hrunið nið-
ur og hratt honum opnum.
Lannig stóð hann um stund og
horfði út, þangað til honum var
orðið hroilkalt, þá skellti hann
glugganum aftur og tók að klæða
sig í svellþykkar vaðmálsbuxurn-
ar.
Hann nefndi ekkert atburði
dagsins áður við móður sína. Hún
hafði nóg að hugsa um, þótt við
■ það bættust ekki áhyggjur út af
honum og auk þess vissi hann
vel hvað hann vildi og skyldi
gera. Gamla frú Fortenberry eða
Dink og lögfræðingurinn skyldu
ekki geta gabbað hann til neins.
Hann brosti þegar honum varð
hugsað til Carrie Finney, en hlýn
aði þó ósjálfrátt um hjartarætur.
Martin Fortenberry til mikillar
undrunar var Lije nákvæmlega
eins og hann átti að sér að vera,
ÚTVARPIÐ
Föstudagur 2. nóvember:
Fastir liðir eins og venjulega.
13,15 Lesin dagskrá næstu viku.
18.30 Framburðarkennsla í sam-
bandi við bréfaskóla S.l.S.:
Franska. 18,50 Létt lög. — 19,10
Þingfréttir. — Tónleikar. 20,30
Daglegt mál (Grímur Helgason
kand. mag.). 20,35 Ull og tóskap-
ur; — samfelld dagskrá gerð af
Hallfreði Erni Eiríkssyni stud.
mag. 21,30 Raddir að vestan: Finn
bogi Guðmundsson ræðir við Vest-
ur-íslendinga. 22,00 Fréttir og veð
urfregnir. — Kvæði kvöldsins. —
22,10 Upplestur: „Gatan“, smá-
saga eftir Guðlaugu Benediktsdótt
ur (Frú Sigurlaug Árnadóttir).
22.30 Tónleikar: Bjöm R. Einars-
son kynnir djassplötur. — 23,10
Dagskrárlok.
Laugardagur 3. nóvember:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). 14,00 Héimilis-
þáttur (Þóra Jónsdóttir). 10,30
Veðurfregnir. -— Endurtekið efni.
18,00 Tómstundaþáttur bama og
Unglinga (Jón Pálsson). — 18,30
Útvarpssaga barnanna: „Leifur“
eftir Gunnar Jörgensen; II. (Frú
Elísabet Linnet). 19,00 Tónleikar
(plötur). 20,20 Leikrit: „Anna á
Stóru-Borg“ eftir Guðmund M.
Þorláksson, samið cftir skáldsögu
Jóns Trausta; Ævar Kvaran bjó
leikritið til útvarpsflutnings og
hefur leiksctjóm á hendi. — 22,10
Danslög (plötur). 24,00 Dagskrárl.
þegar hann kom til vinnunnar, en
gamli maðurinn reyndi eftir
megni að leyna þeirri undrun og
bauð hann velkominn með góð-
látlegu brosi.
Svörtu aðstoðarmennirnir voru
þegar komnir á vinnustaðinn og
stríddu hver öðrum með góðlát-
legri gamansemi. Múrsteinum
hafði verið komið fyrir í vel-
hlöðnum stöflum, þar sem grunn
urinn skyldi standa og bjálkar og
viðarbolir, vandvirnislega birkt-
ir og tilhöggnir, lágu víðs vegar
um staðinn, þar sem auðveldast
var að ná til þeirra, þegar til
skyldi tekið.
Til annarrar hliðar stóð allhár
timburhlaði, sem að mestu leyti
var úr sögunarmyllunni hans.
Martin gamli Fortenberry, sem
sat á naglakvarteli við viðarhlað-
ann, með stuttu, klumpslegu píp-
una á milli tannanna, brosti góð-
látlega og blés út úr sér bláum,
þykkum reykjarstrók:
„Kominn aftur til vinnunnar,
eh? Jæja, það var nú ágætt,
drengur minn. Nú skaltu hóa
niggurunum saman og sýna þeim,
hvernig þeir eigi að hlaða múr-
steina. Svo ættirðu að útbúa dá-
lítið af sementsblöndu. Sementið
er þarna yfir í skýlinu."
Hann benti með hendinni aftur
fyrir sig um leið og hann talaði og
Lije gekk yfir að sementspokun-
um, sem hlaðið hafði verið upp
við vegginn á skýlinu: — „Já,
herra, ég skal sjá til þess að dreng
irnir geri þetta eins vel og hægt
er, höfuðsmaður."
Hann reyndi að brosa glaðlega
á móti, eins og ekki væri um
neinar dapurlegar endurminning-
ar að ræða.
„En heyrðu mig aðeins“. Martin
gamli stöðvaði hann með skip-
andi bendingu annarrar handar.
„Hver sér um starfrækslu sögun-
armyllunnar þinnar, á meoan þú
vinnur hér hjá mér? Ekki get-
urðu verið á báðum stöðunum í
einu, þótt þú sért flestum mönn-
um duglegri, Lije.“
Lije nam staðar og það kom
eins og dálítið hikandi svipur á
andlit hans: — „O, ég hefi séð
fyrir því öllu“, svaraði hann loks
og heldur seinlega. — „Dink sér
um allan útreikning og það sem
að fjármálunum lýtur, en svert-
ingjarnir mínir eru orðnir verk-
inu vanir og vita vel hvað gera
þarf. Auk þess fer ekki langur
tími í þessa byggingarvinnu
hérna hugsa ég og svo ætlar líka
Spike Turner að koma til mín.
Hann vinnur núna í veitingakrá
í Vicksburg. — Hann verður verk
stjóri hjá mér.“
Martin Fortenberry kinkaði
alvarlepr kolli og augu hans
hvíldu stöðugt á svörtu verka-
mönnunum: — „Spike gæti orðið
góður maður við hvað sem hann
fengizt, þ.e.a.s. ef hann stilltist
einhvem tíma og yrði ráðsettur."
Hann glotti til Lijes og breytti
svo skyndilega um umræðuefni.
„Með þessu áframhaldi munt þú
verða auðugur maður, áður en
lýkur, Lije.“
„Það er nú einmitt það sem ég
ætla mér að verða“, svaraði Lije,
með skyndilegum hörkusvip. Og
svo byrjaði hann alveg ósjálfrátt
að segja frá uppástungu Dinks.
„Ég er ekki hræddur við neina
vinnu, hversu erfið sem hún kann
að vera“, sagði hann loks.
Vinnuveitandi hans horfði á
hann með lymskulegri góðvild í
svipnum:
„Nei, það veit ég að þú ert
ekki, Lije. En gættu þess bara
að ætla ekki að annast of mörg
störf í einu. Það verður engum
affarasælt að vasast í of mörgu,
mundu það drengur minn. Auð-
vitað kemur mér timburmyllan
þín og starfræksla hennar ekkert
við svo lengi sem þú leysir störf
þín hérna hjá mér sómasamlega
af hendi. Ég var bara svolítið for
vitinn. Það var allt og sumt.“
Skyndilega laut hann höfði og
bætti svo við, dáiítið vandræða-
legu mrómi: — „Og svona okkar
á milli sagt, Lije, þá þarftu ekki
að taka of mikið tillit til þess
sem frú Fortenberry sagði við þig
um daginn. Hún hefur ekki verið
með sjálfri sér upp á síðkastið.
Hún er veik. Hún hefur verið
veik í sjö ár.“
Lije svaraði engu orði, en and-
lit hans varð dökkrautt yfirlit-
um um leið og hann snaraði full-
um sementspoka upp á öxl sér
og skjögraði stirðlega með hann
í áttina til svörtu verkamann-
anna.
Með hverjum deginum sem leið
miðaði byggingunni óðum áfram
og að þremur vikum liðnum gerði
hin kassalaga lögun hennar um-
heiminum það kunnugt, að hér
eftir þyrfti ekki að flytja baðm-
uilina alla leið til Vicksburg eða
Greenville til hreinsunar. Bænda
fólk nágrennisins reyndi að lífga
svolítið hina daufu vetrardaga
með því að koma og skoða þetta
nýsköpunarverk.
Vélarnar voru enn ekki komn-
ar, en sérfræðingur frá New
Orleans átti að hafa umsjón með
lagningu þeirra og fyrst varð að
þekja allt tréverkið með brúnni
málningu, sem Silas frændi hafði
útvegað frá firma í Ohio.
Þetta var falleg og fullkomin
bygging að allra dómi og líklegt j
þótti, að Martin Fortenberry
myndi moka saman peningunum I
fyrirliggjandi
Zrricirih (i3erteláen jjT* (jjo h^.
Hafnarhvoli — Sími 6620
Laus staða
Aðstoðarmaður óskast til starfa á Fiskideild Atvinnu-
deildar Háskólans, Borgartúni 7. Störf bæði á rannsókn-
arskipi og rannsóknarstofu. Laun samkv. 10. launaflokki.
Skrifleg umsókn sendist Fiskideild fyrir 5. þ.m.
»*• •*• •*• •*♦ •*•
• • •*• •*♦ •*♦♦*• •*• *•*♦ ♦*• *j« •*♦♦ j»**« »*♦ •*♦ •*. ,ihJ»*J» •*• •*• •*• •*• •** *t* *t* *t* *♦* *•* *•* *•* *•* *•* **• *•* *•*
MARKÚS Eftir Ed Dodd
á m. AW GEE, MARK..
HEV) WHATS \ rVE BEEN
WRONG, FELLA?) TRVINS TO GET
...VOU LOOK y MOTHER TO LET
KINDA LOW/TT ME GO WITH
. A . ^sJ&fcYOU TO CANACA.
‘COUNTRV SQUIRE 15 PROUD
TO PRESENT ONE OF
AMERICA'S LEAD/NG FAM/UES,
THE JOHN MASON
\..TH/S WEAR MR. AND MRS. 1
BROCKMAN WILL SPEND THE
FALL AT THE/R BLACK ROCK
HOME, M/SS CVNTH/A PLANES
TO EUROPE, AND MASTER
JOHN W/LL BE !N CANADA
W/TH THE FAMOUS OUT-
DOORSMAN,
MARK TRAILF _______ „
BROCKMANS JT.
1) — Hvað amar nú að þér. Þú
ert eitthvað svo niðurdreginn?
— Ég var að reyna að telja
mömmu á að leyfa mér að fara,
en hún svaraði nei.
•2) Seinna: Frú Karolína situr
og er að lesa í tímariti um fé-
lagslíf.
3) Þar stendur: — Hér birtist
mynd af Brockmanns-íjölskyld-
unni.
4) — Hjónin ætla að vera f
sumar í bústað sínum við Svart-
hamar. Dóttirin fer fljúgandi til
Evrópu, en sonurinn ungi, Jón,
fer til sumardvalar norður i Kan.
ada hjá hinum fræga veiðimanni
Markúsi.